Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 26
AÐ SÖGN Þórdísar Reynisdóttur hjá fasteignasölu Gísla Auðbergs- sonar á Eskifirði er þokkalegt framboð nú á eignum á Neskaup- stað og Eskifirði en heldur minna í boði á Reyðarfirði. „Fólk hér sækist gjarnan eftir litlum, þægilegum einbýlishúsum, um 100–120 ferm. að stærð og með eða án bílskúrs á verðbilinu 7–9 millj. kr.,“ sagði Þórdís. „Það er mest vöntun á slíkum húsum.“ Hún kvað algengt verð í Fjarða- byggð á 2ja herb. íbúð í þokkalegu ástandi nú vera um 4 millj. kr. og jafnvel mun ódýrari en það, á 3ja herb. íbúð um 5 millj. kr. og um og yfir 6 millj. kr. á 4ra herb. íbúð. Lítið væri hins vegar um stór fjöl- býlishús en nokkuð um tví- og þrí- býlishús. Verð ætti örugglega eftir að hækka og þess hefði orðið vart, að fólk vildi kaupa íbúðir, á meðan verð væri enn lágt, en aðrir sem væru í söluhugleiðingum, hefðu beðið með að selja í von um hækk- andi verð. Sumir búa við þann vanda að hafa ekki getað selt, þar sem markaðsverðið var orðið lægra en áhvílandi veðskuldir. Nú mun þetta væntanlega breytast með hækkandi verði, þannig að þetta fólk sitji ekki lengur í átthaga- fjötrum af þessum sökum. Ágætis hreyfing hefði verið á eignum í Neskaupstað og Reyð- arfirði á síðasta ári en þó mest á Eskifirði. Kannski væri Eskifjörð- ur eftirsóttasta byggðarlagið, því að hann er nær fyrirhuguðu álveri en samt aðskilinn. „Það er mjög athyglisvert og raunar uppörv- andi, að brott- flutt fólk á öll- um aldri, sem búið er að búa annars staðar kannski í all- langan tíma, er nú farið að kanna mögu- leika á því að flytja aftur til Fjarðabyggðar,“ sagði Þórdís Reynisdóttir að lokum. Mest eftirspurn eftir litlum einbýlishúsum Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Prestshúsið svokallaða, eitt virðulegasta timburhúsið í Fjarðabyggð allri, en Þórdís er með efri hæð hússins í sölu. Þórdís P. Reynisdóttir, sölumaður hjá fasteignasölu Gísla Auðbergssonar á Eskifirði. „VIÐ erum í viðbragðsstöðu, en vilj- um ekki ráðast í frekari gatnagerð fyrr en við sjáum hlutina gerast,“ segir Óttar Guðmundsson, skipu- lagsfulltrúi í Fjarðabyggð. „Á Reyð- arfirði eru nú til 40–50 lóðir á svæði, þar sem gatnagerð er vel á veg kom- in og það yrði fljótgert að gera þess- ar lóðir klárar, þegar þörf verður fyrir þær.“ Þessar lóðir eru á nokkrum stöð- um í byggðarlaginu. Við Sunnugerði eru til óbyggðar 10–15 lóðir, en all- mörgum lóðum við þessa götu hefur þegar verið úthlutað. Þá má nefna nýtt íbúðarhverfi, sem kennt er við svonefnda Stekki. Þetta hverfi er norðan Búðareyrar og vestan Kvíagils. Götur á svæðinu eru Stekkur, Stekkjarbrekka, Stekkjargrund og Stekkjarholt. Þetta svæði og önnur nýbygging- arsvæði er í eigu Fjarðabyggðar. Hverfið er eingöngu ætlað fyrir íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir bland- aðri byggð einbýlishúsa og parhúsa. Húsin skulu vera á einni hæð, með bílskúr og flest með kjallara ef vill. Leiksvæði fyrir börn er fyrirhugað sunnan Stekkjargrundar og bolta- vellir í Kvíagili. Þar er einnig gert ráð fyrir sleða- og skíðabrekku, þar sem hafa má litla skíðalyftu. Norðan Hæðargerðis er skipulagt íbúðarsvæði, sem nær yfir tvær lóðir við Heiðarveg, fjórar lóðir við Hæð- argerði og 13 lóðir við Efstagerði, samtals 19 lóðir. Hverfið er eingöngu ætlað fyrir íbúðarbyggð. Í Bakkagerði 1, sem er íbúð- arsvæði austan Oddnýjarhæðar og norðan Austurvegar á Reyðarfirði, er stórt svæði, þar sem gert er ráð fyrir 152 íbúðum, þar af 80 einbýlis- húsum, 6 tveggja íbúða húsum, 20 íbúðum í parhúsum og 46 íbúðum í raðhúsum. Þegar er búið að byggja á tuttugu af þessum lóðum. Gott lóðaframboð áReyðarfirði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Óttar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi Fjarðabyggðar. Myndin er tekin í Stekkjahverfi og í baksýn er nýtt íbúðarhús í byggingu. 26 C ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir F YRIRHUGAÐ álver á Reyðarfirði er strax farið að hafa áhrif á fasteigna- markaðinn í Fjarðabyggð og víðar á Austurlandi. Þegar liggja fyrir nokkrar nýjar lóðaumsóknir og eru þær flestar um lóðir á Reyð- arfirði. Lóðaframboð þar er gott að sögn Óttars Guðmundssonar, skipulags- fulltrúa í Fjarðabyggð, en í þeim þremur byggðarlögum, sem til- heyra Fjarðabyggð, það er Nes- kaupstað, Reyðarfirði og Eskifirði, eru til deiliskipulögð svæði fyrir um 400 íbúðir og strax hægt að úthluta hluta þessara lóða til þeirra sem áhuga hafa. Þörf á 900–1.000 nýjum íbúðum Samkvæmt niðurstöðum úttekt- ar, sem gerð var vegna umhverf- ismats álversins, þarf að byggja um 900–1.000 nýjar íbúðir í tengslum við byggingu álvers í Reyðarfirði. Um 500–600 manns munu væntan- lega starfa í álverinu, en auk þess er gert ráð fyrir fjölda afleiddra starfa. Á grunni þeirra upplýsinga má gera ráð fyrir, að það þurfi hátt í 1.000 nýjar íbúðir á áhrifasvæði ál- versins. Íbúar á Reyðarfirði eru nú um 630, um 1.000 á Eskifirði og um 1.500 í Neskaupstað. Að sögn Ótt- ars Guðmundssonar hafa fyrir- spurnir einkum borizt um lóðir á Reyðarfirði fyrir parhús og raðhús en síður um lóðir fyrir fjölbýlishús enn sem komið er. Þessar fyrir- spurnir eru frá aðilum bæði innan héraðs og utan og einkum frá minni verktökum, en stór byggingafyrir- tæki eru vissulega á meðal þeirra t.d. Keflavíkurverktakar og Ísl. að- alverktakar. Óttar kvaðst ekki álíta að mikið væri til af lausu húsnæði á Reyð- arfirði eða annars staðar í Fjarða- byggð, þrátt fyrir nokkra fólks- fækkun undanfarið þar sem lítið hefði verið byggt á síðustu árum. Þó nokkur eftirspurn væri nú eft- ir íbúðarhúsnæði í Neskaupstað vegna uppgangs í fiskeldi. Þar er líka sjúkrahús og verkmenntaskóli og enginn vafi á að mikilvægi beggja þessara stofnana mun aukast með tilkomu álversins. „En það verður byrjað á nýrri heilsugæzlumiðstöð á Reyðarfirði í sumar með stækkunarmöguleikum síðar ef vill og einnig er gert ráð fyrir stækkun við grunnskólann þar, en verið er að ljúka við stækk- un við grunnskólana í Neskaupstað og á Eskifirði,“ sagði Óttar enn- fremur. Framkvæmdir standa nú fyrir dyrum við jarðgöng frá Reyðarfirði suður til Fáskrúðsfjarðar og gera má ráð fyrir einhverri eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði vegna þeirra, þar sem ekki aðeins verður töluverð atvinna, á meðan verið er að grafa og gera göngin. „Samgöngur verða örari og greiðari á öllu þessu svæði, eftir að búið er að taka göngin í notkun og Fáskrúðsfjörður tengist Fjarða- byggð ólíkt betur. Þetta mun ef- laust hafa sín áhrif á byggðina á þessu svæði,“ sagði Óttar. Framkvæmdir og umsvif stigvaxandi Óttar Guðmundsson benti á að framkvæmdir og umsvif vegna fyr- irhugaðs álvers færu stigvaxandi og ekki ólíklegt að eftirspurn og bygg- ingarframkvæmdir vegna nýs íbúð- arhúsnæðis myndu aukast í takt við það. „Framkvæmdir við höfnina hefjast ekki fyrr en á næsta ári og við álverið sjálft árið 2005, en þá á höfnin að vera tilbúin,“ sagði hann. „Álverið verður tekið í notkun árið 2007 og umsvifin vegna verklegra framkvæmda verða sennilega mest það ár og árið þar á undan.“ En Óttar kvaðst telja að fast- eignamarkaðurinn í Fjarðabyggð yrði virkur mjög fljótlega og það mætti merkja vissar breytingar á honum nú þegar. „Einhverjir hafa t.d. beðið með að selja eignir sínar hér vegna þess að þeir gera sér von- ir um hækkandi verð,“ sagði Óttar. Hann sagðist álíta að ástand á íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð væri misjafnt en alls ekki slæmt. „Sumir hafa haldið eignum sínum vel við en aðrir síður,“ sagði hann. „Það er sennilega jafn mismunandi og mennirnir eru margir. En það er meira af eldra húsnæði á Eskifirði en á Reyðarfirði og sumt orðið lúið á meðan annað hefur fengið betra viðhald. Nú er verið að hefja byggingarframkvæmdir við fyrstu húsin, sem hér hafa verið byggð í mörg ár. Þetta eru lítil ein- býlishús á einni hæð, en segja má að það sé skortur á slíkum húsum hér. Þessi hús eru úr timbri, innflutt frá Kanada, Svíþjóð eða Noregi og smíði þeirra á eftir að skapa tals- verða atvinnu fyrir iðnaðarmenn hér í Fjarðabyggð.“ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Horft yfir Reyðarfjörð. Í þeim þremur byggðarlögum, sem tilheyra Fjarðabyggð, það er Neskaupstað, Reyðarfirði og Eskifirði, eru til deiliskipulögð svæði fyrir um 400 íbúðir og strax hægt að úthluta hluta þessara lóða til þeirra, sem áhuga hafa. Gera má ráð fyrir hækk- andi verði á fasteignum í Fjarðabyggð með meiri eftirspurn. Magnús Sig- urðsson kynnti sér mark- aðinn þar um slóðir. Meira líf færist í fasteigna- markaðinn í Fjarðabyggð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.