Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 C 11 Meðeigandi Einstaklingur, með langa reynslu af rekstri einkafyrirtækis vill gjarnan skoða möguleika á þátttöku í rekstri framleiðslu- og /eða þjón- ustufyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndir og tilboð sendist til auglýsinga- deildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „Meðeigandi — trúnaðarmál.“ Fasteignasala óskast til kaups Löggiltur fasteignasali óskar eftir að kaupa fasteignasölu í rekstri. Ekki þarf að vera um að ræða stóra sölu en viðkomandi aðili er tilbú- inn að skoða kaup á stærri sölu. Einnig kemur til greina að kaupa hluta í fasteignasölu. Fullum trúnaði heitið. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á augl. deild Mbl., merktar „Fasteignasala — 13232“ fyrir 27. janúar nk. FERÐIR / FERÐALÖG Ævintýrin gerast enn Óvissuferð Fólk á aldrinum 40—60 ára Helgina 21.-23. febrúar förum við í okkar þriðju óvissuferð. Skráning stendur til 26. janúar. Símar 564 6493 og 565 2694 kl. 19-21. TILBOÐ / ÚTBOÐ Eldsneytisþjónusta á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi þjónustu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli: Eldsneytisþjónusta á Keflavíkurflugvelli: Verkið felst í eldsneytis- og áfyllingarþjónustu, þ.m.t. rekstri og viðhaldi tveggja eldsneytis- birgðageymslna (sem hvor um sig innheldur þrjá 16.000 tunna (2543.8 rúmmetra), rekstri eldsneytistanka, áfyllingaraðstöðu fyrir flutn- ingabifreiðar og meðfylgjandi dælukerfi), leiðslna og leiðslukerfa, 10 eldsneytisáfylling- arbifreiða fyrir flugvélar, vagna undir leiðslur og slöngur, meðfylgjandi mæli- og eftir- litsbúnaðar, framkvæmdar eldsneytisáfyllinga á flugvallarsvæðinu, getu til áfyllingar bensíns og díselolíu á bifreiðar, rekstri slíkrar áfyllingar- stöðvar, dreifingu og áfyllingu eldsneytis á ýmsa smærri tanka á varnarsvæðinu, og útveg- un stöðvarstjóra, formanns, bókara og ökum- anna fyrir þessa þjónustu. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn og upplýsingar um kröf- ur til umsækjenda fást á heimasíðu utanríkis- ráðuneytisins: www.utanrikisraduneyti.is . Einnig fást þessi gögn hjá utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, eða hjá ráðn- ingarstofu varnarmálaskrifstofu á Brekkustíg 39, 260 Njarðvík. Gögnin ber að fylla út af um- sækjendum og er sérstaklega bent á nauðsyn framlagningar ítarlegra fjárhagslegra upplýs- inga og ársskýrslna. Forvalsnefnd utanríkisráð- uneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvals- gögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak- endum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, eða til ráð- ningardeildar varnarmálaskrifstofu á Brekku- stíg 39, 260 Njarðvík, fyrir kl. 16:00 föstudag- inn 31. janúar nk. Ekki er tekið við um- sóknum á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því að ýmis smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: http://www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins TILKYNNINGAR Samkeppni um hönnun merkis (logo) fyrir Tanna Vinsamlegast sjáið nánari lýsingu á www.tanni.is Núverandi logo Tanna Fornleifasjóður Auglýsing um styrki árið 2003 Fornleifasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, skv. 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. Á þessu ári verða veittir styrkir til verkefna, sem stuðla að rannsóknum og varðveislu á fornleifum og forngripum. Út- hlutað verður tvisvar á ári. Umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar er til 17. febrúar, en þeirra síðari til 18. ágúst nk. Á fjárlögum 2003 eru 5 milljónir króna til ráðstöfunar. Úthlutun- arreglur sjóðsins nr. 35/2003 eru birtar í Stjórn- artíðindum og á vefsíðu menntamálaráðuneyt- isins, menntamalaraduneyti.is . Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Reykjavík, 16. janúar 2003. Stjórn Fornleifasjóðs. Útboð 40 feta frystigámur með kælivél, skemmdur eftir umferðaróhapp, er á tjónaútboði. Er til sýnis hjá Tjónaskoðunarstöðinni, Draghálsi 14—16, 110 Reykjavík, sími 567 1120. Einnig má nálgast nánari upplýsingar og senda inn tilboð á vefsíðu félagsins www.sjova.is. Tjónaskoðunarstöð Sjóvá-Almennra trygginga hf, Draghálsi 14—16, 110 Reykjavík. Mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sjóvarnargarður fyrir framan þéttbýlið á Eyrarbakka, Sveitarfélaginu Árborg. Sjóvarnargarður fyrir framan þéttbýlið á Stokkseyri, Sveitarfélaginu Árborg. Sjóvörn við Húsavíkurbakka, suður af Haukamýrarlæk, Húsavík. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 17. febrúar 2003. Skipulagsstofnun. Menntamálaráðuneyti Þróunarsjóður leikskóla Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsókn- um í Þróunarsjóð leikskóla fyrir árið 2003-2004. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverk- efnum í leikskólum með hliðsjón af aðalnám- skrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í leikskóla- starfi. Um styrk geta sótt leikskólastjórar, leik- skólakennarahópar eða einstakir leikskólakenn- arar. Aðrir geta sótt um styrk með samþykki leikskólastjóra og rekstraraðila. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Við úthlutun njóta verkefni á neðangreindum sviðum forgangs að öðru jöfnu. A. Tvítyngd börn - fjölmenningarlegt starf í leikskólum Auglýst er eftir umsóknum um þróunarverkefni sem snúast um umbætur í starfi með tvítyngd- um börnum í leikskóla. Átt er við þróunarverk- efni sem stuðla að bættri þjónustu í leikskóla við þann vaxandi hóp barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Einnig er sóst eftir verkefnum þar sem unnið er gegn fordómum og stuðlað að umburðarlyndi og víðsýni gagn- vart ólíkri menningu. B. Samstarf leikskóla og foreldra Auglýst er eftir umsóknum um þróunarverkefni er lúta að samstarfi leikskóla og foreldra. Óskað er eftir verkefnum sem miða að því að auka tengsl leikskóla og foreldra til styrkingar uppeldisstarfi leikskóla og ytri umgjörð starfseminnar. C. Önnur verkefni Heimilt er að sækja um styrki til hvers kyns þróunarverkefna þótt ofangreind svið njóti forgangs. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands annast umsýslu með sjóðnum og veitir nánari upplýsingar rannsokn.khi.is/throunarsjodur . Reglur um sjóðinn og ýmsar aðrar upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu menntamála- ráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is . Vakin er sérstök athygli á, að í ár verður um- sækjendum í fyrsta skipti gert að sækja um á rafrænu formi. Rafræn umsóknareyðublöð eru aðgengileg á heimasíðu Rannsóknarstofnunar Kennara- háskóla Íslands, rannsokn.khi.is/ throunarsjodur Umsóknir skulu hafa borist til Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, rannsokn.khi.is/throunarsjodur fyrir kl. 16:00 mánudaginn 24. febrúar 2003. Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 2003. menntamalaraduneyti.is UPPBOÐ Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp í Aðal- stræti 92, 450 Patreksfirði, mánudaginn 27. janúar 2003 kl. 17.00: GY-608 — NG-215. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 17. janúar 2003. Björn Lárusson, ftr. FYRIRTÆKI Þekkt sérverslun á besta stað er til sölu af sérstökum ástæðum. Tilvalið tækifæri fyrir atorkusama og hug- myndaríka einstaklinga. Selst á mjög hag- stæðu verði. Upplýsingar í síma 695 5520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.