Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F STÓRIÐJA AFLABRÖGÐ FISKVEIÐAR Sitt hefur sýnst hverjum í umræðunni um arð- semi væntanlegrar Kárahnjúkavirkjunar. Krókaaflamarksbátarnir hafa veitt vel það sem af er þessu fiskveiðiári, alls 15.509 tonn. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vilhelm, hefur verið fengsæll á loðnunni nú í janúar. ÁHÖLD/6 AUKINN/8 STEFNUM/12 LÍFEYRISSJÓÐIR heimsins töpuðu 1.400 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða sem svarar til um 112.000 milljarða íslenskra króna, samkvæmt rannsókn ráð- gjafarfyrirtækisins Watson Wyatt. Í Fin- ancial Times kemur fram að sumir sjóðanna séu afar illa staddir vegna tapsins, sem staf- ar af verðlækkun á mörkuðum heimsins. Líf- eyrissjóðirnir hafa lækkað síðustu þrjú árin og samanlögð lækkun hefur numið jafnvirði um 216.000 milljarða króna. Lækkunin í fyrra var 11%, 7% árið 2001 og 3% árið 2000. Haft er eftir yfirmanni hjá Watson Wyatt að eignarýrnun sjóðanna á síðasta ári sé meiri en nokkru sinni fyrr. Þessi lækkun, ásamt auknum skuldbindingum sjóðanna, ylli því að skuldbindingar umfram eignir næmu nú 200.000 milljörðum króna. Þegar lífeyrissjóðirnir náðu hámarki árið 1999 voru eignir þeirra metnar á um 1.080.000 milljarða króna og höfðu þá tvö- faldast á sjö árum. Í lok síðasta árs voru um 864.000 milljarðar í lífeyrissjóðum heimsins. F J Á R M Á L Lífeyrissjóð- ir heimsins stórtapa BANDARÍSKA lágvöruverslunarkeðjan Kmart, sem fékk greiðslustöðvun fyrir ári, mun segja allt að 35 þúsund starfsmönnum upp á næstunni og loka 326 verslunum. Stjórnendur fyrirtækisins vilja með þessa reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot þess. Greint var frá þessu á vefriti BBC í gær. BBC segir að hörð samkeppni frá keppi- nautunum Wal-Mart og Target hafi dregið úr möguleikum Kmart á að bæta rekstur- inn, og sumir greinendur á markaði telji að það muni ekki takast. Sala fyrirtækisins í desembermánuði síðastliðinum hafi verið 5,7% minni en í sama mánuði árið áður. Þá kemur fram hjá BBC að Kmart verði væntanlega tekið til rannsóknar vegna gruns um að stjórnendur hafi dregið sér milljónir Bandaríkjadala áður en sótt var um greiðslustöðvun. Í mars 2002 var 22 þúsund starfsmönnum Kmart sagt upp og 283 verslunum lokað. Kmart segir upp 35 þúsund starfsmönnum ◆ HAGNAÐUR hjá stærstu fyr- irtækjum Kauphallar Íslands dregst saman um 35%–42% á milli áranna 2002 og 2003 samkvæmt spám greiningardeilda Búnaðar- bankans, Íslandsbanka og Kaup- þings um afkomu fyrirtækjanna þessi ár. Búnaðarbankinn spáir fyrir um afkomu 25 fyrirtækja og sam- kvæmt spám bankans verður hagnaður þeirra 44,6 milljarðar króna á síðasta ári en 27,7 millj- arðar króna á þessu ári, sem er 38% lækkun milli ára. Spá Íslandsbanka nær til 26 fyr- irtækja og samkvæmt henni minnkar hagnaður þeirra úr 45 milljörðum króna í 26 milljarða króna milli ára, eða um 42%. Í spá Kaupþings eru 23 fyrir- tæki og lækkar hagnaðurinn úr 42,8 milljörðum króna í 27,9 millj- arða króna milli ára, eða um 35%. Verðlagning markaðarins Þessi lækkun hagnaðar sem spáð er að verði milli ára stafar aðallega af töluverðum gengis- og sölu- hagnaði á síðasta ári. Þannig segir greiningardeild Búnaðarbankans að gengishagnaður fyrirtækjanna 25 í fyrra sé áætlaður um 14 millj- arðar króna, söluhagnaður Baugs vegna sölu á hlut í Arcadia hafi verið 8 milljarðar króna og sölu- hagnaður Landsbankans vegna sölu á hlut í Vátryggingafélagi Ís- lands hafi verið 1 milljarður króna. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að framlegð aukist úr 9,5% í 10,5% á milli ára og að hækkunin skýrist annars vegar af því að rekstrareiningar með háa framlegð, sem aðeins hafi gætt að hluta í fyrra, komi að fullu fram á þessu ári. Í því sambandi er bent á að Delta er komið inn í samstæðu Pharmaco og að sjávarútvegsstoð hefur orðið til innan Eimskipa- félagsins. Hins vegar skýrist hækkunin af því að vænst sé tals- verðs bata á milli ára eftir afar slæmt ár í fyrra og eru fyrirtækin Baugur og Marel nefnd í því sam- bandi. Þegar leiðrétt hafi verið fyrir þessum þáttum megi sjá að í nokkrum tilfellum sé gert ráð fyrir að framlegð versni eða standi í stað milli ára. Greiningardeild Búnaðarbank- ans telur að fyrirtæki á íslenskum hlutabréfamarkaði séu almennt tiltölulega lágt verðlögð. Við matið á verðlagningu á markaðnum er reiknuð svokölluð innri ávöxtunar- krafa fyrirtækjanna og hún borin saman við fyrri ár og ávöxtunar- kröfu á skuldabréfamarkaði. Greining Íslandsbanka segir að almennt sé ekki að vænta veru- legrar hækkunar á verði hluta- bréfa í Kauphöllinni á næstu mán- uðum. Ávöxtun verði tæplega svipuð því sem var á síðasta ári, þegar Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp 17%, og spáð er um 10% ávöxtun á íslenska hlutabréfa- markaðnum á árinu. Greining Íslandsbanka segir ennfremur að ólíkt því sem verið hafi í upphafi síðasta árs séu nú fá áberandi góð kauptækifæri á hlutabréfamarkaðnum. Þó beri að líta til þess að framundan sé nokk- urra ára samfellt hagvaxtarskeið ef af stóriðjuframkvæmdum verði og að reynslan sýni að slíkar að- stæður séu til þess fallnar að ýta undir verð hlutabréfa auk þess sem aðgangur að fjármagni til ým- iss konar útrásar- og umbreyting- arverkefna verði auðveldari. Hag- stæðari markaðsaðstæður gætu jafnvel haft í för með sér að ný fé- lög veltu fyrir sér skráningu í Kauphöll Íslands. Sameiningar í fjármálageira Fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög vega þyngst í Úr- valsvístölu Kauphallar Íslands. Greiningardeild Búnaðarbankans telur líklegt að ytra umhverfi bankanna verði stöðugt á þessu ári ólíkt því sem verið hafi undanfarin ár og að ekki sé óvarlegt að áætla að einhverjar breytingar verði í rekstri Landsbanka og Búnaðar- banka í kjölfar einkavæðingar þeirra. Greining Íslandsbanka tel- ur líklegt að viðskiptabankarnir muni skila ávöxtun umfram mark- aðinn, en það fari helst eftir þeirri stefnu sem framfylgt verði eftir einkavæðingu bankanna tveggja. Greiningardeild Kaupþings seg- ir að vegna einkavæðingarinnar megi búast við að landslagið í fjár- málageiranum verði nokkuð annað en verið hafi og að mikið sé rætt um hugsanlegar sameiningar inn- an hans. Hagnaður dregst saman um 35%–42% milli ára Skýringin á minni hagnaði er aðallega mikill gengis- og söluhagnaður á síðasta ári Morgunblaðið/Ómar Framlegð fyrirtækja mun aukast milli ára samkvæmt spá Íslandsbanka.  Miðopna: Áhöld um arðsemi og áhættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.