Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 B 9 EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid eru komnir á góðan skrið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Stjörnum prýtt lið Madridinga sótti Celta heim á laugardagskvöld og innbyrti þar sjötta sigur sinn í röð. Markið sem skildi liðin að skoraði brasilíski snillingurinn Ronaldo á 6. mínútu leiksins og var þetta sjöunda mark hans á leiktíðinni. Real Sociedad er með eins stigs forskot á Real Madrid en toppliðið, sem enn hefur ekki tapað leik í deildinni, komst heldur betur í hann krappan á móti meisturum Valencia á úti- velli. Heimamenn komust í 2:0, fyrst skoraði Fabio Aurelio á 17. mínútu og eftir klukktíma leik varð Agustin Aranzabal, varn- armaður Real Sociedad, fyrir því óláni að skora í eigið mark. Baskarnir sem hafa sýnt ótrú- lega seiglu á leiktíðinni lögðu ekki árar í bát. Júgóslavinn Darko Kovacevic minnkaði mun- inn á 68. mínútu og tíu mínútum síðar jafnaði Kahveci Nihat met- in. FH banarnir í Villareal unnu langþráðan útisigur þegar liðið sigraði Bilbao, 1:0. Villareal hafði leikið 24 leiki í röð á úti- velli án sigurs. Meistarar á skrið JOSE Francisco Molina markvörð- ur spænska knattspyrnuliðsins Deportivo La Coruna hefur unnið bug á krabbameini sem hann greindist með fyrir rúmlega þrem- ur mánuðum. Forráðamenn Dep- ortivo tilkynntu þessar jákvæðu fréttir af Molina í gær og sögðu að hann myndi byrja að æfa í næstu viku. Fréttunum var tekið fagnandi af samherjum Molinas og sögðust þeir hlakka mikið til að fá mark- vörðinn til baka heilan heilsu. Mol- ina hefur verið talinn í hópi bestu markvarða á Spáni og hefur hann níu sinnum staðið á milli stanganna í spænska landsliðinu. Molina laus við krabba- mein einu. Pippo Inzaghi hefur raðað inn mörkum, einkum í Meistara- deildinni, og Andriy Shevchenko er kominn á skrið þótt einhverjar fréttir séu um að kappinn sé held- ur ókyrr í herbúðum Milan. Þessar stjörnur hafa þó ekki verið menn- irnir sem mesta umfjöllun hafa fengið í ítölskum blöðum í haust, heldur hin tilfinningaþrungna end- urkoma nokkurra gamalla kempna sem hafa náð að komast í sitt besta form á ný. Hinn 36 ára gamli Alessandro Costacurta var kallað- ur til liðsins eftir að hafa farið frá því í sumar eftir tveggja áratuga feril og hefur verið stórfínn í vörn- inni. Brasilíumaðurinn Leonardo er kominn aftur á ferðina eftir að hafa lagt skóna á hilluna, spilar ekki mikið en er fagnað mjög þá er hann tekur á sprett. Fernando Redondo hóf að leika fyrir liðið eftir tveggja og hálfs árs fjarveru vegna meiðsla en læknar voru fyr- ir löngu búnir að afskrifa að hann sparkaði mikið meira í bolta um dagana. Allt er þetta hjartnæmt mjög og tilfinningasemin flæðir úr pennum ítalskra blaðamanna þeg- ar þeir lýsa risi kempnanna úr öskustónni. Emre framtíðarstjarna Inter var með aðra hönd á titl- inum sl. vor en klúðraði honum eftirminnilega með tapi fyrir Laz- io. Harðstjórinn Hector Cuper er undir mikilli pressu en hann virð- ist hafa slakað ögn á klónni gagn- vart leikmönnum sem segja and- rúmsloftið mun betra en í fyrra og léttleikinn á vellinum hefur verið meiri. Christian Vieri hefur dregið vagninn og sallað inn fleiri mörk- um en nokkur annar í deildinni og Hernan Crespo, sem fór í treyju Ronaldos, hefur leikið vel við hlið hans. Enginn hefur þó leikið betur en Tyrkinn smávaxni Emre Beloz- oglu. Þegar hann kom til Inter fyr- ir tveimur árum, aðeins tvítugur að aldri, kom hann með þau með- mæli í farteskinu frá Gheorge Hagi að hann væri ekkert minna en stórsnillingur og efni í einn besta leikmann heims. Lítið gerð- ist á fyrstu leiktíðinni en í vetur hefur Emre leikið á als oddi, barist eins og ljón auk þess að sýna und- ursamlega boltameðferð. Engin furða að félagi hans á miðjunni, Luigi Di Biagio, kalli hann „Diego“ í höfuðið á meistara Maradona. Ítalir ásælast Argentínumann Meistarar Juventus eru skammt undan Mílanóliðunum og hafa leik- ið nokkuð jafnt í vetur án þess kannski að vera sérstaklega brillj- ant nema þegar þeir hafa slátrað einhverjum smáliðum. Alessandro Del Piero heldur áfram endurreisn sinni eftir áralanga lægð. Óvænt stjarna hefur komið fram á sjón- arsviðið hjá liðinu, vængmaðurinn Mauro Camoranesi. Þessi 26 ára gamli Argentínumaður af ítölskum ættum lék í tvö ár með Verona án þess að gera neitt stórmerkilega hluti en hefur verið alveg frábær í vetur og hefur Trapattoni lands- liðsþjálfari rætt við hann um hvort hann vilji ekki leika með ítalska landsliðinu fremur en því argent- ínska. Juventus á svo til góða ann- an frábæran kantmann, hinn korn- unga Andrea Gasbarroni, en hann er í láni hjá Sampdoria sem er í toppbaráttunni í annarri deild. Gasbarroni var kjörinn leikmaður haustsins í Serie B. „Fljúgandi asnarnir“ í Chievo halda svo áfram að koma á óvart og eru í fjórða sæti. Oliver gamli Bierhoff hefur farið fyrir framlínu liðsins og það er synd að Bras- ilíumaðurinn Luciano Siqueria De Oliveira, sem menn héldu einu sinni að héti Eriberto, skuli hafa verið settur í leikbann fyrir að ljúga til nafns og spila á fölskum passa. Með hann innanborðs til að dæla boltum á kollinn á Bierhoff væri Chievo Verona kannski enn ofar… Óöld í neðri deildunum Ófriður á áhorfendapöllum hefur sett leiðindasvip á fótboltann á Ítalíu undanfarin ár og nú í haust hefur keyrt um þverbak. Ítalskar bullur voru seinar að taka við sér í ofbeldisverkum, svona í saman- burði við kollega sína norðar í álf- unni, en því miður hafa þær tekið upp alla helstu ósiðina, löngu eftir að búið er að ná tökum á þessu hvimleiða vandamáli víðast í Evr- ópu. Kynþáttahatur af kjánaleg- ustu sort tröllríður pöllunum og að auki hafa leikmenn orðið fyrir að- kasti, nokkrar árásir verið gerðar inn á leikvelli og hættulegum hlut- um látið rigna yfir leikmenn. Hlut- irnir hafa ekki farið alveg úr bönd- unum í Serie A en í neðri deildunum hefur þurft að hætta leikjum og fjölmörg lið hafa verið sektuð og leikir fluttir. Samtök leikmanna hóta verkfalli verði ör- yggi þeirra ekki tryggt en þeir hafa áður mótmælt með því að neita að spila á þeim leikvöllum þar sem lætin hafa verið mest. Þessi óöld er Ítölum til vansæmd- ar og er sérstaklega leiðinleg í ljósi þess að boltinn syðra hefur verið ákaflega skemmtilegur og deildin að ná fyrri styrk. Reuters Snillingurinn Alessandro Del Piero (nr. 10) hjá Juventus skorar hér mark beint úr aukaspyrnu í Evrópuleik gegn Newcastle. Reuters Alessandro Del Piero heldur áfram að eflast á vellinum. Reuters Christian Vieri dregur vagn- inn hjá Mílanóliðinu Inter. Reuters Argentínumaðurinn Claudio Lopez fagnar marki. ’ Kynþáttahatur af kjánalegustu sorttröllríður pöllunum og að auki hafa leik- menn orðið fyrir aðkasti, nokkrar árásir verið gerðar inn á leikvelli og hættulegum hlutum látið rigna yfir leikmenn. Hlutirnir hafa ekki farið alveg úr böndunum í efstu deild en í neðri deildunum hefur þurft að hætta leikjum og fjölmörg lið hafa verið sektuð og leikir fluttir. ‘ INTER hefur þriggja stiga for- skot á granna sína í AC Milan og Lazio en keppnin í ítölsku 1. deildinni hófst þá á nýjan leik í gær að loknu vetrarhléi. Inter fór létt með Modena og gerði út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Alvaro Recoba skoraði á 6. mín- útu og Argentínumaðurinn Hern- an Crespo bætti við öðru á 23. mínútu. Meistarar Juventus hrukku heldur betur í gírinn þegar þeir mættu Reggina á Delle Alpi leik- vanginum í Torinó. Leikmenn Juventus fóru á kostum og sigr- uðu, 5:0, þar sem Alessandro Del Piero, David Trezeguet, Antonio Conte og Marco Di Vaio voru á skotskónum auk sem sem leik- menn Reggina skoruðu í eigið mark. Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko og Brasilíumaðurinn Sergio Serginho sáu um að tryggja AC Milan sigur á Bologna í síðari hálfleik en Mílanóliðið réð ferðinni allt frá byrjun leiks. Frakkinn Oliver Dacourt lék sinn fyrsta leik með Roma en hann gekk í raðir félagsins fyrir helgina frá Leeds. Rómverjar tóku á móti Chievo og máttu þola 1:0 tap. Eftir ósigurinn er Roma í níunda sæti og er vaxandi þrýst- ingur á þjálfarann Fabio Capello að segja starfi sínu lausu hjá lið- inu. Aðeins 3000 áhorfendur sáu viðureign Como gegn Atalanta sem fram fór í Reggio Emilia en Como þarf að leika fjóra heima- leiki sína á hlutlausum velli. Juventus hrökk í gang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.