Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1
2003  FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A UPPSÖGNIN KOM KEVIN GRANDBERG MJÖG Á ÓVART / C3 Óánægður með skipulagsleysi HM „STAÐAN er fullkomlega óþolandi, ég hef sjald- an eða aldrei lent í öðru eins,“ segir Morten Stig Christiansen, íþróttafréttastjóri dönsku sjón- varpsstöðvarinnar TV2 um þá staðreynd að ekki hefur enn verið raðað niður og tímasettir leikir í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknatt- leik. „Það er innan við vika í að mótið hefjist og við höfum aðeins tímasetningar á leikjum í riðla- keppninni,“ segir Christiansen, en stöð hans hef- ur sýningarrétt frá leikjum heimsmeistaramóts- ins í Danmörku. Christiansen segir stöðuna vera óþolandi því það verði að raða niður dagskrá stöðvarinnar og það sé útilokað að vera að hringla með hana fram á síðustu stundu. Þá sé staðan ekki síður óþolandi gagnvart auglýsend- um. „Ég er eiginlega orðlaus yfir þessu, þetta er hreinlega fyrir neðan allar hellur því þarna er á ferð heimsmeistarakeppni.“ ÓLAFUR Ingi Skúlason knatt- spyrnumaður sem er á mála hjá enska meistaraliðinu Arsenal, er kominn til Noregs þar sem hann er til reynslu hjá norska úrvalsdeild- arliðinu Sogndal. Ólafur Ingi verður við æfingar hjá Sogndal í vikutíma og er ráð- gert að hann spili með liðinu æf- ingaleik á móti Brann um næstu helgi. Sogndal hafnaði í fjórða neðsta sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið hefur rokk- að á milli úrvalsdeildarinnar og þeirrar fyrstu undanfarin ár. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist reiðubúinn að lána Ólaf Inga sem geti þannig öðlast reynslu með því að spila í aðalliði. Arsenal keypti Ólaf Inga frá Fylki árið 2001. Hann lék fyrst með unglingaliðinu og varð enskur meistari með því í fyrra, en færðist upp í varaliðið í haust og skoraði m.a. mark þess í 1:1 jafntefli á móti Watford í nóvember síðastliðnum. ÓVÆNT úrslit urðu í 2. umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis í fyrrinótt þegar Rússinn Jevgeni Kafelnikov, sigurvegari frá árinu 1999, tapaði fyrir lítt þekktum Finna, Jarkko Nieminen. Finninn vann tvö fyrstu settin 6:3 en þá hrökk Kafelnikov í gang og vann tvö næstu, 3:6 og 4:6. Flestir reiknuðu með því að þar með væri Finninn all- ur en svo reyndist ekki vera. Niem- inen vann síðasta settið, 6:1, og tryggði sér þar með sæti í 3. umferð- inni en þetta er í annað sinn sem hann tekur þátt í ástralska mótinu. Kafelnikov var í hópi þeirra tenn- isleikara sem taldir voru eiga mögu- leika á sigri á mótinu en hann varð eins og áður segir meistari 1999 og í öðru sæti árið eftir. Karlpeningurinn sem fylgist með mótinu varð fyrir áfalli þegar rúss- neska kynbomban Anna Kournikova var slegin út í 2. umferð. Kourni- kova, sem réð sér ekki fyrir kæti þegar henni tókst loks að komast áfram úr 1. umferðinni á stórmóti, steinlá fyrir Justine Henin-Har- denne, 6:0 og 6:1. Venus Williams, sem í öðru sæti á styrkleikalista mótsins á eftir Ser- enu, átti ekki í vandræðum með löndu sína, Ansley Cargill, og sigraði í tveimur settum, 6:3 og 6:0. Reuters Bandaríska stúlkan Venus Williams fagnar sigri á Ansley Car- gill í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins í tennis. Lítt þekktur Finni stal senunni Grænlendingar hafa tilkynnt 16 manna landsliðsitt sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Portúgal sem hefst í næstu viku, en Grænlend- ingar eru m.a. í riðli með Íslendingum og mætast þjóðirnar í keppninni næstkomandi þriðjudag. Sjö leikmenn grænlenska liðsins leika með dönskum félagsliðum, sjö með liðum í heimaland- inu, einn spilar í Noregi og einn með þýska ann- arrar deildarliðinu Gelnhausen, Hans Peter Motz- feldt, sem í eina tíð lék með FH-ingum. Landslið Grænlendinga er skipað eftirtöldum leikmönnum, landsleikir þeirra eru innan sviga; markverðir eru Ulrich Winther-Hansen, Heimdal í Noregi (46), Niels Davidsen, Nagdlunguak á Grænland (23), Ivik Ostermann, NuK á Grænlandi (8). Aðrir leikmenn: Rasmus Larsen, GOG í Dan- mörku (53), Jakob Larsen, GOG í Danmörku (47), Siverth Johansen, Ikast í Danmörku (17), Niels Poulsen, Ikast í Danmörku (24), Piitaraq Rosbach, HF Odense í Danmörku (17), Hans Knudsen, K-1933 á Grænlandi, (34), Ingo Hansen, HF Odense í Danmörku (19), Peter Sikemsen, HF Odense í Danmörku (46), Finn Nielsen, NuK á Grænlandi, (45), Carsten Olsen, SAK á Græn- landi, (43), Peter Frederik Olsen, Nagdlunguak á Grænlandi (27), Kim Hougaard, SAK á Grænlandi (42), Hans Peter Motzfeldt, Gelnhausen í Þýska- landi (49). Landsliðsþjálfari Grænlendinga er Daninn Sören Hildebrandt. Níu leika utan Grænlands ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu er í 61. sæti á nýjum styrk- leikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandsins sem gefinn var út í gær. Íslendingar hafa fallið niður um þrjú sæti en þeir voru í 58. sæti í síðasta mánuði. Staðan á toppnum hefur lítið breyst og sex efstu þjóðirnar á list- anum eru þær sömu og fyrir mán- uði. Brasilía er í efsta sæti og á eftir koma Frakkland, Spánn, Þýska- land, Argentína og Holland. Tyrk- land fer upp um tvö sæti og er í sjö- unda sæti á listanum, England í áttunda, Mexíkó í níunda sæti og Bandaríkin í því tíunda. Danir eru í tólfta sæti og eru efst- ir af Norðurlandaþjóðunum, Svíar skipa 24. sæti, Norðmenn 25. sæti, Finnar 43. sæti og Færeyingar eru í 116. sæti. Afganistan, sem lék sinn fyrsta landsleik í 20 ár, skipar síðasta sæt- ið á styrkleikalistanum – er í 204. sæti. Ísland fellur um þrjú sæti SKÍÐASTÖKKVARAR frá Þýska- landi, Finnlandi, Póllandi, Japan og Noregi hafa hótað því að mæta ekki til leiks í næstu heimsbikarkeppnir þar sem þeir hafa enn ekki fengið að nota sams konar keppnisbúninga og landslið Austurríkis hefur notað í vetur. Búningur Austurríkismanna þykir einstakur hvað varðar loftafls- fræðilega hönnum og hefur skilað þeim sem hann nota miklum árangri. Búningurinn er hins vegar illfáan- legur og Austurríkismenn hafa ekki verið viljugir til þess að gefa upp „leyndarmálið“ á bak við hönnunina. Forsvarsmenn keppenda frá áður- nefndum þjóðum eru ekki sáttir við stöðu mála og hafa hótað því að að- eins keppendur frá Austurríki taki þátt í næstu keppnum. Í reglugerðum Alþjóðaskíðasam- bandsins, FIS, kveður hins vegar á um það að allir keppendur hafi sama rétt til þess að nota nýjasta búnaðinn hverju sinni. Næsta keppni fer fram um næstu helgi og hefur FIS verið tjáð að gera út um málið fyrir þann tíma, því annars verði fámennt í þeirri keppni. Skíða- stökkvarar í verkfall? Ólafur Ingi til reynslu hjá Sogndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.