Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 10
10 C MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞAÐ leynist margt í hillunum hjá Stillingu hf. í Skeifunni en fátt jafn athyglisvert og bremsudiskurinn úr Formula 1-bíl Ferrari, sem sjálfur heimsmeist- arinn, Michael Schu- macher, ók til sigurs á síðasta keppnistímabili. Stilling hefur verið um- boðsaðili fyrir Brembo- hemlahluti í mörg ár. Nýlega þegar bræðurn- ir Júlíus og Stefán Bjarnasynir voru í heimsókn hjá Brembo ákvað yfirmaður fyrir- tækisins að færa þeim bremsudiskinn að gjöf og hann má nú virða fyrir sér hjá Stillingu. Diskurinn er mikil völundar- smíð. Brembo er þekkt fyrir ný- stárlega hönnun á bremsudiskum og framleiðslu á hemlahlutum með nýrri tækni og efnisnotkun. Heml- ar frá fyrirtækinu eru notaðir jafnt í almenna fólksbíla og keppn- isbíla sem notaðir eru í erfiðustu og frægustu akstursíþróttakeppn- um heims. Sem dæmi um diska frá fyrirtækinu má nefna Brembo CCM, sem er gerður úr keramiki og notaður í hinn nýja Ferrari Enzo-sportbíl. Diskurinn er 30% léttari en sambærilegir diskar úr steyptu stáli. Þeir eru líka hita- þolnari og endingarbetri og endast jafnlengi bílnum. Kolefnatrefjar og títanmálmur Diskurinn úr Formula 1-bíl Schumachers er hins vegar gerður úr kolefnatrefjum og er ætlað að viðhalda há- markshemlunareigin- leikum í keppni. Disk- urinn er eggsléttur og í raun furðulegt að hann veiti eitthvert viðnám þegar klossinn grípur um hann. Efnið er hins vegar þeim eiginleikum gætt að hemlunareigin- leikarnir verða bestir þegar diskurinn hefur hitnað upp í um 400 gráður á Celsíus. Þegar disknum með dælu- klafanum og klossanum er lyft sést á auga- bragði að hér er óvenju- leg efnisnotkun á ferð- inni og allt gert til að hafa fjaðrandi þyngd sem allra minnsta. Dæluklafinn er t.a.m. úr títanmálmi, sem er harður og stökkur og með afar hátt bræðslu- mark. Diskarnir eru úr kolefna- trefjum og án stálplötu. Þess má geta að eitt sett af hemlabúnaðinum er notað í hverja Formula 1 keppni. Kostnaður ein- göngu vegna þessa er um 3,6 milljónir á hverja keppni. Diskur Schumachers hjá Stillingu Reuters Michael Schumacher ásamt eiginkonu sinni, Corinne. Brembo bremsudiskurinn sem var í Ferrari-bíl Schumachers.     Bifreiðaverkstæði Vesturhraun 3, 210 Garðabæ sími 565 5333 Rafgeyma- og hjólbarðaþjónusta Skipholti 35 Opið 8-18 - Laugardaga 9-15 Símar 553 1055 — 897 1849 Er bílsætið rifið? H.S. Bólstrun er öflugt fyrirtæki sem býður upp á alla almenna bólstrun þar sem gæði og verð fer vel saman. Tökum að okkur bílsætaviðgerðir, mótorhjólasæti, húsbílaklæðningar og hverskonar saumaskap. www.bolstrun.is/hs H.S. Bólstrun ehf. Auðbrekku 1 Kóp. S. 544 5750 Nýbýlavegi 10 og 32 • Kópavogi • S: 554 2510 - 554 2590 Tjónaviðgerðir á öllum tegundum bíla TOYOTA ÞJÓNUSTA Hyrjarhöfða 7, sími 567 8730 LAKKVÖRN Á BÍLINN Tjónaskoðun Pústþjónusta BJB ehf. Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090 Sala, smíði og ísetning á pústkerfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.