Morgunblaðið - 17.01.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 43
DAGBÓK
LJÓÐABROT
Þögn fylgir morgni,
þunglyndi degi,
söknuður kvöldi,
sár tár nóttu.
Sælt er því að sofna,
sárt að vakna,
langt að lifa.
Líður allt um síð.
Páll Ólafsson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú nýtur þín í sviðsljósinu
en leitar þess á milli í ein-
veruna. Þú hefur góða dóm-
greind en mátt efla sjálfs-
traustið.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur mikla orku og
mættir nota hana til þess að
ljúka ákveðnum verkefnum,
sem þér hefur ekki tekist að
sinna eins vel og þú vildir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að forðast að eyða
of miklum peningum þegar
fjárútlát eru annars vegar.
Hugsaðu málið áður en þú
lætur til skarar skríða.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft tíma út af fyrir
þig, en það getur reynst
erfitt því margir hafa óskað
eftir þínum starfskröftum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hlustaðu á eðlisávísun þína,
þegar kemur að máli sem
snertir þig og þína nánustu.
Mundu bara að þú verður
að vera sjálfum þér sam-
kvæmur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú stendur frammi fyrir svo
mörgum möguleikum að
það er úr vöndu að ráða.
Skoðaðu málið frá öllum
hliðum áður en þú tekur
ákvörðun.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Lífið er ekki alltaf leikur og
stundum verður þú að ljúka
því sem hefur setið á hak-
anum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þér kæmi til með að miða
betur áleiðis í starfi ef þú
reyndir að koma skipulagi á
hlutina. Þannig gætir þú
öðlast aukið sjálfstraust.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Varastu að láta tilfinning-
arnar hlaupa með þig í gön-
ur. Leitaðu ráða hjá öðrum
ef með þarf.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Oft getur reynst nauðsyn-
legt að hafa þolinmæði í
samskiptum við fólk. Ekki
grípa frammi í fyrir öðrum
ræðumönnum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gagnrýni frá vini þínum
kemur þér úr jafnvægi og
dregur úr sjálfstrausti.
Ekki láta skoðanir annarra
koma þér á óvart.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gættu þess að vanrækja
ekki þína nánustu, sérstak-
lega börnin þín, því tíminn
með þeim er dýrmætur og
kemur ekki aftur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu ekki aðra koma þér í
vont skap. Sýndu öðrum
næga tillitssemi, sérstak-
lega þar sem um sameig-
inleg fjárhagsmálefni er að
ræða.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6
4. Bf4 Bb7 5. e3 Be7 6. Rc3
Rh5 7. Bg3 d6 8. Bd3 Rd7
9. Dc2 g6 10. 0-0-0 f5 11. h3
Rxg3 12. fxg3 Bg5
13. Kb1 Df6 14.
Rb5 Ke7 15. e4 a6
16. Rc3 f4
Staðan kom upp
á Rilton Cup sem
lauk fyrir skömmu
í Stokkhólmi. Jens-
Ove Fries Nielsen
(2.444) hafði hvítt
gegn Hannesi Hlíf-
ari Stefánssyni
(2.566). 17. e5!
dxe5 18. dxe5
Rxe5 19. Rxe5
Dxe5 20. Hhe1 Dc5
21. De2 Hhe8 22.
h4 Bh6 23. Bxg6! Kf8
svartur var einnig varnar-
laus eftir 23. … hxg6 24.
Dxe6+ Kf8 25. Df6+ Kg8
26. Dxg6+. 24. Bxe8 Hxe8
25. gxf4 Bg7 26. Re4 Db4
27. Rg5 h6 28. Rxe6+ Hxe6
29. Hd8+ og svartur gafst
upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
AÐ lokinni spennandi
lokaumferð á miðviku-
dagskvöldið stóð hin
sterka sveit Subaru uppi
sem sigurvegari í Reykja-
víkurmótinu, eftir harða
baráttu við sveitir Guð-
mundar Hermannssonar
og Orkuveitu Reykjavík-
ur, sem urðu jafnar í 2.–3.
sæti, aðeins þremur stig-
um á eftir sigurvegurun-
um. Reykjavíkurmótið er
sannkallað maraþonmót,
eiginlega nokkurs konar
„Reykjavíkurmaraþon“
bridsspilara, sem spila
nánast daglega í rúma
viku. Sextán sveitir hófu
keppnina 7. janúar og
spiluðu allar innbyrðis 16
spila leiki. Subaru-sveitin
hlaut 289 stig, eða 19.27
stig að meðaltali úr leik.
Sveitirnar í öðru og þriðja
sæti voru með 286 stig, eða
19.07 að jafnaði. Í Subaru-
sveitinni spila: Jón Bald-
ursson, Þorlákur Jónsson,
Aðalsteinn Jörgensen,
Sverrir Ármannsson og
Ragnar Hermannsson.
Norður
♠ Á1098
♥ 108432
♦ 2
♣943
Vestur Austur
♠ 7 ♠ D6542
♥ K965 ♥ DG7
♦ D10875 ♦ 964
♣G108 ♣52
Suður
♠ KG3
♥ Á
♦ ÁKG3
♣ÁKD76
Í tæplega 20 ár voru Ás-
mundur Pálsson og Hjalti
Elíssson nánast ósigrandi
í mótum hérlendis og ótví-
rætt sterkasta par lands-
ins. Þeir eru báðir á
miðjum áttræðisaldri og
spila sem aldrei fyrr – Ás-
mundur er í sveit Guð-
mundar Hermannssonar,
en Hjalti í sveit Skeljungs,
sem endaði í 5. sæti. Í
þessu spili frá miðviku-
deginum urðu þeir báðir
fyrir barðinu á sagnhörku
félaga sinna og enduðu í
sjö laufum! Hjalti spilar
við son sinn Eirík og þeir
melduðu þannig:
Vestur Norður Austur Suður
– Pass Pass 2 lauf
Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf
Pass 4 tíglar Pass 7 lauf
Pass Pass Pass
Opnun Hjalta á tveimur
laufum er alkrafa og svar-
ið á tveimur hjörtum sýndi
tvö „kontról“ og Hjalti sá
strax að þar var spaðaás-
inn á ferðinni (kontról eru
talin þannig að í ásnum
eru tvö, en eitt í kóng).
Hjalti sýndi laufið og Ei-
ríkur stökk í fjóra tígla til
að sýna þar stuttlit og
samþykkt á laufi. Sem er
hörð sögn og Hjalti sagði
auðvitað alslemmuna. Ás-
mundur spilar við dálka-
höfund og sagnir gengu
nánast eins, nema hvað
norður sagði fyrst tvo tígla
við alkröfunni, sem er bið-
sögn, og Ásmundur spurði
því um ása eftir „splinter“-
sögnina á fjórum tíglum.
Bæði Ásmundur og
Hjalti fengu útspil í laufi.
Þeir trompuðu tvo tígla og
stóðu svo frammi fyrir því
að finna spaðadrottn-
inguna. Einfalt mál fyrir
vana menn. Það kom fljót-
lega í ljós að vestur var
með átta spil í tígli og laufi,
en austur aðeins fimm.
Þar með var spaðadrottn-
ingin líklegri í austur og
gömlu makkerarnir tóku
því spaðaásinn og svínuðu
gosanum. Þrettán slagir.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Myndrún ehf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Akureyrarkirkju 20.
júlí sl. af séra Pálma Matth-
íassyni þau Antonía María
Gestsdóttir og Guðmundur
Óskar Guðmundsson. Heim-
ili þeirra er í Reykjavík.
Svipmyndir – Fríður
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 13. júlí 2002 í Viðeyj-
arkirkju af sr. Bjarna Karls-
syni þau Bergþóra Fjóla
Úlfarsdóttir og Kristmann
Einarsson. Heimili þeirra er
í Klukkurima 81, Reykjavík.
Skugginn, Barbara Birgis
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. ágúst 2002 í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík af sr.
Halldóri Reynissyni þau
Þórný Una Ólafsdóttir og
Ingólfur Rögnvaldsson.
60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 17. jan-
úar, er sextug Sigríður
Friðþjófsdóttir, hár-
greiðslumeistari, Glæsibæ
14, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Viðar Óskarsson,
járnsmiður. Þau verða
heima til kl. 18 í dag.
Árnað heilla Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á tíu borðum mánu-
daginn 13. janúar sl. Miðlungur 168.
Beztum árangri náðu:
NS
Sigurjón H. Sigurj. – Haukur Bjarnas. 185
Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnsson 183
Bargi Melax – Andrés Bertelsson 182
AV
Kristinn Guðm. – Kristján Guðmundss. 205
Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 199
Sigurpáll Árnason – Sigurður Gunnl. 197
Eldri borgarar spila brids í Gull-
smára kl. 13 alla mánu- og fimmtu-
daga. Skráning kl. 12.45 á hádegi.
Bridsfélag Hreyfils
Nú er lokið þremur umferðum af
fimm í aðaltvímenningi bílstjóranna
og hafa Daníel Halldórsson og Ragn-
ar Björnsson örugga forystu en þeir
eru með 107 stig yfir meðalskor.
Staða efstu para er annars þessi:
Einar Gunnarss. - Ágúst Benediktss. 62
Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafss. 59
Skafti Björnss - Jón Sigtryggss. 56
Arnar Arngrímss. - Valdimar Elíass. 47
Spilað er í Hreyfilshúsinu á mánu-
dagskvöldum kl. 19.30.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Harpa Helgadóttir,
sjúkraþjálfari B.Sc., MTc
hefur hafið störf hjá Hreyfigreiningu ehf.
við greiningu og meðferð háls- og
bakvandamála.
Höfðabakka 9, 110 Rvík, sími 511 1575
á öllum vörum verslunarinnar
ATH aðeins á
laugardag kl. 12-18
og sunnudag kl. 13-17
Allt fyrir börnin, m .a.:
Barnarúm •Kerrur • Bílstólar • Matarstólar
Baðborð • Allskonar smávörur.
Fatnaður:
Nike, Confetti, OshKosh.
Stærðir fyrir 0-8 ára. Staf
ræ
na
hu
gm
yn
da
sm
ið
ja
n/
27
55
Tilboðsdagar
20-60% afsláttur
Opið kl. 10-18
lau. kl. 11-14
Rúmfatnaður;
Damask og bómullarsatín
40% afsláttur
Barnafatnaður,
barnasloppar, baðmottur
Njálsgötu 86 - sími 552 0978
Mörg fleiri tilboð
Skráning og upplýsingar í síma 562 1132 og 562 6632
og á www.samskipti.org
Hugo Þórisson Wilhelm Norðfjörð
Nú er að hefjast nýtt námskeið fyrir foreldra í samskiptum foreldra og barna.
Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð.
www.samskipti.org
Nýtt námskeið að hefjast!