Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 C 7 bílar Kia Sportage Wagon 2,0 Nýskr. 12. ‘99. Ek. 85 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.350 þús. Daewoo Lanos SE 1,3 Nýskr. 12. ‘00. Ek. 57 þ. km. Bsk. Verð kr. 690 þús. Toyota Corolla Touring 4x4 1,8 Nýskr. 10. ‘97. Ek. 82 þ. km. Bsk. Verð kr. 960 þús. Kia Sportage Classic TDI. 2,0 Nýskr. 08. ‘00. Ek. 43 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.480 þús. Opel Corsa 1,2 16v Nýskr. 05. ‘00. Ek. 56 þ. km. Bsk. Verð kr. 650 þús. Daihatsu Terios GL. 1,3 Nýskr. 09. ‘97. Ek. 85 þ. km. Bsk. Verð kr. 690 þús. Kia Pride Wagon Glxi 1,3 Nýskr. 02. ‘02. Ek. 9 þ. km. Bsk. Verð kr. 745 þús. Kia Clarus 4d Glxi 2,0 Nýskr. 06. ‘00. Ek. 38 þ. km. Ssk. Verð kr. 880 þús. Hyundai Accent 1500 Glxi Nýskr. 07. ‘99. Ek. 46 þ. km. Ssk. Verð kr. 610 þús. Kia Carnival 2,9 T-Dísel Nýskr. 10. ‘99. Ek. 83 þ. km. Ssk. Verð kr. 1.590 þús. Tilboð 1.190 Þús. Tilboð 560 þús. Tilboð 860 þús. Tilboð 1.350 þús. Tilboð 750 þús. Tilboð 490 þús. Tilboð 550 þús. Tilboð 590 þús. MMC Pajero 2.5 tdi 1998, 5g, 33" breyttur, ek. 112 þ. km, fallegur jeppi, bílalán 1100 þús., verð 1970 þús. MMC Pajero Gls 3.5 bensín 7/2000, ssk, leður, ek. 43 þ. km, verð 4090 þús. Landrover Defender td-5 7/2001, 5g, 33" breyttur, snorkel, ek 58 þ. km, Verð 2950 þús. Nissan Patrol 3.0 tdi Elegance 7/2001, ssk, 35" breyttur, leður, kubb- ur, og fl, ek. 34 þ. km, verð 4390 þús. Ranger Rover disel turbo td-59 /1993, 5g, lengri gerð, leðurklæddur, (ný vél), verð 1890 þús, ýmis skipti. Musso 2.9 tdi Prestige 9/1998, ssk, leður, allt rafdr, ek. 48 þ. km, 31" dekk, 1.eigandi. Verð 1890 þús. Suzuki Sidekick jx 1996, 5g, rauður, ek. 105 þ. km, Verð 680 þús. Nissan Terrano II 2.7 Tdi 9/1997, 5g, dráttarkr, ek 113 þ. km, 2.eigendur. Verð 1390 þús.(einnig 3dyra tdi 1998) Dodge Ram Cummings disel dráttar- bíll 1994, (98 útlit) dana 80/60, blár, verðhugmynd 2,7m. Isuzu Crew Cab 3.1 tdi 9/2000, ssk, 35" breyttur, aukatankur, hús, verð 2.4 m. (vantar dýrari breyttann jeppa). Jeep Cherokee Grand Laredo 4.0 1993, ssk, ek. 132 þ. km, gott eintak. Verð 1090 þús. Toyota Lc 90 Lx tdi 38" breyttur, 5g, intercooler, aukatankur,3" púst og fl, topp bíll, ek 72 þ km bílalán 1900 verð 3,3 ath skipti. Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Sími 587 7777 Skráðu bílinn á www.litla.is Mikil sala! BLAÐFJAÐRIR hafa til þessa verið algengasti fjöðrunarbúnaður jeppa. Þær hafa þann kost að vera mjög einföld hönnun. Auk hefðbundins hlutverks síns, að fjaðra, halda þær hásingunni á sínum stað. Fjaðrir hafa þá annmarka að fjöðrunarvega- lengdin er takmörkuð, þær eiga til að endast illa, brotna og síga var- anlega sé of mikið á þær lagt. Blað- fjaðrir hafa auk þess innra viðnám sem myndast þegar blöðin strjúkast saman. Á árum áður gerðu menn ýmislegt til að minnka innra viðnám í blaðfjöðrum. Sett var smurning milli blaðanna og fjöðrun síðan vafin með strigapoka til að sandur og óhrein- indi festust ekki í feitinni. Nú eru settir plastklossar milli blaðanna sem minnka viðnámið. Við íslenskar aðstæður, ryk og sand, vilja þeir slitna hratt og eru þá ekki til gagns. Gormar og gormafjöðrun Gormar henta jeppum mjög vel að því leyti að með þeim er hægt að ná tiltölulega langri og mjúkri fjöðrun. Gallinn er hins vegar lítið burðarþol við mikla hleðslu. Prógressífir gorm- ar eru að vissu leyti lausn á þeim hleðsluvanda því uppbygging þeirra er önnur en hefðbundinna gorma. Ástæðan er sú að vafningarnir í þeim eru venjulega hafðir þéttari í öðrum endanum og þá stífna þeir meira eft- ir því sem hleðslan eykst. Það er mikill kostur við gorma að þeir hafa ekkert innra viðnám. Prógressífir gormar eru almennt ekki staðalbún- aður í jeppum heldur seldir sem aukabúnaður. Við val á gormum í jeppa er mikilvægt að huga að því hvaða eiginleikum verið er að sækj- ast eftir. Þarfir ökumanna eru mis- munandi og eiginleikar gormanna einnig. Loftpúðafjöðrun Loftpúðafjöðrun er mikið notuð undir vörubíla og flutningavagna vegna mikils hleðsluþols. Hún hefur einnig reynst vel undir jeppa sem þarf að hlaða mikið, t.d. vegna vinnu á hálendi. Jafnvel þótt bíllinn sé þunghlaðinn er hægt að hafa hann mjög mjúkan og halda honum í kjör- hæð. Einn ótvíræður kostur við loft- púðafjöðrun er hæðarstýring. Hægt er að rétta bílinn af í hliðarhalla með því að stýra hæð púðanna eða nota sjálfvirka hleðslujöfnun sem pumpar í púðana eftir því sem hleðsla eykst. Gallinn við loftpúðafjörðun er oft mikið viðhald. Púðarnir eiga til að springa, einkum í kjölfar rangrar ísetningar. Þá vilja slöngur fara í sundur auk þess sem innra viðnám í púðunum minnkar fjöðrunareigin- leika. Það er þó hverfandi miðað við blaðfjaðrir. Vindustangir Vindustangir hafa alla eiginleika gorma því í raun er gormur ekkert annað en uppvafin vindustöng. Hins vegar fer möguleg fjöðrunarvega- lengd að mestu leyti eftir því hver lengd vindustangarinnar er. Hún er því yfirleitt ekki mikil. Vökvafjöðrun Í Land Cruiser 100 er vökvafjöðr- un fáanleg sem aukabúnaður. Við fjöðrun þrýstist vökvinn í tjökkunum út í gegnum rafstýrðan flæðiventil, sem gegnir hlutverki dempara, og inn í gasbelg sem fjaðrar. Auk vökvakerfisins eru hafðir gormar að aftan og vindustangir að framan sem hjálpa til við fjöðrun og minnka álag á vökvakerfið. Það sem einkennir fjöðrunarkerfið í Land Cruiser 100 er tölvustýring. Vökva- kerfinu er stjórnað af tölvu sem tengd er fjölda nema víðs vegar um bílinn. Þeirra hlutverk er að stýra dempun og hæð fjöðrunarinnar eftir hreyfingum bílsins, hraða, hleðslu, stöðu stýrishjóls og fleiri atriðum. Vökvafjöðrunarkerfi hefur lítið innra viðnám og með því að stýra dempuninni þannig að stífni demp- aranna breytist jafnvel oft á sekúndu fæst mjög góð fjöðrun. Fjöðrunarbún- aður jeppa Gormar henta jeppum vel og bjóða upp á langa fjöðrun. Vafningar prógressífs gorms eru misþéttir. Jeppahornið Úr Jeppabók Arctic Trucks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.