Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 14
...að vindhraðinn þegar þú hnerrar er meiri en í fellibyl eða allt að 160 km á klukkustund!? BORIÐhefur á því að krakkar sem ekki hreyfa sig nógu mikið, þroskist ekki rétt líkamlega og að hjartað í þeim verði of lítið! Ekki gott! Ef þú er ein/n af þeim sem aldrei hreyfir þig, heldur situr föst/fastur við tölvuna allan dag- inn, þá er hér rétta íþróttin fyrir þig. Þú þarft að gera eftirfarandi æfingar á hverjum degi, en bara 72 sekúndur í einu! Lítið mál! Sko, æfingarnar eru 9 talsins, og hverja og eina skal gera í 8 sekúndur. Og allir vita að 9 X 8= þú ert orðinn kraftajötunn! **COLR**1) Upplyfting (fyrir hendur og axlir). Sitj- ið teinrétt, haldið fast um stólbrún sitthvorum meg- in, og þrýstið ykkur eins hátt upp og þið getið. Haldið stöðunni í átta sek- úndur. 2) Handapressa (fyrir handleggi, brjóstkassa og axlir). Sitjið bein og haldið höndunum fyrir framan brjóstkassann. Grípið með hönd um hnefa. Þrýstið höndunum fast hvorri að annarri í 8 sekúndur. 3) Bakpressa (fyrir bak- vöðvana). Haldið bakinu beinu og beygið ykkur fram á við, svo þið getið gripið um hnén. Þrýstu þér aftur á bak með því að nota bakvöðvana eina. 4) Hnakkapressa (fyrir hálsvöðvana). Sitjið bein í baki og haldið höndunum fyrir aftan hnakka. Þrýstið handleggjunum fram á við, en hausnum aftur á bak samtímis. 5) Magaspenna (fyrir magavöðvana). Haldið fótleggjunum saman og útréttum. Beygðu þig fram og gríptu um fót- leggina fyrir neðan hné. Þrýstu höndunum niður, um leið og þú þrýstir fótleggjunum að hönd- unum. 6) Þvers og kruss (fyrir brjóstkassa – og fótleggi). Sitjið með fótleggina 10 sentimetra frá hvor öðrum. Setjið hendurnar í kross innan á hnén. Reynið nú að þrýsta hnjánum saman um leið og þið ýtið þeim í sund- ur með höndunum. 7) Líkamslyfting (fyrir axlir, handleggi og maga). Haldið bakinu beinu, setjið lófana um stólbríkina og fótleggina fram. Reynið að lyfta líkamanum agnarögn frá stólnum, í átta sek- úndur. 8) Leggjapressa (fyrir leggjavöðvana). Sitjið yst á stólbríkinni, hallið ykkur létt aftur á bak og fram með fótleggina. Kross- leggið fæturna og látið þá nema við gólf. Reynið að þvinga fæturna sundur, án þess að skipta um stellingu. 9) Handleggjarækt (fyrir upphandleggi). Sitjið bein. Setjið lófana undir borð- plötu þungs borðs og framhandleggur á að vera beinn. Þrýstið upp eins fast og þið getið í 8 sek- úndur. Munið að það skemmtilegasta við æfingarnar Íþróttir fyrir tölvusjúka Sitjið kyrr – verðið sterk! ÞESSI hrikalega gómsæti jarðaberja- hristingur er bæði bráðhollur og stút- fullur upp í topp af vítamínum. Slurp! + 3,75 dl mjólk* + 0,75 dl eplasafi + 15 frosin jarðarber + 4 ísmolar 1) Setjið allt hráefnið í mixer undir leiðsögn fullorðins. 2) Hellið þessum gómsæta drykk í tvö meðalstór glös. 3) Bjóðið vini ykkar annað glasið. 4) Verði ykkur að góðu. * Sumir krakkar eru hrifnari af létt- mjólk, og þeir sem hafa mjólkuróþol geta notað sojamjólk. Allt jafngott! Jarðarberja- hristingur Nammi namm NÚ getur þú reynt að vinna þér inn bragð- góða vítamínið Barna- vít, sem Heilsuhúsið er svo örlátt og gott að gefa tíu krökkum sem lita vel. Allt sem þarf að gera er að vanda sig gífurlega mikið að lita myndina af hinni fjall- hressu Sóleyju Hvammfjörð, mynd- listarmanninum á hjólaskautunum. Klippið myndina síðan út, merkið hana og sendið fyrir 28. janúar til: Barnablað Moggans – Barnavít – Kringlan 1 103 Reykjavík Nafn: _____________________________ Aldur: _____________________________ Heimili: _____________________________ Staður: _____________________________ Litakeppni Vítamín í verðlaun Þetta er Sóley Hvammfjörð. Hún hefur alla ævina tekið vít- amín. Í dag er hún þekkt sem myndlistamaðurinn á hjóla- skautunum – alveg einsog hana dreymdi um sem barn. EFTIRFARANDI samtöl áttu sér stað fyrir 24 árum (þegar blaða- maður barnablaðsins var 10 ára!), en stendur þó fyrir sínu enn í dag. Langamma Sibba og Lofthæna litla sitja á spjalli í eldhúsinu. Lofthæna ætlar að laumast í kaffið en amma er ekkert á því að gefa henni sopa, og slær á hendurnar á henni. Amma: Svona stelpa! Ég læt enga kaffilús eyðileggja taugakerf- ið í stelpunni minni! Lofthæna: Amma! Bara smá til að dýfa kleinunni, plís! Amma: Maður á hugsa um heils- una, ekkert er dýrmætara í lífinu. Lofthæna: Æi, amma, það er svo fúlt. Hvaða krakki heldurðu að nenni að hugsa um það ? Amma: Ég hélt þú ætlaðir að skrifa barnablað þegar þú verður stór? Hvernig ferðu að því ef þú verður taugasjúklingur? Hvað með heimsreisuna, þegar þú verður 19 ára? Þú ferðast ekki í lestum ef þú verður farin í bakinu. Er það? Stæði ég hér og slægi á hendur ef ég hefði ekki borðað vel og sofið vel allan minn aldur? Ég væri löngu dauð! Lofthæna: Hm … Hún vissi vel að amma var að segja satt. Hvernig gat Ari vinur orðið fyrirsæta ef hann verður grár og gugginn – jafnvel af reykingum? Eða Elma lögga ef hún verður alltaf aum og þreytt af vítamínskorti? Þá ræður hún ekkert við bófana … 2 milljónir rauðra blóðkorna á sekúndu Seinna um kvöldið sér Lofthæna Stein stóra bróður sinn liggja á kafi í bók sem reyn- ist heita Kroppurinn þinn. „Þvílík leiðindi!“ hugsar hún og ætlar að ganga framhjá herberg- inu hans. Steinn: Lofthæna! Koddu, þetta er alveg ótrú- lega fyndin bók! Hlustaðu á þetta: Manns- líkaminn losar sig við 50 milljónir dauðra húðfrumna á hverjum degi! Á fjórum árum tekst þér því að losa þig við þyngd þína í dauðum húð- frumum …oj, bara! Hey, viss- irðu að þú munt mjög líklega anda að þér 20 kílóum á ryki í lífinu? Hóst, hóst! Lofthæna: Aumingja litlu lungun mín. Steinn: Og pældu í þessu! Mannslíkam- inn framleiðir 2 millj- ónir rauðra blóð- korna á sekúndu? Ekki nema von að maður sé stundum þreyttur! Og hér koma nokkrar tölulegar staðreyndir. Lofthæna: Vei! Eða þannig … Steinn: Á einum sólar- hring slær hjartað í þér 103.300 slög, blóðið ferðast 268 kílómetra um æðarnar, þú andar 23.000 sinnum, svitnar um 0,7 lítra, notar 7 milljón heilafrumur, neglurnar vaxa 0,117 millimetra en hárið 0,435 millimetra, og á meðan á þessu stend- ur tekst þér að segja 6 þúsund orð! Púff, ég held ég leggi mig … Lofthæna: Sjö milljón heila- frumur? Steinn: Já, bara heila- börkurinn inniheldur 9 milljarða heilafrumna, og auk þess eyðirðu 30 þús- und taugafrumum úr heil- anum daglega. Lofthæna: Af því að drekka kaffi? Steinn: Ha? Það veit ég ekki. En …gott er að vita að líkaminn inniheldur nóg fosfór til að framleiða 2 þúsund eldspýtnahausa, fitu í 7 sápur og járn í einn lítinn nagla. Svona ef mann skyldi vanta þetta. Lofthæna: Og hvað gerist ef lík- amann vantar þessi efni? Steinn: Hm …Það stendur ekki. Kannski deyr maður. Ég er húsið mitt Lofthæna var nú ákveðin í að hugsa vel um líkamann sinn sem henni fannst algjört furðuverk. Hún fór að borða hollan mat, sofa vel og æfa fimleika. Og auðvitað rættist draumur hennar um að skrifa barnablað. Í dag segist hún öfunda krakka sem geti farið eftir skemmtilegum ráð- leggingum íþróttaálfsins. „Hann veit sko hvað hann syng- ur,“ segir Lofthæna rjóð í kinn- um og fær sér bita af gulrót. Einnig mælir hún með bókum eftir Iðunni Steinsdóttur og Hlín Gunnarsdóttur sem heita „Ég er húsið mitt“, og hægt er að fá hjá útgáfufélaginu Krossgötum. Þar er verið að meina að lík- aminn sé húsið sem maður býr í alla ævi. Og ekki flytur maður úr því húsi, svo það er eins gott að ganga vel um! „Börn læra líka að virða líkama sinn. Því í þessum bókum stend- ur að maður eigi sjálf- ur að ákveða hverjir snerti líkama manns, og að maður megi reiðast og berja frá sér ef það er ekki virt,“ segir Lofthæna. „Og þá er ekki bara verið að meina ef einhver klípur mann eða lemur. Líka ef einhver er góður að knúsa mann, en manni finnst það óþægilegt. Þetta er þinn stórmerkilegi líkami og þú ræður yfir honum. Og hana nú!“ segir Lofthæna ákveð- in og þýtur upp stiga Morgunblaðsins til að skrifa eitthvað ótrú- lega skemmtilegt fyrir barnablaðið með vel nærðu heilafrum- unum sínum. Passaðu hann vel – þú átt bara einn Líkaminn – algjört furðuverk! Vissir þú...?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.