Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 C 29HeimiliFasteignir OFNHITAKERFI erulangalgengustu hitakerfinhérlendis og svo hefurverið frá því að við fórum að leggja hitakerfi, sem við nefnd- um lengst af miðstöðvarkerfi og hættum að nota kolaofna. Ýmis önnur afbrigði hafa komið fram og á sjötta og sjöunda áratugnum héldu margir að geislahitun yrði framtíðarhitakerfið. Svo varð þó ekki, hins vegar er geislahitun í mörgum húsum frá þeim tíma og getur reynst ágæt- lega, en enginn vafi er á að mörg þeirra þyrfti að taka tak, einkum að bæta stýringu þeirra til að auka nýtingu varmans og ekki síður til að fá þægilegri og jafnari hita. Nýtt hitakerfi, gólfhiti, er í mik- illi sókn og því kerfi má alls ekki rugla saman við geislahitun, þar er um ólík hitakerfi að ræða. Það er ekki öllum gefið að vera spámenn, en því skal þó haldið fram að sókn gólfhitans aukist mik- ið á næstu árum, en þá er mikið í húfi að rétt sé hannað og rétt sé lagt, en hvenær gilda ekki þau boð- orð? Hita- og þægindastýring Þegar fjallað er um hitakerfi hér- lendis er nær alltaf miðað við að varmagjafinn sé hitaveita í ein- hverri mynd. Í flestum tilfellum eru þetta jarðvarmaveitur, í þó nokkr- um tilfellum fjarvarmaveitur þar sem hitinn kemur frá rafkyntum kötlum. Í strjálbýli er þó enn finn- anleg upphitun með kötlum á staðn- um, endur fyrir löngu kolakyntir, síðan olíukyntir en í dag er orku- gjafinn oftast rafmagn. En það er sama hver varmagjaf- inn er; við viljum stýra varmanum á einhvern hátt, fá varma þegar við höfum þörf fyrir hann, loka fyrir hann þegar okkur er heitt, við vilj- um samt hafa gott loft í okkar hý- býlum og við viljum jafnan hita, ekki vera með kalda fætur eða sveitt enni. Til að uppfylla þessar óskir og þarfir er tvennt nauðsynlegt. Í fyrsta lagi að kerfið sé hugsað frá upphafi með þetta í huga, hönnuður hafi þetta að leiðarljósi og ekki síð- ur pípulagningamaðurinn sem legg- ur kerfið. Í öðru lagi að það komi ekki aðrir hönnuðir og iðnaðarmenn og eyði- leggi það sem vel er hugsað og unn- ið, t. d. með því að loka ofna inni í einhvers konar "súper" sólbekkjum eða vanhugsuðum mublum. Í þriðja lagi þarf sá sem í íbúð- inni býr að skilja einfaldar grund- vallarreglur um eðli hitakerfisins og hvernig beita á stýringu þess hver sem hún er, en á því er mikill mis- brestur. Í árdaga miðstöðvarhitunar var stýringin ákaflega einföld: Húsmóðirin fór upp fyrir allar aldir og kveikti upp í kolakatlinum og í framhaldi af því streymdi heitt vatn um leiðslur og ofna. Svo kom hitaveitan, já þvílík framför, húsmóðirin þurfti að sjálf- sögðu að fara upp árla og niður í kjallara, en eingöngu til að skrúfa frá einum krana og þá hitnaði miklu fyrr en á dögum kolakynd- ingarinnar. Svo var rafmagnið tekið í notkun og húsmóðirin þurfti ekki lengur að fara niður í kjallara. Á inntak hita- veitunnar var settur rafstýrður seg- ulloki tengdur hitastilli uppi í stofu. Þá héldu flestir að ekki yrði lengra komist í þægindum þegar hægt var að kalla á ákveðinn hita yfir daginn og lægri hita yfir nóttina. Clausen breytti öllu En einn pumpumakari á dönsku eynni Als breytti öllu þegar hann stofnaði Danfoss og fór að fram- leiða ofnloka með þeirri furðulegu náttúru að þeir gátu stýrt vatns- rennsli um hvern ofn án þess þó að vera tengdir rafmagni eða nokkurri annari utanaðkomandi orku. Þetta var þó ekki yfirnáttúrulegt að neinu leyti, hann nýtti einfald- lega náttúrulögmálið um að málmar og nánast öll önnur efni taka breyt- ingum með hækkandi eða lækkandi hita. Þetta hafði verið þekkt frá upphafi bílaaldar, þannig vinnur vatnslás í bíl. Belgur úr málmi þenst út eða dregst saman eftir hitabreytingum kælivatns vél- arinnar. Síðan hafa fjölmargar aðrar teg- undir af sjálfvirkum ofnlokum kom- ið á markað. Tvenns konar sjálfvirkir ofnlokar Er það ekki að bera í bakkafullan lækinn að fara enn einu sinni að ræða um túrloka og retúrloka? Það verður nú samt gert og kannski ekki að ástæðulausu því að muninn á þessum lokum verða allir húseigendur að þekkja til að geta notað þá rétt. Í fyrsta lagi túrlokinn. Hann stýrist af lofthitanum þar sem hann er, stýrist á sama hátt og gamla góða termóstatið sem var einu sinni í hverri stofu og opnaði og lokaði fyrir hitann. Túrlokinn er alltaf á ofanverðum ofninum, þó með svolítilli und- antekningu. Í öðru lagi retúrlokinn. Hann var geysilega algengur á vissu tímabili, aðallega á sjöunda, áttunda og jafn- vel níunda ártug síðustu aldar. Ástæðan fyrir þessari miklu notkun voru vissir annmarkar túrlokans sem nú er búið að ráða bót á. Retúrlokinn skilaði mjög góðu verki um fjöldamörg ár. Retúrlokinn tekur nánast ekkert tillit til lofthitans þar sem hann er, hann stýrist af hita vatnsins sem um hann rennur. Af þessu á að vera augljóst hvor er heppilegri stýring á varma og hvor gefur meiri þægindi. Það er auðvitað túrlokinn, rétt stilltur loki gefur rétt vatnsmagn inn á hvern ofn, lokar fyrir hitann þegar þeim hita er náð, hvort sem sá hiti kemur frá ofninum, sólinni, eldavélinni eða gestunum í afmæl- inu. Þessa aukavarma tekur retúrlok- inn ekkert tillit til, hann heldur áfram að hita og hita. Sá sem í íbúðinni býr á að vera eins vel upplýstur um stýringar og hitagjafa og mögulegt er, hann á að hafa meira um það að segja hvaða hitastýring er valin, hann á ekki að láta steinrunna lagnamenn segja sér fyrir verkum og búa við stýr- ingar sem ekki veita þau þægindi, sem hver og einn á rétt á. Og ekki nóg með það, sumir lagnamenn sem vilja fylgjast með tímanum eru farnir að nota túrkr- anann meira en áður en telja það skyldu sína að planta nokkrum ret- úrkrönum inn á hvert kerfi, svo sem í forstofu, þvottahús, bað eða bílskúr. Fyrir húseigandann og íbúann er best að hann þurfi aðeins að læra á eina tegund stýringar, þannig nær hann bestum tökum á því að velja sér varma og þægindi að eigin ósk- um. Hvað stýrir hitanum hjá þér? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Gamli Danfoss retúrkraninn var þarf- ur þjónn, en er úreltur eins og gamall vagnjálkur. Heimeier retúrlokinn á ekki langa sögu og er ekki góð sending inn í lagnamenningu okkar. Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Bað- herbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suðursvalir og aðrar í norður með frábæru útsýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattardiskur. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. tilv. 31248 BRYGGJUHVERFI - ÍBÚÐ Á TVEIMUR HÆÐUM 6 herb. 174,9 fm glæsileg ný íbúð á tveim- ur hæðum auk stæðis í bílageymslu. Íbúð- in er innréttuð vönduðum innréttingum, parket, flísar, flísalagt baðherb. Stórar vestursvalir. Íbúðin er ekki alveg fullbúin. Laus strax. Verð 19,3 millj. DALHÚS - HAGSTÆTT VERÐ Mjög gott 128,9 fm raðhús á 2 hæðum með stórri suðurverönd. 4 stór svefnh. Stór stofa og borðstofa með parketi. Stór verönd. Barnvænt og rólegt hverfi með skóla og alla íþróttaaðstöðu við þröskuld- inn. Hagstætt verð. tilv. 15250 BYGGÐARENDI - SÉRHANNAÐ Einstaklega vel hannað ca 260 fm einbýl- ishús á tveimur hæðum með bílskúr. Gott eldhús, stór stofa og 5 herbergi. Arinn, gufubað og glæsilegur 900 fm garður. Gegnheilt parket á gólfum. Húsið er í lok- uðum botnlanga í rólegu hverfi, með fal- legt útsýni. Það er mjög vandað og vel við haldið. tilv. 30922 HOFGARÐAR - EINBÝLI - TVÖF. BÍLSKÚR 155,3 fm auk 43,6 fm tvöfalds bílskúrs eða hús alls 198,9 fm á einni hæð. Húsið skiptist í: Stofu, borðstofu, 3 svefnh, (mögul. á aukaherbergi), stórt eldhús, baðherbergi, gesta wc, þvottahús, geymslu. Innangengt í bílskúr. Möguleg skipti á 3ja-4ra herb. með bílskúr. 30175 HVERFISGATA - HAFNF. Gamalt virðulegt 150 fm timbureinbýlishús í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið er kjallari, hæð og rishæð auk bílskúrs. Húsið stend- ur á einni fallegustu lóð í miðbænum sem er yfir 1.100 fm að stærð. Húsið hefur sögulegt gildi. Verð 19,5 millj. 4RA - 5 HERB. DVERGABAKKI - Í SÉRFLOKKI 4ra herb. 104 fm mjög góð íbúð á 2. hæð í húsi sem er allt nýviðgert að utan. Nýlegt eldhús, nýtt baðherbergi, þvottaherb. inn- af eldhúsi, stór stofa, vestursvalir. Stór geymsla í kjallara. Verð 12,5 millj. Tilv. nr. 30937 FLYÐRUGRANDI - BÍLSKÚR 126,2 fm 4 herb. lúxúsíbúð á efstu hæð með mjög stórum stofum og tvennum svölum. Íbúðinni fylgir 24 fm bílskúr. Laus fljótlega. tilv.30096 JÖRFABAKKI Mjög vel skipulögð og góð 4ra herb. 104,8 fm íbúð á 2. hæð í fjölbhúsi. Þvottaherb. innan íbúðar. Stórar suðursvalir. Stórt íbúðarherb. í kjallara. Laus. Verð kr. 12,2 millj. Tilv. 30840 MJÓAHLÍÐ - EFRI HÆÐ 4ra herb. 103 fm vel skipulögð efri sérhæð, sem skiptist í 2 stór svefnherb. stórt hol, 2 mjög skemmtilegar samliggjandi skiptan- legar stofur, eldhús með borðkrók og baðherbergi. Búið að endurnýja íbúðina töluvert, t.d. nýtt fallegt baðherb., endur- nýjaðir gluggar og þak. Íbúðin er laus. Tilv. 30834 TORFUFELL 4ra herb. 97 fm mjög vel skipulögð íbúð á 4. hæð. 3 stór svefnher- bergi, góð stofa. Nýtt parket, yfirbyggðar- svalir. Húsið allt ný klætt að utan. Góð sameign inni. Verð 10.9 millj. Tilv. 15028 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR 3 HERBERGJA JÖRFABAKKI Stórglæsileg 3ja herb. 82 fm á 1. hæð í góðu fjölbýli. Endurnýjað eldhús og bað- herbergi. Parket á stofu og herb. Sér þvottahús í íbúð. Suðursvalir. Áhv. 7,0 millj. hagstæð lán. Verð 11,8 millj. Tilv. 30696 NÚPALIND - Í SÉRFLOKKI 3ja herb. 99,8 fm stórglæsileg íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. 2 stór svefnherb., mjög stór stofa, þvottaherb. innan íbúðar, tvær geymslur og stæði í bílageymslu. Allar inn- réttingar í sérflokki, parket. Húsið nær við- haldsfrítt að utan. Stórar vestursvalir. Mik- ið útsýni. Verð 15,8 millj. NÝBÝLAVEGUR - BÍLSKÚR KÓP. Góð 3ja herb. 68,9 fm íbúð á jarðhæð í góðu fjórbýlishúshúsi. Þvottaherb. innan íbúðar, góð verönd. 28,8 fm bílskúr. Tilv. 30417 LEIRUBAKKI - NÝ JARÐHÆÐ 3ja herb. 97 fm ný og falleg íbúð með sér- inngangi á jarðhæð í 2ja hæða húsi. 2 góð svefnherb., t.f. þvottav. á baði. góð stofa. Stór suðurverönd. Verð 12,8 millj. Tilv. 30530 2 HERBERGJA NÖKKVAVOGUR - MEÐ AUKA- HERB. Mjög góð 2ja herb. 58,4 fm rúmgóð íbúð á 1. hæð í góðu fjórbýlishúsi. Endurnýjað eldhús og baðherb., nýjar flísar á gólfum. Gott aukaherb. í kjallara, sérgeymsla og sérþvottaherb. Verð 10,5 millj. VALLARBARÐ Góð 2ja herb 63 fm íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi. Áhv. 4,1 millj. Verð 8,4 millj. Tilv. 15239 TIL LEIGU BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU 300-600 fm gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð sem leigjast saman eða sitt í hvoru lagi. Laust. KLETTHÁLS - LAGERHÚS- NÆÐI Til leigu 525 fm nýtt og glæsilegt iðnaðar- eða lagerhúsnæði. Húsnæðið skiptist í um 475 fm lagerhúsnæði með mikilli lofthæð og 2 stórum innkeyrsludyr- um ca 50 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Stór malbikuð lóð. Til afhendingar strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.