Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Með hverjum fórstu í eftirminnilegt frí? „Árið 2000 var ég að vinna hjá IMG-Ráðgarði og einn göngu- garpurinn þar, Einar Ragnar Sig- urðsson, ákvað að skipuleggja ferð fyrir vinnufélagana, maka þeirra og börn frá Sveinstindi í Skælinga í Skaftafellssýslu,“ segir Lóa Ólafsdóttir. „Þetta voru fyrstu kynni mín af þessu svæði þó svo að ég hafi farið oftar þar um en það vill svo til að Sveinstindur, Skælingar og Strútsstígurinn eru aðal- göngusvæði Útivistar þar sem ég er að vinna núna. Var þetta löng ferð? Við vorum í fjóra daga samtals í ægifögru umhverfi og gistum í skálum Útivistar sem eru allir á þessum slóðum, sex talsins. Við ókum fyrsta daginn í Hóla- skjól en þar er skáli sem við áð- um í. Fjallið Sveinstindur er 1.100 metra hátt en af því að skálinn stendur svo hátt þarf ekki að ganga nema eins og á Esjuna til að komast á toppinn. Útsýnið er stórfenglegt frá toppnum og á góðum degi lætur það engan ósnortinn. Það er hægt að sjá yfir Langasjó, að Fögru- fjöllum, yfir Skaftá, Lakagíga, Öræfajökul og Landmannalaug- ar.“ Voruð þið svo á göngu næstu dagana? Daginn eftir var gengið frá Sveinstindi yfir í Skælinga. Gangan tekur sex til sjö tíma, gengið var með Skaftá og undir Uxatindum gengum við fram á tvo fálkaunga. Þetta er skemmti- leg gönguleið en farið er inn í gljúf- ur og niður að skálanum í Skæl- ingum. Við vorum með léttan far- angur því trússað var á milli skála. Aðra nóttina gist- um við í skála í Skælingum og þar er umhverfið eins og af öðrum heimi því hraunmynd- anirnar eru svo sérkennilegar. Um kvöldið borð- uðum við, spil- uðum og spjöll- uðum. Í þessari ferð tengdust vinnufélagarnir með allt öðrum hætti en hversdags og stemningin var frábær.“ Þriðja daginn gekk hóp- urinn í Hólaskjól. Hægt er að fara þangað með viðkomu á Gjátindi en þaðan er útsýnið magnað að sögn Lóu yfir Skaftá og Eld- hraunið. Voruð þið ekkert lúin að kvöldi? „Jú, auðvitað og þegar við kom- um t.d. í Hólaskjól síðla dags vorum við búin að ganga á fjall, vaða ár og kunnum að meta það að slaka á. Þessi ferð er í mínum huga einstök því þarna sáum við vinnufélagarnir að við gátum gert svo miklu meira en að sitja við skrifborð. Við vorum fjarri skarkala borgarinnar, í ná- vígi við landið okkar, við sungum saman og spjölluðum og kynnt- umst eiginlega upp á nýtt.“ Lóa segir að flestir ráði við þessa fjallgöngu, jafnvel krakkar frá tíu ára aldri. „Þessi göngu- ferð getur verið ævintýri líkust fyrir fjölskyldur. Fjórða daginn var svo haldið heim á leið, sumir með hælsæri og aðrir með harðsperrur en allir glaðir og ánægðir með ferðina.“ Sumarið 2000 fór Lóa Ólafsdóttir með þáverandi vinnu- félögum sínum hjá IMG-Ráðgarði í nokkurra daga göngu- ferð um hálendið. Með vinnufélög- unum á hálendið Áhugasamir geta fengið allar upplýsingar um þetta svæði á vef- slóðinni www.utivist.is Morgunblaðið/Golli Eftirminnileg ferð Einstakt tækifæri! Til leigu lúxus villa, Benz og snekkja. Verð frá kr. 32 þús. á mann, vikan. Nánari upplýsingar og myndir á vefslóð: www.champagneholidays.com eða í síma 862 5092 Aðstoðumvið golf- eðaskíðaferðir Costa del so l w w w . c h a m p a g n e h o l i d a y s . c o m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.