Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á MEÐAN allflestir nutujólanna heima hjá sérmeð sínum nánustu,lögðu tæplega 50 skátaraf suðvestur horninu land undir fót og fóru alla leið til Taí- lands til að taka þátt í alheimsmóti skáta. Í þessum föngulega hópi voru þrír Hvergerðingar, þær Guðrún Helga Sigurðardóttir, Sjöfn Ingv- arsdóttir og Sigríður Kristjánsdótt- ir. Blaðamaður bauð þeim í kaffi eitt síðdegið í vikunni til að fá að upplifa í gegnum þær hvernig það er að vera skáti á alheimsmóti, þar sem skátar frá öllum þjóðlöndum koma saman og skemmta sér á skátavísu. Til að byrja með væri gaman að fá að heyra svolítið um aðdragandann að svona ferðalagi. Sigríður svarar því til að þetta sér búið að vera henn- ar draumur í mörg, mörg ár enda bú- in að vera skáti lengi. Fyrir þremur árum, þegar hún ákvað að láta drauminn rætast, stofnaði hún bankabók, og inn á hana lagði hún allan aukapening, þannig safnaði hún fyrir ferðinni. Sigríður heldur áfram: „Ef maður ætlar sér eitthvað, þá getur maður það.“ Guðrún Helga og Sjöfn eru í skátaflokk sem kallar sig Pandabirn- ur og fyrir þremur árum, þegar þær voru ellefu ára, komu skátar frá Reykjavík til að kynna alheimsmót- ið. Pandabirnur eru átta og ákváðu þær allar að fara, einhverjir fleiri ætluðu líka, en þegar á hólminn var komið voru þær tvær þær einu sem stóðu við að klára dæmið og fara alla leið. Ferðin kostaði þær 259.000 kr.- og síðan þurftu þær gjaldeyri, m.a. til að kaupa buxur sem kosta tæp- lega 5.000 kr. hér á landi en 140 kr. á Taílandi. Þær segjast hafa keypt nokkrar, bæði fyrir sig og vinkonur sínar. Guðrún Helga segir að hún hafi unnið á sumrin, allt fór inn á bankann. „Þegar vinkonur mínar fengu sér ís og svoleiðis, sagði ég við sjálfa mig, nei, ég fæ mér ekki, ég ætla til Taílands. Svo fermdumst við Sjöfn í fyrra og notuðum ferming- arpeningana okkar í ferðina.“ „Ferðin var í heild 18 dagar. Mótið stóð í 10 daga, við vorum 4 daga í Bangkok og 4 dagar fóru í ferðirnar fram og til baka. Ferðirnar voru erf- iðastar. Við vorum á ferðalagi í þrjá- tíu og fjóra tíma hvora leið,“ segja þær stöllur og segjast núna fyrst vera að ná sér eftir ferðalagið heim. „Mótssetning var alveg óendan- lega leiðinleg, hún stóð í marga tíma, þannig að fólk lá allt í hrúgu og stein- sofnaði. Við vorum nefnilega svo langt frá pallinum og sáum þ.a.l. ekki neitt hvað fram fór,“ segir Sjöfn. Guðrún Helga segir að sér hafi þótt skemmtilegt annan daginn þeg- ar allir skátarnir tóku þátt í sam- félagsþjónustu. „Við fórum að hjálpa til við að gera garð fyrir utan spítala og strax kynntumst við svo vel hvert öðru, alveg sama frá hvaða landi við vorum.“ Mótssvæðið var trúlega svolítið stærra en Hveragerði segja þær. „Það var lokað almenningi og þegar við þurftum að fara út af svæðinu fórum við í lögreglufylgd. Við vorum niðri við strönd á stað sem heitir Sattahip. Þarna var ekkert gras, lítið um blóm en fullt af trjám, sem hljóta að hafa djúpar rætur til að lifa af.“ Þær stöllur eru sammála um að Taílendingar eru afskaplega kurteis- ir, hlýlegir, brosmildir og vilja allt fyrir alla gera. „Jafnvel þótt þeir skildu ekkert hvað við vorum að biðja um,“ bætir Guðrún Helga við. Hvað ætli hafi komið þremenning- unum mest á óvart? Guðrún Helga segir að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu heitt væri. „Hitinn fór upp í 42° C og ég hefði ekki þurft að taka með mér svefnpokann, því að ég notaði hann aldrei.“ Sigríður tek- ur undir þetta með hitann og segist aldrei hafa svitnað annað eins á nótt- unni eins og þarna. Allar eru þær sammála um að salernis- og sturtu- aðstaðan hafi í raun komið þeim mest á óvart. „Við bjuggumst í raun- inni ekki við miklu en þetta var með þvílíkum sóma að við höfum aldrei séð annað eins. Aldrei lentum við í bið eftir að komast í sturtu eða á sal- erni og þarna voru tuttugu og fimm þúsund manns. Eitt var líka sniðugt, það þurfti hver og einn að eiga sína klósettrúllu og hafa hana með sér í hvert sinn sem hann fór á salernið.“ Hvað fannst þeim skemmtilegast? Þær eru allar sammála um að skemmtilegast var að kynnast öllu fólkinu og eignast fullt af nýjum vin- um. Sigríður bætir því við að hún, sem var starfsmaður á mótinu, fékk til umráða hjól og var úti á öllum tím- um, fann aldrei fyrir hræðslu, þótt hún væri ein úti að hjóla í niða- myrkri. Traustið til samfélagsins var algert og engin ástæða til að óttast neitt. Guðrún Helga og Sjöfn segja að þeim hafi þótt skrýtið að heyra að fréttir hér heima af skátamótinu væru þær að tekið hefði verið á móti skátunum með smokkum. „Vissu- lega var hægt að fá smokka í sjúkra- tjaldinu og það er gott, t.a.m. til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma og óheppilegar þunganir, en smokkar voru ekki aðalatriðið og við Íslend- ingarnir hlógum og gerðum grín að þessum furðulega fréttaflutningi.“ Hvernig er maturinn á Taílandi? Sjöfn segir að maturinn sem kom á bökkum á mótinu hafi verið vondur. Þær eru sammála um það stöllurnar að Taílendingar kunni að elda mjög góðan mat. Kjúklingakjöt er mikið notað og Sigríður komst að því að Taílendingar nota þrjátíu og sex gerðir af banönum í matargerð. Alls kyns bananarétti smökkuðu þær og þótti góðir, m.a. bananasúpu, banana steikta í kókosmjólk og ýmislegt annað gott. „Vegna hitans héldu sumir til í kaupfélaginu eða netkaffinu sem var á mótssvæðinu, fólk var hreinlega að kafna úr hita.“ En hvað stendur upp úr eftir svona ferðalag? „Það að fá að upplifa að vera hluti af 50 manna fjölskyldu frá Íslandi, þar sem allir eru ákveðnir í að eiga skemmtilegan tíma saman – allt gekk upp stór- slysalaust,“ segir Sigríður og Guð- rún Helga bætir því við að þetta hafi gengið allt ótrúlega vel fyrir sig. En hvert verður framhaldið af þessu ævintýri, er kannski ekkert framhald? „Jú, ég fer pottþétt á al- heimsmót á Englandi 2007,“ segir Guðrún Helga. „Ég hef aldrei upp- lifað það að ég sé mikill skáti,“ segir Sjöfn, „en eftir þessa ferð er ég skáti og ætla á Evrópumót á Englandi 2005 og á alheimsmótið þar 2007. Ár- ið 2007 verða 100 ár frá stofnun skátahreyfingarinnar, en hún var einmitt stofnuð á Englandi af Baden Powell.“ Alheimsmót skáta á Taílandi Ógleymanlegt ævintýri Skátar víða að úr heiminum komu saman á al- heimsmóti skáta á Taílandi sem fram fór um jólin og í þeirra hópi voru m.a. fimmtíu Íslendingar. Margrét Ísaksdóttir ræddi við þrjá ferðalang- anna, þær Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur, Sjöfn Ingvarsdóttur og Sigríði Kristjánsdóttur. Þremenningarnir um áramótin. Þegar klukkan sló 12 á miðnætti á Íslandi voru þær niðri á strönd að fagna. Íslenski skátahópurinn á Taílandi. misaks@ismennt.is NÚ UM helgina kynnti Stangaveiði- félagið Lax-á íslenska sölubækling sinn í verslun fyrirtækisins, Útivist og veiði, og kennir þar margra grasa, auk þess sem fyrirtækið hefur tekið upp þann sið að hafa sölubæklinginn að hluta til nokkurs konar veiðiblað með talsverðu afþreyingarefni fyrir veiðimenn, heilræði leiðsögumanna og viðtöl við veiðikempur. Árni Bald- ursson hjá Lax-á sagði þetta mælast vel fyrir. Meðal nýjunga í flóru Lax-ár eru helmingur veiðidaga í Litluá í Keldu- hverfi og fjórar stangir á urriða- svæðunum sem kennd eru við Stað- ar- og Múlatorfu í Laxá í Aðaldal, sem þekkt eru fyrir góða urriðaveiði í gegnum árin, og nokkra laxavon. Einnig eru á sínum stað valkostir á veiðilendum erlendis, t.d. í Skotlandi og Argentínu. Upp úr skotgröfunum… Árni og fyrirtæki hans Lax-á hafa yfirtekið veiðivefinn Agn.is og áform Árna með þann vef eru umtalsverð þótt ekki komi þau til framkvæmda fyrr en eftir mánuð eða tvo. „Svo undarlega sem það kann að hljóma, ætla ég að setja upp öflugan veiðileyfamarkað á Agn.is þar sem allir eru velkomnir inn með sín veiði- leyfi. Menn spyrja hvort samkeppn- isaðilar myndu íhuga slíkt, en hvers vegna ekki? Mér finnst það sniðugt. Menn hafa verið í skotgröfum, en einhvern tíma þarf að stíga upp úr þeim og brosa framan í lífið. Þessi vefur er mjög vandaður að gerð og býður upp á skemmtilega möguleika. Þarna eru bæði íslenskur og enskur vefur og þegar allt er komið í gang munu menn finna þarna ótrúlega hluti, jafnvel veiðileyfatilboð á stöð- um eins og Rússlandi og Chile á allt að 70% afslætti. Ég er að fara í tveggja mánaða reisu á næstunni þar sem ég ætla m.a. að afla efnis á vefinn. Ég fer m.a. til Chile, Argent- ínu, Brasilíu, Skotlands og víðar. Ég hlakka virkilega til að föndra með þennan vef, hann á eftir að verða engum líkur,“ sagði Árni. Mikil umsvif hjá Lax-á Morgunblaðið/Golli Nú eru aðeins tæplega tveir og hálfur mánuður þar til stangaveiðivertíðin hefst á ný. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.