Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 25 Útsala - Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 víðs vegar um heim og á jafn ólíkum stöðum og Norður- Umpqua í Oregon í Bandaríkj- unum, Laxá í Kjós hér á Íslandi og Vis í Frakklandi. Saga Jónasar Þórs, Icelanders in North America, eða Íslend- ingar í Norður-Ameríku, virðist njóta nokkurra vinsælda vestan- hafs. Bókin situr í 9. sæti á kilju- lista McNally Robinson-bóka- búðarinnar í Winnipeg í Kanada, en bókabúðin er í miklum metum þar vestra. Með því að nota bréf Íslendinga, ensk tímarit og dag- blöð, manntalsskrár og gömul skjöl skoðar Jónas Þór íslensku innflytjendurna með sjónarhorni sem nær yfir alla heimsálfuna. Bókin er prýdd kortum og ljós- myndum, en um er að ræða ít- arlega þjóðfélagssögu sem nær yfir landnám Íslendinga í Norð- ur-Ameríku allt frá fyrstu land- nemabyggðum þeirra í Utah til byggðar Nýja Íslands í Manitoba fylki. Íslenski hesturinn Prins Hollensk börn hafa einnig öðl- ast þess kost að kynnast íslenska hestinum betur, en hann hefur verið gerður að aðalsöguhetju bókar þeirra Krista Ruepp og Ul- rike Heyne. Bókin nefnist á frummálinu Prins de Ijslandse Pony, eða Ís- lenski hesturinn Prins, og fjallar í myndskreyttu máli um vináttu hestsins og stúlkunnar Önnu og kynni hans af íslenskri náttúru og allt að því yfirnáttúrulegum áhrifum umhverfisins. NOKKUÐ virðist bera á Íslandi í erlendum bókum og bókalistum þessa dagana, þannig er íslenski hesturinn aðalsöguhetjan í hol- lenskri barnabók, íslensk lax- veiðiá verður syni Ernest Hem- ingways að umfjöllunarefni og saga Íslendingabyggða í Norður- Ameríku situr á metsölulista bókabúðar þar vestra. A Life Worth Living – The Ad- ventures of a Passionate Sports- man, sem útleggja má sem Líf þess virði að lifa því – ævintýri ástríðufulls íþróttamanns eftir Jack Hemingway, elsta son hins þekkta bandaríska rithöfundar Ernest Hemingway, kom nýlega út, en Jack Hemingway lést árið 2000, 77 ára að aldri. Hann var mikill fluguveiðiáhugamaður og var þekktur fyrir baráttu sína fyrir verndun mikilvægra veiði- slóða í Bandaríkjunum. Í bókinni er lýst vaxandi áhuga hans á úti- vist og náttúruvernd, því þó Hemingway hafi eytt barnæsku sinni í París í félagsskap fólks á borð við F. Scott Fitzgerald og Gertrude Stein, voru kærustu minningar hans af þeim stundum sem þeir feðgar eyddu í að fylgj- ast með fiskimönnum við bakka Signu. Í bókinni lýsir Hemingway einnig reynslu sinni af veiði í ám Íslandskynn- ing í erlend- um bókum Íslenski hesturinn Prins, aðalsöguhetja hollenskrar barnabókar. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Þýska kvikmyndin Die linkshändige Frau frá 1977 verður sýnd kl. 20.30. Myndin tekur um 119 mín. í flutningi og er textuð á ensku. Leikstjóri er Peter Handke. Myndin gerist í úthverfi Parísar og segir af Marianne er tjáir Bruno eig- inmanni sínum, sem kemur heim úr viðskiptaferð, að upp frá þessari stundu eigi hann að hætta afskiptum af henni og syni þeirra. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru í fyrstu óljósar þar sem engar ytri kreppur varpa skugga á hjónabandið. Hálf- volgar nálgunartilraunir Brunos misheppnast. Marianne hefur sagt skilið við hversdagslega rútínu sína og öryggi til að geta hafið sjálfstætt líf. Fyrir það greiðir hún gjald ein- semdarinnar. Hinn þekkti austurríski rithöfundur Peter Handke þykir draga upp kald- ar og ópersónulegar myndir í þess- ari kvikmyndagerð samnefndrar skáldsögu sinnar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞAÐ er mikið lán fyrir tónmenn- ingu þessa lands hve losnað hefur um bönd landamæra í Evrópu. Hingað hafa flutt konserthljóðfæraleikarar og söngvarar og sest að vítt og breitt um landið og veitt oft ríkulega af tón- listarreynslu sinni og þekkingu jafnt í kennslu og á tónleikum, að ógleymdri auðgun þeirra á félagslífi staðanna. Þannig er Guido Baümer listasaxó- fónleikari búsettur á Dalvík, þar sem hann kennir við Tónlistarskóla Dal- víkur og hinn snjalli píanóleikari Aladár Rácz býr á Húsavík og kennir við Tónlistarskóla Húsavíkur. Ekki má heldur gleyma að með hinni öfl- ugu uppbyggingu og skipulagningu tónlistarskóla í landinu skapaðist starfsgrundvöllur fyrir þetta góða fólk. Efnisval þeirra félaga tengdist stefnu sem nefnd er impressionismi og kom upp á ofanverðri 19. öld, oft er franski málarinn Monet tekinn sem tákngervingur þeirrar stefnu, en sú stefna leitaði m.a. fanga út um heim- inn víðan og reyndi að afmá mæli- stiku þá sem skipti þjóðerni í æðri og óæðri. Hún er að því leyti eins og þessir ágætu tónlistarmenn sem bera til okkar áhrif víðs vegar úr heimin- um og gera okkar tónlistarlíf ríkara. Öll verkefnin voru eftir frönsk tón- skáld, elsta verkið frá 1904 og það yngsta frá 1962 og flest sóttu efni í dansa. Einn mikill galli var á efnis- skránni að ekkert var fjallað um lífs- hlaup hljóðfæraleikaranna og leyfi ég mér að bæta þar úr og setja inn í gagnrýni mína. Aladár Rácz er Rúmeni, fæddur 1967. Hann nam píanóleik við Tón- listarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum hjá virtum kennurum, m.a. hjá prófessor Hans Leygraf og György Sándor. Aladár hefur leikið víða um lönd, m.a. á Spáni, Ítalíu og Tékklandi og unnið til verðlauna í alþjóðakeppnum. Síðan Aladár fluttist til Húsavíkur haustið 1999 hefur hann leikið með ýmsum söngvurum og tekið þátt í leiksýning- um á Norður- og Austurlandi. Guido Baümer fæddist í Norður- Þýskalandi árið 1965. Guido lauk ein- leikaraprófi á saxófón frá Musik- Akademie der Stadt Basel í Sviss árið 1993. Síðan lá leiðin til Bandaríkj- anna, en þar lauk hann Artist Certifi- cate frá Bowling Green University. Á námsárunum í Sviss og Þýskalandi tók Guido þátt í námskeiðum og keppnum í Frakklandi, í Nice, Bord- eux og Gap. Síðan Guido flutti til Dal- víkur árið 2000 hefur hann tekið virk- an þátt í tónlistarlífinu hér á landi, m.a. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einleik með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í Saxófón- konsert eftir Jaques Ibert. Í upphafi fluttu Guido og Aldár fimm þátta danssvítu eftir eina kven- höfundinn, Paule Maurice. Pála þessi var gift tónskáldinu Pierre Lantier, sem var þá þekktara tónskáld en hún og hafði m.a. unnið til hinna eftirsóttu Rómarverðlauna (ein eftirsótt verð- laun fyrir tónsmíðar). Verkið heitir Minningar (Tableux) frá Provence (hérað í Frakklandi) og samið fyrir saxófónsnillinginn Marcel Mule, sem var ásamt Sigurd Rascher talinn einn helsti brautryðjandi til að gera saxó- fóninn að eftirsóttu einleikshljóðfæri á 20. öld. Verkið er skemmtilegt og skiluðu andstæður hraðra, hrynléttra þátta og ljóðrænna, ljúfra stefja sér einkar vel í túlkun Aladárs og Guidos. Píanóleikurinn var fullsterkur í byrj- un á móti saxófóninum, en strax í öðr- um þætti, Söngnum um mína elsku, nutu hrífandi, svífandi tvinnun stefja jafnvægis í styrk og mótun beggja hljóðfæraleikara. Frönsk tónskáld hafa gefið tónlistarunnendum dýran fjársjóð blásaratónlistar, sem efnis- skrá þeirra félaga staðfesti. Fantasía impromtu eftir Jolivet frá 1953 birtir þessa staðreynd með sinn langa spennuboga frá mjúkum ljúfstefjum til „ragtime“ ólgandi, tindrandi hljóð- falls, þar sem bæði ör taktskipti og blöndun tóntegunda verða áberandi. Verkið túlkuðu Guido og Aladár á mjög sannfærandi hátt. Aladár flutti svo L’Isle Joyeuse eftir Debussy, Eyju gleðinnar, (sem mun hafa verið Jersey) og er síðastur af þremur þáttum í Bergamasque-svítunni nr. 2. Það er mikið öldu- og tilfinningarót í þessu verki og er Eyja gleðinnar of- arlega á vinsældalista margra píanó- unnenda. Margt var ljómandi vel leikið af Aladár, en mér fannst þó að andstæður í styrkleika og hraða hefðu mátt vera meiri svo þetta glæsilega verk nyti sín fullkomlega. Að loknu hléi hljómaði Leganda, saga, eftir Florent Schmitt viðburða- rík og litauðug. Í lokin voru svo tvö verk sem svo sannarlega fá blóðið til að renna örar og flytja áheyrendur úr mjallardrífu norðurslóðar í leiftur- regn brasilískra hughrifa. Rumba, mambo og samba heita þrír þættir 5 dansþátta frá 1962 eftir Jean Franc- aix og lokaþáttur Scaramouche eftir Milhaud heitir Brazileira og það var hvorki um að villast hvar í heiminum heitin áttu heima né við hvaða heims- hluta leiðsögn Guidos og Aladárs áttu heima. Ferðalok sem bræddu allan snjó úr sinni og kölluðu fram gleði allra viðstaddra. Skemmtilegir tón- leikar, sem færðu manni enn sanninn um það að tónlistin er náðarafl sem gerir, þegar best lætur, öll landa- mæri ósýnileg og færir okkur skiln- ing um að þrátt fyrir allt er mann- kynið eitt, það þyrftu stríðsæsinga- menn að vita. Frönsk tónlist í hásæti TÓNLIST Dalvíkurkirkja Flytjendur: Guido Baümer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari. Verk eftir Paule Maurice, André Jolivet, Debussy, Florent Schmitt, Jean Francaix og Mil- haud. Föstudaginn 17. jan. kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Hlöðver Áskelsson NÁMSKEIÐ vorannar í Myndlista- skóla Margrétar eru að hefjast. Í skólanum er boðið upp á byrjenda- og framhaldsnámskeið í myndlist fyrir fólk á öllum aldri. Kennt er í litlum hópum, hámark 8 manns, eða einkatímum. Boðið verður upp á sér- stök námskeið ætluð eldri borgur- um. Myndlistaskóli Margrétar er til húsa á Laugavegi 26, 2. hæð. Leið- beinandi á þessum námskeiðum er Margrét Jónsdóttir. Myndlistar- námskeið Glíma – Þjóð- aríþrótt Íslend- inga nefnist fyrsta kennsluhefti í glímu eftir Helga Kjartansson, gef- ið út fyrir grunn- skóla. Henni er ætlað að styðja íþróttakennara og aðra er vilja kenna og kynna glímuí- þróttina fyrir byrjendum. Glíman er í Aðalnámskrá grunnskóla og segir þar m.a. „Þjóðaríþrótt Íslendinga, glíma, þarf að fá ákveðið rými í íþrótta- kennslu grunnskóla. Fangbrögð hafa verið iðkuð á Íslandi allt frá því að sögur hófust og því er mikilvægt að halda þessum menningararfi við. Þar eð glíman er eina íþróttin sem tengist menningararfi Íslendinga er mikils um vert að hún sé kennd í skólum til að hún geti lifað meðal þjóðarinnar.“ Útgefandi er Námsgagnastofnun. Gerð í samvinnu Glímusambands Ís- lands og Námsgagnastofnunar. 24 bls. Teikningar gerði Halldór Bald- ursson. Prentun: Litróf ehf. Glíma ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.