Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 1
Tölvusmiðjan óskar eftir að ráða fólk í eftirfarandi störf Tölvunarfræðingur — kerfisfræðingur Verið er að leita að einstaklingi með háskóla- menntun í tölvunarfræðum. Nauðsynlegt er að hafa reynslu af hlutbundinni, lagskiptri for- ritun fyrir Internet-lausnir. Starfið felst í við- haldi og áframhaldandi þróun hugbúnaðar, nýsmíði hugbúnaðar, þ.m.t. þarfagreiningu, hönnun, prófunum og uppsetningu. Starfið krefst hæfni til að vinna sjálfstætt og í hóp. Samskipti við viðskiptavini eru einnig hluti af starfinu. Þjónustufulltrúi Verið er að leita að einstaklingi til að sinna verkstjórn og gæðastjórnun í þjónustudeild fyrirtækisins. Helstu verkefni eru: Móttaka verk- beiðna, verkstjórn, gæðastjórnun, upplýsinga- gjöf, símsvörun, afgreiðsla og önnur tilfallandi þjónusta. Mikilvægt er að vikomandi hafi þjón- ustulund, hafi gaman að krefjandi verkefnum og geti unnið sjálfstætt. Góð tölvukunnátta nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega Kerfisstjóri — netmaður Verið er að leita að einstaklingi til að sinna dag- legum rekstri á netþjónum og netbúnaði. Aðal- lega er um að ræða rekstur á búnaði í hýsing- arþjónustu og kerfisleigu, rekstur internetþjóna s.s. vefþjóna, póstþjóna o.fl. Starfið krefst af- burðarþekkingar á Microsft stýrikerfum og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu á þessu sviði. Leitað verður eftir meðmælum og einnig er æskilegt að viðkomandi hafi Microsoft vott- un. Eftirfarandi kostir skipta einnig miklu máli: Þekking á víðnetsbúnaði (aðalega Cisco), Grunnþekking á Linux, hæfileiki til að vinna sjálfstætt og skipulega, almennur áhugi á upp- lýsingatækni og nýjungum á því sviði, metnað- ur og almenn reglusemi. Um Tölvusmiðjuna Tölvusmiðjan er fyrirtæki í upplýsingatækni og eru helstu starfssvið tölvuþjónusta, netþjónusta, víðnetslausnir og hugbúnaðarþróun. Tölvusmiðjan hefur starfsstöðvar á Egilsstöðum og í Neskaupstað og þjónustar fyrirtæki og stofnanir á miðausturlandi. Fjöldi starfsfólks í dag er 9. Umsóknir sendist á netfangið starf@tolvusmidjan.is. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 470 2230. Deildarstjóri hjúkrunardeildar HSSA Hjúkrunarfræðingur óskast í fasta stöðu deildarstjóra á hjúkrunardeild HSSA á Hornafirði. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands (HSSA) skiptist í hjúkrunardeild, sjúkra- deild, fæðingardeild, dvalarheimili, heilsugæslu og heimaþjónustudeild. Væntanlega verður til deild heilabilaðra við stækkun húsnæðisins. HSSA varð til þegar Sveitarfélagið Hornafjörður tók að sér reynsluverki í heilbrigðis- og öldrun- armálum 1996. Verkefnið fól í sér yfir- töku verkefna frá ríkinu, þ.e. heilsugæslu og önnur verkefni sem ríkið sér um á landsvísu. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins fá þeir einstaklingar og fjölskyldur sem koma til starfa flutningsstyrk og hús- næðisstyrk fyrstu þrjú árin Hafið sam- band og kynnið ykkur önnur kjör sem í boði eru. Nánari upplýsingar um stöðuna veita Guðrún Júlía Jónsdóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 478 1021 og 478 1400 og Jó- hann Ólafsson framkvæmdastjóri í síma 478 2071. Á Hornafirði búa um 2.300 manns, flestir á Höfn. Aðalat- vinnan er sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Á Höfn eru þrír leikskólar. Grunnskólinn er þrískiptur, 1.—3. bekkur fer í Nesjaskóla, 4.—7. bekkur í Hafnarskóla og gagnfræðadeild- in fer í Heppuskóla. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafells- sýslu (menntaskóli) er á Höfn í nýju húsnæði sem kallast Nýheimar. Þar er einnig til húsa Menningarmiðstöð (bókasafn) og Austurlandssetur Háskóla Íslands, rannsókn- ardeild. Aðstaða til fjarnáms er til fyrirmyndar á Hornafirði. Náttúrufegurð í héraðinu er rómuð. Auðvelt er að stunda út- ivist af öllu tagi, s.s. kajaksiglingar, göngur, veiðar og fjalla- ferðir eru óvíða fjölbreyttari. Samgöngur eru góðar. Áæt- lunarflug milli Hafnar og Reykjavíkur, sumar og vetur. Veg- asamband við höfuðborgarsvæðið er beint og breitt, eini fjallvegurinn á leiðinni er Hellisheiði og því eru vetrarsam- göngur mjög greiðar. Tölvu- og upplýsingatækni — leitum að skipulögðum og úrræðagóðum aðila — Í boði er áhugavert og spennandi starf í tölvu- og upplýsingatækni fyrir tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Starf verkefnastjóra Starfssvið:  Umsjón með nýsmíði, hönnun og prófunum á hugbúnaði.  Vinna í áætlanagerð og skipulagningu.  Vinna við eftirlit á framvindu verkefna og samskipti við verktaka.  Önnur tilfallandi verkefni. Menntun og hæfniskröfur:  Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræði eða önnur sambærileg tæknimenntun.  Þekking á Oracle og SQL æskileg.  Öguð og sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Rósa Halldórsdóttir, yfirverkefnastjóri á tölvu- og upplýsingatækni Tryggingastofnunar, sími 560 4464, tölvupóst- fang rosah@tr.is . Senda má upplýsingar raf- rænt eða í pósti til starfsmannaþjónustu Trygg- ingastofnunar, Laugavegi 114, 150 Reykjavík, tölvupóstfang gudjonsk@tr.is . Umsóknarfrest- ur er til 20. janúar 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Upplýsingar um Tryggingastofnun má finna heimasíðu: http://www.tr.is . Starfsfólk óskast Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða starfs- fólk til almennra framleiðslustarfa. Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins að Síðumúla 34, Reykjavík. Nánari uppl. veitir Ingibjörn Sigurbergsson fram- leiðslustjóri á staðnum milli kl. 14.00-16.00. Bílstjóri óskast Starfið felst í tiltekt, sækja vörur, útkeyrslu og afhendingu vöru til viðskiptavina. Hæfniskröfur eru að umsækjandi hafi umtals- verða reynslu af störfum við útkeyrslu, en meirapróf og/eða lyftarapróf er æskilegt. Rík áhersla er lögð á reglusemi, snyrtimennsku, nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í mann- legum samskiptum. Leitað er að metnaðarfull- um einstaklingi, sem býr yfir góðri reynslu og er vanur að vinna sjálfstætt sem og í hópi. Æskilegur aldur er frá 30 ára. Upplýsingar gefur Stefán Friðþórsson milli kl. 9 og 12 mánudag og þriðjudag á skrifstofu í Klettagörðum 12. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Sindra Stál. Hjá Sindra starfa 60 manns og eru með höfuðstöðvar í Klettagörðum 12 í Reykjavík ásamt því að reka tvær verslanir í Hafnarfirði og á Akureyri. Organisti Staða organista í Möðruvallaklausturspresta- kalli er laus til umsóknar. Um er að ræða kór- stjórn og tónlistarflutning í Möðruvallakirkju, Glæsibæjarkirkju, Bægisárkirkju og Bakkakirkju í Öxnadal. Laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra organleikara. Upplýsingar um starfið veitir sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur í síma 462 1963 og 898 4640. Umsóknum skal skila fyrir 10. febrúar 2003 til formanns sóknarnefndar Sverris Haraldssonar Skriðu Hörgárdal, 601 Akureyri. Sunnudagur 12. janúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.168  Innlit 12.452  Flettingar 52.198  Heimild: Samræmd vefmæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.