Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar M ITSUBISHI hefur hrundið af stað nýrri áætlun sem fyrirtækið kallar viðsnún- ingsáætlun Mitsubishi í Evrópu. Viðsnúningurinn byggist á traustum grunni, ekki síst í ljósi innkomu DaimlerChrysler í fyrir- tækið sem keypti rúmlega þriðj- ungshlut í Mitsubishi 1998. Fyrir- tækið er núna rekið með hagnaði og ætlar sér stærri sneið af evrópskum bílamarkaði á komandi árum. Nýtt merki – nýtt grill Í því skyni hefur fyrirtækið til- kynnt að allir nýir bílar frá því verði með nýju merki og nýju grilli. Merkið kunna verður ekki lengur með rauðum lit heldur einvörð- ungu krómað. Jafnframt hefur Mitsubishi kynnt að lykillinn að viðsnúningi fyrirtækisins í Evrópu verði kynning á tólf nýjum gerðum bíla á næstu fimm árum. Nýr forstjóri fyrirtækisins, Stefan Jac- oby, sem áður starfaði hjá VW, segir að framleiðsla Mitsubishi muni ekki öll fylgja meginstraumunum heldur skapa sér sérstöðu. Fjórir nýir bílar á rúmu einu ári Næstu fjórir bílar sem Hekla hf. kynnir, sem eru hluti af við- reisnaráætlun Mitsubishi, eru Paj- ero-jeppinn í nýjum búningi, nýr Outlander-jepplingur sem er þegar kominn á markað í Bandaríkjunum og Japan, en hann verður kynntur í apríl á þessu ári, ný gerð Mitsubishi Lancer verður kynnt í september 2003 og Mitsubishi Colt um mitt ár 2004. Mitsubishi hefur á undanförnum árum tekið þátt í Dakar-rallinu með góðum árangri. Framleiðslugerð Pajero hefur verið þróuð á grund- velli aksturskeppna allt frá því frumgerðin var kynnt árið 1982. Þrjár kynslóðir bílsins hafa þróast í gegnum erfiðar aksturskeppnir, en þess má geta að það stefnir nú í átt- unda sigur Pajero í Dakar-keppn- inni og auk þess státar bíllinn af fjórum heimssigrum í aksturs- keppnum alþjóðaakstursíþrótta- sambandsins, FIA, í torfæruralli. Fimmtán breytingar Fimmtán breytingar verða á nýj- um Mitsubishi Pajero. Breytingarn- ar eru mismiklar þó. Ný ímynd fyr- irtækisins birtist í nýju grilli með stærra 3ja demanta merki, sem nú er krómað. GLS-gerð bílsins fær að auki meira króm og nýir stuðarar með sambyggðum útvíkkunum eru á öllum gerðum bílsins. Við halogen-aðalljósin er einnig komið króm og upp- lýst stigbretti, sem er stað- albúnaður í GLS-gerðun- um, þjónar jafnt öryggi og er til þæginda. Nýjar aftur- ljósasamstæður eru komn- ar á bílinn. Að innan má nefna að allar gerðir eru nú sjö sæta með tveimur auka- sætum aftast sem falla ofan í gólfið séu þau ekki í notkun. Þrjár gerðir véla Bíllinn er með háu og lágu drifi. Þetta er tengjanlegt fjórhjóladrif, Super Select, sem gerir öku- manni kleift að skipta úr eindrifi í aldrif á fullri ferð. Tvær dísilvélar eru í boði; 3,2 l DID, sem er 161 hestafl og skilar 373 Nm há- markstogi við 2.000 snúninga á mín- útu. 2,5 lítra dísilvélin er með olíu- verki og skilar 115 hestöflum og 240 Nm togi við 2.000 snúninga á mín- útu. Bensínvélin er 3,5 lítra GDI, 202 hestöfl og með 318 Nm togi. 3,5 l GDI GLS-bíllinn kostar með In- vecs-sjálfskiptingu 5.380.000 kr. en 3,2 l dísilbíllinn 5.250.000 kr. í GLS- útfærslu og 4.750.000 kr. í GLX-út- færslu. 2,5 l dísilbíllinn kostar bein- skiptur 3.990.000 kr. Bíllinn verður frumsýndur hjá Heklu um mánaða- mótin. Sjö sæti er staðalbúnaður í öllum gerðum Pajero. Colt fær sportlega mæla. Viðsnúningur Mitsubishi Nýr Mitsub- ishi Colt verð- ur kynntur um mitt ár 2004. Outlander verður kynntur í apríl á þessu ári hjá Heklu. Innan úr Outlander. Mitsubishi Pajero í nýj- um búningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.