Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 B 15 börn Verðlaunaleikur vikunnar Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. MIIB - Vinningshafar Arnar Leó Ólafsson, 7 ára, Súluhöfða 3, 270 Mosfellsbæ. Atli Rafn Lárusson Beck, 11 ára, Írabakka 22, 109 Reykjavík. Bjarki Páll Böðvarsson, 11 ára, Túngötu 1, 820 Eyrarbakka. Bjarki Dór Benjamínsson, 11 ára, Hraunbæ 78, 110 Reykjavík. Geir Jóhannsson, 11 ára, Hlíðarhjalla 40, 200 Kópavogi. Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið eintak af myndinni Menn í svörtu 2: Skilafrestur er til sunnudagsins 26. janúar. Nöfn vinningshafa verða birt sunnudaginn 2. febrúar. Villti folinn er lagður af stað í spennandi háskaför til að bjarga heimkynnum sínum og öðlast frelsi á ný. Á leiðinni lendir hann í ýmsum ævintýrum, stofnar til sannrar vináttu við ungan Lakóta- indíána og leikur á grimma hermenn. Í tilefni þess að teiknimyndin um villta folann kemur út á myndbandi með íslensku tali þann 23. janúar efna Barnasíður Moggans og SAMmyndbönd til verðlaunaleiks. Taktu þátt og þú gætir unnið! 10 heppnir krakkar fá myndina á myndbandi með íslensku tali. Sendið okkur svarið, krakkar. Utanáskriftin er: Barnasíður Moggans - Villti folinn - Kringlan 1 103 Reykjavík Halló krakkar! Spurning: Hverja leikur villti folinn á? ( ) Gamla gullgrafara ( ) Týnda kúreka ( ) Grimma hermenn Nafn: Aldur: Heimili: Staður: Hrund Jóhannesdóttir, 10 ára, Kjarrvegi 11, 108 Reykjavík. Kjartan Sveinn Guðmundsson, ½ árs, Eggertsgötu 6, íbúð 307, 101 Reykjavík. Kristinn Már Hilmarsson, 8 ára, Álfholti 30, 220 Hafnarfirði. Maren Stefánsdóttir, 13 ára, Einarsnesi 72, 101 Reykjavík. Victor Levi, 6 ára, Miðbraut 5, 170 Seltjarnarnesi. Komið þið öll margsæl og blessuð. Einsog þið vitið nú áreiðanlega öll, er ekkert fingrafaranna ykkar eins og ekkert þeirra er eins og fingrafar nokkurs annars. Þannig að ef það eru 6,3 milljarðar manna í heiminum – og hver með tíu fingur – þá eru til um 63 milljarðar fingra- fara! Já, góurnar mínar. Þess vegna leita rannsóknarlöggur eftir fingraförum við glæparannsóknir. Ef fingraför finnast á vettvangi glæpsins, getur bara einn átt fingraförin, glæpamað- urinn sjálfur! Ó já já sei sei. En hvernig eru þín fingraför? Ein leið til að sjá fingraförin þín er að kíkja á þau í góðu stækkurnargleri. En einnig mætti hafa gaman af að skrá fingraförin sín, og jafnvel fleiri fjöl- skyldumeðlima. Það má gera með því að dýfa fingurgómunum einum af öðrum í blek, eða þrýsta á blekpúða,og þrýsta síðan á hvítan pappír. Önnur leið – og sjálf- sagt síður sóðaleg – er að krota með blýanti á pappírssnepil mjög dökkan blett, litlu stærri en fingurgómur. Nuddaðu fingrinum á dökka blettinn og þrýstu honum síðan á límhliðina á glæru límbandi. Límdu límbandið á hvítt blað, eða í dagbókina/ rannsóknarbókina þína. Nauðsynlegt er að merkja hvert fingrafar eftir hverjum fingri, (t.d langatöng vinstri handar) og síðan hver eigandi fingrafaranna tíu er. Fingraför… Vísindahorn dr. Vitsmunds Fróða Í DAG kl. 14 verða sýndar sex teikni- myndir frá Litháen í Norræna húsinu, og aðgangur er ókeypis. Þetta eru heillandi teiknimyndir þar sem myndmálið ræður ríkjum og eru þær ætlaðar krökkum frá 5 ára aldri. Góða skemmtun! Barnabíó Gaman gaman Í þessum leik gildir að nota haus- inn – og þá ekki aðallega heilann – heldur að nota hausinn líkamlega og reyna á hann. Það gefst nú ekki oft tækifæri til þess, svo prófaðu þennan leik. Búið ykkur til pappahring sem þið festið á hausinn með teygju sem fer undir hökuna. Hnoðið einnig nokkrar kúlur úr álpappír. Nú skiptist þið á að kasta kúl- unum í loft upp og hinn á að reyna að grípa kúluna með hausnum. Sá vinnur sem grípur fleiri kúlur. Taktu eftir því hvernig þér líður daginn eftir. Ertu með harðsperr- ur í hálsinum? Eða hausnum? N ot að u ha us in n!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.