Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 B 5 ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke gerði góða ferð til Leicester þar sem liðinu tókst að krækja í eitt stig gegn lið- inu í öðru sæti deildarinnar. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan á Filbert Street þar sem einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rauða spjaldið. Peter Handyside, fyrirliða Stoke, var vikið af leikvelli á 68. mínútu og fjórum mínútum síðar fór varnarjaxlinn Garry Tagg- art í liði Leicester sömu leið. Brynjar Björn Gunn- arsson var eini Íslending- urinn í byrjunarliði Stoke og hann var tvívegis nálægt því að skora en Ian Walker, fyrrum landsliðsmarkvörð- ur Englendinga, sá við hon- um í bæði skiptin. Pétur Marteinsson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Stoke en Bjarni Guðjónsson sat á bekknum allan leikinn. Þetta var þriðji deild- arleikur Stoke í röð án ósigurs en liðið er sem fyrr í fallsæti. Góð ferð Stoke á Filbert Street ÞJÓÐVERJINN Berti Vogts lands- liðsþjálfari Skota í knattspyrnu segir í viðtali við breska blaðið Daily Mail að hann geti vel hugsað sér að vera lengur við stjórnvölinn en til ársins 2006 en þá rennur samningur hans við skoska knattspyrnusambandið út. Vogts segist sjá mikinn efnivið en tíma taki að byggja upp gott landslið. „Fyrst þegar ég tók starfið að mér þá hélt ég að ég færi til Englands ótt og títt til að fylgast með bestu Skot- unum leika í ensku úrvalsdeildinni en sú hefur ekki orðið raunin á. Hins vegar hef ég fulla trú á að margir skoskir leikmenn muni spila í úrvals- deildinni eftir svona 5-6 ár. Það er fullt af góðum leikmönnum á aldurs- bilinu 19-23 ára en það þarf að gefa þeim tíma. Við getum ekki einblínt á á næstu 1–2 ár heldur verðum við að horfa lengra fram í tímann. Minn samningur rennur út árið 2006 og hver veit nema að ég verði lengur,“ segir Vogts. Skotar og Íslendingar eru sem kunnugt er í sama riðli í undan- keppni EM. Skotar höfðu betur í fyrri leik þjóðanna á Laugardals- velli, 2:0, í október síðastliðin en þann 29. mars eigast þjóðirnar við í Glasgow. Vogts ánægður hjá Skotum  GRAEME Souness knattspyrnu- stjóri Blackburn er reiðubúinn að selja miðvallarleikmanninn David Dunn frá félaginu. Souness og Dunn hefur ekki verið vel til vina og hefur Souness verið ósáttur við líferni leik- mannsins utan vallar. Dunn, sem er 23 ára gamall, þykir í hópi efnilegustu leikmanna Bretlandseyja og má full- víst telja að slagur verði um að krækja í leikmanninn.  LIVERPOOL er sagt á höttunum eftir franska framherjanum Frederic Kanoute hjá West Ham. Kanoute er metinn á um 8 milljónir punda en hann hefur lítið getað leikið á tíma- bilinu vegna nárameiðsla. West Ham vill þó ekki láta Kanoute frá sér fara fyrr en liðið hefur tryggt sér fram- herja í hans stað og hafa nöfn Marc- usar Bent hjá Ipswich og Les Ferdin- ands hjá Tottenham verið nefnd í því sambandi.  JIMMY Floyd Hasselbaink fram- herji Chelsea gæti eftir allt saman endað í herbúðum Barcelona á Spáni. Börsungar hafa lengi haft augastað á Hollendingnum en Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, hefur alltaf sagt að Hasselbaink verði ekki seldur.  RANIERI lét hins vegar hafa eftir sér að Chelsea væri reiðubúið að láta Hasselbaink fengið félagið rétta upp- hæð fyrir leikmanninn. Upphæðin sem Chelsea vill fá fyrir Hasselbaink er sögð vera 7,5 milljónir punda en síðasta tilboð Börsunga hljóðaði upp á 5 milljónir punda.  NEIL Mellor, framherjinn ungi hjá Liverpool sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 2:1 ósigri á móti Sheffield United í síðustu viku, var hársbreidd frá því að gerast leikmað- ur norska liðsins Lyn í fyrra. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, hafði fyrir sitt leyti samþykkt að lána leikmann- inn til Lyn en hann átti að fylla skarð Helga Sigurðssonar sem var meidd- ur.  PHIL Thompson, aðstoðarstjóri Liverpool sem þá stjórnaði liði Liver- pool í veikindaforföllum Houlliers, stöðvaði hins vegar félagaskiptin á síðustu stundu.  MARK Hughes landsliðsþjálfari Walesverja í knattspyrnu hefur skrif- að undir nýjan samning við welska knattspyrnusambandið sem gildir til næstu fjögurra ára. Undir stjórn Hughes hefur Wales tekur stórstíg- um framförum og hefur ekki verið of- ar á lista Alþjóða knattspyrnusam- bandsins í fjögur ár en Wales er í 52. sæti á listanum og er í efsta sæti í 9. riðli undankeppni EM.  HUGHES kemur til með að fá 23 milljónir króna í laun fyrsta árið en þau fara síðan hækkandi og verða 33 milljónir lokaár samningsins sem er 2006, fyrir utan bónusgreiðslur, tak- ist honum að koma Wales í úrslita- keppni EM sem fram fer í Portúgal 2004 eða í úrslitakeppni HM sem fram fer í Þýskalandi 2006. FÓLK Það var slæmt að við skyldumláta United jafna rúmri mín- útu eftir að okkur tókst að skora og að mínu mati var það vendipunktur- inn í leiknum. Ég er alveg viss um að ef okkur hefði tekist að halda forystunni lengur hefði leik- urinn getað þróast öðruvísi. Eftir jöfnunarmarkið var á brattann að sækja fyrir okkur. Við áttum samt ágæta kafla en þriðja markið, sem Solskjær skoraði, drap leikinn nið- ur,“ sagði Lárus Orri í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hafði í nógu að snúast í vörn sinna manna. „Það var virkilega erfitt að eiga við framherjana. Hreyfingin var góð á Nistelrooy, Scholes og Sol- skjær og þeir voru hvað eftir annað mataðir með glæsisendingum frá Beckham. Hann átti þátt í öllum mörkum United og það var virki- lega erfitt að verjast sendingum hans.“ Nú eruð þið nýbúnir að spila við Arsenal á heimavelli og töpuðuð, 2:1. Hvort fannst þér erfiðara að glíma við Arsenal eða United og þorirðu að spá um hvort liðið muni standa uppi sem meistari í vor? „Ef ég ber þessa tvo leiki saman verð ég að segja að við áttum í meiri erfiðleikum í leiknum á móti Man- chester en gegn Arsenal. Hreyfing- in á leikmönnum United var miklu meiri og Beckham gerði okkur lífið mjög leitt. Ég var þeirrar skoðunar að Beckham væri mjög ofmetinn leikmaður en hugsanlega þarf ég að skipta um skoðun. Það var talsvert meira að gera hjá okkur í öftustu vörn í leiknum við Manchester en þegar við lékum á móti Arsenal, en kannski spiluðum við bara betur í þeim leik og við vorum mjög svekktir að ná ekki í stig gegn þeim. Synd ef við spilum aðeins eitt tímabil í þessari frábæru deild Ég held að kapphlaupið um tit- ilinn verði á milli Arsenal og Unit- ed. Manchester-liðið er alltaf sterkt þegar líður á veturinn. Það er erfitt að segja fyrir um hvort liðið stend- ur uppi sem sigurvegari en ein- hvern veginn held ég að Arsenal hafi þetta og verji titilinn en Man- chester United vinni aðra titla sem í boði eru. Ég vona bara að bæði fé- lög vinni liðin sem við erum að berj- ast við á botninum.“ WBA á 16 leiki eftir og segir Lár- us að framundan sé þungur róður að halda liðinu uppi en hann hefur ekki gefið upp alla von þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi. „Við eigum eftir að spila við liðin sem eru í kringum okkur og ef lukkan geng- ur með okkur í lið er vel mögulegt að við tollum uppi. Við munum leggja allt í sölurnar til að halda WBA í deildinni enda væri synd að spila aðeins eitt tímabil í þessari frábæru deild. Þegar maður hefur kynnst því að spila í ensku úrvals- deildinni vill maður hvergi annars staðar leika.“ Lárus Orri Sigurðsson hafði í nógu að snúast í vörn WBA gegn Manchester United Held ég skipti um skoð- un varðandi Beckham Reuters Lárus Orri Sigurðsson á hér í höggi við Paul Scholes, Manchester United, á laugardaginn. LÁRUS Orri Sigurðsson og fé- lagar hans í WBA sitja sem fast- ast á botni ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu. Liðið tapaði 3:1 fyrir Manchester United og hefur aðeins tekist að innbyrða einn sigur í síðustu 16 leikjum. Guðmundur Hilmarsson skrifar ■ Leikir/B11  Úrslit/B10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.