Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 1
2003  MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MAREL BALDVINSSON SELDUR TIL LOKEREN Á 25 MILLJÓNIR / B3, B4 Guðmundur valdi þann kost að fara meðtvo markverði í keppnina, þá Guðmund Hrafnkelsson og Roland Val Eradze, og sagði að það hefði verið niðurstaða sín að það hentaði þessum hópi best. „Nokkur önnur lið, meðal annars Svíar, hafa farið þessa leið í gegnum tíðina. Það er reyndar enn svigrúm til breytinga ef eitthvað kemur upp á varð- andi meiðsli áður en keppnin hefst, og síðan getum við farið þá leið að tilkynna 15 manna hóp í byrjun hennar og haldið 16. sætinu opnu eins lengi og við viljum,“ sagði Guð- mundur. Þeir 14 útileikmenn sem fara til Svíþjóðar og Portúgals eru eftirtaldir: Guðjón Valur Sigurðsson, Gústaf Bjarna- son, Einar Örn Jónsson, Sigfús Sigurðsson, Róbert Sighvatsson, Gunnar Berg Viktors- son, Rúnar Sigtryggsson, Heiðmar Felixson, Snorri Steinn Guðjónsson, Aron Kristjáns- son, Sigurður Bjarnason, Patrekur Jóhann- esson, Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðs- son. Þrettán af þessum 16 voru í hópnum í Evr- ópukeppninni í Svíþjóð fyrir ári en þeir Rol- and Valur, Snorri Steinn og Heiðmar hafa leyst þá Bjarna Frostason, Ragnar Óskars- son og Halldór Ingólfsson af hólmi. „Þetta er sterkasti hópurinn sem völ var á fyrir þessa keppni, að mínu mati,“ sagði þjálfarinn, en aðrir sem voru í æfingahópnum verða til taks ef gera þarf breytingar á síðustu stundu eða eftir að keppnin er hafin. Ögrandi verkefni að mæta Svíum rétt fyrir HM „Það er mjög ögrandi verkefni á loka- sprettinum fyrir HM að mæta Svíum og það á þeirra heimavelli. Þetta er svipað og fyrir Evrópukeppnina í fyrra, þá lukum við und- irbúningnum með því að mæta heimsmeist- urum Frakka og nú leikum við gegn Evr- ópumeisturum Svía,“ sagði Guðmundur. Hann verður með tvær æfingar í Svíþjóð á föstudaginn en á laugardag fer liðið þaðan til Viseu í Portúgal þar sem það spilar í riðla- keppni HM. Guðmundur sagði að undirbúningur liðs- ins hefði verið stuttur og snarpur. „Nú í jan- úar höfum við náð tíu æfingum og spilað sex leiki og höfum því þurft að nýta tímann vel. Mikill tími hefur farið í varnarleikinn, sér- staklega 6/0 vörnina, en um leið höfum við þurft að leggja áherslu á atriði eins og aðrar útfærslur af vörninni, mismunandi sóknar- leik, fara yfir hvernig við spilum manni fleiri eða færri, í sókn sem vörn, viðbrögð við því þegar Ólafur Stefánsson er tekinn úr um- ferð, og fleira í þeim dúr. Við höfum því líka nýtt tímann á milli æfinga og leikja með fundum og leikmenn hafa getað grandskoð- að sjálfa sig og leik liðsins í tölvum. Núna á lokasprettinum erum við að fínpússa leik- kerfin okkar og vonandi höfum við heppnina með okkur og sleppum við frekari meiðsli, en þau hafa sett strik í reikninginn hjá okkur að undanförnu,“ sagði Guðmundur Þ. Guð- mundsson. Handknattleikslandsliðið fer með tvo markverði á HM í Portúgal „Sterkasti hópur sem völ var á“ GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, fór þá leið sem flestir reiknuðu með og skildi eftir þá Róbert Gunnarsson línumann og Birki Ívar Guðmundsson markvörð þegar hann valdi endanlegan hóp fyrir heimsmeist- arakeppnina. Guðmundur tilkynnti hópinn í gær og fer með hann af landi brott í dag. Íslenska liðið mætir Svíum í Landskrona annað kvöld og fer þaðan til Portú- gals á laugardaginn en fyrsti leikurinn á HM er gegn Ástralíu næsta mánudag. Reuters Ég á lítinn skrítinn skugga... Sænski tennisleikarinn Magnus Larsson í leik í gær á opna ástralska tennismótinu. Hann varð að sætta sig við ósigur fyrir ástralska tenniskappanum Lleyton Hewitt, sem er talinn sigurstranglegastur. Sjá nánar á B4. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að Slóvakar verði að leika næsta heima- leik sinn í Evrópukeppni landsliða fyrir luktum dyrum. Úrskurður UEFA kemur í kjölfarið á hegðun slóvenskra áhorfenda á leik Slóvakíu og Englands í október en þá fengu ensku leikmenn- irnir Emile Heskey og Ashley Cole, sem eru dökkir á hörund, að heyra það frá áhorfendum. UEFA tekur hart á öllu kynþáttahatri og dæmdi Slóvaka í 27.000 punda sekt, en það jafngildir 3,5 milljónum króna, en þeir áfrýjuðu þeim úrskurði. Niðurstaða UEFA var að lækka sektina í 5.000 pund, um 650.000 krónur, og luktar dyr á næsta heimaleik í undankeppni Evrópukeppninnar 2004. Slóvakar taka á móti Liechtenstein 2. apríl og þá mega engir áhorfendur fylgjast með. Tómur völlur í Slóvakíu KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands leitar logandi ljósi að verk- efni fyrir íslenska A-landsliðið í knattspyrnu áður en það mætir Skotum í undankeppni EM í Glas- gow þann 29. mars. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra KSÍ, er alþjóðlegur leik- dagur 12. febrúar og hefur KSÍ reynt að fá landsleik á þeim degi festa einn vináttuleik á árinu, gegn Finnum ytra 29. apríl en lokaleikirnir í riðlakeppni EM verða á móti Færeyjum á Laugar- dalsvelli 7. júní, gegn Litháum úti 11. júní, 20. ágúst verður spilað við Færeyinga í Þórshöfn, 6. sept- ember við Þjóðverja á Laugar- dalsvelli og við Þjóðverja í Ham- borg 11. október. er ákveðið vandamál þegar vin- áttuleikir eru annars vegar. Þá er ekki leyfilegt að hafa leikmenn- ina nema í skamman tíma og það gerir þetta erfiðara,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið. Geir segir að KSÍ sé með öll spjót úti enda telur hann mjög æskilegt að landsliðið fái einn leik fyrir átökin við Skota. Búið er að án árangurs. „Þessi leikdagur er mjög erfiður fyrir þjóðir í Mið- og Norður-Evrópu enda aðstæður ekki upp á það besta á þessum árstíma. Okkur hafa borist óskir um að spila á fjarlægum slóðum og á dögunum barst fyrirspurn frá Íran. Við gáfum það frá okkur strax enda viljum við spila ein- hvers staðar nálægt okkur. Það Íranar vildu leika við Ísland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.