Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 1
Blair sagði að bresk stjórnvöld áskildu sér rétt til að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Írak, jafn- vel þó svo færi að einhver ríkjanna sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði SÞ beittu neitunarvaldi sínu gegn slíkum aðgerðum á vegum SÞ. Dominque de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, hafði ekki úti- lokað þann möguleika að Frakkar beittu neitunarvaldi, en de Villepin telur ekkert enn hafa komið á daginn sem réttlæti árás á Írak. Bush hvikar hvergi Auk Frakka þrýsta Rússar og Kínverjar – en öll hafa ríkin neit- unarvald í öryggisráðinu – nú á að vopnaeftirlitsmenn fái lengri tíma til að sinna starfi sínu í Írak. Bush Bandaríkjaforseti lét slíkar kröfur hins vegar sem vind um eyrun þjóta er hann ræddi við fréttamenn í gær og sagði að Saddam notaði venju- bundnar brellur til að reyna að kom- TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær að sá mikli þrýst- ingur, sem írösk stjórnvöld mega nú sæta, væri farinn að segja til sín. Hernaðarundirbúningur Breta og Bandaríkjamanna á Persaflóasvæð- inu ylli því að tök Saddams Husseins Íraksforseta á valdataumunum væru veikari en áður. George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þau orð hins vegar falla að Saddam hefði haft nægan tíma til að afvopnast. Lítil ástæða væri til að eyða meiri tíma í vopnaeftirlit á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Það hriktir í stoðum stjórnarinn- ar, hún hefur veikst,“ sagði Blair er hann kom fyrir þingnefnd í London í gær. Bætti hann því við að einmitt vegna þess, að nú fjaraði undan Saddam-stjórninni, þyrfti að halda áfram uppi látlausum þrýstingi og sýna Írökum, að full alvara væri á bak við hótanir um að vopnavaldi verði beitt, afvopnist þeir ekki. herra Bandaríkjanna, hefur nú fyr- irskipað að tvö flugmóðurskip til við- bótar skuli fara til Persaflóa- svæðisins. Hernaðarsérfræðingar segja að sá mikli liðsafnaður sem hefur átt sér stað undanfarna daga bendi til að árás á Írak sé hugsanleg innan fárra vikna. Blair segir þrýstinginn á Saddam segja til sín London, Washington, Bagdad. AFP, AP. Reuters Breskir hermenn við æfingar en hernaðarundirbúningur er nú í hámarki. ast hjá því að verða við úrslitakost- um SÞ um að afvopnast. Var Bush ósáttur við afstöðu áðurnefndra þjóða. „Hann er í feluleik við vopna- eftirlitsmennina. Það eitt er víst, að hann er ekki að afvopnast,“ sagði Bush um Saddam. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- STOFNAÐ 1913 20. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 mbl.is Franskir gæðingar Citroën C8 og Renault Mégane II reynsluekið Bílar 2/4 Hátízkan í París Vorsýningarnar eru hafnar í háborg tízkunnar Fólk 49 Meðfæddir hæfileikar Rúnar Kristinsson lofaður í hástert í Belgíu Íþróttir 47 HILDA Allansdóttir, sem er hálf-palest- ínsk, sá í sjónvarpsfréttum þegar heimili föðurbróður hennar í Hebron á vestur- bakka Jórdanar var sprengt í loft upp af ísraelskum hermönn- um á mánudag. Föður- bróðir Hildu og fjórir synir hans eru nú í haldi ísraelska hers- ins. Hún dregur ein- dregið í efa þær ástæður sem herinn gefur fyrir handtökun- um og óttast mjög um afdrif frænda sinna. Frétti Hilda fyrst af sprengingunni á arabísku sjónvarpsstöð- inni Al manar, sem fjölskylda hennar hef- ur aðgang að hér á Íslandi. „Ég tók það mjög nærri mér þegar ég sá þetta í sjónvarpinu í gær. Ég var búin að lesa á Netinu að húsið hans hefði verið tekið og þá horfðum við á fréttirnar og sáum húsið sprengt upp og frændfólk okkar við rústirnar. Afi og amma áttu þetta land og frændur mínir eru margir með hús á þessari lóð,“ segir Hilda. Sjálf bjó hún um tíma í næsta húsi með fjöl- skyldu sinni. Hún segir að erfitt sé að ná sambandi við fjölskylduna úti í Palestínu og þegar samband náist þori fólk ekki að ræða ástandið sín á milli af ótta við að síminn sé hleraður. Sá heimili frænda síns sprengt í sjónvarpinu Hálf-palestínsk kona ótt- ast um ættingja í Hebron Hilda Allansdóttir  Óttast að sjá/4 KULDINN kom ekki í veg fyrir að erlendir ferðamenn héldu í dagsferð um Suðurland í gær. Frostið fór þá upp fyrir 10 stig, en spáð er heldur minna frosti næstu daga. Ferðamennirnir skoðuðu meðal annars Selja- landsfoss og Skógafoss, fóru á Sólheimajökul og gengu um Reynisfjöru. Þeim fannst mikið til Seljalandsfoss koma í vetrarhamnum. „Krafturinn er mikill og ísinn fallegur,“ sagði Ulf Bromietzki, sem dvelur hér í viku ásamt konu sinni, Anne Gret Bromietzki. Þau segja upplifunina allt annars eðlis en þau hafi kynnst annars staðar að sumri til. Kristaltær klakinn glansi undan fossúðanum eins og ómót- að listaverk. Morgunblaðið/RAX Svellið hált við Seljalandsfoss FYRRVERANDI olíumálaráðherra Sádi-Arabíu sagði í gær, að brygð- ist Saddam Hussein, forseti Íraks, við árás Bandaríkjamanna með því að eyðileggja olíulindirnar í land- inu, gæti olíuverðið farið í allt að 100 dollara fatið með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahagslífið í heiminum. Ahmed Zaki Yamani, fyrrverandi olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði á ráðstefnu í Doha í Katar, að Saddam Hussein gæti hæglega brugðist við árás með því að eyði- leggja olíulindirnar og þá myndi heimsmarkaðsverðið fara í 80 til 100 dollara. Sagði hann, að þannig myndu Bandaríkjamenn bera beina ábyrgð á miklum hörmungum um allan heim. Verðið fyrir Brent-olíu úr Norð- ursjó hækkaði í gær um 47 sent og fór í 31,12 dollara. Var hækkunin rakin til liðsflutninga Bandaríkja- manna og Breta til Mið-Austur- landa og til þeirrar yfirlýsingar Donalds Rumsfelds, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, að samningaviðræður við Íraka væru ekki lengur inni í myndinni. Olían í 100 dollara? Doha, London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.