Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 8
8 B MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANNES Sigurðsson skoraði fjögur mörk í fáum leikjum með norska úrvalsdeild- arliðinu Viking á sl. leiktíð og í viðtali við staðarblaðið Rogalands Avis segir Hafn- firðingurinn ungi að hann ætli sér að ná fótfestu í liðinu á næsta keppnistímabili. Hannes segir jafnframt að hann sé leiður á þeirri umræðu sem eigi sér stað í Staf- angri þar sem flestir stuðningsmenn liðs- ins vilji fá nýjan framherja til liðsins. Hannes skoraði eins og áður segir fjög- ur mörk og gaf eina stoðsendingu á þeim 311 mínútum sem hann lék með liðinu auk þess sem hann skoraði gegn spænska lið- inu Celta Vigo í UEFA-keppninni sl. haust. „Markmiðið var að nota fyrsta árið mitt hjá Viking til þess að kynnast aðstæðum og félaginu og leika með varaliðinu að mestu. En ég neita því ekki að mér fannst vera gengið framhjá mér undir lok sl. leik- tíðar. Það var aðeins einn framherji að skora mörk á þeim tíma, Erik Nevland, en þrátt fyrir það fékk ég afar fá tækifæri hjá Benny Lennartsson.“ Hannes segir ennfremur að hann hlakki til næsta tímabils undir stjórn nýs þjálfara, Kjell Inge Olsen. „Það byrja allir með autt blað á undirbúnings- tímabilinu og ég stefni á það að vera í byrjunarliðinu á næstu leik- tíð. Olsen er ólíkur Lennartsson, hann sér jákvæðu hliðarnar á flestu ólíkt Lennartsson og þetta hugarfar hefur leik- mannahópurinn tamið sér. Ég þarf hinsvegar að bæta mig á mörgum sviðum, það vantar aðeins meiri hraða, styrk og leikskilning. Úthaldið er gott en ég verð að vera meira afgerandi inni í vítateignum,“ segir Hannes en hann glímir við meiðsli á ökkla þessa dagana en meiðslin eru ekki alvarleg. EIN stærsta skíðastjarna Austurríkismanna, Her- mann Maier, hefur boðað endurkomu sína í heims- bikarkeppnina n.k. þriðjudag en þá mun Maier taka þátt í svig- keppni sem fram fer í Adelboden í Sviss. Hans Pum fram- kvæmdastjóri aust- urríska skíðasambands- ins sagði frá ákvörðun Maiers á sunnudag. Maier hefur þrívegis unnið heimsbik- arkeppnina í sam- anlögðum árangri og hefur unnið á 41 heimsbikarmóti á ferli sín- um, en hann hefur ekkert keppt eftir að hann lenti í alvarlegu umferðarslysi í ágúst árið 2001. Þar var ek- ið á Maier sem ók á vélhjóli og varð fyrir mjög alvar- legum meiðslum á fæti. Maier sem varð tvöfaldur Ólympíumeistari í Nagano í Japan árið 1998 hefur ekki skíðað mikið eftir að hann hóf endurhæfinguna eftir umferðarslysið en hann hef- ur sagt að stífar æfngar í hörðu skíðafæri henti sér illa og hann þurfi því að notast við aðrar aðferðir við æfingar sínar. Hannes Þ. blæs á óskir stuðningsmanna Endurkoma Maiers verður í Adelboden  JÓN Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir lið sitt TBB Trier í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær í 74:64 tapi liðsins gegn Bamberg sem er í öðru sæti deildarinnar. Jón Arnór tók 2 fráköst og gaf 2 stoð- sendingar en Trier er sem stendur í neðsta sæti og hefur aðeins unnið 2 leiki af 13.  LOGI Gunnarsson skoraði 28 stig fyrir Ulm í þýsku 1. deildinni í körfu- knattleik s.l. fimmtudag er liðið lagði TSV Tröster Breitengüßbach 110:82. Ulm er í öðru sæti suðurriðils- ins sem stendur eftir sigur á TV Langen á laugardag, 99:75.  JÓHANNES Karl Guðjónsson var í leikmannahópi Real Betis en kom ekkert við sögu þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Alavés í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.  ROQUE Santa Cruz framherji Bayern München verður frá keppni og æfingum næstu átta vikurnar. Cruz meiddist á ökkla í upphitum fyr- ir æfingaleik Bayern og Galtatas- aray um helgina þar sem úrslitin urðu markalaust jafntefli. Keppni í þýsku Bundesligunni hefst að loknu vetrarhléi þann 25. þessa mánaðar.  RICHARD Möller Nielsen, sem stýrði danska landsliðinu í knatt- spyrnu til sigurs á Evrópumótinu í Svíþjóð árið 1992, hefur tekið við þjálfun danska 2. deildarliðsins Kold- ing. Nielsen hætti sem landsliðsþjálf- ari Ísraels í haust, en áður hafði hann verið landsliðsþjálfari Finna, eftir að hann hætti með danska landsliðið ár- ið 1996 og við tók Bo Johansson. Niel- sen er 65 ára gamall.  STEFAN Schwarz, sænskur leik- maður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Sunderland, var á dögunum hand- tekinn þar sem hann er ákærður fyrir að hafa ökklabrotið ungling sem kast- aði snjóbolta í bíl hans í Sunderland. Að auki er Schwarz sagður hafa lagt hendur á annan ungling sem tók þátt í boltakastinu. Lögreglan á svæðinu segir að málið sé í rannsókn en Schwarz var látinn laus gegn trygg- ingu. Hann neitar öllum ásökunum.  FRAKKINN Laurent Robert segir að sér gangi illa að ná sambandi við enska leikmenn í liði sínu Newcastle United. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi fallið vel inní hópinn. Ég næ aðeins sambandi við erlendu leik- mennina í liðinu og á í vandræðum með að ná valdi á enskri tungu. Það eru fleiri leikmenn sem eru í sömu stöðu og ég,“ segir Robert en hann segir að leikmenn liðsins geri allt sem Alan Shearer fyrirliði liðsins segir þeim að gera. Enskir fjölmiðlar leiða að því líkum að Frakkinn sé á leið frá félaginu og jafnvel í þessum mánuði. FÓLK Deildin hefur verið mjög frísk-leg í haust og sóknarleikur hafður í hávegum. Þrjú efstu lið hafa skorað ríflega tvö mörk í leik (að- eins betra hlutfall en hjá Arsenal sem er efst á Englandi og hálfu marki betra en hjá liðinu í öðru sæti þar, Man. Utd.). Ítölsku liðunum hefur líka gengið allvel í Evrópukeppni og hefur það létt mjög lund Ítala eftir mögur ár. Hið eina sem skyggir á er döpur frammistaða landsliðsins undir stjórn hinnar öldnu (og sumir segja þreyttu) kempu Giovanni Trapattoni. Er mikið skeggrætt um arftaka Trapattoni og hefur nafn Gianluca Vialli iðulega verið nefnt í því sambandi. Sleppur Lazio við janúarútsölu? Fyrrverandi félagi Vialli í fram- línunni hjá Sampdoria, Roberto Mancini, er stjarna haustsins í ítalska boltanum. Honum hefur tekist að ná alveg ótrúlega miklu út úr liði Lazio sem mætti sund- urtætt til leiks í haust eftir að nokkrar af skærustu stjörnum liðsins höfðu verið seldar til þess að stoppa í skuldagötin. Í allt haust hefur gjaldþrot vofað yfir fé- laginu, pastarisinn Cirio sem á fé- lagið er farinn á hausinn og verður leystur upp fljótlega og eignir hans seldar. Ekki er alveg ljóst hvað verður um Lazio en Sergio Cragnotti, forseti Lazio og for- stjóri Cirio, sagði báðum stöðunum lausum á dögunum. Ný stjórn tók við nú í vikunni og á Mancini sæti í henni og er það í fyrsta skipti sem þjálfari á sæti í stjórn liðs á Ítalíu. Er þetta mikil vegsemd fyrir Mancini. Hann hefur þótt sýna mikla dirfsku í uppstillingu liðsins, blásið til sóknar og sagt leikmönn- um að skemmta sér á vellinum. Leikmennirnir hafa leikið á als oddi og er það sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að þeir hafa sama og ekkert fengið borgað síðan snemmsumars. Bónusar og ofurlaun virðast sumsé ekki vera endilega það sem hvetur stór- stjörnurnar áfram. Vörn Lazio hefur verið mjög traust með Hollendinginn Jaap Stam sem besta mann og Sinisa Mihajlovic hefur ekki verið jafn góður í mörg ár. Dejan Stankovic hefur verið kóngurinn á miðjunni og frammi hafa Barnado Corradi og Claudio Lopez leikið einkar vel. Allir þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að þurfa að sanna sig eftir nokkrar dýfur og óttinn við að komast ekki að hjá góðu liði á sæmilegum launum ef Lazio fer á hausinn er kannski það sem heldur mönnum við efnið. Stóra spurn- ingin fyrir aðdáendur Lazio hefur svo verið sú hvort einhverjar stjörnur liðsins verði seldar nú í janúar og gott starf Mancini þar með gert að engu. Nú þegar vika er liðin af mánuðinum hefur jan- úarútsalan enn ekki hafist en þó er ljóst að staða liðsins er viðkvæm og hákarlar stórliðanna gætu gert góð kaup og fengið veglegan stað- greiðsluafslátt… Öldungar og öryrkjar rísa úr öskustónni Rivaldo hefur leikið allvel fyrir topplið AC Milan og ágætlega hef- ur gengið hjá honum að spila með Rui Costa og Andrea Pirlo en fyr- irfram var ekki búist við því að hinn varfærni þjálfari Carlo Ancel- otti léti þremenningana leika alla í Borgar sig að borga stjörnunum sem minnst? ÍTALSKA deildakeppnin í knattspyrnu er hafin á ný eftir vetrarfrí, en meistarabaráttan er tæplega hálfnuð. Mílanóliðin tvö eru á toppi deildarinnar og kemur það sparkfræðingum ekki á óvart, þar sem bæði lið styrktu leikmannahóp sinn fyrir leiktíðina og komu vel út úr æfingaleikjum síðsumars. Hins vegar kemur mjög á óvart hvaða lið fylgja í humátt á eftir þeim, nefnilega Lazio og Chievo, ásamt meist- urum Juventus. Einar Logi Vignisson skrifar Rivaldo (t.h.) hefur leikið vel fyrir AC Milan. Hér fagnar hann marki ásamt Filippo Inzaghi. AC MILAN ’ Hinn 36 ára gamliAlessandro Costac- urta var kallaður til liðsins eftir að hafa farið frá því í sumar eftir tveggja áratuga feril og hefur verið stórfínn í vörninni. ‘ ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.