Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 4
 IGOR Kostic, sonur þjálfarans Lúkasar Kostic, lék með Eyjamönn- um á æfingamótinu í Reykjaneshöll- inni um helgina. Kostic varði mark ÍBV í fjarveru Birkis Kristinssonar. Eyjamenn eru með Igor til reynslu en hann hefur leikið með Víkingi og spilaði tvo leiki með liðinu í 1. deild- inni í fyrra.  RASMUS Larsen, landsliðsmað- ur Grænlands í handknattleik, er á leið til danska stórliðsins GOG en hann hefur til þessa leikið með Odense í neðri deild þar í landi. Bróðir hans og lykilmaður græn- lenska landsliðsins, Jacob Larsen, leikur með GOG en þeir bræður mæta Íslendingum á HM í Portúgal í næstu viku.  MICHAL Tonar, tékkneski handknattleiksmaðurinn sem á sín- um yngri árum lék með HK, er enn að gera það gott. Tonar, sem er hættur með landsliði Tékka, skoraði 11 mörk í seinni hálfleik þegar lið hans, Aue, vann Bad Neustadt, 35:33, á útivelli í þýsku 2. deildinni.  TONAR hefur verið helsti markaskorari Aue í vetur og lið hans er í 6. sæti í suðurriðli deildarinnar, tveimur stigum á eftir Friesenheim, liði Atla Hilmarssonar og Halldórs Sigfússonar, sem er í þriðja sæti.  STEVE Bruce, stjóri Birming- ham, sem á undanförnum dögum hefur fengið fjóra nýja leikmenn til liðs við sig er ekki búinn að loka pen- ingabuddunni. Nú hyggst hann bjóða Arsenal 1 milljón punda í varnarmanninn Matthew Upson sem fá tækifæri hefur fengið, enda margir öflugir varnarmenn fyrir í herbúðum Arsenal.  LANDSLIÐ Ísraels í knatt- spyrnu mun leika heimaleik sinn gegn Frökkum í undankeppni Evr- ópukeppninnar á Artemio Franchi leikvanginum í Flórens á Ítalíu. Af öryggisástæðum fær Ísrael ekki að leika á heimavelli sínum og hefur knattspyrnusamband landsins komist að samkomulagi við ítalska liðið um að fá „húsaskjól“ í tveimur leikjum, gegn Frökkum 2. apríl og gegn Kýpur 30. apríl. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lið frá Ísrael leikur heimaleiki sína í Flórens því Hapoel Tel Aviv lék gegn enska úrvalsdeild- arliðinu Leeds Utd. í 2. umferði UEFA-keppninnar í nóvember á sl. ári í Flórens.  KÍNVERJAR tilkynntu í gær að knattspyrnulandslið þeirra undir stjórn Hollendingsins Arie Haan myndi mæta heimsmeistaraliði Brasilíu í vináttulandsleik hinn 12. febrúar nk. Leikurinn fer fram í Ól- ympíuþorpinu Guangdong þar sem 80.000 áhorfendur munu troðfylla áhorfendastæðin. Allar helstu stjörnur Brasilíu, Ronaldo, Ronald- inho, Rivaldo, Roberto Carlos og Cafu, verða með ef þeir eru heilir en kínverska knattspyrnusambandið greiðir Brasilíumönnum rúmlega 100 milljónir ísl. kr. fyrir að koma með sitt sterkasta lið til Kína. Þetta verður fyrsti leikur kínverska liðsins undir stjórn Haan og það sama gildir um Brasilíu sem leikur í fyrsta sinn undir stjórn Carlos Alberto Parr- eira sem tók við af Luis Felipe Scol- ari.  ÞÝSKI framherjinn Miroslav Klose, sem er að pólskum ættum, er nýjasti framherjinn sem orðaður er við Manchester United. Breska blað- ið Daily Mail skýrir frá því í gær að Sir Alex Ferguson hafi sent fyrir- spurn til Kaiserslautern um hugs- anleg kaup liðsins á Klose og herma heimildir blaðsins að Ferguson sé reiðubúinn að punga út 5 milljónum punda fyrir leikmanninn sem skoraði 5 mörk – þar af þrennu í einum leik, með skalla, fyrir Þjóðverja á HM í Suður-Kóreu og Japan. FÓLK KYLFINGURINN Ernie Els setti nýtt met á PGA-mótaröðinni í golfi á mánudag er hann sigraði á Mercedes-mótinu sem fram fór á Hawaii. Hinn 33 ára gamli Els gerði sér lítið fyrir og lék á samtals 31 höggi undir pari og samtals á 261 höggi. Joe Durant átti gamla metið sem var 29 högg undir pari, á Bob Hope Chrysler- mótinu fyrir tveimur árum. Þetta er í 11. sinn sem Els sigrar á PGA-mótaröðinni en hann hristi af sér KJ Choi frá S-Kóreu og Bandaríkjamanninn Rocco Mediate á lokakafla mótsins. „Á ferlinum hef ég átt góðar risp- ur af og til en að leika á 31 höggi undir pari hef ég auðvitað aldrei gert áður því engum hefur tekist það áður,“ sagði Els. Choi setti vallarmet á laugardag er hann lék á 11 höggum undir pari eða 62 höggum en hann náði ekki að fylgja því eftir á sunnudag og endaði átta höggum á eftir Els líkt og Mediate. ANTON Helgi Pálsson og Hlynur Leifsson, handknattleiksdómarar, fá kaldar kveðjur á heimasíðu danska félagsins GOG. Þar eru þeir sagðir hafa átt sinn þátt í að koma í veg fyrir að kvennalið GOG kæmist í 16-liða úrslit EHF- bikarsins síðasta föstudagskvöld. GOG, með Hafdísi Hinriksdóttur innanborðs, vann þá annað danskt lið, Slagelse, á útivelli, 26:25, en hafði tapað heimaleiknum, 26:23, og er því úr leik. „Blanda af óheppni, einbeiting- arleysi og íslenskt dómarapar sem átti marga einkennilega dóma á síðasta stundarfjórðungn- um sáu til þess að við kæmumst ekki áfram,“ segir í frétt um leik- inn. Íslenskum dóm- urum kennt um„ÞETTA er stórkostlegt. Ég reiknaði ekki með þessum sigri þegar ég mætti til leiks gegn Jennifer,“ sagði hin 22 ára þýska tennisstúlka Marlene Weingärtn- er, eftir að hún hafði slegið banda- rísku stúlkuna Jennifer Capriati úr keppni í fyrstu umferð á opna ástralska tennismótinu í Mel- bourne. 12 þús. áhorfendur urðu vitni að sigrinum – ætluðu varla að trúa sínum eigin augum. Jenni- fer, sem er í þriðja sæti á heims- styrkleikalistanum hjá konum í tennis, hefur fagnað sigri í tveim- ur síðustu meistaramótunum í Ástralíu og þótti sigurstrangleg nú þriðja árið í röð. Capriati vann fyrsta settið, 2:6, en Weingartner, sem er í 90. sæti á heimslistanum, svaraði með því að vinna næstu tvö sett, 7:6 og 6:4. Jennifer Capriati er úr leik í Melbourne ystu í seinni hálfleik og unnu með 25 stigum, 103:78. Ef þetta er það besta sem Austurdeildarliðin hafa fram að bjóða er ekki útlit fyrir jöfn loka- úrslit í júní næstkomandi frekar en undanfarin ár. Reyndar halda New Jersey og Indiana Pacers halda áfram að styrkja stöðu sína í Austurdeildinni. Philadelphia 76ers er hins vegar að gefa eftir og hefur liðið aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sín- um. Meistarar Los Angeles Lakers Á þessu keppnistímabili er ljóstað Sacramento Kings og Dallas Mavericks eru langbestu liðin. Það sást best þegar Sacramento sótti New Jersey Nets heim í síðustu viku. Besta lið Austur- deildarinnar hafði ekkert að gera í Vesturdeildarliðið, sem vann auðveldlega með 36 stig- um. Boston fékk einnig rassskell- ingu í Dallas á föstudagskvöld, þar sem heimamenn náðu 30 stiga for- eru loksins að taka við sér. Allt fór eftir bókinni þegar Lakers vann Miami á heimavelli í fyrrinótt, 106:81, og hafa þar með unnið sex af síðustu átta leikjum sínum. Það kann að vera tilviljun, en síðan Shaquille O’Neal gifti sig um jólin hafa meist- ararnir leikið mun betur saman. Líklegra er að áhrif Phils Jack- sons hafi þar skipt máli, en þjálfar- inn tók sig til og messaði heldur bet- ur yfir leikmönnum sínum um hátíðarnar. Hann jók á ákefð og fjölda æfinga og hefur verið allt ann- að að sjá til liðsins síðan. „Ég þurfti greinilega að ýta við liðinu. Sumir leikmenn virtust ekki vera með hug- ann við efnið. Mér líkar ekki að þurfa að lesa yfir leikmönnum, en stundum verður maður að taka í taumana til að ná at- hygli manna,“ sagði Jackson eftir æfingu í síðustu viku. Lakers á enn nokkuð í land með að ná gæðum Dallas og Sacramento. Lykillinn að framgöngu liðsins verð- ur hversu vel meisturunum gengur í útileikjum á næstunni, en Lakers hefur aðeins unnið fjóra af átján úti- leikjum sínum það sem af er. Portland hefur tekið góðan sprett undanfarið eftir að þrír leikmenn voru handteknir á fáum vikum fyrir áramót. Gamla kempan Scottie Pipp- en er farinn að stjórna leik liðsins meira í sókninni. Þegar Pippen leik- ur yfir 30 leikmínútur hefur Port- land unnið fjórtán af átján leikjum, en aðeins sjö af sextán þegar hann situr á bekknum. Pippen verður laus frá samningi sínum við Portland í sumar og hann langar til að enda fer- il sinn hjá Phil Jackson ef liðinu gengur ekki vel í úrslitakeppninni. Pippen á leið til Lakers? AP Scottie Pippen, leikmaður Portland Trail Blazers, setur knöttinn í körfuna hjá San Antonio Spurs. EFTIR því sem lengra líður á deildarkeppnina skýrast línurnar hvað varðar styrkleika liðanna. Vegna fjölda leikja í NBA-deildinni virðist oft sem lið falli í ákveðið leikmynstur og væntingar hvað varðar and- stæðinginn. Þetta verður manni því augljósara sem maður sér fleiri leiki í eigin persónu. Þegar svo er komið eru það þjálfarar liðanna sem verða að vinna fyrir kaupinu sínu, annaðhvort til að rífa leik- menn upp úr dvalanum eða halda þeim við efnið þegar vel gengur. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Ernie Els í ham á Hawaii Ernie Els

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.