Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 C 3  ÍVAR Ingimarsson skoraði bæði mörkin fyrir varalið Wolves sem sigraði Burnley, 2:0, í gærkvöld. Fyrra markið gerði hann með skalla eftir aukaspyrnu og það síðara með þrumufleyg af löngu færi. Ívar hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði Wolves í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu undanfarnar vikur en minnti rækilega á sig í gærkvöld.  JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið orðaður við enska úrvalsdeild- arfélagið Aston Villa, sem myndi þá fá hann lánaðan frá Real Betis fram á vorið. Ekki náðist í Jóhannes í gærkvöld til að fá þetta staðfest. Hann var ekki í leikmannahópi Real Betis í gærkvöld þegar liðið féll út úr spænsku bikarkeppninni með 1:0 ósigri gegn Huelva, neðsta liði 1. deildar.  HARALDUR Ingólfsson hóf árið í norsku knattspyrnunni á svipaðan hátt og hann lauk því síðasta. Har- aldur, sem varð annar markahæsti leikmaður 1. deildar í fyrra með 17 mörk, skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö þegar Raufoss vann Ham- Kam, 3:1, í æfingaleik í gærkvöld.  KA mætir ÍA í fyrsta mótsleikn- um í Boganum, nýja fjölnota íþróttahúsinu á Akureyri, föstu- dagskvöldið 21. febrúar. Þá mætast félögin í fyrstu umferð deildabikar- keppninnar í knattspyrnu. Skaga- menn munu eyða þeirri helgi norðan heiða því þeir mæta Þór á sama stað á sunnudeginum.  AKUREYRARLIÐIN fá tvær slík- ar helgarheimsóknir síðar í sömu keppni. Framarar sækja þau heim um miðjan mars og Stjarnan mætir þeim undir lok riðlakeppninnar, í apríl. Innbyrðis viðureign Þórs og KA í deildabikarnum verður að sjálfsögðu í Boganum en hún á að fara fram 5. mars.  ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson dæmdu leik Færeyja og Belgíu í forkeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik sem fram fór í Þórshöfn í gærkvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann og endaði 22:22, og voru Færeyingar mjög ánægðir með þá niðurstöðu.  KRISTJÁN Helgason féll í gær úr keppni í 3. umferð Irish Masters at- vinnumótsins í snóker í Blackpool. Hann tapaði þá, 5:4, fyrir Stuart Pettman í hörkuspennandi viður- eign en Pettman er 11 sætum fyrir ofan Kristján á heimslistanum.  KRISTJÁN er enn með í einu at- vinnumóti, Regal Scottish, og er þar kominn í 2. umferð. Hann mætir Darren Clarke á laugardaginn en Kristján lagði Clarke örugglega á dögunum, 5:2, í Irish Masters.  NÍTJÁN ára gamall brasilískur knattspyrnumaður, Fred að nafni, setti nýtt heimsmet á sunnudaginn þegar hann kom liði sínu, America Minas Gerais, yfir í leik gegn Vila Nova eftir aðeins 3,5 sekúndur. Fred skoraði beint af miðjupunkt- inum eftir upphafsspyrnu leiksins með því að lyfta boltanum yfir markvörðinn sem stóð of framar- lega.  DUNCAN Ferguson, knatt- spyrnumaður hjá Everton, hefur verið ákærður – af innbrotsþjófi sem Ferguson stóð að verki í húsi sínu. Ferguson greip þjófinn, Carl Bish- op, og hélt honum þar til lögreglan kom á vettvang. Nú hefur Bishop kært sóknarmanninn kraftmikla fyrir meðferðina á sér.  ÞÝSKA landsliðið í handknattleik vann nauman sigur á 1. deildarliði Gummersbach, 36:35, í æfingaleik í gærkvöld. Risinn Volker Zerbe var markahæstur landsliðsmannanna þýsku með 6 mörk. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, var mjög óhress með frammistöðu sinna manna í leiknum, nema hvað hann var ánægður með Zerbe, sem spilaði sinn fyrsta leik eftir langt frí frá landsliðinu. FÓLK go lau u au iko an ter ki, go ska á láta við óm- t og aðir r og essa dan- g lið ðinu pp á etri mjög rú á inn- Að egl- lltaf nna etta því ber- afar tum var odö upp d á kur árið kar- lítið efur með mikilli vinnu og elju náð að halda sér í hópi bestu handknattleiksliða Þýskalands. Það er vel staðið að öllum málum, ekki hvað síst eftir að núver- andi framkvæmdastjóri tók við. Hann hefur unnið þrekvirki við að bæta fjárhagsstöðu Wallau þannig að ég sé ekki annað en bjart sé fram undan. Því til staðfestingar má geta að ungir og efnilegir leikmenn félagsins hafa að undanförnu hafnað samningum frá Kiel, Magdeburg og fleiri sterkum liðum en þess í stað gert nýja samn- inga við Wallau. Þannig að það er óhætt að vera nokkuð bjartsýnn á framtíð Wallau Massenheim,“ segir Einar Örn Jónsson handknattleiks- maður. Ljósmynd/NF örku um sl. helgi, 29:22. ÍSLENSKA landsliðið í badmin- ton sigraði Rúmeníu 3:2 í fyrsta leik Evrópumóts b-þjóða en mótið fer fram í Portúgal. Íslendingar leika í riðli með Rúmeníu, Aust- urríki, Tékklandi og Írlandi og segir Broddi Kristjánsson lands- liðsþjálfari að markmiðið sé að sigra í riðlinum – það yrði erfitt en engu að síður verðugt mark- mið. Það voru strákarnir sem héldu uppi merki Íslands í gær, Tomas Viborg sigraði í einliðaleiknum og þeir Helgi Jóhannesson og Njörður Ludvigsson í tvíliðaleik. Tveir vinningar þar og Helgi og Drífa Harðardóttir tryggðu sig- urinn með sigri í tvenndarleik. Sara Jónsdóttir tapaði í oddi í einliðaleik kvenna og hún og Ragna Ingólfsdóttir töpuðu í tví- liðaleiknum. Í dag mætir íslenska liðið Aust- urríkismönnum, Tékkum á föstu- daginn og Írum á laugardag. Sigur í fyrsta leik Grandberg segir að hann hafiverið boðaður á fund á fimmtudaginn 9. janúar þar sem honum var tjáð að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Styrkja ætti liðið með erlendum leik- manni en til þess að það dæmi gengi upp fjárhagslega þyrfti að segja upp samningi hans við félag- ið. „Á þessum fundi var mér tjáð að ég hefði ekki staðið mig illa í starfi sem leikmaður eða þjálfari. Þeir sögðu að ákvörðunin væri við- skiptalegs eðlis, finna þyrfti fjár- magn til þess að styrkja liðið og lausnin væri að segja upp þeim samningi sem ég hafði gert við liðið sl. haust. Á sama tíma var mér boð- ið að leika áfram með liðinu, þeir sögðu að tímasetningin væri að vísu óheppileg og skildu aðstöðu mína vel en ákvörðunin hefði verið tekin með stuttum fyrirvara.“ Grandberg segir ennfremur að honum hafi brugðið við þessar fregnir en ekki séð sér fært um að leika áfram með liðinu. „Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu hjá mér. Ég mun ekki leika hér á landi á þessu keppnistímabili. Það er erfitt að þurfa að standa í þessu núna, ég er með fjölskyldu sem ég þarf að sinna. Við eigum 4 ára gamlan dreng og þurfum að standa við okkar fjárhagslegu skuldbind- ingar líkt og aðrir hér á Íslandi. Ég ætla hins vegar ekki að standa í einhverjum leðjuslag við Keflvík- inga. Ég taldi mig hafa staðið mig ágætlega með liðinu, var annar í stigaskorun og fráköstum. Keflavík er með gott lið og ekki óeðlilegt að mínar tölur sem einstaklings séu lægri í slíku liði en t.d. með liði Stjörnunnar sem ég lék með í fyrra og þjálfaði,“ sagði Grandberg. Kevin Grandberg settur út í kuldann hjá Keflvíkingum „Uppsögnin kom mér mjög á óvart“ „ÁKVÖRÐUN stjórnar körfu- knattleiksdeildar Keflavíkur kom mér mjög á óvart, því ég hafði ekki fengið fregnir þess efnis að ég hefði staðið mig illa með liðinu í vetur,“ segir Kevin Grandberg, fyrrverandi leik- maður úrvalsdeildarliðs Kefla- víkur, en samningi þeim sem hann hafði gert við félagið sl. haust var rift í sl. viku. Grandberg er fæddur í Banda- ríkjunum en er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur leikið með landsliði Íslands. „Þetta var vinnan mín, að þjálfa yngri flokka félagsins og leika jafn- framt með liðinu. Núna er ég at- vinnulaus og staðan er ekki eins góð hjá mér og ég hafði hugsað mér á þessum árstíma.“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Ljósmynd/Víkurfréttir Kevin Grandberg (t.v.) í leik með Keflvíkingum gegn Njarðvík. ð Gryfjur ÞAÐ hefur oft verið lenska hér á landi að menn búi til ákveðnar gryfjur fyrir stórmót í handknattleik – gryfjur sem þeir telja að sé jafnvel erfitt að yfirstíga. Það var ekki annað en hægt að brosa þegar menn byrjuðu að hamra á því að Ein- ar Örn Jónsson væri aðeins eini vinstri hornamaðurinn og það væru ekki nema þrír vinstri- handarmenn í landsliðinu, Ein- ar Örn, Ólafur Stefánsson og Heiðmar Felixson. Það er greinilegt að menn eru búnir að gleyma því að Einar Örn Jónsson stóð sig frá- bærlega í Evrópukeppni lands- liðs í Svíþjóð í fyrra, lék alla leiki Íslands – allar mínútur Ís- lands á EM. Einar Örn var einnig í sama hlutverki á HM í Frakklandi 2001 og því hlut- verki skilaði hann mjög vel í mörg ár með Haukum og nú þýska liðinu Wallau-Massen- heim. EM í Svíþjóð var miklu erf- iðari en HM í Portúgal verður, þar sem Ísland leikur gegn þjóðum eins og Ástralíu, Qatar og Grænlandi, sem hafa ekki sterkum landsliðum fram að tefla. Það er óhægt að hvíla öfl- uga menn í þeim leikjum. Ef Einar Örn þarf hvíld þá geta þeir Heiðmar og Ólafur leyst hann af hólmi og einnig Gústaf Bjarnason og Aron Kristjánsson sem eru mjög fjöl- hæfir leikmenn. Það er því óþarfi að búa til gryfjur til að hræðast. Þeir sextán leikmenn sem verða valdir til að leika fyrir hönd Íslands á HM í Portúgal eru fullfærir til að leysa þau mál, sem geta komið upp. Þeir vita það manna best að það eru tveir leikir sem skipta nær öllu máli á HM – leikirnir í milliriðli 29. og 30. janúar. Íslenska landsliðið fær tíu daga í Portú- gal til að undirbúa sig sem best fyrir þá. Leikmenn Íslands fara til Portúgals til að gera allt annað en búa til gryfjur. Undirbúningur fyrir HM hef- ur verið stuttur en snarpur. Flestir landsliðsmennirnir sem leika í Evrópu komu ekki heim fyrr en eftir áramót og áttu margir við meiðsli að stríða, þannig að þeir gátu ekki æft eða leikið með landsliðinu í nokkrum af þeim sex leikjum sem liðið hefur leikið á tuttugu daga lokaundirbúningi fyrir HM, sem er einn stysti und- irbúningur sem Ísland hefur átt fyrir stórmót. Sigmundur Ó. Steinarsson HINN 28. þessa mánaðar mun at- vinnudómstóll í Shrewsbury á Eng- landi kveða upp úrskurð í kærumáli Guðjóns Þórðarsonar á hendur fyrr- um vinnuveitendum sínum í Stoke City. Guðjón krefst þess að fá greidd 100.000 pund eða um 13 milljónir króna og byggir hann kröfu sína á að uppsögn hans úr starfi knattspyrnu- stjóra Stoke síðastliðið vor hafi verið gerð með ólöglegum hætti auk þess sem hann hafi ekki fengið greiddar umsamdar bónusgreiðslur fyrir að koma félaginu upp úr 2. deildinni. Úrskurður í lok janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.