Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 B 11 ÍT ferðir - fyrir þig Sími 588 9900 Netfang: itferdir@itferdir.is www.itferdir.is LIVERPOOL MÓTIÐ 2003 28. júlí – 4. ágúst Mjög vinsælt mót í bítla- og fótboltaborginni Liverpool. Allir flokkar drengja og U12, U14 og U18 stúlkur. Fullt af skemmtilegri afþreyingu í tengslum við mótið s.s. ferðir á Anfield eða Old Trafford, SAFARI ferð, skemmtiferð til Blackpool, Bítlasafnið o.fl. Farið á völlinn að sjá leik í enska boltanum ! www.lksoccertournament.com (ný vefsíða, opnar í feb.) Umboðsaðili á Íslandi Íþróttahúsið Smárinn í Kópavogi auglýsir lausa tíma til leigu. Verð og nánari upplýsingar gefur Vilhjálmur í síma 564 1990 eða 692 1152. Netfang: villi@breidablik.is ÍÞRÓTTALIÐ - HÓPAR - FYRIRTÆKI Smárinn Heimsbikarinn Brun karla: Bormio, Ítalíu: Stephan Eberharter, Austurríki...... 1:59,27 Michael Walchhofer, Austurríki ...... 1:59,75 Daron Rahlves, Bandar .................... 2:00,04 Klaus Kroell, Austurríki ................... 2:00,13 Didier Cuche, Sviss ............................2:00,29 Ambrosi Hoffmann, Sviss................. 2:00,31 Bruno Kernen, Sviss ..........................2:00,32 Bode Miller, Bandar.......................... 2:00,51 Peter Rzehak, Austurríki ................. 2:00,53 Hannes Trinkl, Austurríki................ 2:00,60 Svig karla: Bormio, Ítalíu: Ivica Kostelic, Króatíu ...................... 1:49,03 Bode Miller, Bandar ..........................1:49,43 Hans-Petter Burås, Noregi...............1:49,64 Manfred Pranger, Austurríki ...........1:49,72 Kalle Palander, Finnlandi .................1:49,76 Benjamin Raich, Austurríki ..............1:49,86 Rainer Schoenfelder, Austurríki ..... 1:49.92 Mitja Dragsic, Slóveníu .................... 1:50,07 Tom Stiansen, Noregi........................1:50,19 Kjetil Andre Aamodt, Noregi ...........1:50,31 1. deild kvenna KA-heimilið föstudaginn 10. janúar. KA - HK .....................................................3:1 (18:25, 25:10, 25:19, 25:15) KA-heimilið laugardaginn 11. janúar. KA - HK .....................................................3:0 ( 25:21, 25:21, 25:9) Keflavík: Nató - Þróttur R........................................1:3 (25:17, 9:25, 24:26, 16:25) Staðan: KA 10 8 2 25 10 25 Þróttur N. 8 8 0 24 3 24 HK 9 4 5 15 15 15 Nato 9 2 7 11 23 11 Þróttur R 7 2 8 5 16 8 Fylkir 8 2 6 7 18 7 Leikurinn á St. Andrews tafðistum hálftíma þar sem flóðljósin á vellinum biluðu rétt fyrir leikinn. Biðin sló leikmenn Arsenal ekki út af laginu því strax á 6. mínútu skor- aði Henry fyrsta markið og gaf tón- inn um það sem koma skyldi. Arsen- al réð lögum og lofum eftir það og komust nýliðarnir ekkert áleiðis. „Ég er auðvitað stoltur og glaður yfir því að vera búinn að skora 100 mörk fyrir Arsenal. Ég á Arsene Wenger mikið að þakka og ekki síð- ur félögum mínum í liðinu. Þeir hafa verið iðnir við að búa til færi fyrir mig,“ sagði Henry eftir leikinn. 11 í röð án sigurs hjá Liverpool Liverpool lék sinn 11. leik í röð án sigurs í deildinni þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Aston Villa á Anfield. Jákvæðustu fréttirnar fyrir Liver- pool voru þær að Michael Owen fann loks netmöskvana en hann kom Liv- erpool í forystu með sínu fyrsta marki síðan gegn West Ham þann 2. nóvember. Dion Dublin jafnaði met- in fyrir Villa með marki úr víta- spyrnu. „Við erum enn að ganga í gegnum storminn en vonandi tekur það enda. Það er engin launung á að við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil og auðvitað endurspeglast það sem leikmenn eru að gera inni á vellin- um. Ég merki ákveðna þreytu á mínu liði enda hefur það spilað 37 leiki á leiktíðinni og landsliðsmenn- irnir eru sumir búnir að spila 40 leiki og það er bara janúnar,“ sagði Ger- ard Houllier, stjóri Liverpool. Nýliðar WBA fengu óskabyrjun á móti Manchester United þegar Jas- on Koumas kom liðinu yfir á 6. mín- útu leiksins. En Adam var ekki lengi í paradís. Ruud Van Nistelrooy jafn- aði einni og hálfri mínútu síðar og eftir höfðu liðsmenn United undir- ökin. Paul Scholes kom United í 2:1 um miðjan fyrri hálfleik og Ole Gunnar Solskjær setti punktinn yfir i-ið með þriðja markinu á 55. mín- útu. Lárus Orri Sigurðsson var í byrjunarliði WBA en var skipt útaf stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Mér var brugðið þegar WBA skoraði enda höfðu við byrjað leik- inn af krafti og mark þeirra kom nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sem betur fer jöfnuðum við strax því annars hefðum við getað lent basli,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. „Boro“ slapp með skrekkinn Það leit allt út fyrir að Middles- brough biði sinn fyrsta ósigur á heimavelli þegar spútniklið South- ampton kom í heimsókn á Riverside leikvanginn í Middlesbrough. Fram- herjinn skæði James Beattie hélt uppteknum hætti og kom South- ampton í 2:0, hans 15. og 16. mark á tímabilinu, en á síðustu 17 mínútum tókst Boro að skora í tvígang. Noel Whelan minnkaði muninn með glæsilegu skoti og níu mínútum fyrir leikslok jafnaði Ítalinn Maccaroni metin úr vítaspyrnu, hans fyrsta mark síðan 28. september. „Það var kominn tími til að við fengjum vítaspyrnu,“ sagði Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, en vítaspyrnan sem Maccaroni skoraði úr var fyrsta vítið sem „Boro“ fær dæmda síðan í september 2001 en síðan þá var liðið búið að leika 63 leiki. Kollegi McClarens hjá Southamp- ton, Gordon Strachan, stjóri desem- bermánaðar, var æfur í leikslok og sagði að Middlesbrough hefði fengið vítaspyrnu á silfurfati. West Ham er enn án sigurs á heimavelli sínum, Upton Park, en 2:2 jafntefli var niðurstaðan í viður- eign West Ham og Newcastle. Allra augu beindust að nýjasta liðsmanni West Ham, Lee Bowyer, en hann lék sinn fyrsta leik í búningi West Ham. Stuðningsmenn ,,Hammers“ eygðu von um langþráðan sigur þeg- ar Jarmaine Dafoe kom West Ham í 2:1 Jermaine Jenes spillti gleðinni á Upton Park þegar honum tókst að jafna metin 10 mín. fyrir leikslok. Tveir fyrrverandi landsliðsþjálf- arar Englendinga, Kevin Keegan og Terry Venables, leiddu saman hesta sína á Maine Road. Keegan fagnaði þar sigri því lærisveinar hans héldu fluginu áfram og lögðu Leeds, 2:1. Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna því Harry Kewell minnkaði muninn fyrir Leeds á lokamínútunni auk þess sem heima- menn voru miklu sterkari aðilinn. Írinn Robbie Keane var maður leiksins þegar Tottenham sigraði Everton í markaleik, 4:3. Keane fór á kostum í síðari hálfleik og skoraði þrennu og sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Guðni Bergsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem varð að láta sér lynda markalaust jafntefl við Ful- ham. Sam Allardyce, stjóri Bolton, var ævareiður út í sína menn í leiks- lok enda misnotuðu þeir mörg góð færi í leiknum. Hundrað mörk hjá Henry Reuters Thierry Henry skoraði tvö mörk gegn Birmingham, er Arsenal vann sinn mesta sigur á St. Andrews, 4:0. ENSKU meistararnir í Arsenal sýndu sannkallaða meistaratakta þegar þeir tóku nýliða Birmingham í bakaríið á St.Andrews í gær. Arsenal vann stórsigur, 4:0, og heldur þar með fimm stiga forskoti á Manchester United. Frakkinn Thierry Henry skoraði tvö af mörkum meistaranna og síðara markið var tímamótamark því það var hans 100. fyrir félagið. Grindavík fékk KR í heimsókn í1. deild kvenna í körfuknatt- leik í gær og fóru Íslandsmeistar- arnir með sigur af hólmi, 58:55. Í fyrri hálfleik var jafnt á ansi mörgum tölum en leikhlutinn ein- kenndist af misheppnuðum þriggja stiga skotum Grindvíkinga sem hittu ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti af tíu tilraunum. Gestirnir áttu aftur á móti í erfiðleikum með að komast í skot því þær misstu bolt- ann alls 17 sinnum í hálfleiknum. Leikurinn var því ekki áferðarfalleg- ur og spennustig flestra leikmanna sennilega of hátt. Ein undantekning var þó frá þessu og það var langbesti leikmaður vallarins, Jessie Stomski, sem var allt í öllu hjá KR stúlkum og setti niður 19 stig af 26 stigum gest- anna í fyrri hálfleik, 26:23 Sami barningur var í seinni hálf- leik en leiðir skildi undir lok fjórða leikhluta þegar KR náði að rífa sig frá heimakonum og komast 10 stig- um yfir 46:56 og rúmar tvær mín- útur eftir. Grindavík beit frá sér í lokin og minnkaði muninn jafnt og þétt og átti möguleika á að jafna með þriggja stiga skoti en skot Sól- veigar Gunnlaugsdóttur geigaði. „Við gerðum þetta óþarflega spennandi í lokin. Við erum vonandi komin á sigurbraut því markmiðið er að komast í úrslitakeppnina. Við erum mjög sátt við þessi tvö stig hér í dag enda erfitt að vinna þetta sterka Grindavíkurlið á þeirra heimavelli. Miklu máli skiptir líka fyrir okkur að nú eru að koma til baka sterkir leikmenn úr meiðslum og að Jessie Stomski er að komast betur og betur inn í leik okkar. Þetta var örugglega besti leikurinn hjá henni til þessa hjá okkur, “ sagði Ós- valdur Knudsen, þjálfari KR- stúlkna. Bestar í liði KRvoru þær María Káradóttir og Jessie Stomski en hjá Grindavík voru þær Yvonne Shelton og Stefanía Ásmundsdóttir bestar. Haukar lögðu Njarðvík Að Ásvöllum höfðu Haukar betur á móti Njarðvík, 60:50. Katrina Crenshaw var sterk í liði Hauka og skoraði 19 stig og tók 11 fráköst og Egidija Raubaité setti 17 stig og tók 16 fráköst. Þá lék hin 14 ára gamla Helena Sverrisdóttir vel og skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. Krystal Scott var allt í öllu hjá Njarðvíkingum en hún skoraði 26 stig í leiknum. Stomski fór á kostum í Grindavík Garðar Páll Vignisson skrifar Real Sociedad 17 10 7 0 33:20 37 Real Madrid 17 10 6 1 37:16 36 Valencia 17 8 5 4 27:14 29 Deportivo 17 8 5 4 24:20 29 Real Betis 17 7 6 4 28:21 27 Celta Vigo 17 8 3 6 20:17 27 Mallorca 17 8 2 7 23:30 26 Atl. Madrid 17 6 6 5 26:22 24 Barcelona 17 6 5 6 25:19 23 Sevilla 17 5 6 6 15:14 21 Villarreal 17 5 6 6 19:21 21 Valladolid 17 6 3 8 17:19 21 Bilbao 17 6 3 8 25:32 21 Malaga 17 4 8 5 22:24 20 Santander 17 6 2 9 20:23 20 Alavés 17 5 5 7 21:28 20 Osasuna 17 5 4 8 18:23 19 Vallecano 17 5 3 9 18:25 18 Espanyol 17 5 1 11 19:28 16 Huelva 17 2 4 11 13:34 10 Markahæstir: 12 – Roy Makaay (Deportivo La Coruna) 10 – Darko Kovacevic (Real Sociedad), Nihat Kahveci (Real Sociedad) 9 – Patrick Kluivert (Barcelona), Ismael Urzaiz (Athletic Bilbao), Walter Pandi- ani (Real Mallorca), Fernando Torres (Atletico Madrid) 8 – Raul Gonzalez (Real Madrid), Julio Alvarez (Rayo Vallecano) Frakkland Ajaccio – París SG ............................... 0:0 Auxerre – Troyes ................................. 1:0 Bordeaux – Montpellier....................... 3:1 Le Havre – Strasbourg ................ frestað Lens – Sedan ..................................frestað Mónakó – Bastia................................... 0:0 Nantes – Sochaux...........................frestað Nice – Lille ........................................... 2:0 Rennes – Guingamp............................. 2:1 Staðan: Nice 21 10 7 4 26:14 37 Lyon 21 10 6 5 37:25 36 Marseille 21 10 5 6 21:20 35 Mónakó 21 9 7 5 32:20 34 Guingamp 21 10 4 7 32:26 34 Sochaux 20 9 6 5 23:14 33 Auxerre 19 9 5 5 20:17 32 Bordeaux 21 8 6 7 26:20 30 París SG 21 7 8 6 29:21 29 Nantes 20 8 4 8 23:24 28 Lens 20 7 7 6 18:19 28 Lille 21 7 7 7 20:26 28 Strasbourg 20 7 6 7 23:30 27 Rennes 21 7 5 9 21:23 26 Bastia 21 7 4 10 21:28 25 Sedan 19 6 5 8 22:25 23 Le Havre 20 4 7 9 14:24 19 Ajaccio 21 4 7 10 16:27 19 Troyes 21 3 7 11 14:23 16 Montpellier 20 3 7 10 17:29 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.