Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 12
Shaq með vafasamt spaug SHAQUILLE O’Neal, stjarna NBA-liðsins LA Lak- ers, hefur beðist afsökunar á því að hafa hermt eftir málrómi kínverska miðherj- ans Yao Ming hjá Houston Rockets, í beinni sjónvarps- útsendingu fyrir leik LA Lakers gegn Cleveland. „Ég hef ekkert á móti Asíu- búum,“ sagði O’Neal en fjöl- margir hafa gert at- hugasemdir við orð hans og túlka þau á þann hátt að honum sé í nöp við Kínverja og aðra Austurlandabúa. „Ég var aðeins að reyna að vera fyndinn og það tókst ekki vel,“ bætti O’Neal við en LA Lakers og Houston Rockets mætast nk. föstu- dag. Yao Ming segir að margir frá Asíu hafi eflaust móðgast þegar þeir heyrðu O’Neal segja „Ching chong yang wah ah soh“ er hann var beðinn um lýsa vænt- anlegri rimmu sinni við kín- verska risann. „Ég tók þessu sem gríni og ætla ekki að gera veður út af þessu enda eru setningarnar sem hann notar ekki skiljanlegar,“ segir Ming en hann er efstur í valinu fyrir stjörnuleik NBA sem fram fer í febrúar. ERNIE Els frá Suður-Afríku byrjar nýja árið með glæsibrag á bandarísku mótaröðinni í golfi en hann setti met á Hawaii á laug- ardag þegar hann lék fyrstu þrjá hringi mótsins á samtals 25 högg- um undir pari. Aldrei fyrr hefur atvinnukylfingur leikið þrjá hringi á 25 höggum undir pari, en þess ber að geta að Els lék fyrstu 16 holurnar á laugardag á 10 höggum undir pari en fékk skramba (+2) á þeirri 17. og lauk leik á 8 höggum undir pari þann daginn. „Ef ég lít framhjá því sem ég gerði á 17. braut þá gerði ég nánast allt rétt á hinum 17 holum vallarins. Ég átti mjög góðan dag,“ sagði Els. K.J. Choi frá Suður-Kóreu setti vallarmet á laugardag á Planta- tion-vellinum er hann lék á 11 höggum undir pari, hann fékk ellefu fugla og sjö pör. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að setja vallarmet. Ég er auðvitað afar ánægður með þann árangur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég keppi á þessum velli,“ sagði Choi. Gamla metið á PGA-mótaröð- inni hvað varðar samanlagðan ár- angur á 54 holum, en gamla met- ið áttu þeir John Cook sem lék á 24 höggum undir pari árið 1996 á St. Jude Classic mótinu og árið 2001 jafnaði Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia og landi Cook metið á móti sem fram fór í Phoenix. Els með met á PGA-mótaröðinni  ATVINNUKYLFINGURINN Trevor Immelman frá S-Afríku sigraði á móti sem fram fór í Höfðaborg og var jafnframt upp- hafsmót keppnistímabilsins í evr- ópsku mótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Immelmann sigrar í mótaröðinni en hann hafði betur gegn Tim Clark í umspili um sig- urinn. Þeir luku leik á 14 undir pari á Erinvale-vellinum í S-Afr- íku en Immelmann hafði betur á fyrstu holu í umspilinu.  IVICA Kostelic frá Króatíu sigr- aði í svigi á heimsbikarmóti sem fram fór í Bormio á Ítalíu í gær en Bandaríkjamaðurinn Bode Miller varð annar. Norðmaðurinn Hans- Petter Burås varð þriðji. Þetta er þriðji sigur Kostelic í röð á heims- bikarmóti í svigi á þessu keppn- istímabili, en hann var 4/100 úr sekúndu á undan Miller og 6/100 á undan Burås.  FORSETI knattspyrnuliðsins Flamengo frá Brasilíu, Helio Ferraz, sagði í gær að ekkert yrði af samningum við hinn 37 ára gamla framherja Romario sem er á mála hjá Fluminense. Romario varð heimsmeistari árið 1994 í Bandaríkjunum og hefur skorað yfir 1000 mörk í efstu deild á ferli sínum. Romario lék í fjögur ár með Flamengo og var um tíma hjá spænsku liðunum Barcelona og Valencia.  KYLFINGURINN Tiger Woods sagði í síðustu viku að óvíst væri að hann yrði klár í slaginn 13. febrúar eins og hann hafði áætlað eftir að hann fór í aðgerð á hné í desember sl. Woods hafði hug á því að taka þátt í Buick-mótinu 13. febrúar en nú efast hann um að verða tilbúinn í átökin. Þess má geta að Woods dvaldi í Svíþjóð um jól og áramót en unn- usta hans er sænsk. FÓLK Veðmálin byrjuðu aðallegavegna þess að mér leiddist og fannst gott að drepa tímann á þennan hátt. Það kom að því að ég skuldaði fé vegna veðmálanna. Ég er samt sem áður ánægður að geta staðið upp úr fjöldanum sem for- dæmi fyrir ungt fólk sem stundar veðmál og getur ekki slitið sig frá þeirri iðju. Það er mjög auðvelt að verða háður slíku. Ég hef fengið að upplifa það hve áhættusöm veð- málin eru og ég ætla mér ekki að stíga fæti inn í spilavíti í framtíð- inni,“ segir Eiður Smári við The People en þar segir að hann hafi lagt allt að 260 þúsund ísl. kr. und- ir í hvert skipti við spilaborðið. „Gat tapað aleigunni“ Eiður bætti því við að hann hefði áttað sig á því að ef hann héldi áfram að stunda spilavítin myndi hann tapa aleigunni en sam- kvæmt enskum fjölmiðlum er Eið- ur með 2,6 milljónir ísl. kr. í laun á viku eða 10,4 milljónir ísl. kr. á mánuði. Eiður sem er 24 ára gam- all segir að hann hafi í eitt sinn unnið 100 þúsund pund eða 13 milljónir ísl. kr. og það hafi leitt til þess að hann varð háður veðmál- um og tapaði miklu fé í kjölfarið. „Þegar ég fékk stóra vinninginn þá leið mér eins og ég hefði skorað mark. Adrenalínið streymdi um líkamann, mér leið afar vel og var í sjöunda himni. En tilfinningin var ekki sönn. Ég var að leita að skyndilausn sem gerði ástandið að- eins enn verra en það var áður. Það kom að þeirri stundu að ég var að eltast við upphæðina sem ég hafði unnið í fyrstu og ég sökk alltaf dýpra og dýpra í hvert sinn. Spilavítin voru skyndilausn, og leiddu hugann frá meiðslunum. Það var betra að vera þar en að sitja heima og hugsa um meiðslin á meðan liðinu gekk vel og vera ekki hluti af velgengninni. Allir at- vinnumenn í knattspyrnu hafa upplifað sömu aðstæður og ég var í á þessum tíma.“ The People greinir einnig frá því að Eiður Smári hafi að mestu gert upp spilaskuldir sínar og þar standi 5,2 milljónir ísl. kr. enn útaf borðinu sem verði úr sögunni á morgun, þriðjudag. Umboðsmaður Eiðs Smára, Pet- er Harrison, er sagður hafa stutt við vel við bakið á íslenska lands- liðsmanninum í þessu máli og seg- ir Harrison að forsvarsmenn Chelsea hafi vitað af þessu máli um skeið og sýnt stuðning sinn í verki. Eiður Smári Guðjohnsen tapaði rúmlega 50 milljónum í spilavítum á hálfu ári Morgunblaðið/Einar Falur Eiður Smári Guðjohnsen á fullri ferð með knöttinn. EIÐUR Smári Guðjohnsen var mikið í fréttum á Bretlands- eyjum og víðar um helgina en ís- lenski landsliðsframherjinn skoraði mark í 4:1-sigri Chelsea gegn grannliðinu Charlton í slag Lundúnaliðanna í ensku úrvals- deildinni. Kastljósinu var einnig beint að Eiði Smára á sunndag- inn eftir að dagblaðið The People birti frétt þess efnis að Eiður Smári hefði tapað allt að 52 milljónum ísl. kr. í spilavítum í London á s.l. fimm mánuðum. Eiður Smári segir að hann hafi leitað í spilavítin þar sem hann hafi verið leiður og einmana vegna meiðsla sem hann glímdi við en vilji nú standa upp sem víti til varnaðar fyrir ungt fólk sem glímir við spilafíkn. ’ Þegarég fékk stóra vinningin þá leið mér eins og ég hefði skorað mark. Adr- enalínið streymdi um líkam- ann, mér leið afar vel og var í sjöunda himni. ‘ „Sökk alltaf dýpra og dýpra“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.