Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 7
hafi verið ómetanlegur en þegar hann byrjaði í endurhæfingunni þar hafði hann reynt mikið mótlæti. „Þær eru bara yndislegar og eiga allan heiður skilinn. Ég var eiginlega búin að gefast upp. Það er full vinna að berjast fyrir rétti sínum.“ Árni segir að Janus hafi orðið eins og fastur punktur í tilverunni og það hafi verið mjög mikilvægt. Í endurhæfingunni hafi hann kynnst tölvum í fyrsta skipti og yfirunnið hræðslu við þær. „Þarna komum við saman, fólk í sömu sporum og náðum að stappa stálinu hvert í annað. Þær hjá Janusi eru líka svo hjálpfúsar og viljugar að fylgja hlutum eftir. Þetta reif mig upp og bætti líðan mína mjög. Vorið 2001 leið mér bara vel og þá hugsaði ég með mér að ég gæti bara farið að vinna. Hjá Janusi er svo margt nýtilegt kennt, eins og framkoma og hvernig á að setja saman at- vinnuumsókn.“ Síðsumars 2001 sótti Árni um vinnu hjá Plastprenti og fékk hana. Þar starfar hann í prentsal og sér um blöndun prentlita og litalager. Í vinnunni kemur tölvukunnáttan frá Janusi endurhæfingu að góðum notum þar sem allir útreikningar fara fram í tölvum sem eru svo tengdar við litatunnurnar. „Mér var kennt það bæði á Reykjalundi og í Janusi að verk- irnir eru eitthvað sem maður þarf að sætta sig við og læra að lifa með og láta ekki draga sig niður. Janus hefur losað mig frá þráhyggju. Ég ætlaði aftur á sjóinn. Þetta átti bara að vera veikindafrí um stund- arsakir. Stelpurnar komu mér upp. Janus hefur hjálpað mér að komast af stað aftur, andlega og lík- amlega.“ Steinunn segir að áætlun eins og Janus breyti miklu fyrir öryrkja. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir ör- yrkja og breytir miklu að hafa svona fastan punkt. Ósjálfrátt er maður kominn niður í það að hafa ekkert fyrir stafni. Með þessu prógrammi á maður að passa stundvísina. Það er allt annað líf að hafa markmið og mæta eftir stundaskrá. Maður er já- kvæðari, hressari, með meira þol og lítur öðrum augum á lífið.“ Steinunn er ánægð með hópinn sem var saman í náminu fyrir ára- mót. Fólkið er á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Steinunn telur að það gæti orðið til mikilla bóta fyrir öryrkja í land- inu ef endurhæfing öryrkja yrði með þessum hætti fyrir alla. „Þetta er stórkostlegt framtak. Fólk er komið í visst lífsmynstur og hefur ekkert sérstakt fyrir stafni. Það dregur fólk niður að hafa enga sérstaka stefnu og þetta lyftir fólki upp.“ einhverjum orsökum geta ekki tekið þátt í náminu með hinum í hópnum,“ útskýrir Kristín. Fólk tekur þátt í Janusarverkefn- inu í að hámarki eitt ár eða þann tíma sem endurhæfingin tekur. Margir eru komnir út á vinnumarkaðinn áður en árinu er lokið, en aðrir taka tvær annir í endurhæfingu. „Starfsfólkið gerir það sem það hefur trú á og lítur á heildarmyndina. Við reynum að hafa að leiðarljósi að það er ekkert ómögulegt. Innan Jan- usar stoppar ekkert kerfi okkur, það eina sem stoppar okkur eru pening- ar,“ segir Kristín og Guðrún, Unnur og Sigríður Anna taka undir og segj- ast hafa fullt frelsi til að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd. Fjárhagsáhyggjur geta leitt til heilsuleysis Starfsmenn Janusar þurfa að líta í mörg horn þegar reynt er að aðstoða þátttakendur. Farið er heim til þátt- takenda ef starfsfólk metur að slíkt komi að gagni og félagsráðgjafi býður upp á fjölskylduviðtöl. Fjárhagur getur stundum skipt máli og ásamt félagsráðgjafanum hefur fjármála- ráðgjafi Janusar, Guðbjörg Her- mannsdóttir, aðstoðað þátttakendur í fjármálum. Einnig hefur verið haft samstarf við Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna. „Ég held ég taki ekki of sterkt til orða þegar ég segi að fjár- hagsáhyggjur séu í mörgum tilvikum meira hamlandi heldur en heilsu- brestur þátttakenda. En þetta á auð- vitað ekki við í öllum tilvikum,“ segir Unnur. „Ef fjármálin eru stóri bagginn getur fólk ekki einbeitt sér í endur- hæfingu. Fjárhagsáhyggjurnar geta orðið svo miklar og leitt til einbeiting- arskorts, kvíða eða svefnleysis,“ segir Sigríður Anna. „Við tölum ekki um sjúkdóma hér inni. Við erum að tala um að ná betri heilsu, setja sér markmið og efla sjálfstraustið,“ segir Unnur. „Bjarg- irnar sem fólkið býr yfir og að nýta sér þær,“ bætir Sigríður Anna við. „Það er ofsalegur kraftur sem fer af stað þegar fólk kemur saman. Fólk kemur með sína lífsreynslu sem það hefur þroskast af og þetta er vanmet- in auðlind.“ Guðrún segir að oft geti verið erfitt að setja sig í spor þátttakendanna. „Maður gerir það best með því að hugsa um sínar eigin aðstæður. Ef ég yrði að hætta í minni vinnu á morgun, hvað myndi gerast? Við hugsum þetta ekki öll til enda, til dæmis pen- ingalega stöðu og hvernig kerfið tek- ur á móti okkur. Við vitum að það er ýmislegt þar sem betur má fara og umræðan um vaxandi fátækt er ekki tilviljun.“  TÖLVUR  ÍSLENSKA  HÖNNUN  LÍKAMSRÆKT  steingerdur@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 B 7 Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun MonariMac Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann Fríhöfnin Meyjarnar, Háaleitisbraut SOLIDEA BAS ET COLLANTS „JANUS hefur komið mér að bryggju. Ég var tekinn í slipp,“ segir vélstjórinn fyrrverandi Árni Marz Friðgeirsson. Eftir vinnuslys haustið 1998, þegar hann var ann- ar vélstjóri á frystitogara sem gerður var út frá Grindavík, var hann úrskurðaður 75% öryrki. Árni Marz starfar nú í prentsal Plastprents og segir að ef ekki hefði verið fyrir Janus endurhæf- ingu, væri hann enn mælandi göt- ur. „Ég ætlaði að verða heilbrigður aftur einn tveir og þrír. Eftir margar læknisheimsóknir og alla vega pælingar fékk ég að vita það að ég væri bara ekki í fullu standi. Ég væri ör- yrki. Þetta var ægilegt áfall fyrir mig. Ég hef alltaf haft góðar tekjur og gengið mjög vel.“ Slysið varð þannig að Árni var að þrífa vél- arrúmið þegar velta kom á skipið og hann kastaðist aft- ur fyrir sig. Árni setti vinstri fótinn fyrir sig og lenti á honum. „Ilj- arnar á mér kitluðu hnakkann.“ Hann brotnaði ekki en tognaði og var allur bólginn og marinn og lagðist í koju. Ekki var farið með Árna í land heldur byrjaði hann að taka vaktir aftur en fór svo til læknis þegar skipið kom í land, tæpum þremur vikum eftir slysið. Þetta segja læknar að sé aðal- ástæða fyrir örorku Árna og að hann hefði þurft að komast miklu fyrr undir læknishendur. Hann er sár yfir því andvaraleysi sem hon- um finnst útgerðin hafa sýnt og segir að það viðgangist víðar. Árni fór aftur á sjóinn þremur mán- uðum síðar og stundaði sjóinn í fimm mánuði. „Svo var ég svo gott sem borinn í land af því ég var al- veg kominn í klessu.“ Árni og fjölskylda hans fluttu frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í kjölfar slyssins. Árni vann sjálf- boðastörf hjá Byrginu og Samhjálp árið 2000 og í lok ársins fór hann inn á Reykjalund, var þar fram yfir áramót og byrjaði í endurhæfingu hjá Janusi í byrjun árs 2001. Árni er reiður út í kerfið. „Mað- ur gengur alls staðar á veggi og það er eins og það sé reynt að hafa sem mest af öryrkjum og gera þeim eins erfitt fyrir og mögulegt er.“ Í þessu sambandi segir hann að stuðningur starfsmanna Janusar hægt og rólega í skilning um að það sem að mér var, er eitthvað meira en sem lagast á nokkrum dögum.“ Fastur punktur í tilverunni Árni Marz Friðgeirsson, fyrrverandi vélstjóri á frystitogara „ÉG vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Auðunn Blöndal, fer- tugur bifvélavirki frá Blönduósi sem í nóvember árið 1999 greindist með hættulegan erfðagalla og var ráðlagt að hætta að vinna þá erf- iðisvinnu sem bifvélavirkjunin er. Þegar læknar á sjúkrahúsinu á Blönduósi skoðuðu hann eftir að hann hafði fengið nístandi bakverk kom í ljós að ósæðin frá hjartanu var öll rifin og tætt en galli Auðuns felst í því að það vantar bindiefni í bandvef líkamans og millilög í æða- veggjum og það veikir æðakerfið. Það voru millilög í ósæðaveggnum sem gáfu sig í tilfelli Auðuns og það getur í raun verið banvænt. Auðunn er laus í liðum um allan líkamann og hefur öll einkenni þessa galla. Það fór þó framhjá öllum, honum sjálf- um meðtöldum og áfallið gerði eng- in boð á undan sér. Auðunn fór í að- gerð, sett var stálloka og fjögurra tommu bútur græddur í ósæðina. Honum var ráðlagt að finna sér léttari vinnu. Iðjuþjálfar á Land- spítalanum bentu Auðuni á Janus og hann bankaði upp á. „Þetta var að byrja þá og í hópnum þá var að- allega fólk sem hafði átt við bak- verki eða -meiðsl að stríða. Ég féll því kannski ekki alveg inn í hópinn en það var samt ákveðið að taka mig inn.“ Endurhæfing Auðuns hjá Janusi hófst haustið 2000 og eftir áramótin byrjaði hann á tölvubraut hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Auð- unn skipti síðan yfir á upplýsinga- og fjölmiðlabraut og er nú á loka- stigi í því námi þar sem hann valdi grafíska miðlun. „Mér hefur gengið mjög vel. Þetta var svolítið átak að koma sér af stað og ef ekki hefði verið fyrir Janus, er ekki víst að mér hefði gengið svona vel.“ Auðunn er frá Blönduósi en hann er ákveðinn í að flytja ekki aftur þangað aðallega vegna atvinnu- möguleika. Hann hefur ekki unnið á sumrin á námstímanum fyrr en síð- asta sumar þegar hann starfaði á varahlutalager Heklu. „Það gekk mjög vel en stundum var ég reynd- ar að lyfta einhverjum sjálfsskipt- ingum og svoleiðis dóti en maður á ekki að gera svona tilraunir því það er aldrei að vita hvað er of erfitt fyrir líkamann.“ Auðunn lýsir því þegar hann fékk þær ábendingar að leita sér að öðru starfi – bifvélavirkjunin sem hann hafði lært í Iðnskólanum fyrir tutt- ugu árum væri of erfið fyrir hann í þessu líkamlega ástandi. „Mér leist ekkert á blikuna þá. Ég vissi ekki hvað ég ætti eiginlega að gera. Ég hefði getað farið norður og druslast eitthvað og verið stöðugt hræddur um að vera í tómri vitleysu. Eða vinna eitthvað annað sem ég hefði enga fagmenntun í. Það var því besta mál að komast að hjá Janusi.“ Auðunn er mjög ánægður með endurhæfinguna. „Ég hef fengið mikinn stuðning og hef alltaf getað leitað til þeirra, alveg sama hvað er. Maður getur verið viðloðandi Janus eins lengi og maður þarf og ég leita ennþá þangað með ýmis mál til dæmis tengd örorkubótum og sam- skiptum við Tryggingastofnun. Maður er eitthvað svo einn í heim- inum stundum og það er ómetanlegt að hafa fólk að leita til sem þekkir allar hliðar kerfisins. Ég fann strax mjög jákvætt viðmót. Mér fannst eins og mér hefði verið bjargað og þær hjá Janusi voru mikil stoð og stytta.“ Ómetanleg aðstoð Auðunn Blöndal, fyrrverandi bifvélavirki á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.