Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 2
„VIÐ lékum vel í síðari hálf- leik eftir að meiri færsla komst á vörnina og betri samvinna á milli leikmanna,“ sagði Guðjón Valur Sigurðs- son eftir leikinn við Egypta, en hann stóð sig afar vel eft- ir að hann fékk tækifæri í síðari hálfleik, skoraði sex mörk og stóð vaktina af festu í vörninni þar sem hann lék nokkuð framliggj- andi. „Það er draumastaða fyrir hvaða hornamann sem er þegar svona mikið er um hraðaupphlaup eins og raun varð á í síðari hálfleik. Á meðan vörnin stendur fyrir sínu og við erum fljótari en andstæðingurinn fram í sóknina er þetta eintóm veisla.“ Guð- jón sagði að sér litist í heild nokkuð vel á framhaldið og ef menn tækju það út sem vel var gert í þessu móti og byggðu ofan á það telur hann liðið vel geta staðið fyrir sínu þegar á hólminn verður kom- ið á HM í Portúgal. „Það er engin ástæða til að ör- vænta, enda erum við ekki að því þrátt fyr- ir skell í síðari hálf- leik á móti Dönum. HM hefst á mánudaginn eftir viku og þá er ég viss um að við verðum klár- ir í bátana,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson. Verðum klárir í bátana Guðjón Valur Sigurðsson ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPUMEISTURUM Svía í handknattleik gengur ekki sem skyldi þessa dagana og þeir hafa nú leikið fjóra leiki í röð án sigurs. Svíar og Júgóslavar áttust við í tveim- ur leikjum í Jönköping um helgina. Júgóslavar höfðu betur í fyrri leiknum, 26:24, og í gær skildu þjóðirnar jafnar, 26:26. Svíar voru með vænlega stöðu í báðum leikjunum en glopruðu forystunni niður. Í fyrri leiknum höfðu Svíar, 22:19, yfir þegar 10 mínútur voru til leiksloka en þá hrökk allt í baklás. Martin Boquist skoraði 6 mörk fyrir Svía og þeir Johan Petterson og Matthias Franzén skoruðu 4 hver. Í gær svipað uppi á ten- ingnum. Svíar voru 26:23 yfir þegar skammt lifði leiksins en Júgóslövum tókst að jafna metin með því að skora þrjú síðustu mörkin. Matthias Franzén og Johan Petterson skoruðu 6 mörk hver og gömlu brýnin Steffan Olsson og Magnús Wislander gerðu 3 mörk hver. Það var skarð fyrir skildi að í lið Svía vant- aði fyrirliðann Stefan Löv- gren en óvíst er hvort hann leiki með Svíum á HM þar sem eiginkona hans á von á barni. Lokaundirbúningur Svía fyrir HM verður leikur á móti Íslendingum í Landskrona í fimmtudaginn. Tap og jafntefli hjá Svíum Íslendingar luku þátttöku sinni áfjögurra landa mótinu í Dan- mörku með því að vinna öruggan sig- ur á Egyptum, 35:25, og lék íslenska liðið ágætlega í síðari hálfleik. Egyptar eru einnig að búa sig undir HM í Portúgal en þó sendu þeir ekki sitt sterkasta lið til Danmerkur. Eftir að Egypt- arnir höfðu veitt nokkra mótspyrnu í fyrri hálfleik tók íslenska liðið öll völd á vellinum í síðari hálfleik með öflugri vörn og hraðaupphlaupum, en liðið skoraði 13 mörk eftir hraða- upphlaup. Staðan í hálfleik var 16:15, Íslendingum í hag, en þeir höfðu for- ystu í leiknum allan tímann. Eins og svo oft áður í þessu móti var leikur íslenska liðsins afar kafla- skiptur. Að þessu sinni náði það sér á strik í síðari hálfleik, fyrri hálfleikur var slakari, einkum í vörn, þar sem sterkar og hávaxnar skyttur Egypta fengu að koma á tíðum ansi hreint nærri marki. Íslendingar byrjuðu þó með látum, náðu strax þriggja marka forskoti, 4:1, en Egyptar gáfust ekki svo auðveldlega upp. Þeir minnkuðu muninn og fylgdu íslenska liðinu sem skugginn allan hálfleikinn, léku sína 6/0-vörn og stóluðu síðan á þrjár nokkuð sterkar skyttur í sókninni. Horna- og línuspil var afar takmark- að hjá Egyptunum og voru horna- mennirnir oft líkari böttum en mönn- um með ákveðið hlutverk. Sóknin gekk allþokkalega hjá íslenska lið- inu, hraði var í leiknum og oft tókst að opna vel, bæði fyrir hornin og lín- una, enda gekk Egyptum illa að ráða við Sigfús Sigurðsson línumann. Vörnin var hins vegar hausverkurinn og kom það helst til af því að Rúnar Sigtryggsson og Sigfús náðu ekki að stilla saman strengi sína. Í síðari hálfleik náðu menn betur saman í vörninni og stöðvuðu skyttur Egyptanna. Þá kom Roland Eradze í markið í stað Guðmundar og náðu sér allir vel á strik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var forysta Íslands orðin fimm mörk, 22:17, og eftir það náðu Egyptar aldrei að rétta sinn hlut, Íslendingar hertu róðurinn og innsigluðu tíu marka sigur þrátt fyrir að flestir sterkustu leikmennirnir hafi fengið að hvíla sig á lokakaflanum. Semsagt býsna þægilegur en alls ekki fyrir- hafnarlaus sigur á B-liði Egypta. Þrátt fyrir að sóknarleikurinn gengi lengst af vel var misnotkun dauðafæra enn viðvarandi vandamál hjá íslenska liðinu, einkum í fyrri hálfleik. Á þessum vanda er nauð- synlegt að ráða bót, en engin augljós lausn í sjónmáli. Nú sem fyrr tekst liðinu heldur ekki að leika heilan leik á fullum dampi í vörn sem sókn. Það ásamt mistökunum gæti reynst ís- lenska liðinu þungt í skauti þegar farið verður að leika gegn sterkari þjóðum sem refsa miskunnarlaust fyrir öll mistök.                      !"# $# %   $# & '&(               Stór- sigur á Egyptum Ívar Benediktsson skrifar frá Danmörku Nú er vika til heimsmeistara-mótsins í Portúgal og þar með ekki langur tími til að laga það sem bæta þarf. Guð- mundur telur að liðið sé á réttri leið og það verði nánast í eins góðu standi þegar á hólminn verður komið eins og að- stæður bjóða upp á en nokkrir sterkir leikmenn hafa og eru að glíma við lítilsháttar meiðsl. Sóknin fer hægt batnandi „Vörnin var fín gegn Pólverjum, lengst af gegn Egyptum og í fyrri hálfleik á móti Dönum. Þannig að þetta finnst með, það jákvæða, auk þess sem sóknarleikurinn fer hægt batnandi. Hann er farinn að ganga vel, einkum gegn 3/2/1 vörn í þessum undirbúningi. Við eigum hins vegar eftir að slípa ýmislegt í sókn gegn 6/0 vörn, í það fara síðustu dagarnir og því verður kærkomið að fá tæki- færi gegn Svíum á fimmtudags- kvöldið, þeir leika eingöngu 6/0 vörn,“ sagði Guðmundur þegar hann beðinn að gera upp mótið. „Mér finnst liðið vera á réttri leið, á því er enginn vafi í mínum huga og ég horfi því bjartsýnni fram á veginn eftir þetta mót í Danmörku en fyrir það. En það má hins vegar ekki horfa framhjá því að það eru enn ýmis ljón í veginum sem við verðum að ryðja úr vegi. Áberandi hefur ver- ið í nokkrum undirbúningsleikjum að fjöldi dauðafæra hefur farið í súg- inn og einnig að nokkuð hefur verið um mislukkaðar sendingar.“ Guðmundur sagði þetta vissulega vera mál sem þyrfti að leysa en taldi allt þó horfa til betri vegar, einkum þegar horft væri til síðasta leiksins í Danmörku, gegn Egyptum, þá hefði verið góð nýting á opnum færum, einkum í síðari hálfleik. „Ég hef það á tilfinningunni að þessi atriði verði í lagi. Fyrst og fremst held ég að þetta komi til af því að menn eru á tíðum of upptekn- ir af því að vanda sig, og vopnin snú- ast í höndum þeirra. Þá verða menn of stífir, leikmenn verða aðeins að slaka á, sýna meiri yfirvegun, þá er ég viss um að þessi atriði lagast. Þetta hefur ekki verið vandamál frá því ég tók við liðinu fyrr en nú og þar með met ég stöðuna þannig að þetta muni lagast þegar allt kemur til alls, hef enga ástæðu til að halda annað.“ Aginn verður að aukast Hvað finnst þér þegar vanta upp hjá liðinu? „Mér finnst ennþá vanta upp á yfirvegun á köflum í sóknar- leiknum, það er að við getum haldið okkar strik frá upphafi til enda leiks, séum ekki að taka góða kafla en falla niður þess á milli, stöðugleikann vantar. Þá verður aginn að aukast í sókninni. Við megum alls ekki fara út í að stytta sóknirnar, það hefur sýnt sig að það hentar okkur afar illa. Þessi atriði voru betri í síðasta leiknum heldur en í síðari hálfleik gegn Dönum. Þá gerðum við okkur einmitt seka um að leika alltof stutt- ar sóknir með þeim afleiðingum að við misstum leikinn úr höndum okk- ar. “ Finnst þér liðið hafa fengið það út úr mótinu sem þú vonaðist eftir? „Ég hefði viljað fá sterkari and- stæðing í síðasta leiknum. Egypska liðið sem við lékum við í dag var ekki eins sterkt eins og til stóð að það yrði. Hins vegar fengum við tvo afar góða leiki sem við getum dregið góð- an lærdóm af, þá ég við viðureign- irnar gegn Pólverjum og Dönum. Í þessum leikjum glímdum við gegn mismunandi vörnum og fengum ákveðin svör sem við leituðum eftir. Í heildina tel ég okkur hafa fengið margt út úrþessu móti þótt ég hefði að sjálfsögðu viljað mæta mun sterkara liði í síðustu umferðinni, við þurftum á því að halda.“ Er HM-hópurinn klár í þínum huga eftir þetta mót? „Ég er enn að velta fyrir mér ein- um til tveimur stöðum, annað er nokkuð komið á hreint. Ég ætla að gefa mér nokkurn tíma til viðbótar til þess að spá í stöðu mála.“ Farið í fínpússningu Hvaða stöður eru þetta sem um er að ræða? „Ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi málsins.“ Hvenær verður hópurinn til- kynntur? „Það verður sennilega gert annað kvöld (mánudag) eða í síðasta lagi á þriðjudaginn.“ Hvað verður gert síðustu vikuna fyrir HM? „Þá má segja að farið verði í fín- pússningu á liðinu. Þá förum við í gegnum öll atriði í leik okkar þannig að menn verði með allt á tæru þegar á hólminn verður komið. Fyrst og fremst verður haldið áfram að vinna vel á æfingum. Líklega verður frí gefið á morgun (mánudag), æft tvisvar á þriðjudaginn, einu sinni á miðvikudag áður en haldið verður til Svíþjóðar síðdegis þann dag. Loka- áfanginn í undirbúningnum verður leikur við Evrópumeistara Svía á fimmtudaginn. Þá mætum við 6/0 vörn þeirra og það verður afar kær- komið þar sem við verðum að laga ýmislegt í sóknarleik okkar gegn þessháttar vörn. Því hefði andstæð- ingurinn á þessu stigi málsins ekki getað verið betri. Ég vil bara ítreka að mér finnst við vera á uppleið um þessar mundir. Ég er klárlega bjart- sýnni á liðið okkar nú en eftir leikina við Slóveníu heima fyrir tæpri viku. Það er alveg klárt, liðið er að leika betur og betur.“ Aðeins í lokin að leiknum við Egypta, hvað fór miður í honum? „Vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik og kom þar helst til að miðjumennirnir okkar, Sigfús Sig- urðsson og Rúnar Sigtryggsson, voru ekki nægilega grimmir og tókst ekki á köflum að verjast skyttum Egyptanna. Þegar á leið hálfleikinn voru Egyptarnir farnir að skjóta af afar löngu færi á markið og þegar sú Erum á réttri leið Ljósmynd/NF Sigfús Sigurðsson skorar í leiknum gegn Egyptum í gær, en hann skoraði níu mörk í viðureigninni. Ívar Bendiktsson skrifar frá Danmörku „VARNARLEIKUR okkar hefur smátt og smátt verið að batna í þess- um leikjum þremur í mótinu ef frá er skilinn síðari hálfleikurinn gegn Dönum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, þegar hann leit yfir leikina þrjá í samtali við Morg- unblaðið þegar fjögurra landa mótinu í Kaupmannahöfn lauk síð- degis í gær með sigri Dana, en Íslendingar urðu í öðru sæti. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, að loknu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.