Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 1
2003  ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SCOTTIE PIPPEN TIL LIÐS VIÐ LOS ANGELES LAKERS? / B4 Íslandsmótið í golfi fer fram í Eyjum ÍSLANDSMÓTIÐ í höggleik í golfi fer fram að þessu sinni á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Stjórn Golfsambands Íslands og mótshaldarar í Eyjum hafa ákveðið að færa Íslandsmótið fram um hálfan mánuð og fer það fram vikuna fyrir verslunarmannahelgina. Það hefst fimmtudag- inn 24. júlí og lýkur sunnudaginn 27. júlí. Eins og undanfarin ár verður keppt í Toyota- mótaröðinni og verða mótin alls sex. Það fyrsta á Grafarholtsvelli 24. maí og það síðasta í Hvaleyr- inni í Hafnarfirði 13. september. GSÍ og sjónvarpsstöðin Sýn hafa skrifað undir samning um útsendingar frá mótaröðinni og þar mun Sýn gera mótunum skil eins og síðustu ár. EYJÓLFUR Sverrisson, knatt- spyrnumaður hjá þýska liðinu Hertha Berlín, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann leiki hér á landi í sumar en farsælunum ferli Eyjólfs með liði Herthu lýkur í vor. Vitað er að Fylkir og Grindavík hafa verið í sambandi við Eyjólf með það fyr- ir augum að fá hann til liðs við sig rétt eins og fyrir síðustu leik- tíð en þá ákvað hann að láta und- an þrýstingi forráðamanna Herthu Berlín og framlengja samning sinn um eitt ár sem lýk- ur í lok maí. „Ég hef ekki ákveðið eitt né neitt og ekki einu sinni hvort ég yfir höfuð spili eftir að ég flyt heim. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða þessi mál en ég hef ekki verið í neinum samninga- viðræðum við lið heima. Ég veit af áhuga hjá Fylki og Grindavík alveg eins og í fyrra en fyrst af öllu þarf ég að gera það upp við mig hvort ég ætli að spila og í hvernig formi ég verð í vor,“ sagði Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið. Eyjólfur er ásamt félögum sín- um í Tyrklandi en þangað komu þeir á sunnudag og verða þar í æfingabúðum í vikutíma og spila æfingaleiki við þýsk og tyrknesk lið. ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, tók í gær á móti viðurkenn- ingu sem kylfingur ársins en und- anfarin ár hefur GSÍ í samvinnu við Sjóvá-Almennar staðið að útnefning- unni. Ólöf fékk gullhúðaðan pútter í viðurkenningarskyni en hún átti sér- lega góðu gengi að fagna á síðast- liðnu ári. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik og náði þeim frábæra ár- angri að tryggja sér þátttöku í Fut- ure-mótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett og er hún fyrsta íslenska konan sem reynir fyrir sér sem atvinnumaður sem keppandi. Ólöf María hélt til Bandaríkjanna í gær en í marsmánuði hefur hún keppni á Future-mótaröðinni og með þátttöku á þeim mótum stefnir hún að því að öðlast keppnisrétt á LPGA- mótaröðinni, sem er sterkasta móta- röð kvenna í heiminum, en þar er keppt um háar verðlaunafjárhæðir. „Það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá mér. Ég tel mig vera tilbúna að takast á við þetta verkefni og tel raunhæfa möguleika á að kom- ast inn á LPGA-mótaröðina. Það verður auðvitað gríðarlega erfitt en ég kem til með að undirbúa mig og taka þátt á minni mótum áður en stóra keppnin fer af stað. Atvinnu- mennskan hefur heillað mig og nú er sá draumur að rætast,“ sagði Ólöf María í samtali við Morgunblaðið í gær á blaðamannafundi sem Golf- samband Íslands efndi til í gær. Á fundinum skrifaði Ólöf María undir styrktarsamning við Búnaðar- bankann sem kemur til með að hjálpa henni að fjármagna keppnis- haldið. „Þetta er mjög kostnaðarsamt og mér reiknast til að heildarkostnaður- inn við að taka þátt í Future-móta- röðinni í tvö ár verði í kringum 10 milljónir króna. Það er því mjög mik- ilvægt að fá styrktarsamning eins og þennan við Búnaðarbankann og hann gerir mér kleift að taka fyrstu skrefin. Ég hef notið velvilja hjá fyr- irtækjum og eins heppnaðist vel kvennakvöld sem haldið var fyrir mig,“ segir Ólöf. Ólöf mun eingöngu einbeita sér að golfinu í Bandaríkjunum en hún er búsett í Austin í Texas. Hún útskrif- aðist með B.Sc. próf í heilbrigðisvís- indum frá Háskólanum í Arkansas í Little Rock í Bandaríkjunum í maí síðastliðnum og hún reiknar með að taka þátt í yfir 20 mótum á komandi ári. Draumur að rætast hjá Ólöfu Morgunblaðið/RAX Ólöf María Jónsdóttir með hinn gullhúðaða pútter sem hún fékk. GORDON Taylor, for- maður samtaka at- vinnuknattspyrnu- manna á Englandi. biður Eið Smára Guð- johnsen, landsliðsmann Íslands í knattspyrnu og leikmann með enska liðinu Chelsea, að leita sér hjálpar vegna spila- fíknar hans. Eiður Smári opin- beraði sem kunnugt er í blaðaviðtali við enska blaðið The People um helgina spila- fíkn sína og sagðist hafa tapað 52 milljónum króna á fimm mánuðum. Viðtalið hefur vakið mikla athygli á Bret- landseyjum og víða. „Spilafíkn og veðmál er vanmetið vandamál. Fólk ræðir um alkahól- isma og fíkniefna- vanda, en spilafíknin gleymist. Það er er auðvelt að missa tökin á henni,“ segir Taylor, en samtök atvinnu- knattspyrnumanna á Englandi hafa iðulega reynt að veita leikmönnum aðstoð sem hafa misstigið sig utan knatt- spyrnuvallarins. Biður Eið að leita sér hjálpar Eiður Smári Eyjólfur ekki búinn að gera upp hug sinn KRISTJÁN Halldórsson hand- knattleiksþjálfari hefur fengið frest fram í næstu viku til að svara þeim tilboðum sem hann er með. Karlalið Haslum í Nor- egi vill halda honum og kvenna- lið Skovbakken/Brabrand í Danmörku og Bækkelaget í Noregi vilja fá hann til sín. „Ég fer um helgina ásamt fjölskyld- unni til Danmerkur til að skoða aðstæður hjá Skovbakken/ Brabrand og ætla að gera upp hug minn í framhaldi af því.“ Kristján seinkar ákvörðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.