Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 12
150.000 vi›skiptavinir Símans GSM njóta fless a› hringja ód‡rara innan sama farsímakerfis. Hugsa›u dæmi› til enda. NONN I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 7 8 3 4 • si a .i s     FA@0@N F*<AOANFA<P 1A< >FA<PG>1A< >FA<P =3AN:AEQ FAA6RN 0NQ@= R>>@N A@=MP<0 FA<P            :()                D* < D I $  A$  $ '&  $  :(* :(':(';<9 :', :'- :-$ :'<:<( CP:>P= >A:3CNSP FISKAFLI íslenskra skipa í des- ember sl. jókst um rúm 8 þúsund tonn frá sama mánuði ársins 2001, að því fram kemur í tölum Hagstofu Ís- lands. Verðmæti aflans minnkaði hins vegar um 7,4%. Fiskaflinn á árinu 2002 var alls rúm 2.129 þúsund tonn sem er tæplega 143.000 tonnum meiri afli en árið 2001. Fiskaflinn í nýliðnum desem- bermánuði var 99.959 tonn en var 91.877 tonn í desembermánuði árið 2001 og er þetta aukning um alls 8.082 tonn. Mikill loðnuafli skýrir aukinn afla en loðnuveiðin gekk óvenjuvel í nýliðnum desember þeg- ar veiddust tæplega 47.600 tonn eða tæplega 32.000 tonnum meira en í desembermánuði 2001. Síðasta ára- tug hefur loðnuafli í desember aðeins einu sinni áður verið meiri en 20 þús- und tonn en það var metaflaárið 1997 þegar aflinn varð tæplega 52 þúsund tonn. Alls veiddust rúmlega 18.400 tonn í desember sl. sem er 10.000 tonnum minni afli en fékkst í desem- ber 2001. Enginn kolmunni barst á land í nýliðnum desembermánuði en kolmunnaflinn nam tæplega 11.000 tonnum í desember 2001. Botnfiskaflinn var 29.611 tonn samanborið við 31.380 tonn í desem- bermánuði 2001 sem er tæplega 1.800 tonna samdráttur á milli ára. Þorskafli dróst saman um tæplega 2.000 tonn á milli ára, því 18.390 tonn veiddust í desember 2002 en 20.376 tonn í desember 2001. Afli annarra botnfisktegunda var svipaður á milli ára. Af flatfiski bárust 1.665 tonn á land en í desembermánuði 2001 veiddust 2.178 tonn og dregst flat- fiskaflinn því saman um 514 tonn á milli ára. Mest fékkst af grálúðu eða 893 tonn en tæplega 300 tonn veidd- ust af sandkola. Skel- og krabbadýra- afli var 2.707 tonn sem er 605 tonnum minni afli en í desember 2001. Botnfiskaflinn á síðasta ári var rúmlega 448 þúsund tonn eða um 9.400 tonnum meiri en árið 2001. Uppsjávarafli ársins 2002 var tæp 1.592 þúsund tonn, flatfiskaflinn 35.183 tonn og skel- og krabbadýra- aflinn 53.892 tonn. Aðeins einu sinni áður hefur heildarafli íslenska fisk- veiðiflotans orðið meiri en það var á árinu 1997 þegar veiddust rúm 2.199 þúsund tonn. Samkvæmt útreikingum Hagstof- unnar dróst verðmæti aflans, á föstu verðlagi ársins 2002, saman um 7,4% milli desembermánaðar 2001 og 2002. Á milli áranna 2001 og 2002 jókst aflaverðmætið hins vegar um 2,5%. Desember- aflinn jókst um 8 þúsund tonn       !    "#  $  % &'' &''& 1// 2/ 3/ 4/ 5/ / 67   &''&&'' &''&&'' 585// 58/// 182// 183// 184// 185// 18/// 2// 3// 4// 5// / 678  9182:: 9989.9 +  & D? %&  +  D$ 58159852; (&$ 5/8;:3 118//4 528435 1/8:95 1.8:43 128;9/ 118551 128;9. 4:8.:2 , $ 8&  5158:4954/8534 95;8.;5 18/2;8/:; 189238454 5;.8;:/19284.3 0$D  55;81351:28:2/ ;3.81/; 52.8.4/ (&$ ,$&  9  %   8<! ARNGRÍMUR segir að veðrið hefði verið mjög gott frá áramót- um, nema við Grindavík, þar sem hann hefur landað úr skipi sínu. Það skipti miklu máli fyrir veið- arnar að veðrið sé gott og að tíðin að undanförnu hefði verið óvenju góð miðað við árstíma. Arngrímur segir að ástand loðnunnar væri svipað og undanfarin ár en þó væri hún kannski heldur í smærri í kantinum nú ef eitthvað er. Þá er áta í loðnunni ennþá og hún því ekki frystingarhæf. Hann telur ekki hægt að segja til um hvenær hægt verði að frysta á Rússlands- markað en frysting á Japan fari varla í gang fyrr en seinni partinn í febrúar. Hann ráðgerir að hefja frystingu um borð í Vilhelm þegar loðnan verður hæf til frystingar, hvenær sem það verður. Getum tekið loðnuna dýpra Vilhelm Þorsteinsson EA er á veiðum með troll en einnig er nót um borð í skipinu. Arngrímur segir að menn hefðu byrjað að veiða loðnu í flottroll fyrir um 6 árum. „Munurinn er sá að við getum tekið hana dýpra en nótaskipin og þar af leiðandi verið að athafna okkur stærstan hluta sólarhrings- ins. Nótaskipin geta ekki athafnað sig nema loðnan komi upp á um 30 faðma dýpi og grynnra. Með flottrollinu getum við tekið stóran hluta aflans í janúar, á meðan hráefnið er sem best og það mun- ar heilmiklu.“ Nokkuð skiptar skoðanir eru á loðnuveiðar í flottroll og segir Arngrímur að nótaskipstjórarnir hafi haft einna hæst í þeirri um- ræðu. „Það er alltaf verið að þróa þessar veiðar til betri vegar. Veið- arfærin verða sífellt betri þannig að ég held að þetta sé komið til að vera. Hins vegar er alveg ljóst að nótaskipstjórarnir veiða ekki þá loðnu sem kemur í flottroll skip- anna. Einnig eru þeir að tala um að við séum að drepa meira en við tökum inn en ég held að það sé ekki rétt. Menn vinna þetta eins vel og þeir geta.“ Gott hljóð í kollegunum Arngrímur segir að hljóðið í koll- egum sínum á miðunum sé alveg þokkalegt, enda sé það stað- reyndin að hljóðið sé alltaf betra í mönnum þegar veðrið er gott og þokkaleg veiði. Hann sagði að um miðjan janúar í fyrra hefði komið kraftur í veiðarnar og menn væru að gera sér vonir um að eitthvað slíkt gerðist einnig nú. Grunn- nótaveiðin gæti þó dregist allt fram til 20. febrúar, „Maður er kannski bara að ímynda sér að þetta sé eitthvað seinna á ferðinni en í fyrra af því að loðnan er norðar en á sama tíma í fyrra og þá kom hún 16. febrúar upp á grunnið.“ Varasöm innsigling Arngrímur þarf að sigla um lang- an veg með aflann, eða til Grinda- víkur og tekur siglingin af mið- unum um 30 klukkustundir. Hann sagði það vissulega svekkjandi að þurfa eyða þetta löngum tíma í siglingu. Þarna væri fyrst og fremst verið að hugsa um verk- smiðjurnar og ekki annað að gera en að taka því. Verra væri þó að þurfa að fara um varasama inn- siglingu eins og innsiglingin til Grindavíkur er. Vilhelm er stærsta fiskiskipið sem þangað kemur og þegar mikil hreyfing er í ytri rennunni og utan við hana má lítið út af bera. Arngrímur er bjartsýnn á framhaldið en það ráðist m.a. af veðrinu. Vilhelm Þorsteinsson er mikið aflaskip, sem komið hefur með að landi mesta aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa undanfarin tvö ár. Arngrímur sagði að því fylgdi mikil pressa en menn hefðu sett stefnuna á að gera enn betur í ár. Skipið væri gott og mann- skapurinn stæði fyrir sínu og vel það. Vilhelm hefur gert mjög góða síldartúra í Barentshafið und- anfarin tvö sumur og sagði Arn- grímur að menn hefðu hug á að fara þangað aftur næsta sumar. Það ráðist þó af því hvort samn- ingar nást við Norðmenn um veið- arnar. Þá er líklegt að skipið eigi eftir að fara á grálúðu, karfa og kolmunna síðar á árinu. Stefnum á að gera enn betur í ár Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, er bjartsýnn á framhald loðnuveiðanna Morgunblaðið/Kristján Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA í brú skipsins. Hann hefur verið afar fengsæll. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á afla- skipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA, segir að loðnuvertíðin fari vel af stað en þessar fyrstu vikur ársins hefur skip hans borið rúmlega 5.000 tonn að landi í tveimur veiðiferðum. Kristján Kristjánsson fór með honum í veiði- ferð og ræddi við hann um gang mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.