Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 B 3 Hópa- og firmakeppni Breiðabliks Haldin í Fífunni 25. jan. Spilaður verður 7 manna bolti. Glæsileg verðlaun fyrir 1.- 3. sæti. Verð 15.000 kr. á lið. Upplýsingar og skráning í síma 564 2699 og knattspyrna@breidablik.is FÓLK  ROBBIE Fowler, sóknarmaður hjá Leeds, verður líklega á næstu dögum leikmaður Manchester City. Félögin hafa komist að samkomu- lagi og er söluverð kappans 7 millj- ónir punda. Fowler, sem hefur ekki átt fast sæti í liði Leeds eftir að hann kom til félagsins frá Liverpool í nóvember 2001, mun í dag ræða um kaup sín og kjör við forráða- menn City.  LJÓST er hins vegar að Kevin Keegan og félagar hjá City munu ekki fá hollenska varnarmanninn Michael Reiziger frá Barcelona. Kappinn hafnaði lánssamningi til fjögurra mánaða, segir samnings- tímann of stuttan þar sem hann sé með fjölskyldu í Barcelona.  ÞÝSKA meistaraliðið Kiel hefur mikinn áhuga á að bjóða sænska landsliðsmanninum Staffan Olsson að framlengja samning sinn við fé- lagið um eitt ár en samningur hans við þýska liðið rennur út í vor. Danski landsliðsmaðurinn Morten Bjerre yfirgefur Kiel eftir leiktíðina og gengur í raðir Hamburger og vilja forráðamenn Kiel því halda Olsson lengur í sínum röðum.  OLSSON verður 39 ára gamall í mars. „Sá gamli“ eins og Olsson er nefndur hefur verið í herbúðum Kiel frá árinu 1996. Hann hefur fjórum sinnum orðið þýskur meist- ari með liðinu, þrívegis bikarmeist- ari og þrívegis Evrópumeistari.  HERNAN Crespo, argentínski framherjinn í liði Inter, tognaði á vöðva í sigurleik Inter á Modena í fyrrakvöld og er reiknað með að hann verði frá æfingum og keppni næstu 6–8 vikurnar. Crespo hefur farið mikinn fyrir lið Inter á leiktíð- inni. Hann er markahæsti leikmað- ur Meistaradeildar Evrópu með 9 mörk í átta leikjum.  JULINHO, fyrrverandi landsliðs- maður Brasilíu í knattspyrnu og af mörgum talinn einn besti hægri vængmaður sem leikið hefur í Bras- ilíu, lést á laugardaginn, 73 ára að aldri. Banamein Julio Botelho, eins og hann hét fullu nafni, var hjarta- áfall. Hann lék 31 landsleik fyrir Brasilíu og skoraði 13 mörk í þeim.  GEORGE Weah, fyrrum leikmað- ur ársins hjá FIFA, og núverandi leikmaður al-Jazeera í Sameinuða arabíska furstadæminu, meiddist á hné í leik með liðinu um helgina og verður frá keppni í einhverjar vikur. Að sögn talsmanna liðsins lenti hann í „ljótri alþjóðlegri“ tæklingu og segir talsmaðurinn að það verði að koma í veg fyrir svona svívirðileg brot.  IAN Rush, markahrókurinn mikli, sem skoraði 346 mörk í leikjum fyrir Liverpool á árum áður, hefur svar- að kalli knattspyrnustjórnans Ger- ard Houllier og er kominn á ný til Anfield. Rush er kominn í þjálfara- lið Liverpool. Hann fór frá Anfield 1996 og gerðist þá leikmaður með Leeds, Newcastle og Wrexham. Rush hefur starfað við knattspyrnu- skóla síðustu ár og komið hingað til lands á vegum Þróttar og Fylkis.  SÍÐAST þegar Rush kom til Ís- lands var það á lokahóf knatt- spyrnumanna á Broadway, þar sem hann veitti markahrókum verðlaun. MAREL Baldvinsson verður ekki lánaður frá Stabæk í Nor- egi til Lokeren í Belgíu eins og talið var í fyrstu, heldur ætlar Lokeren að kaupa hann. Frá þessu var skýrt í gær og það var forseti félagsins sem vildi kaupa Marel í stað þess að fá hann lánaðan frá norska fé- laginu. Forsetanum leist vel á Marel og var hrifinn af hversu stór og stæðilegur hann er og var hræddur um að missa af kappanum ef hann yrði aðeins fenginn að láni. Marel sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann færi í læknisskoðun í dag og ef hún kæmi vel út yrði geng- ið frá samningum út þetta tíma- bil og næstu þrjú til viðbótar. Forsetinn vill að Marel verði tilbúinn um næstu helgi en þá mætir Lokeren liði Genk. Marel keyptur til Lokeren Snæfell stendur líka vel að vígi íkarlaflokki en Hólmarar fengu heimaleik gegn Hamri úr Hvera- gerði. Hinn undanúrslitaleikurinn í kvennaflokki er á milli ÍS og Hauka, liðanna í tveimur neðstu sætum 1. deildar. Hrannar Hólm, formaður körfu- knattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Morgunblaðið að hann væri bjart- sýnn á að bæði liðin kæmust í úrslit og að því yrði stefnt af fullum krafti. „Það er okkar draumur og við yrð- um geysilega ánægðir ef það gengi upp. Stúlkurnar hafa spilað gríðar- lega vel í vetur og ég myndi telja að þær væru mjög sigurstranglegar. Við megum reyndar ekki gera of mikið úr síðasta leik við Grindavík, sem þá vantaði sína bestu leikmenn, og hann gefur því ekki rétta mynd af styrkleika liðsins. Það verður líka alltaf meiri taugaslappleiki í kringum bikarleiki. En okkar stúlkur leika af miklu sjálfstrausti þessa dagana, þær eru með jafnt og skemmtilegt lið, og ef ekkert óvænt gerist fara þær í úrslitin.“ Hrannar sagði að gengi karlaliðs- ins hefði verið öfugt við gengi kvennaliðsins, miðað við væntingar. „Þeir hafa ekki verið eins sannfær- andi og við vonuðumst eftir. Við neyddumst því til að gera ákveðnar breytingar á leikmannahópnum og vonandi skila þær sér og koma okkur aftur á þann stall sem við teljum okk- ur eiga að vera á. Það tekur alltaf tíma að laga liðið að slíkum breyt- ingum en það eru þó merki um að þetta sé á réttri leið. Falur Harðar- son átti um daginn sinn besta leik í tvö ár. Nýi leikmaðurinn er skyn- samur og skemmtilegur, er með já- kvætt hugarfar, og ég tel að við eig- um að minnsta kosti helmings líkur, ef ekki meiri, á að komast líka með karlaliðið í úrslitin.“ ÍR sigraði Keflavík í Seljaskóla í fyrri umferð úrvalsdeildarinnar og Hrannar sagði að sínir menn ættu því harma að hefna. „Það ætti að efla strákana að mæta liði sem þeir hafa tapað fyrir. ÍR-ingar hafa sýnt að þeir geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi og við þurfum góðan leik til að sigra þá. Þeir eru með ungt lið sem á sveiflukennda leiki, en ef þeir hitta á góðan leik verða þeir afar erf- iðir. Sem betur fer erum við á heima- velli og það gefur okkur aukið sjálfs- traust,“ sagði Hrannar Hólm. Keflvíkingar með bæði kvenna- og karlalið í undanúrslitum „Draumur- inn að fá bæði liðin í úrslit“ KEFLVÍKINGAR eiga góða möguleika á að komast í bikarúrslitin í körfuknattleik, bæði í karla- og kvennaflokki. Þegar dregið var til undanúrslitanna í gær fékk karlalið Keflavíkur heimaleik gegn ÍR og stendur því vel að vígi, og hið ósigrandi kvennalið félagsins sækir heim granna sína í Grindavík, en Keflavík vann síðustu viðureign liðanna, sem eru í tveimur efstu sætum 1. deildar kvenna, með 72 stiga mun. krifar ekki abaráttunni i við enska fjölmiðla að baráttan um apphlaup stórliðanna tveggja Ars- hann fulla trú á að Chelsea geti r í baráttunni. Við mætum Man- igri í þeim leik höldum við okkur urstranglegast eins og staðan lítur Við töpuðum tveimur leikjum í röð í ðunar að þar með værum við úr leik nandi búnir að hrista af okkur slen- ður Smári sem skoraði eitt marka n, 4:1. rlinum lýkur þá eigi hann nokkrar atitill í ensku úrvalsdeildinni er g vonandi rætist sá draumur.“ Lövgren með á HM STEFAN Lövgren, fyrirliði sænska landsliðsins í hand- knattleik, verður með á heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem hefst í Portú- gal í næstu viku. Óvíst var um þátttöku Lövgrens á mótinu. Eiginkona hans var ófrísk og var áætlað að barn- ið kæmi í heiminn þann 26. þessa mánaðar eða sama dag og Svíar og Danir eigast við í lokaumferð riðlakeppninnar. En Svíum til mikillar ánægju varð eiginkona Lövgrens léttari í fyrrakvöld. Hún ól stúlkubarn sem gefið hefur verið nafnið Thea. Þar með er ljóst að Lövgren verður með Svíum á HM og leikur lokaleik Svía fyrir átökin í Portúgal á móti Íslendingum á fimmtudag. ÍÞRÓTTIR liðið í deildinni sem er með jákvæða stigastöðu, er með 363 stig í plús þann- ig að sjá má að yfirburðir liðsins eru al- gjörir. Þrátt fyrir að tölurnar sýni nökkuð öruggan sigur þá segja þær ekki allt því leikurinn var nokkuð jafn og ágæt- ur á köflum. Það var síðustu 13 mín- úturnar og smákafli skömmu fyrir hlé þar sem gestirnir sáu um að laga stiga- muninn aðeins sér í vil. Þær breyttu stöðunni úr 23:24 í 24:35 fyrir leikhlé og úr 33:37 í 40:63 undir lok leiksins, en ÍS gerði aðeins eina körfu, þriggja stiga að vísu, framan af síðasta leik- hluta, eða allt þar til 1,30 mín. voru eft- ir. Bæði lið léku maður á mann vörn í gær og héldu sig við það. Erla Þor- steinsdóttir átti fínan leik í fyrsta leik- hluta, gerði þá 9 stig af 18 stigum liðs- ins, eða helminginn eins og Alda Leif Jónsdóttir gerði reyndar einnig fyrir ÍS, skoraði 5 af tíu stigum fyrsta leik- hluta. Stúdínur mættu ákveðnar í annan leikhluta, léku mjög góða vörn sem varð til þess að Keflavík skoraði ekki fyrr en eftir tæpar fjórar mínútur. ÍS náði þó aðeins að skora fjögur stig á þessum tíma þannig að Keflvíkingar þurftu ekki að örvænta. Sjö stig Keflavíkur í röð undir lok hálfleiksins voru dýrmæt og það sama má segja um lok þriðja leikhluta þar sem staðan breyttist úr 33:37 í 35:48. Ekki tók betra við fyrir Stúdínur í síð- asta hlutanum því þrettán stig gegn þremur gerðu lokamínúturnar litlausar. ÍS á talsvert mikið inni. Liðið er ungt og þar eru efnilegar stelpur sem sumar hverjar virðist fyrst og fremst vanta dálítinn kjark og trú á eigin getu. Alda Leif, sem er nýstigin úr meiðslum, á enn dálítið í land, en best- ar voru Overstreet, sem var orðin þreytt í lokin, Steinunn Dúa og Svandís sem átti fínan leik í vörninni. Keflvíkingar eru með gríðarlega sterkan hóp þar sem hægt er að skipta ört inná. Erla var sterk og eins Sonja Ortega. Það fer ekkert rosalega mikið fyrir henni, en hún er liðinu gríðarlega mikilvæg. Morgunblaðið/Sverrir dal, fyrirliði Keflvíkinga, reynir skot en Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, tið og Steinunn Dúa Jónsdóttir reynir að fá dæmdan ruðning. eyrðir yfir- r Keflvíkinga ug á sér finna þrátt fyrir að vera kvenna. Í gær heimsóttu þær ÍS og með tíu stiga forystu í deildinni, Fullt hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.