Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Framsækið starf hjá Samsýn Framtíðarstarf Samsýn er vaxandi fyrirtæki sem starfar á sviði landupplýsingakerfa og er leiðandi á því sviði hér á landi. Samsýn er umboðsaðili ESRI landupplýsingakerfa, en ESRI er stærsti framleiðandi slíkra kerfa í heiminum. Meðal viðskiptavina Samsýnar eru mörg af stærstu fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum landsins. Samsýn er að stærstum hluta í eigu Hnits hf og Skýrr hf. ,, Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, samviskusemi og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfssvið: * Þjónusta, ráðgjöf og uppsetning á hugbúnaði frá ESRI. * Aðlögun ESRI landupplýsingakerfa að þörfum notenda. * Kennsla á ESRI hugbúnað. Hæfniskröfur: * Menntun á háskólastigi. * Mjög góð tölvukunnátta. * Þekking á vensluðum gagnagrunnum og hlutbundinni forritun í Windows umhverfi æskileg. * Unnið er með Windows NT/XP/2000 og Unix stýrikerfi. Umsóknir berist fyrir 22. janúar merktar ,,atvinna á skrifstofu Samsýnar Háaleitisbraut 58 - 60. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jörgensson í síma 553 9500 eða halldor@samsyn.is Starfskraftur óskast Stúdentagarðar auglýsa eftir starfskrafti í fullt starf á skrifstofu sína. Viðkomandi þarf að vera vanur bókhaldi, hafa reynslu af vinnu við tölvur og vera vel mælandi á ensku. Óskað er eftir manneskju sem hefur gott viðmót og ánægju af mannlegum samskiptum. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Á görðum er húsnæði af ýmsum gerðum og eru íbúar tæplega 800. Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignastofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. Aðild að henni eiga menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands og skrásettir stúdentar innan hans. Auk Stúdentagarða rekur FS Bóksölu stúdenta, Kaffistofur stúdenta, Atvinnumiðstöð stúdenta og Leikskóla FS. Starfs- menn eru um 80 talsins. Skriflegum umsóknum skal skila til Atvinnumið- stöðvar stúdenta, Stúdentaheimilinu við Hringbraut, 101 Reykjavík eða með tölvupósti atvinna@fs.is fyrir 17. janúar n.k. ATVINNUMIÐSTÖÐ STÚDENTA Móttökustjóri Leitum að ábyggilegum starfsmanni, með reynslu og/eða menntun í hótel-/ferðamála- fræðum. Viðkomandi þarf að hafa góða tungumálakunn- áttu, vera töluglöggur, með góða framkomu og samskiptahæfileika og reynslu af tölvu- vinnslu og bréfaskriftum. Tekið er við umsóknum á staðnum eða sendið tölvupóst. HÓTEL REYKJAVÍK, Rauðarárstíg 37, thordis@hotelreykjavik.is . Skólaskrifstofa Austurlands Sálfræðingur Er ekki kominn tími til að láta drauminn rætast? Laus er staða sálfræðings við sérfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi, sem hefur vilja til að þróa öfluga sérfræðiþjónustu á svæði Skólaskrifstofu Austurlands. Til greina kemur að ráða í tvær stöður í sam- starfi við aðra aðila. Margskonar samstarfsmöguleikar eru við ýmsa aðila á svæðinu um þróun þjónustunnar. Við sérfræðiþjónustu skrifstofunnar starfar nú sál- fræðingur í fullu starfi auk annarra ráðgjafa. Starfsbyrjun skv. samkomulagi. Laun eru skv. kjarasamningi LN og SSÍ. Umsókn sendist til Skólaskrifstofu Austurlands, Búðareyri 4, 730 Reyðarfirði. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Skóla- skrifstofu Austurlands, Sigurbjörn Marinósson, í símum 474 1211 og 893 2330. Forstöðumaður. Hópstjóri Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir hópstjóra til starfa nú þegar. Um er að ræða 100% starf, unnin er önnur hvor helgi og ein kvöldvakt í viku, ekki er um nætur- vaktir að ræða. Æskileg menntun til starfans er nám tengt fél- ags- og uppeldisfræði eða sjúkraliðanám. Umsóknarfrestur er til 30. janúar 2003 og skal umsóknum skilað skriflega til Guðrúnar Erlu Gunnarsdóttur hjúkrunarforstjóra að Hátúni 12, Reykjavík, þar sem nánari upplýsingar fást í síma 552 9133. Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki, er þarfnast að- stoðar og umönnunar allan sólarhringinn. Íbúar eru 39 og starfsmenn um 50. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar, læknar, sérhæfðir starfsmenn og aðrir starfsmenn vinna við heimilið. Við vinnum nú sérstaklega að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað mið- svæðis í borginni. FRÁ KÁRSNESSKÓLA • Fullt starf gangavarðar/ræstis við Kársnesskóla er laust til umsóknar nú þegar. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar hjá ritara skólans í síma 554 3010. Starfsmannstjóri www.kopavogur.is KÓPAVOGSBÆR Toppsölumenn óskast! til að kynna og selja geysivinsæla öryggisvöru. Allar nánari uppl. gefur Sverrir í síma 661 7000. Sölumaður Snyrtivörur - undirfatnaður o.fl. Heildverslun óskar eftir að ráða sölumann. Um fullt starf er að ræða (9-17). Þekkt vörumerki. Kröfur:  hafa sölumannshæfileika  geta starfað sjálfstætt  hafa metnað og frumkvæði  þekking á snyrtivörum æskileg  enskukunnátta  alm. tölvukunnátta  eiga auðvelt með mannleg samskipti  vera reyklaus Umsóknum skal skilað á afgreiðslu auglýsinga- deildar Mbl. merktum: „M - 1020" fyrir fimmtu- daginn 16. janúar nk. FRÁ KÓPAVOGSSKÓLA • Vegna forfalla vantar smíðakennara til starfa nú þegar. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launa- nefndar sveitarfélaga. Konur jafnt og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur Guðmundsson í síma: 554 0475. Starfsmannastjóri www.kopavogur.is KÓPAVOGSBÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.