Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. S. 562 1200 F. 562 1251 4 herbergja og stærra Sóltún Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 4ra herb. 128,9 fm íbúð á 2. hæð í þessu glæsilega húsi. Íbúðin er góð stofa, 3 ágæt svefnherb., eldhús, baðherb., þvottaherb., geymsla og hol. Íbúðin er sem ný, mjög vönduð og sérlega smekk- lega innréttuð. Innangengt í bílageymslu. Góðar svalir. Þetta er einfaldlega íbúð fyrir vandláta sem vilja búa miðsvæðis í borginni. Raðhús - einbýlishús Grundarhús Höfum í einkasölu endaraðhús, hæð og ris, 129,8 fm. Á hæðinni er stofa, eldhús, snyrting, forstofa og þvottaherb. Uppi eru 3 svefnherb., baðherb. og gangur. Góð eign. Verð: 16,3 millj. Atvinnuhúsnæði Dalshraun Myndarlegt og vel staðsett atvinnuhús- næði. Eignin er samt. 976,8 fm á tveim ur hæðum. Margir möguleikar á nýtingu. Laust. Góður staður. Hagstætt verð. Kjörið tækifæri fyrir aðila sem vilja inn- rétta og leigja í smærri einingum. Smiðjuvegur Atvinnuhúsnæði, götuhæð og önnur hæð, samt. ca 335 fm. Á götuhæðinni er upplagt lagerhús- næði og uppi skrifstofu-/þjónusturými. Laus. Vantar Árbær! Vantar 3ja og 4ra herb. íbúðir í Árbæ. Ákveðinn kaupandi. Vesturgata Höfum í einkasölu húsnæði á götuhæð og í kjallara á góðum stað í miðbænum, samt. 69,9 fm. Hentugt húsnæði fyrir t.d. verslun, þjónustu ýmiss konar, gall- erý, teiknistofur og fyrir handverks- fólk. Verð: 6,6 millj. SELJENDUR ATHUGIÐ! Okkur vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá. Ef þið eruð í söluhugleiðingum þá vinsamlegast hafið samband. 2 herbergja Hjaltabakki 2ja herb. 62,1 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli auk 8,9 fm geymslu. Rúmgóð íbúð á góðum stað. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Lóðin er falleg, nýlega uppgerð. Verð: 8,5 millj. 3 herbergja Stíflusel Vorum að fá í einkasölu 3ja herb. 82,6 fm íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbhúsi. Íbúðin er stofa, 2 rúmgóð svefnherb., eldhús, baðherb. og forstofa. Góð íbúð. Suðursvalir. Verð: 10,8 millj. Árkvörn 3ja herb. endaíbúð á efstu hæð í vin- sælu fjölbýlishúsi á frábærum stað í Ártúnsholtinu. Íbúðin er með sérinn- gangi. Björt og falleg íbúð á mög vin- sælum stað. Kambsvegur Höfum í einka- sölu 3ja herbergja 77,8 fm þakíbúð. Sérinngangur, sérhiti. Snotur íbúð. Laus. Verð: 10,6 millj. Mjóstræti 3ja herb. 108,4 fm glæsileg íbúð á 2. hæð í fallegu járn- kl. timburhúsi. Íbúðin er mjög sér- stök, björt og falleg. Mikil lofthæð. Nýtt eldhús. Allar lagnir endurnýjað- ar o.fl. Sjón er sögu ríkari! Verð: 18,8 millj. Barðastaðir Nánast ný, vönd- uð og mjög falleg 3ja herb. 100,6 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Allar innr. vandaðar og glæsilegar. Parket og flísar á gólfum. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Suðursvalir. Aðgengi er sér- lega gott t.d. fyrir hjólastóla. Verð: 13,8 millj. Hagstæð lán. SÚ staðreynd að vanskil viðÍbúðalánasjóð eru í lág-marki á sama tíma ogfjöldi greiðsluerfiðleika- mála hefur tvöfaldast á milli ára hefur vakið nokkra athygli, enda virðist í fyrstu vera um rökleysu að ræða. Það er hins vegar alls ekki þegar málið er skoðað í kjöl- inn. Til að skýra þetta munu næstu tvær greinar fjalla annars vegar um þróun vanskila við Íbúðalána- sjóð og áður Húsnæðisstofnun og hins vegar um þróun greiðsluerf- iðleikamála sama tímabil. En fyrst að þróun vanskila við Íbúðalánasjóð og áður Húsnæð- isstofnun ríkisins á árunum 1995– 2003. Árið 1995 nam fjárhæð 3 mán- aða vanskila og eldri við Húsnæð- isstofnun ríkisins 1,25% af heildar- fjárhæð, en það ár var að líkindum eitt það erfiðasta í sögu Húsnæðisstofnunar hvað vanskil og greiðsluerfiðleika varðar. Heldur dró úr á milli áranna 1995 og 1996, þegar hlutfallið var 1,19%. Sú þróun hélt síðan nokkuð hratt áfram og hinn 1. janúar 1999, fyrsta starfsár Íbúðalána- sjóðs var hlutfall vanskila komið niður í 0,43%. Það lækkaði enn á árunum 1999 og 2000 og var kom- ið niður í 0,28% 1. janúar 2000. Örlítil hækkun var á árinu 2001, en á nýliðnu ári dró aftur úr van- skilum og eru vanskil nú í algjöru lágmarki eða 0,30%. (Sjá graf 1) Þessa þróun er unnt að skoða út frá fleiri sjónarhornum. Að fram- an voru vanskil skoðuð út frá hlut- falli fjárhæða. Ef skoðuð er vanskilaþróun út frá fjölda lántak- enda og hlutfalli lántakenda í 3. mánaða vanskilum kemur eftirfar- andi í ljós. (Sjá graf 2) Á sama hátt og hlutfall fjár- hæða í vanskilum voru í algjöru hámarki árið 1995, þá var bæði hlutfall og fjöldi lántakenda í van- skilum í sögulegu hámarki það ár. Rúmlega 13% lántakenda hjá Hús- næðisstofnun ríkisins voru í 3. mánaða vanskilum eða meira 1. janúar það ár. Þetta voru 7.220 manns. Við stofnun Íbúðalánasjóðs 1. janúar 1999 voru einstaklingar í slíkum vanskilum komnir niður undir 3.000. Hlutfall lántakenda í vanskilum hafði minnkað enn meira, enda lántakendum í heild- ina fjölgað á tímabilinu. Sögulegt lágmark náðist í hlut- fallslegum fjölda lántakenda við- skiptavina Íbúðalánasjóðs hinn 1. janúar árið 2000, eða 4,29% lán- takenda. Það hlutfall hélst út það ár og var það sama 1. janúar árið eftir. Hins vegar varð aukning á árinu 2001, en hlutfallslega fækk- aði lántakendum í vanskilum aftur á síðastliðnu ári og er hlutfallið aftur komið niður undir sögulegt lágmark. Fjöldi þeirra einstaklinga sem eru í 3. mánaða vanskilum hefur verið svipaður allan lánstíma Íbúðalánasjóðs, þrátt fyrir að lán- takendum Íbúðalánasjóðs hafi fjölgað um tæp 15% eða um rúm 9 þúsund á þeim fjórum árum sem sjóðurinn hefur starfað. Eftirfarandi ástæður skýra að líkindum þá jákvæðu þróun sem orðið hefur í skilum húsnæðislána á undanförnum árum: – Hugarfarsbreyting hjá al- menningi sem leggur áherslu á að standa í skilum með íbúðalánin. – Aukin notkun greiðsluþjón- ustu bankanna. – Skuldajöfnun vaxtabóta á móti gjaldföllnum afborgunum íbúðalána Íbúðalánasjóðs. – Gott efnahagsástand á ár- unum 1998 til 2001. – Rýmri greiðsluerfiðleikaþjón- usta Íbúðalánasjóðs. Í næstu grein verður fjallað um þróun greiðsluerfiðleikamála hjá Húsnæðisstofnun Íbúðalánasjóði á sama tímabili. Vanskil í lágmarki þrátt fyrir fjölgun greiðsluerfiðleikamála Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Lyngvík er nú til sölu mjög fallegt og vel innréttað einbýlishús við Jórsali 10. Húsið skiptist í 160,3 ferm. hæð og 31,5 ferm. útsýn- isturn ásamt 38,6 ferm. innbyggð- um bílskúr, samtals 230,4 ferm. Komið er inn í flísalagða for- stofu með gestasalerni og síðan inn í hol, en þaðan er gengið inn í flísalagða stofu og borðstofu. Eld- húsið er líka flísalagt og það er með fallegri innréttingu og borð- krók. Barnaherbergin eru tvö, bæði með fataskáp, hjónaherbergið er líka með fataskáp, baðherbergið er flísalagt með hornbaðkari og þvottahúsið er flísalagt með út- gangi út í bílskúr. Frá holi er stigi upp í 31,5 ferm. turn með góðu út- sýni. Ásett verð er 27,9 millj. kr. „Þetta er mjög fallegt hús og stendur á afar skemmtilegum stað,“ sagði Steinar S. Jónsson hjá Lyngvík. Jórsalir 10 Húsið skiptist í 160,3 ferm. hæð og 31,5 ferm. útsýnisturn ásamt 38,6 ferm. innbyggðum bílskúr, samtals 230,4 ferm. Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Lyngvík. Efnisyfirlit Ás ........................................... 5 6-7 Ásbyrgi ................................... 5 29 Berg .............................................. 37 Bifröst .......................................... 28 Borgir ....................................... 10-11 Brynjólfur Jónsson ..................... 8 Búmenn ........................................ 20 Eign.is ........................................... 12 Eignaborg .................................... 46 Eignalistinn ................................ 25 Eignamiðlun ......................... 40-41 Eignanaust ................................. 46 Fasteign.is .......................... 44-45 Fasteignamarkaðurinn ............. 31 Fasteignamiðlunin .................... 30 Fasteignamiðstöðin .................. 39 Fasteignasala Mosfellsbæjar .... 7 Fasteignasala Íslands ............... 10 Fasteignastofan ........................ 22 Fasteignaþing .............................. 13 Fjárfesting .................................. 34 Fold ................................................ 18 Foss .............................................. 47 Garður ............................................. 2 Garðatorg ..................................... 17 Gimli .............................................. 16 Heimili .......................................... 45 Híbýli ............................................. 15 Hóll ............................................. 4-5 Hraunhamar ........................ 42-43 Húsakaup ....................................... 3 Húsavík ........................................ 27 Húsið ........................................... 35 Húsin í bænum ........................... 32 Höfði .............................................. 21 Höfði Hafnarfirði ....................... 20 Kjöreign ....................................... 38 Laufás ........................................... 32 Lundur .................................. 24-25 Lyngvík ........................................ 23 Miðborg ......................................... 19 Remax ............................................. 9 Skeifan .......................................... 48 .Smárinn ....................................... 35 Stakfell ........................................ 46 Valhöll ..................................... 14-15 101 Reykjavík ............................. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.