Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 4
Verkaskipting þremenning-anna, sem í desember síð-astliðnum opnuðu versl- unina Pell og purpura á vinnustofu sinni í Hafnarfirði, er í stórum dráttum á þessa leið: Anna Fanney Ólafsdóttir textílkennari sér um handprjónið, en er nú í tíma- bundnu leyfi, Ingibjörg Þóra Gestsdóttir, fatahönnuður frá Mode og design-skólanum í Kaup- mannahöfn, er sníða- og gæðaeft- irlitsstjóri og Sólborg Erla Inga- dóttir, myndlistarmaður úr fjöltæknideild MHÍ, er markaðs- og framkvæmdastjóri. Þær síð- arnefndu hanna í sameiningu og sauma allt sjálfar. Anna Fanney grípur þó annað slagið í sauma- skapinn þegar hún má vera að að líta upp frá prjónunum, en annars er hún kennari í fullu starfi í Breiðholtsskóla. Á meðan Ingibjörg Þóra saumar afgreiðir Sólborg í versluninni og öfugt. Samstarf þeirra spannar þrjú ár, en áður seldu þær hönnun sína í umboðssölu í ýmsum versl- unum. Þær segjast leggja mikið upp úr hönnun og handverki, góðu sniði og að stíllinn sé tímalaus en með lúxusyfirbragði. Naumhyggjan á ekki upp á pall- borðið hjá þeim og þær gera mikið af því að blanda saman ólík- DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenskir fatahönnuðir svara 3 Hvaða breytingar verða á tískunniá þessu ári – vor og haust? ÍSLENSK Hvað sem vangaveltum af þessu tagi líður er ljóst að íslenskir fatahönnuðir etja ekki kappi við kollega sína í helstu heimsborgum tískunnar. Engu að síður ræður hugmyndaflugið og sköpunar- gleðin ríkjum og er oftast drif- krafturinn í hönnun þeirra. Að minnsta kosti var ekki á þeim að heyra að þeir beinlínis möluðu gullið, þótt þeir berðust ekki í bökkum eftir oft margra ára starf við sitt fag. Spurðir um landvinninga svöruðu flestir á þá leið að slíkt kostaði óhemju fé, tíma og fyrirhöfn, sem tæpast væri á eins manns færi. Fjár- mögnun yrði þó langmesta vanda- málið, enda viðbúið að pantanir hljóðuðu upp á nokkur hundruð stykki af hverri flík ef til kæmi. Sérstaða íslenskra hönnuða er þó ekki aðeins vegna smæðar þjóðar, heldur endurspeglast hún í hönn- un hvers og eins. Og innan ís- lenska hópsins hefur hver sinn stíl, sín sérkenni, óháð tískuform- úlum að utan. 1 Hvað einkenndi tískuna síðastliðið ár? T ÖLUVERÐ gróska er í fatahönnun á Íslandi, enda hefur það löngum sýnt sig að landinn er býsna nýj- ungagjarn þegar tískan er annars vegar. Samt er ekki ýkja langt síðan íslenskar flíkur áttu undir högg að sækja andspænis inn- fluttum tískuflíkum. Þau viðhorf voru ríkjandi að íslenskar afurðir, hverju nafni sem þær nefndust, væru að flestu leyti lakari en þær útlensku, ekki síst með tilliti til þess að vera smart. Þeir sem höfðu freistað þess að læra fata- hönnun með tilheyrandi námi í gerð sniða og sauma- og prjóna- skap gátu aðeins látið sig dreyma um að hafa lífsviðurværi af fram- leiðslu sinni. En nú er öldin önnur og þó- nokkrir hafa ærinn starfa af að hanna fatnað fyrir íslenskan markað og á stundum erlendan, þótt ekki sé í stórum stíl. Hvenær það var nákvæmlega sem við- horfin breyttust hér heima til alls Æ fleiri íslenskir fatahönn- uðir koma fram á sjón- arsviðið með eigin fata- línu, sem þeir annaðhvort selja í eigin verslunum eða hjá öðrum. Flestir eru einyrkjar, fæstir hyggja á landvinninga og hver hefur sinn stíl. Valgerður Þ. Jónsdóttir skoðaði í hverju sérstaða þeirra er fólgin og spurði þá nokk- urra spurninga á tískulegum nótum. Fleiri bætast í hópinn í Daglegu lífi á næstunni. þess sem íslenskt var, þ.á m. hönnunar af ýmsu tagi, kallar að- eins á getgátur. Kannski var það átak Samtaka iðnaðarins um árið með slagorðinu Íslenskt, já takk. Kannski var það frægð Bjarkar, sem átti þátt í að erlent fjölmiðla- fólk fór að dúkka hér upp og þefa uppi alls konar séreinkenni eyj- arskeggja og færa þau í „trendí“ búning í innblásnum greinum um lífsstílinn á Fróni. Vinsælustu við- fangsefnin voru Bláa lónið, skemmtanalífið, unga fólkið og tískan. Í því fólst vitaskuld að kanna hvað íslenskir fatahönnuðir hefðu upp á að bjóða og í fram- haldinu fór að þykja virkilega smart að klæðast sérhönnuðum ís- lenskum flíkum. Máltækið um að glöggt sé gests augað hefur þá líkast til sannað sig eins og svo oft áður. Svo getur líka allt eins verið að gæði íslenskrar hönn- unar hafi einfaldlega aukist til muna í áranna rás; hún hafi orðið vandaðri, fegurri og sérstakari á allan hátt. 2 Hvaðan eruáhrifin? 1. Meðhöndluð galla- og flauels- efni, oft mikið skreytt. Einnig var mikið af prjónuðum, grófum peys- um. Mikið var um skreytingar, rykkingar og pífur í blússum, pils- um og bolum. Aldrei hefur verið jafnmikið úrval af fylgihlutum, beltum, skóm, töskum og alls kyns skartgripum. 2. Fatahönnuðir leituðu fanga í fjölmörgum menningarheimum; í villta vestrinu, hjá indíánum og kú- rekum, austurlenskum töfra- heimum, rússneska keisaradæm- inu, ættflokkum í Afríku, listamannahverfinu Montmartre í París á tímum Rauðu myllunni, sí- gaunum og suðrænni sveiflu, sveit- aróman ættaróðalsins og Bur- berry’s. Harðari menningaráhrifa gætti einig frá hermannatísku, pönki, Bogart og James Dean. 3. Jarðlitir eru með sterkum litum, svart verður áfram, blátt og felu- litir, rautt og skærir litir, glimmer. Buxur verða beinar niður, bæði þröngar og víðar, einnig verða pokabuxur, bæði austurlenskar og í sveitastíl. Pils verða í öllum sídd- um og víddum, mest úr mjúkum efnum en einnig gallaefni, flauel og leður. Yfirhafnir verða stórar og síðar, úlpur, jakkar, kápur og pels- ar. Jakkar verða bæði kvenlegir og karlmannlegir. Stóru peysurnar og hermannatískan halda velli og íþróttaföt blanda sér í tískuna. Leður og skinn verður áfram ásamt gallaefninu og flauelinu. Fullt af fylgihlutum og algengara að hafa hlutina í stíl. Mikið verður um munstruð efni t.d. graffiti, þjóðleg munstur í bland við einlit í sömu flíkinni. Náttúruleg efni eru mikið notuð. 4. Íslenskar konur fylgjast með tískunni, þær vilja klæðast fal- legum, þægilegum fötum við vinnu og hafa gaman af að klæða sig upp þegar tækifæri gefast. 5. Ekki ennþá,en það er á mark- aðsáætlun okkar. Þema og stemning Pell og purpuri um eýms vinn stem um. er ok upps konu taka þær aðin Mar klæð mörg dæm hönn „H legu uðum sam unum eru þ „tjás frág línin galla lituð fram áfer nátt lituð um. neðs og b vest myn Taíla fóðr á pil prjó ilinn vest myn allt h augu hvor Su þær eru b sniði sögn eins með flíkin herð g s dísi því lauk dip- lóm anum í Breiðh hanna og saum þar sem ég han utanaðkomand að ég er enn þ jólin. Núorðið hanna, en eft mokkakápun um flíkum,“ Eins og Gu saumaskapin inni. Þær se að hvorug e greina fatna víkinga-japö tískustraum indjánastelp og Ásdís tek frekar konu þess að tak Þar sem ingu ákváð fengu Per ars vegar ínpils frá lausa, hn dísjón Ein verslun, tvö merki Ásdís Jónsdóttir 1. og 2. Í fyrra bar mikið á öllum tegundum af skinni. Mokkakápur og leðurjakkar voru vinsælir og áhrifa gætti frá frummönnum svo sem indjánum. Hermannatíska var áberandi. Aft- urhvarf til áranna 1960 til 1970 setti skemmtilegan svip á tískuna. Mynstrin voru abstrakt og litir einkum brúnt, appels- ínurautt og gulbrúnt. 3. Litaæsingurinn dempast niður og litir verða mildir. Pils verða áfram í öllum síddum, en stutt pils og kjólar verða meira áberandi. Buxur verða niðurmjóar og skór áfram támjóir og í öllum lit- um, ekki bara svartir og brúnir. Í haust verða hermannastígvél áberandi og bítlaskór fyrir herra. Hörefni verður áfram og „fluffy“ silki og háglans polyester vinsælt í kjólum. Veski verða í laginu eins og þau voru á sjötta áratugnum; rúnnuð með hringjum, og öll leðurvinna í háveg- um höfð og mikið um myndir og mynstur í leðri. 4. Íslenskar konur eru mjög fljótar að tileinka sér nýj- ustu tískustrauma. Hin eina sanna íslenska kona klæðir sig þægilega, ekki of áberandi, en samt við nánari at- hugun í glænýrri hönnun. 5. Já, ég hef í tvö ár í röð selt ullarsjöl og armbönd úr hlýra- og laxaroði með festingum úr hreindýrahornum til Japans með aðstoð Útflutningsráðs Íslands. Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir 1. og 2. Fatatískan var mjög frjálsleg, þ.e. ekki bara ein stefna í gangi. Annars vegar var þó hippa- og indj- ánatíska áberandi (sbr. Birgitta í Írafári) og birtist í mjaðmabuxum með víðum skálmum, toppum með blúndum, pífum og/eða kögri, jarðlitum og gallaefni. Hins vegar var pönkuð stefna frá níunda áratugnum með björtum litum, skásniðnum toppum með götum og nælum og hermannaefni. Támjó stígvél með hæl voru dæmigerð fyrir skótískuna, en flat- botna og breiðir skór voru líka vinsælir. 3. Tískan fer alltaf út í öfgar og þegar hún kemst ekki lengra snýst hún upp í andhverfu sína. Buxnatískan er gott dæmi, buxurnar eru hafðar svo neð- arlega á mjöðmum að þær eru varla orðnar neitt nema skálmar. Þetta snýst við og er reyndar byrjað með pokabuxunum. Tískan verður áfram jafn mótsagnakennd og frjálsleg, jarðlitir og bjartir litir halda áfram, en pastellitir eru að syngja sitt síðasta. Brúnt er áfram aðallit- urinn en eplagrænt og appelsínugult verða vinsælir litir. Allar síddir á buxum og pils- um, en síðu pilsin eiga að vera frekar víð. 4. Íslenskar konur eru og vilja vera vel klæddar. Þær þora að vera frumlegar og fylgja tískunni og eru ekki jafn hefðbundnar í fatavali og kon- ur annars staðar í Norður- Evrópu. 5. GuSt-fatnaður hefur bara verið seldur á Íslandi. Eigandi verslunar, sem senn verður opnuð í Noregi, hefur falast eftir fötum frá mér, en það er á byrjunarreit. Það er stórt skref að flytja út fatnað, hjá mér er nóg að gera á heima- markaði svo ég ætla bara að láta málin þróast, útflutningur er langtímamarkmið. Þær Guðrún Kristín Svein-björnsdóttir og ÁsdísJónsdóttir segjast hafa steypt sér út í alvöruna þegar þær opnuðu sameiginlega verslun, GuSt & dísjón, við Laugaveginn í nóvember síðastliðnum. Hvor um sig hannar eigin línu undir eigin merki, Guðrún undir fyrra nafni verslunarinnar og Ásdís undir því síðara. Morgunblaðið/Þorkell GuSt & dísjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.