Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir @ Rauðagerði - glæsilegt Glæsi- legt einbýlishús á tveimur hæðum og við- byggðum 21 fm bílskúr. Aðalíbúð er 213,2 fm en á neðri hæð er 58 fm 2ja herbergja íbúð, alls 291,6 fm. Húsið er staðsett í mjög skjólsælu, rólegu hverfi. Falleg, viðhaldslítil lóð sem er hönnuð af Stanislas Bohic, landslagsarkitekt. Á lóð- inni eru trépallar, fallegar skjólgirðingar, skjólgóður krókur með heitum potti, sí- grænn gróður víða og annar trjágróður. Hellulagt bílaplan og gangstétt upp að húsi er með snjóbræðslu sem nær einnig út á gangstétt fyrir framan húsið. Í garði, verönd og stígum er falleg útilýsing. V. 29,7 m. 2855 Í Elliðaárdalnum m. frábæru útsýni Glæsilegt tvílyft einbýlishús m. miklum arkitektur á frábærum útsýnisstað í útjaðri byggðar þar sem aldrei verður byggt fyrir. Húsið er endahús í lokaðri götu og á n.k. hornlóð neðst í Elliðaár- dalnum. Á neðri hæðinn er forstofa, innra hol, forstofuherbergi m. sérsnyrtingu, innra hol, stórar stofur m. mikilli lofthæð, eldhús, þvottahús og tvö herbergi. Á efri hæðinni eru m.a. fjögur góð herb., bað- herb. og stórt alrými. Lóðin er falleg og með mikilli hellulögn en þar er m.a. gert ráð fyrir um 18 fm gróðurhúsi. EINSTÖK STAÐSETNING. V. 35 m. 2569 PARHÚS  Svöluás m. útsýni Tvílyft um 213 fm parhús með innb. bílskúr og sólstofu. Tvennar svalir. Mjög fallegt útsýni. Húsið afhendist frágengið að utan en fokhelt að innan. V. 14,5 m. 2777 Skólabraut - Seltjarnarnesi Rúmgott og vel skipulagt um 160 fm mik- ið endurnýjað parhús á 2 hæðum á góð- um stað á Nesinu. Húsið skiptist m.a. í 5 herbergi, stofu, borðstofu, 2 baðherbergi, eldhús o.fl. Fallegur og vel hirtur garður er fyrir framan húsið og er timburverönd við inng. Parket er á gólfum. V. 19,9 m. 2820 Suðurgata - Keflavík Til sölu mikið standsett timburhús á steinkjallara sem mikið hefur verið standsett ásamt 66 fm bílskúr. Á hæðinni eru stórar stofur, bað og nýtt eldhús. Í risi er baðstofuloft en í kjallara eru 2 herb., bað, þv.h. o.fl. Laust strax. V. 12,5 m. 2984 Klukkurimi - vandað Fallegt tví- lyft um 170 fm parhús með innbyggðum bílskúr. Vandaðar innr. Gegnheilt parket á gólfum. Glæsilegt baðh. með stóru flís- alögðu baðkari og sturtuklefa o.fl. V. 20,9 m. 2716 RAÐHÚS  Logaland - endaraðhús Erum með í einkasölu gott u.þ.b. 195 fm end- araðhús ásamt 24 fm bílskúr. Húsið skiptist þannig 1. hæð: stofa, borðstofa, eldhús, herbergi, snyrting og forstofa. Jarðhæð/kjallari: þrjú herbergi (fjögur skv. teikningu), baðherbergi, þvottahús, geymsla, hol, og bakútgangur. Parket og góðar suðursvalir. Möguleiki á skiptum á minni eign. V. 23,5 m. 2995 Urðarbakki - raðhús Gott raðhús á pöllum með innbyggðum bílskúr og stórum vestursvölum. Húsið er vel skipu- lagt en þarfnast einhverjar standsetning- ar. Skipti á minni eign koma til greina. Mjög góð staðsetning og stutt í alla þjón- ustu. V. 17,5 m. 1470 Prestbakki - gott raðhús með útsýni Erum með í sölu mjög gott rað- hús á pöllum við Prestbakka sem er sam- tals u.þ.b. 211,2 fm. Gott parket á gólf- um. Fjögur svefnherbergi, mjög rúmgóð stofa o.fl. og innbyggður bílskúr. V. 20,2 m. 2851 Bakkasel - glæsilegt Fallegt og mjög vel staðsett 242,1 fm endaraðhús með möguleika á séríbúð í kjallara (m. fullri lofthæð) auk 19,5 fm bílskúrs og yfir- byggðum svölum. svalir hafa verið yfir- byggðar. Mjög skemmtileg aðkoma er að húsinu, sameiginleg lóð er hellulögð og fallega upplýst (gangstéttir eru hellulagð- ar og með hita). V. 23,9 m. 2905 Bakkasel endaraðhús m. aukaíbúð Gott endaraðhús á tveimur hæðum auk kjallara samtals 245 fm auk 24 fm bílskúrs. Eignin skiptist þannig að í kjallara er 3ja herbergja séríbúð. Á 1. hæð er forstofa, þvottahús, eldhús, gestasnyrting, herbergi, stofa og borð- stofa. Á efri hæð eru þrjú herbergi, sjón- varpshol og baðherbergi. Mjög gott ástand og viðhald. Skipti möguleg á minni eign. V. 22,9 m. 2484 Grænlandsleið Höfum fengið í einkasölu stórglæsileg tvílyft raðhús á frábærum útsýnisstað. Húsin eru 244 fm með innbyggðum bílskúr og skiptast m.a. í stofu, eldhús, baðherbergi, snyrtingu, fataherbergi, borðstofu, þrjú herbergi o.fl. Húsin eru með glæsilegu útsýni og ein- staklega björt með stórum útsýnisglugg- um. Þetta eru mjög vönduð hús á eftir- sóttum stað. Húsin afhendast tilbúin til innréttinga. Mjög hagstætt verð. 2672 FYRIR ELDRI BORGARA  Hjallasel 29 - parhús f. eldri borgara Fallegt parhús f. eldri borg- ara, á einni hæð u.þ.b. 70 fm Eignin er í mjög góðu ástandi og er allt sér m.a. sér- bílast. Góð suðurverönd. Húsið stendur við þjónustumiðstöð eldri borgara við Hjallasel þar sem ýmsa þjónustu er hægt að fá. Laust fljótlega. V. 13,9 m. 2769 EINBÝLI  Fagrabrekka - vandað hús Erum með í einkasölu ákaflega fallegt og vandað einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr samtals u.þ.b. 200 fm Á jarðhæð er lítil íbúðaraðstaða auk bílskúrs og á aðalhæðinni eru stofur, herbergin, baðherbergi, eldhús o.fl. Stórt eldhús með vandaðri viðarinnréttingu og tækjum. Parket á gólfum. Mikil lofthæð í stofu og frábært útsýni. Stór lóð með góðum sólpalli og stórri hellulagðri inn- keyrslu. Vönduð eign. V. 24,9 m. 2868 Brekkuland í Mosfellsbæ - glæsilegt Um 340 fm glæsilegt ein- býlishús í útjaðri byggðar. Húsið er eitt athyglisverðasta húsið á markaðnum í dag og skiptist í mjög stórar stofu með arni og mikilli lofthæð, 3-4 svefnherb., mjög stórt eldhús, bað o.fl. Í sérstakri viðbygginu er tvöf. 42 fm bílskúr og 42 fm vinnustofa eða séríbúð. Húsið stendur á stórri lóð með fallegu útsýni. 2703 Birtingakvísl - fallegt raðhús Erum með í einkasölu ákaflega vandað og fallegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr samtals u.þ.b. 200 fm. Vandaðar innréttingar, parket og flís- ar og yfirbyggður garðskáli. Glæsileg lóð með pöllum og skjólveggjum. V. 21,9 m. 2730 HÆÐIR  Bólstaðarhlíð - góð Mjög skemmtileg og vel skipulögð 6 herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu fjórbýlishúsi. Íbúð- in skiptist þannig: 2-3 stofur, 3-4 her- bergi, eldhús, baðherbergi og hol. V. 16,7 m. 3014 Barmahlíð - sérhæð m. bíl- skúr Erum með í einkasölu fallega og bjarta sérhæð u.þ.b. 112 fm auk 25 fm bílskúrs. Þrjú herbergi og tvær stofur. Sérinngang- ur. Falleg hæð í virðulegu húsi. Laus fljót- lega. V. 16,7 m. 2839 Glæsileg nýleg sérhæð í Hlíð- unum Efri sérhæð, byggingarár 1991 alls 179 fm auk 29 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í 2-3 svefnherb., gestasnyrtingu, húsbóndaherbergi, borðstofu, stofu og sólstofu. Hátt til lofts. Gengheilt eikar- parket að mestum hluta og afar vandaðar innréttingar frá Brúnási. 2622 Langholtsvegur þakhæð m. bílskúr Erum með í sölu fallega og bjarta u.þ.b. 95 fm þakhæð í þríbýlishúsi ásamt 28 fm bílskúr. Gott ástand m.a. parket á gólfum og góðar suðursvalir. Gott geymsluris er yfir íbúðinni. Góður bílskúr. V. 14,4 m. 2514 Skipholt - ný, glæsileg sér- hæð Stórglæsileg 5-6 herbergja u.þ.b. 150 fm neðri sérhæð auk rúmgóðs bíl- skúrs í nýju húsi á þessum eftirsótta stað. Eignin sem er öll hin vandaðasta skiptist m.a. í þrjú herbergi, borðstofu, stofu, sjónvarpsstofu, eldhús og baðherbergi. Sérþvottahús í íbúð. Allar innr. frá Brún- ási. Parket (askur) og flísar á gólfum. Tvennar svalir. V. 20,9m. 2249 4RA-6 HERB.  Kleppsvegur - mikið útsýni - laus strax Falleg og björt 100 fm endaíbúð á 7. hæð í lyftublokk við Kleppsveginn með frábæru útsýni til þriggja átta. Eignin skiptist í hol, þrjú her- bergi, stofu, baðherbergi, eldhús. Stórar vinkilsvalir eru út af stofunni. Parket á gólfum. V. 11,9 m. 1181 Álfaskeið - Hafnarfirði Góð 110 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð við Álfa- skeið auk bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stofu, eldhús, þrjú herbergi og baðher- bergi. Blokkin er í góðu ástandi. V. 11,8 m. 2816 Keilugrandi Falleg og björt 4ra her- bergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu. Eignin skiptist m.a. í hol, þrjú herbergi, rúmgóða stofu, eldhús og baðherbergi. Fallegt útsýni. Laus strax. V. 14,5 m. 2987 Vorum að fá í einkasölu glæsilegt 190 fm raðhús á einni hæð auk 45 fm bílskúrs. Húsið hefur verið standsett á sérlega smekklegan hátt. Arinn. Möguleiki er á auk- aíbúð í húsinu. V. 22,8 m. 3000 Móaflöt - raðhús Núna er sala í fullum gangi í þessu einstaka og vandaða fjölbýlishúsi rétt við Fossvog. Nokkrar íbúðir eru seldar og aðrar eru að seljast. Frábært útsýni og frá- gangur er allur 1. flokks. Um er að ræða ýmsar tegundir og stærðir íbúða frá 90- 150 fm sem eru allar afhentar fullbúnar með stórum glæsilegum útsýnissvölum eða sérlóðum, vönduðum innréttingum, lögn fyrir arni o.fl. Öllum íbúðum fylgja eitt eða fleiri stæði í upphitaðri bílageymslu. Lyftur. Þetta eru íbúðir í sérflokki. All- ar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu og/eða með tölvupósti. 2915 Suðurhlíð - Fossvogur, glæsiíbúðir Erum með í einkasölu ákaflega vandað u.þ.b. 260 fm parhús með innbyggðum bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum og stendur vel í nýlegu hverfi f. ofan Laug- arásinn. Arinn í stofu og vandaðar innrétt- ingar, gólfefni og tæki. Toppeign á eftir- sóttum stað. Eignin getur losnað fljótlega. V. 29,9 m. 2722 Vesturbrún - vandað parhús Vandað þrílyft um 255,9 fm raðhús auk 42 fm tvöfalds bílskúrs og möguleika á sér- íbúðaraðstöðu í kjallara. Á miðhæðinni er forstofa, snyrting, hol, eldhús, þvottahús og tvær rúmgóðar stofur. Á efri hæðinni er stórt sjónvarpshol, fjögur góð herbergi og baðherbergi. Í kjallara er forstofa, köld geymsla, baðherbergi, hol, stórt herbergi, stór geymsla og saunaklefi. V. 24,9 m. 2680 Brautarás - vandað Vorum að fá í einkasölu 311 fm einb. á tveimur hæðum auk 46 fm bílskúrs. Húsið þarfnast standsetningar. Glæsilegt útsýni. V. 29,5 m. 3001 Haukanes - sjávarlóð Fallegt 285 fm endaraðhús á góðum stað í Vesturbænum. Húsið er á tveimur hæð- um auk kjallara og innbyggðs bílskúrs. Á 1. hæð er m.a. forstofa, hol, gestasnyrt- ing, herbergi, eldhús, borðstofa, þvotta- hús og bílskúr. Á 1. hæð er m.a. forstofa, hol, gestasnyrting, herbergi, eldhús, borð- stofa, þvottahús og bílskúr. Á 2. hæð er m.a. hol, stofa, baðherbergi, tvö herbergi og fataherbergi. Í kjallara er m.a. hol, geymsla, tvö herbergi og ófragengið rými. Parket og flísar á gólfum og útg. út á stóra verönd úr borðstofu. V. 27 m. 2903 Frostaskjól Útreikn- ingar á greiðslu- mati GREIÐSLUMATIÐ sýnir há- marksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækj- enda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. lífeyrissjóðslánum eða banka- lánum til fjármögnunar útborgun- ar séu eigið fé umsækjenda og séu 10, 30 eða 35% heildarkaupanna. Síðan eru hámarksfjármögnunar- möguleikar hjá Íbúðalánasjóði reiknaðir út miðað við eigið fé, há- marksgreiðslugetu til að greiða af íbúðalánum og vaxtabætur. Útreikningur á greiðslugetu: Heildartekjur -skattar -lífeyrissjóður og félagsgjöld -framfærslukostnaður -kostnaður við rekstur bifreiðar -afborganir annarra lána -kostnaður við rekstur fasteign- ar =Ráðstöfunartekjur/hámarks- geta til að greiða af íbúðalánum Á greiðslumatsskýrslu kemur fram hámarksgreiðslugeta um- sækjenda til að greiða af íbúða- lánum og eigið fé umsækjenda. Þegar umsóknin kemur til Íbúða- lánasjóðs fylgir henni yfirlit yfir greiðslubyrði af yfirteknum og nýj- um lánum í kauptilboði. Hámarks- greiðslugeta skv. greiðslumats- skýrslunni er þá borin saman við raun greiðslubyrði á kauptilboði og eigið fé í greiðslumatsskýrslu borið saman við útborgun skv. kauptil- boði. Eftir atvikum getur þurft að reikna vaxtabætur m.v. raunveru- legt kauptilboð aftur þegar um- sókn er skilað til Íbúðalánasjóðs. Verð eignarinnar og samsetning fjármögnunar getur svo verið önn- ur en gert er ráð fyrir í greiðslu- mati eftir því hvaða mögulega skuldasamsetningu hin keypta eign býður upp á. Ekki er gert ráð fyrir að umsækjendur endurtaki greiðslumatið ef aðrar fjármögn- unarleiðir eru farnar en gengið er út frá í greiðslumati. Tökum dæmi: Umsækjandi sem er að kaupa sína fyrstu eign gæti t.d. fengið greiðslumat sem sýnir hámarks- verð til viðmiðunar 7.000.000 kr. miðað við 2.100.000 í eigið fé og há- marksgreiðslugeta hans væri 40.000 kr. þegar allir kostnaðarlið- ir hafa verið dregnir frá tekjunum. Þessi umsækjandi gæti svo keypt íbúð fyrir 8.000.000 án þess að fara í nýtt greiðslumat ef for- sendur hans um eignir og greiðslu- getu ganga upp miðað við nýja lánasamsetningu. Dæmi: Kaupverð 8.000.000 Útborgun 2.080.000 Fasteignaveðbréf 5.600.000 (70%, greiðslubyrði m.v. 25 ára lán = 33.000 á mánuði) Bankalán 320.000 (greiðslubyrði t.d. 10.000 á mánuði) Það er ljóst ef kauptilboð, yfirlit yfir greiðslubyrði yfirtekinna og nýrra lána í kauptilboði og greiðslumatsskýrsla er borin sam- an án þess að farið sé í nýtt greiðslumat að þessi kaup eru inn- an ramma greiðslumatsins þrátt fyrir að stungið hafi verið upp á 7.000.000 íbúðarverði m.v. upphaf- legar forsendur. Útborgunin er innan marka eigin fjár hans og greiðslubyrði lánanna innan marka greiðslugetunnar. Fyrsta greiðsla er að jafnaði talsvert hærri en síðari greiðslur, hún er á þriðja reglulega gjalddaga frá útgáfu fasteignaveðbréfsins (sé um mánaðarlega gjalddaga að ræða) og samanstendur af einnar mánaðar afborgun, vöxtum frá fyrsta vaxtadegi (a.m.k. þrír mán- uðir) og vísitölu frá grunnvísitölu- mánuði (a.m.k. þrír mánuðir). Gjalddagar húsbréfalána Íbúða- lánasjóðs geta verið mánaðarlega eða ársfjórðungslega. Hægt er að breyta gjalddögum lánanna eftir útgáfu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.