Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 4
 HANS Knauss frá Austurríki sigr- aði í gær í risasvigi á heimsbikarmóti sem fram fór í Adelboden í Sviss. Michael Von Grunigen varð annar og Norðmaðurinn Kjetil-Andre Aamodt varð þriðji.  NORSKI landsliðsmaðurinn Erik Bakke hjá Leeds komst í kast í lögin í fyrrakvöld en hann var þá stöðv- aður af lögreglu á bifreið sinni, grun- aður um ölvun við akstur. Bakke var færður á lögreglustöðina og í fram- haldinu var hann ákærður fyrir að aka undir áhrifum áfengis.  OLIVER Kahn, markvörður Bayern München og þýska landsliðs- ins í knattspyrnu, hefur þriðja árið í röð verið útnefndur besti markvörð- ur heims fyrir árið 2002 af alþjóða- samtökum tölfræðinga og spark- spekinga. Kahn hlaut 316 atkvæði í fyrsta sæti, Iker Casillas, markvörð- ur Real Madrid og spænska lands- liðsins, varð annar í kjörinu með 101 atkvæði og Rustu Recber, mark- vörður Tyrkja, varð þriðji.  LOGI Gunnarsson skoraði 12 stig fyrir Ulm í þýsku 1. deildinni í körfu- knattleik í 99:75 sigri liðsins á TV Langen. Ulm er í 2. sæti s-riðils 1. deildarinnar sem er næst efsta deild í Þýskalandi.  MICHAEL Jordan segir við frétta- stofu CNN í Bandaríkjunum að hann hafi hug á því að spila golf í góðu veðri þegar hin árlega Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfuknattleik fer fram 7.– 9. febrúar. Jordan segir að það sé kominn tími á að hann stígi til hliðar hvað Stjörnuleikinn varðar en hann varð í 3. sæti í kjöri um hvaða bakverðir byrja inni á í liði austurstrandarinnar. „Ég er glaður að fá stuðning frá aðdáendum NBA- deildarinnar og hefði ekki skorast undan ef þeir teldu mig enn hafa styrk til þess að byrja inni á.“  CARLO Cudini, markvörður Chelsea, þarf ekki taka út refsingu fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta á í leiknum við Middlesbrough á dögunum. Chelsea fór fram á við aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins að fá spjaldið niðurfellt og varð nefndin við beiðni Chelsea enda brottreksturinn rangur dómur.  DANSKI kylfingurinn Thomas Bjørn segir að S-Afríkumaðurinn Ernie Els sé sá eini sem geti rutt Bandaríkjamanninum Tiger Woods úr efsta sæti heimslistans í golfi. „Ég er hræddur um að Tiger sé að stinga okkur af, munurinn á honum og okkur er of mikill. Hann mun ein- oka efstu sætin á golfmótum í fram- tíðinni. Það verður gríðarlega erfitt að ná sömu getu og hann býr yfir í dag. Það er aðeins Ernie Els sem getur skákað honum,“ segir Daninn en faðir Tiger Woods sagði við bandaríska fjölmiðla á dögunum að sonur hans væri enn langt frá því takmarki sem hann hefði sett sér sem kylfingur og ætti enn eftir að bæta sig töluvert á mörgum sviðum íþróttarinnar.  FORRÁÐAMENN evrópsku mót- araðarinnar í golfi hafa tilkynnt að Ernie Els frá S-Afríku hafi slegið besta golfhögg sl. árs og á heimsíðu þeirra, www.europeantour.com, má finna nánari útlistun á þessu höggi. Els notaði 59 gráðu fleygjárn í sand- glompu fyrir framan 13. flötina á Murfield vellinum á opna breska meistaramótinu sl. sumar. Els sigr- aði á opna breska meistaramótinu eftir fimm holu umspil fjögurra efstu manna að loknum 72 holum. „Ég sagði við kylfusveininn minn að ég ætlaði að slá af eins miklu afli og ég gæti með fleygjárninu og ég var undrandi á því að hafa komið bolt- anum upp úr glompunni og hvað þá að hann endaði alveg uppi við hol- una,“ segir Els þegar hann lýsir besta golfhöggi sl. árs í Evrópu. FÓLK LOKEREN greiðir Stabæk 300.000 evrur fyrir íslenska landsliðsmann- inn Marel Baldvinsson, sem jafn- gildir 25 milljónum íslenskra króna, en gengið var frá sölunni í gær. Þetta er öllu lægri upphæð en Stabæk keypti Marel frá Breiða- bliki í ágústmánuði árið 2000 en norska liðið greiddi 33 milljónir fyrir leikmanninn. Breiðablik hefur staðið í stappi við forráðamenn Stabæk á undan- förnum vikum og mánuðum en Blikarnir hafa ekki fengið loka- greiðslu frá Stabæk upp á um 5,5 milljónir króna sem þeir áttu að fá í ágúst síðastliðnum og hafa þeir Breiðablik hefleitað aðstoðar KSÍ. Komið til lögfræðings „Við áttum að fá lokagreiðsluna um leið og Marel næði tilteknum fjölda leikja fyrir Stabæk og þeim fjölda náði hann síðla í ágúst. Greiðslan hefur enn ekki borist þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar og við sáum ekki aðra lausn en að senda málið til lögfræðings enda viljum við fylgja okkar rétti fram. Síðustu svörin sem við fengum frá Norðmönnunum voru þau að fjár- hagsleg endurskipulagning væri í gangi hjá félaginu,“ sagði Magnús Skúlason, formaður knattspyrnu- deildar Breiðabliks, við Morgun- blaðið í gær. Magnús sagði enn fremur að Breiðablik fengi 10% hlut af sölu- verði Stabæk til Lokeren, 2,5 millj- ónir króna, samkvæmt reglum um uppeldisbætur fyrir félagaskipti milli landa. „Við missum hinsvegar af frekar hlut af sölunni á Marel þar sem Stabæk selur hann á lægri upphæð en hann var keyptur á af okkur. Í samningi okkar við Stabæk var ákvæði um að við fengjum vissa prósentu af mismuninum á verðinu sem við fengum, og því verði sem Stabæk seldi hann á, ef það væri hærra,“ sagði Magnús. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið að Breiðablik hefði rætt við KSÍ varðandi mál félagsins við Stabæk. „Við höfum ekki beitt okkur af neinni hörku í þessu máli því það snýst fyrst og fremst á milli félag- anna. Við getum sett okkur í sam- band við norska knattspyrnusam- bandið en ég vona að málið leysist áður en til þess kemur. Ef hins veg- ar gerist ekkert í málinu þá verður bara að senda það til FIFA.“ Marel seldur á 25 milljónir Stórmótin eru alls fjögur, opnafranska, opna bandaríska og Wimbledon-mótið en Serena sigraði á þessum stórmótum á sl. keppnis- tímabili og vill nú ná þeim fjórða í sitt safn. Emilie Loit frá Frakklandi veitti henni verðuga mótspyrnu og vann óvænt fyrsta settið 3:6, en Serena hafði betur í næstu tveimur settum, 7:6 og 7:5. Loit er í 56. sæti á styrk- leikalista mótsins og þótti hafa fund- ið veikan blett á kraftmiklum leik Serenu, en Loit lét Serenu hlaupa út um allan völl með hnitmiðuðum sendingum. Allra augu beinast að hinum 21 árs gamla Hewitt og er þess krafist að hann verði fyrsti heimamaðurinn frá því árið 1976 sem sigrar á mótinu. Hewitt átti í miklu basli með Svíann Magnus Larsson í 1. umferð og þurfti fimm sett til þess að leggja Larsson að velli, 6:3, 3:6, 6:1, 6:7 og 6:2. Gríðarlegur hiti gerir keppendum erfitt fyrir Talsmenn mótsins í Ástralíu hafa lýst yfir áhuga sínum á því að breyta tímasetningu keppninnar í framtíð- inni en gríðarlegur sumarhiti er í Ástralíu á þessum árstíma sem gerir keppendum erfitt um vik. Auk þess sem keppnistímabilið er nýhafið hjá flestum keppendum og telja Ástralar að gæði keppninnar yrðu meiri ef mótið færi fram í mars. Viðræður um breytinguna hafa farið fram að und- anförnu en nú er ljóst að ekki verður hægt að breyta einu né neinu fyrr en árið 2007, þar sem endurskipuleggja þarf allt skipulag sem tengist móta- röðum atvinnumanna og kvenna. Opna ástralska tennismótið Veðjað á Hewitt og Serenu Reuters Ástralinn Lleyton Hewitt, sem er efstur á heimslistanum yfir bestu tennisleikarana, fagnar sigrinum á Svíanum Magnus Larsson í einliðaleik á opna ástralska meistaramótinu í gær. SERENA Williams frá Bandaríkjunum og Ástralinn Lleyton Hewitt eru talin sigurstranglegust á opna ástralska meistaramótinu í tenn- is af veðbönkum, en þau eru efst á styrkleikalista mótsins í kvenna- og karlaflokki. Þau áttu hins vegar í miklum erfiðleikum gegn and- stæðingum sínum í 1. umferð í einliðaleiknum í Melbourne í gær. HERMANN renndi sér í fyrsta sinn niður skíðabrekku á heimsbikarmóti í gær í Adelboden í Sviss eftir 18 mánaða fjarveru vegna fótbrots en Austurríkismaðurinn náði sér ekki á strik í risasviginu og komst ekki í aðra umferð keppninnar. Maier er aðeins skugginn af sjálfum sér frá því sem áður var en hann slasaðist alvarlega í umferðaróhappi og brotn- aði afar illa á fæti fyrir rétt rúmu 1½ ári. Maier bar sig vel þrátt fyrir að vera 3 sekúndum á eftir fyrsta manni að lokinni fyrri umferðinni og fékk því ekki að keppa í seinni umferð- inni. Hann sagði það sigur að fá að keppa á ný. Brautin í Adelboden var afar hörð og erfið og margir kepp- endur féllu úr keppni í fyrri umferð- inni. „Það var erfiðast að byrja en ég er ekki ánægður með hvernig ég skíðaði niður brekkuna. Mistökin voru of mörg að þessu sinni. Ég er ekki í keppnisæfingu en ég verð að keppa meira ef ég á að komast á þann stall sem ég ætla mér,“ sagði hinn þrítugi Maier en endurkoma hans skyggði gjörsamlega á aðra keppendur í Sviss að þessu sinni. Maier langt frá sínu besta Chelsea stendur með Eiði KEN Bates, stjórnarformað- ur Chelsea, segir í viðtölum við enska fjölmiðla í gær að Chelsea muni styðja við bakið á Eiði Smára Guðjohnsen. „Eiður er ákaflega hæfileika- ríkur knattspyrnumaður en stundum geta ungum mönn- um orðið á mistök. Við kom- um til með að styðja vel við bakið á Eiði og viljum gera allt til þess að hjálpa honum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.