Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kynjahlutir Morgunblaðið/Sverrir Kristín Sigfríður Garðarsdóttir við vinnu sína í Stúdíói Subbu. STÚDÍÓ SUBBA er ekkinándar nærri eins subbu-legur staður og nafnið gefurtilefni til að ætla. Þvert á móti er hér um að ræða notalegt keramikverkstæði í Kópavoginum á vegum Kristínar Sigfríðar Garðars- dóttur og þótt hún standi þar upp fyrir haus í leirleðju daginn út og inn, hefur henni tekist að halda vinnu- stofu sinni ótrúlega hreinlegri þrátt fyrir allt drullumallið. Að undanförnu hefur verið óvenju- mikið að gera á vinnustofunni hjá Kristínu Sigfríði enda er hún að und- irbúa þátttöku sína í samsýningu ís- lenskra hönnuða, sem haldin verður í Samnorræna húsinu í Berlín og verð- ur opnuð 30. janúar næst- komandi. „Ég verð að sjálfsögðu við opnun sýningarinnar enda er hér um að ræða einstakt tækifæri fyrir ís- lenska listamenn og hönnuði að koma sér á framfæri erlendis,“ sagði Krist- ín Sigfríður og bætti því við að fyrirhugað væri að fara með sýninguna víðar, til dæmis til Mílanó á Ítalíu. Í kynningu frá forsvarsmönnum sýningarinnar segir meðl annars að markmiðið með sýningunni í Berlín sé að kynna íslenska hönnuði á er- lendum vettvangi og halda því starfi gangandi sem unnið hefur verið í þágu íslenskra hönnuða síðustu misseri, til að mynda með sýningunni Mót á Kjarvalsstöðum. „Valdir hafa verið reyndir hönnuðir sem náð hafa góðum árangri, hver á sínu sviði, svo og úrval upprennandi hönnuða með góðar og framsæknar hugmyndir. Þátttakendum verður úthlutað sam- eiginlegu þema sem sýningin byggist á en jafnframt verður sýningargest- um í Berlín veitt innsýn að daglegum viðfangsefnum ólíkra íslenskra hönn- uða,“ segir í lýsingunni, en sýning- arstjóri er Hrafnkell Birgisson og aðstoðarsýningarstjóri Sólveig Sveinbjörnsdóttir. Samstarfsaðilar sýningarinnar eru Form Ísland, Hönnunarsafn Íslands og Sendiráð Íslands í Berlín. Kynjahlutir Kristín Sigfríður sagði að gengið hefði verið út frá þemanu Kynjahlut- ir og samskipti huldufólks og manna í íslenskum þjóðsögum. Í samskiptum sínum við huldufólk áskotnaðist mannfólkinu oft sjáldgæfir hlutir, gæddir óvenjulegum kostum. Sann- kallaðir kynjahlutir. Hvernig hlutir voru þetta? Hvaða merkingu fólu þeir í sér? Hvaða hugmyndir og óskir endurspegluðu þeir í lífsbaráttunni og örbirgðinni fyrr á öldum? Hvaða hluti myndi huldufólk gefa okkur í dag? Þeir rúmlega tuttugu listamenn sem taka þátt í sýningunni í Berlín gengu úr frá þessum spurningum enda var hugmyndin sú að leiða sýn- ingargesti í gegnum þennan forna sýndarveruleika, að sögn Kristínar Sigfríðar. „Hann var og er vissulega enn hluti af umhverfi mannskepn- unnar þrátt fyrir breytt lífsskilyrði.“ Hún valdi sérstaka bolla til að senda á sýninguna og eru þeir með tvenns konar gripi fyrir fingurna. annað gripið er fyrir vinstri hönd, en hitt fyrir þá hægri. „Þeir eru ýmist fyrir vinstri sinnað fólk eða hægri sinnað, örvhenta eða rétthenta,“ út- skýrir hönnuðurinn og bætir við: „Það fylgja líka álög bollunum. Þegar Bollarnir eru með sérstöku gripi fyrir vinstri hönd annars vegar og þá hægri hins vegar.Kristínar Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir keramikhönn- uður er á förum til Berl- ínar til að verða við opnun samsýningar ís- lenskra listamanna og hönnuða. Sveinn Guðjónsson fylgdist með henni við vinnu sína í Stúdíói Subbu, sem er hreinlegt og notalegt keramikverkstæði þrátt fyrir nafnið. Á mörkum hönnunar og myndlistar Listakonunni finnst gaman að fást við hluti sem tengjast daglegri notkun. Skálar hannaðar í Stúdíói Subbu. Myndin birtist í bók- inni „about fish“ eftir Ás- laugu Snorradóttur og Krist- ínu Björgvinsdóttur. SJÁLFSAGT hafa margir brugðið á leik yfirnýafstaðnar hátíðir og spilað á spil sér tilskemmtunar. Trivial Pursuit er eitt þeirra spila sem njóta stöðugra vinsælda enda spurn- ingarnar endurnýjaðar með reglulegu millibili. Nafnið felur í sér eins konar könnun eða leit að hversdagslegum upplýsingum og fróðleik og segir í rauninni allt sem segja þarf um eðli og inni- hald spilsins. Í desember árið 1979 hittust þeir sem oftar, fé- lagarnir Chris Haney og Scott Abbott, og ákváðu að hanna nýtt spil, sem allur al- menningur ætti auðvelt með að taka þátt í og hafa gaman af. Eftir miklar bollaleggingar og samþætt- ingu ótal hugmynda duttu þeir nið- ur á tiltölulega einfalda lausn, það er að segja leik sem byggðist á spurnarfornöfnunum hver, hvað, hvar og hvenær. Eiginkona Chris stakk upp á nafninu Trivial Pursuit og gengur það undir því nafni víðast hvar í heiminum. Ekki er ástæða til að fara hér of- an í saumana á spilareglum því vandfundinn er sá maður sem ekki hefur einhvern tíma spilað Trivial Pursuit. Spurningunum er skipt Leit að hversdagslegum upplýsingum og fróðleik SAGA HLUTANNA Morgunblaðið/Árni Sæberg Postulínsbox með kopar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.