Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 21 NÝLEGA voru afhentar viðurkenn- inga fyrir íþróttamann ársins og af- reksunglinga í Húnaþingi vestra. Í ár voru tuttugu og fimm einstak- lingar tilnefndir sem afreksung- lingar, fjórtán stelpur og ellefu strákar, allt einstaklingar sem áttu fyllilega skilið að fá viðurkenningu fyrir frammistöðu sína á árinu. Stjórn USVH ákvað að veita öllum þessum einstaklingum sömu við- urkenninguna, allir fengu bikar til minningar. Þessir einstaklingar fengu viðukenningu fyrir að vera afreksunglingar USVH 2002. Fanney Dögg Indriðadóttir, Freydís Jóna Guðjónsdóttir, Gerð- ur Rósa Sigurðardóttir, Guðrún Eik Skúladóttir, Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir, Hafdís Ýr Óskars- dóttir, Helga Rós Níelsdóttir, Hrund Jóhannsdóttir, Íris Rut Garðarsdóttir, Katrín Sif Rúnars- dóttir, Sara Ólafsdóttir, Sonja Lín- dal Þórisdóttir, Þóra Björg Krist- mundsdóttir og Þórunn Inga Kristmundsdóttir. Aðalsteinn Ingi Halldórsson, Benjamín Freyr Odds- son, Eyjólfur Unnarsson, Frímann Haukdal Jónsson, Guðjón Þor- steinsson, Hlynur Rafn Rafnsson, Jón Pálmar Ragnarsson, Kristinn Rúnar Víglundsson, Magnús Atli Pétursson, Sveinn Óli Friðriksson og Ólafur Einar Skúlason. Í þetta sinn voru sjö einstak- lingar tilnefndir til íþróttamanns ársins 2002 hjá USVH, en þeir eru Eyjólfur Unnarsson, Fanney Dögg Indriðadóttir, Hafdís Ýr Óskars- dóttir, Hrund Jóhannsdóttir, Ingv- eldur Ása Konráðsdóttir, Sonja Lín- dal Þórisdóttir og Sverrir Sigurðs- son. Hrund Jóhannsdóttir íþróttamaður ársins Íþróttamaður ársins 2002 hjá USVH var valin Hrund Jóhanns- dóttir með 26 stig, í öðru sæti varð Fanney Dögg Indriðadóttir með 21 stig og í þriðja sæti varð Sverrir Sigurðsson með 8 stig. Hrund hefur náð góðum árangri í körfubolta á liðnu ári. Hún er í unglingalandsliði í 10. flokki og fór m.a. í keppnisferð á smáþjóðaleika ungmenna til Möltu síðastliðið sumar, þar lentu stúlkurnar í öðru sæti. Tólf stúlkur kepptu fyrir hönd Íslands á Möltu en þær voru valdar úr hópi 96 stúlkna. Hún fór í aðra ferð með unglingalandsliðinu til Skotlands 2. janúar á þessu ári. Fanney hefur lagt áherslu á frjálsar íþróttir og hefur náð góðum árangri í þeirri grein og þykir mjög efnileg. Sverrir hefur í langan tíma lagt mikla áherslu á hestamennsku. Hann tók þátt í Landsmóti hesta- manna sem var haldið á Vind- heimamelum síðastliðið sumar. Einnig vann sinn flokk í firma- keppni Þyts. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Íþróttamaður ársins og þeir sem lentu í öðru og þriðja sæti. Már Her- mannsson, varaformaður USVH (l.t.v.), Hrund Jóhannsdóttir, íþróttamað- ur ársins, Fanney Dögg Indriðadóttir og Sverrir Sigurðsson. Viðurkenningar veittar fyrir íþróttaafrek Hvammstangi UMHVERFISSTOFNUN og Fjarðabyggð stóðu fyrir almennum kynningarfundi á Fosshótelinu Reyðarfirði á mánudagskvöld um til- lögu að starfsleyfi fyrir álver Alcoa, Fjarðaál, sem nú liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofum sveit- arfélagsins. Einnig er hægt að kynna sér tillögurnar á vef Hollustuvernd- ar, hollver.is, og á bókasafninu á Eg- ilsstöðum. Að sögn Þórs Tómassonar, verk- fræðingur og fagstjóri hjá Umhverf- isstofnun, sem var með framsögu á Reyðarfirði ásamt Helga Jenssyni, fór fundurinn vel fram en hann sagð- ist hafa viljað sjá fleiri, en um 40 manns mættu. Hann sagði fundar- menn helst hafa spurt um mögulega mengun frá álverinu og m.a. muninn á vothreinsun og skorsteini en Alcoa hyggst reisa tvo skorsteina við ker- skála álversins sem eiga að verða um 80 metra háir hvor um sig. 50 m skorsteinar duga ekki Reyðarál, sem var í eigu Norsk Hydro og Hæfis, ætlaði að hafa vot- hreinsibúnað í sínu álveri, auk þess að framleiða rafskaut á staðnum og urða allan úrgang, en vegna þeirrar stefnu Alcoa að hafa ekkert frá- rennsli frá verksmiðjunni út í sjó var ákveðið að hafa skorsteina, til að lág- marka loftmengun í nágrenni álvers- ins. Þá ætlar Alcoa að flytja raf- skautin inn og flytja allan mengandi úrgang úr landi, til að draga úr um- hverfisáhrifum álversins. Að sögn Þórs er loftmengunin tal- in vera innan viðmiðunarmörkum, þó að hún muni aukast verulega á svæð- inu. Alcoa lét reikna það út fyrir sig hvað þyrfti háa skorsteina fyrir gefin styrk af brennisteini í útblæstri. Voru 50 metra háir skorsteinar ekki taldir nægilega háir en færu þeir upp í 80 metra hæð myndu þeir uppfylla kröfur um útblástur. Gangi þessi áform eftir verða skorsteinarnir með hæstu mannvirkjum á landinu. Til samanburðar er Hallgrímskirkju- turn um 73 metrar og skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi 65 metrar. Eiga skorsteinarnir ekki að sjást frá sjálfum Reyðarfjarð- arbæ. Starfsleyfi væntanlegt í mars Frestur til að skila inn athuga- semdum við tillöguna er til 18. febr- úar næstkomandi. Berist engar al- varlegar athugasemdir mun Umhverfisstofnun gefa starfsleyfið út um miðjan marsmánuð. Á leyfið að gilda frá árinu 2007, þegar Fjarðaál hyggst taka til starfa, og til 2020. 80 metra skor- steinar við álverið Reyðarfjörður Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Frá kynningarfundinum á Reyðarfirði þar sem starfsmenn Umhverfis- stofnunar héldu framsögu, Þór Tómasson og Helgi Jensson. 68 HÚSVÍKINGAR voru atvinnu- lausir 17. janúar síðastliðinn, 32 karl- ar og 36 konur, að því er fram kemur á heimasíðu stétt- arfélaganna í Þingeyjarsýslum. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum utan Húsavíkur, þ.e.a.s. í Skútustaðahreppi, Aðaldal, Þingeyjarsveit og á Raufarhöfn, Þórshöfn og Kópaskeri, voru 42 atvinnu- lausir. Þar af voru 25 konur og 17 karlar. Samkvæmt þessu eru því 110 manns atvinnulausir í Þingeyjar- sýslum. Um mánaðamótin janúar og febrúar í fyrra voru 89 manns atvinnulausir í Þingeyjarsýslum og eru þeir nú 21 fleiri. Að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar formanns Verka-lýðsfélags Húsavíkur hafa menn eðlilega miklar áhyggjur af at- vinnuástandinu, atvinnuleysi hefur aukist verulega á síð- ustu vikum og ekki er sjáanlegt að það muni lagast á næstu vikum. Hann sagði forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni víða um land hafa töluverðar áhyggjur af stöðu mála enda atvinnuleysið aukist verulega að undanförnu. Aðalsteinn segir að vaxandi atvinnuleysi á höfuðborg- arsvæðinu hafi einnig áhrif úti á landi, fólk og þá sér í lagi ungt fólk hafi sótt í atvinnu þangað þegar mest var að gera þar. Nú sækir það síðan aftur á heimaslóðir þeg- ar kreppir að í atvinnumálum syðra og fari á atvinnu- leysisbætur þar. 110 Þingeyingar atvinnulausir Húsavík w w w .d es ig n. is © 20 03 Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) Sími 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Handlaugar. Verð frá kr. 3.950,- stgr. Wc með festingum og harðri setu. Tvöföld skolun. Stútur í vegg eða gólf. Verð frá kr. 16.950,- stgr. Einnarhandar blöndunartæki f. handlaug m. lyftit. Kr. 5.900,- stgr Einnarhandar blöndunartæki f. bað m. sturtusetti Kr. 5.900,- stgr Handlaug með fæti. 55x43 cm. Verð kr. 9.450,- stgr. Heilir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 cm. Kr. 47.900,- stgr 80x80 cm. Kr. 49.900,- stgr 75x90 cm. Kr. 59.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 59.900,- stgr Heilir rúnnaðir sturtuklefar í horn. Öryggisgler, segullæsing, sturtusett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 80x80 cm. Kr. 65.780,- stgr. 90x90 cm. Kr. 67.450,- stgr. Hitastýrð blöndunartæki m. brunaöryggi. verð frá kr. 8.990,- stgr. Þrískipt baðkarshlíf. Öryggisgler, segullæsing. 125x140 cm. Kr. 16.900,- stgr Baðkarshlíf. Hert öryggisgler. 85x140 cm. Kr. 14.900,- stgr Verð sett með öllu Kr. 43.800,- stgr Innbyggingar WC Við látum verðið tala! D Ú N D U R v e t r a r t i l b o ð Gufu- nuddsturtuklefar. 4-6 mm öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, 6 nuddstútar, sæti, blöndunartæki, botn og vatnslás. Verð frá: Kr. 122.650,- stgr. Horbaðkör 145x145 hjartalöguð tveggja manna. Verð með framhlíf og nuddi. Áður kr. 249.500,- stgr Nú kr. 189.900,- stgr Verð með framhlíf án nudds. Áður kr. 98.800,- stgr Nú kr. 79.650,- stgr Nuddbaðkar 170x83 Emelerað stálkar með nuddi. Áður kr. 172.376,- stgr Nú kr. 137.900,- stgr Lúxus baðkar Extra djúp, formuð með handföngum. 180x83 cm kr. 38.990,- stgr 170x83 cm kr. 36.680,- stgr 170x75 cm kr. 23.650,- stgrFundar fært!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.