Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gætirðu hugsað þér að að stjórna skapandi, ögrandi og fjölbreyttri starfsemi, með áherzlu á samvinnu sviðslista- fólks á Norðurlöndum? Langar þig að vera í forsvari stofnunar Norrænu Ráðherra- nefndarinnar fyrir leikhús, söngleikjahús og listdans? TEATER & DANS I NORDEN - NORDSCEN óskar eftir nýjum aðal- ritara/stjórnanda frá 1. september 2003. Verkefni stofnunarinnar eru margþætt, en áherzla er lögð á hæfnisþróun sviðslistafólks, námskeiða- og ráðstefnu- starfsemi, miðlun sýninga og listrænnar sérhæfingar, verk- efnaþróun og stuðning, rannsóknir og listræna þróunar- starfsemi. Ætlast er til að stjórnandinn haldi áfram því þróunarferli sem hafið er innan TEATER & DANS I NORDEN. Við erum að leita að öflugum og opnum aðila með list- rænt og stjórnunarlegt innsæi, mikla reynslu af störfum við sviðslist og margra ára reynslu af stjórnunarstörfum og fjármálastjórnun. Hann/hún þarf að hafa vald á a.m.k. einu Norðurlandamálanna, auk ensku. TEATER & DANS i Norden er stjórnað af nefnd fagfólks frá öllum fimm Norðurlöndunum og heimastjórnarsvæðunum þremur á Norðurlöndum. Aðalskrifstofan er staðsett í Kaupmannahöfn og umsækjendur frá öðrum Norðurlönd- um þurfa því að gera ráð fyrir að búsetja sig þar. Staðan krefst inn á milli mikilla ferðalaga og um óreglu- legan vinnutíma getur verið að ræða. Aðalritarinn er ráð- inn af Norrænu Ráðherranefndinni eftir tilnefningu stjórn- arinnar. Samningurinn er til fjögurra ára með möguleika á fram- lengingu í allt að fjögur ár. Laun samkvæmt samkomulagi. Umsóknir sendist til stjórnar TEATER & DANS I NORDEN, og þurfa að berast aðalskrifstofu stofnunarinnar í síðasta lagi mánudaginn 17. febrúar 2003. Frekari upplýsingar fást hjá formanni stjórnar, Leif Stinnerbom, Svíþjóð, sími: +46 565 30 033, eða aðalritara Sverre Rødahl, sími: +45 33 22 45 55. Ýtarlegri upplýsingar um TEATER & DANS I NORDEN og stöðuna er að finna á www.nordscen.org TEATER & DANS I NORDEN - NORDSCEN Vesterbrogade 26,3 DK 1620 København V Danmark Teater & Dans i Norden - NordScen starfar við að kynna norræna sviðslist alþjóðlega og á Norðurlöndunum sjálfum. Við erum í samstarfi við félagasamtök, stofnanir og einstak- linga með það fyrir augum að þróa listræna samvinnu milli sviðslistafólks á Norðurlöndum. TEATER & DANS I NORDEN Nýr aðalritari ITS ehf. (Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli) óskar eftir að ráða sér- fræðing í vörustjórnun í innkaupadeild á Keflavíkurflugvelli. Innkaupa- deildin sér um innkaup á varahlutum í flugvélar sem ITS þjónustar. Starfssvið: Sérfræðingur í vörustjórnun skipuleggur innkaup og bestun á varahlutalager, stýrir innkaupum frá birgjum, sér um samninga á ósamningsbundnum vörum og tryggir að ábyrgðir séu nýttar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í iðnaðar- eða vélaverkfræði eða sambærileg menntun. • Góð þekking á lagerstýringu og áreiðanleikagreiningum. • Gott vald á ensku. • Metnaður til að ná árangri. • Skipulögð og markviss vinnubrögð. • Góðir samskiptahæfileikar. • Stjórnunarreynsla æskileg en ekki nauðsynleg. Skriflegar umsóknir, sem tilgreini menntun og reynslu, óskast sendar starfsmannadeild Icelandair, aðalskrifstofu, Reykjavíkuflugvelli, netfang: stina@icelandair.is, eigi síðar en 27. janúar nk. Verkfræðingur/sérfræðingur • ITS er nýtt dótturfélag sem tók við starfsemi Tæknideildar Flugleiða hf. 1. jan 2003. Félagið annast viðhald flugvéla Icelandair og annarra flugfélaga. • ITS er framsækið fyrirtæki sem þekkt er á alþjóðavettvangi fyrir vönduð vinnubrögð og góða þjónustu. • ITS er leiðandi í viðhalds- og tækni- þjónustu fyrir flugvélar og skyldri starfsemi á Íslandi. • Hjá félaginu starfa um 170 starfsmenn og eru þeir lykillinn að velgengni þess. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu þjónustulundaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni á Íslandi og erlendis. • ITS leggur áherslu á þjálfun starfs- manna og hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf þeirra. • ITS er reyklaust fyrirtæki. í vörustjórnun (logistics) Handflakari Vantar vanan handflakara sem fyrst. Áhugasamir hafi samband í síma 511 4466. Félagsráðgjafi Tryggingastofnun óskar eftir að ráða félagsráðgjafa við þjónustumiðstöð. Starfið felst fyrst og fremst í þjónustu við lífeyrisþega. Lögð er áhersla á gott samstarf við félagasamtök og fagfólk innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Sjálfstæði í starfi er mikið og samvinna við starfsfólk innanhúss. Við leitum að félagsráðgjafa sem hefur:  Hæfni til að miðla upplýsingum bæði til við- skiptavina og starfsfólks.  Áhuga á skipulags- og þróunarvinnu.  Frumkvæði og er opinn fyrir nýjungum.  Góða innsýn í aðstæður lífeyrisþega.  Þekkingu á almannatryggingalöggjöfinni. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, sveigj- anlegan vinnutíma og jákvæð viðhorf gagnvart starfsþróun. Um er að ræða fullt starf og þarf umsækjandi að hafa starfsleyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í síma 560 4404. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. og skulu umsóknir berast starfsmannaþjónustu, Lauga- vegi 114, 150 Reykjavík. Þjónustumiðstöð heyrir undir þjónustu- og rekstrarsvið. Þar er lögð áhersla á faglega og heildstæða þjónustu við viðskiptamenn. Mikil þróunarvinna fer fram í þjónustumiðstöðinni, en þar starfa yfir 20 manns. FRÁ LEIKSKÓLUM KÓPAVOGS LAUS STÖRF DEILDARSTJÓRA Leikskólinn Álfatún v/Álfatún sími: 564 0535 Í Álfatúni er lögð áhersla á málrækt og tján- ingu, hreyfingu og tónlist, að börnin vaxi upp í kærleika, ást og gagnkvæmri virðingu og rækti með sér jákvæð viðhorf og umburðarlyndi. Leikskólastjóri er Jóhanna Thorsteinsson. Leikskólinn Fífusalir v/Salaveg sími: 570 4200 Í Fífusölum er lögð áhersla á umhverfis- mennt og heildtæka skólastefnu, þar sem öll börn eru metin að verðleikum og litið er á félags- og námslegan breytileika sem kost. Einkunnarorð skólans eru: Góður – vænn – grænn. Leikskólastjóri er María K. Lárusdóttir. Laun samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og FÍL eða SfK. SÉRKENNSLA Rjúpnahæð v/Rjúpnasali sími: 570-4240 Starf vegna sérkennslu, óskað er eftir leik- skólasérkennara, leikskólakennara, þroska- þjálfa eða starfsmanni með aðra uppeldi- smenntun. Rjúpnahæð er nýr leikskóli, sem tók til starfa 1. júlí 2002. Leikskólinn stendur efst í Salahverfi þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Áhersluatriði eru: Sjálfræði barn- anna, náttúra og listir. Leikskólastjóri er Hrönn Valentínusdóttir. Laun samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og FÍL, SfK eða ÞÍ. Karlar jafnt og konur eru hvött til að sækja um störfin. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.