Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 C 3 bílar NÝJAR reglur hafa tekið gildi um akstursmat í umferðarlögum og reglugerð um ökuskírteini. Sam- kvæmt reglunum þarf ökumaður, sem er með bráðabirgðaskírteini, að fara í akstursmat áður en hann fær bráðabirgðaskírteinið endur- nýjað eða fær fullnaðarskírteini. Ökumaður getur fengið fullnað- arskírteini hafi hann haft bráða- birgðaskírteini samfellt í 12 mán- uði og ekki á þeim tíma fengið punkta í punktakerfi vegna um- ferðarlagabrota og farið í aksturs- mat. Vilji ökumaðurinn ekki nýta sér þessa heimild eða fullnægi hann ekki skilyrðunum, gildir bráðabirgðaskírteinið áfram þar til það rennur út eftir tvö ár frá út- gáfudegi. Að þeim tíma liðnum fær öku- maðurinn fullnaðarskírteini, full- nægi hann áður nefndum skilyrð- um. Fullnægi hann þeim hins vegar ekki, fær hann útgefið bráða- birgðaskírteini á ný til tveggja ára. Með því að heimila ökumönnum að fá fullnaðarskírteini eftir eitt ár í staðinn fyrir tvö, eftir áfallalaus- an akstursferil og að undangengnu akstursmati, er verið að umbuna þeim sem hafa staðið sig vel í um- ferðinni. Það hefur jafnframt þau hvetjandi áhrif á unga ökumenn að vanda sig við akstur. Sá sem hagar sér vel í umferðinni og brýtur ekki af sér getur sem sagt fengið fulln- aðarskírteini ári fyrr en ella. Hvað er akstursmat? Í akstursmati felst að kannað er hvort mat ökumanns á eigin akst- urshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til um- ferðaröryggis. Hverjir annast akstursmat? Ökukennarar annast akstursmat sem fer þannig fram að ökumað- urinn lýsir fyrir ökukennaranum eigin mati á aksturshæfni sinni og öryggi í umferðinni. Að því loknu skal ökumaðurinn aka bifreið sem hann sjálfur leggur til en ökukenn- arinn fylgjast með akstrinum og skrá hjá sér athugasemdir um þau atriði sem hann telur jákvæð og neikvæð í akstrinum. Niðurstaða akstursmats Að akstursmati loknu ritar öku- kennarinn umsögn um hæfni öku- mannsins. Í umsögninni mælir öku- kennarinn annaðhvort með því eða gegn að ökumaðurinn fái útgefið fullnaðarskírteini. Það er skilyrði útgáfu fullnaðarskírteinis að öku- kennarinn mæli með útgáfunni í umsögn sinni. Fullnaðar- skírteini fyrr en ella Hátt og lágt drif Byggður á grind Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ, símar 565 6241 og 544 4210, fax 544 4211, netfang netsalan@itn.is THERE’S ONLY ONE McLouis húsbílar Fiat Ducato 11QLi 2000JTD árgerð 2003 Lagan 251 verð 4.499.000 • Lagan 410 verð 4.499.000 Vegna góðrar samvinnu við framleiðanda er boðið risa afsláttarverð af fyrstu bílunum Nýtt merki • ný gæði • ný gerð kr. 500.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.