Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 29 ur árið arvinnu anemar sókna í gir ýsköp- Hanna María segir að fjöldi umsókna sveiflist í takt við ástand atvinnulífsins. „Við sjáum þess merki þegar harðnar í ári á atvinnumarkaði, þá fjölgar umsóknum um styrki úr sjóðnum.“ Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyr- irtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúd- enta til sumarstarfa. Þá koma margir stúdentar sjálfir fram með hugmyndir sem þeir vilja vinna að og ganga þá til samstarfs við kennara eða fyrirtæki sem taka að sér leiðbeinendastarf. „Það er gríðarleg breidd í verk- efnunum,“ segir Hanna María. „Þetta eru allt frá list- skapandi verkefnum yfir í eigindlegar rannsóknir í fé- lagsvísindum og hörðustu raunvísindarannsóknir og svo allt þar á milli. Félagsvísindi og hugvísindi eiga jafnt upp á pallborðið og raunvísindi.“ Hanna María segir að sú reynsla sem nemendur fá við vinnslu nýsköpunarverkefna sé margvísleg. „Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnunum, við krefjandi rann- sóknarvinnu sem kemur sér mjög vel í harðandi sam- keppnin á atvinnumarkaði. Það er farið að skipta miklu máli í dag hvað stendur á ferilskránni, bæði upp á vinnu og aðgang að skólum í útlöndum.“ seta Íslands sem verða veitt í áttunda sinn á Bessastöðum í dag takt við atvinnulífið annað hundrað nemenda að verkefnum sjóði námsmanna. Síðasta sumar voru rjú þeirra eru tilnefnd til verðlauna sem eta Íslands á Bessastöðum í dag. nnið í 15 markaði lgadóttir kvæði í a Íslands. text- lda ð tösku, hún væri úr Ný- a og lauk töskunni á hand- gunni mber sl. hönn- net í gir að þess að mleiðslu Kaup- rm ugmyndir l efnið og di hafa á upphaf sumar. a hand- i og úr frum- efni tösk- amín efni og og nnar er hálfkúlur u stáli n fyrir að m er í ð ég fór Academy ar sem þróuð í kynni notaði í jörlega í angri su efnum nin hafi engra ér í hug- arlund fyrirfram. Þá hafi gerð töskunnar sjálfrar þegar hönnunin var tilbúin einnig tekið sinn tíma. Búa þurfti til mót fyrir töskuna og leiðbeinandinn Gunnar Snæland í Fjöltækni var ómissandi við þann þátt að sögn Rósu. Blikksmiðja Austurbæjar aðstoðuðu mig við frá- gang stálsins á töskunni. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu tímafrek tilraunavinnan er, ég þurfti að gera ákveðna þætti aftur og aftur. En ég lærði mikið á því.“ Gúmmí og stál notað saman Rósa notaði plastik-bindiefni sem þrykkefni í útskriftarverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands. „Eftir að ég kynntist því efni langaði mig að taka það skrefi lengra og blanda það með öðrum efnum. Þannig varð þrívíða kúlan til. En ég hef unnið mikið með hringinn og kúl- una í minni hönnun, það hefur svo- lítið verið mitt form.“ Þá segist Rósa einnig hafa unnið töluvert með gúmmí og járn og not- að þau tvö efni saman í hönnun sinni. „Mér finnst gaman að setja gúmmí og stál saman. Það er eitt- hvað sem vekur athygli. Þess vegna nota ég líka skæra liti.“ Síðan Rósa útskrifaðist hefur hún verið að vinna sjálfstætt að hönnun sinni. ir aháskóla Íslands Morgunblaðið/Þorkell gaman að leika sér með gúmmí og stál í hönnun vann í nýsköpunarverkefninu ber þess vitni. aska með legu útliti Taskan sem Rósa Helgadóttir hannaði er úr gúmmíkenndu efni sem hún bjó til sjálf. HÖNNUN myndgreining-arbúnaðar til að teljaog greina mýflugulirf-ur og önnur fersk- vatnsbotndýr var viðfangsefni Oddgeirs Harðarsonar í nýsköp- unarverkefni sínu en hann útskrif- ast senn sem tölvu- og upplýsinga- tæknifræðingur frá Tækniháskóla Íslands. Búnaðurinn kemur til með að gagnast Veiðimálastofnun sem átti frumkvæðið að þróun hans en stofnunin safnar nú og greinir handvirkt í víðsjá botndýr sem eru uppistaðan í fæðu ferskvatnsfiska. Búnaðurinn sem Oddgeir hann- aði í samvinnu Vaka DNG, tekur við stafrænni mynd af botndýrum frá víðsjá. Hann greinir þau, telur og stærðarmælir en með því móti fæst mat á magni þeirra. Einnig getur hann greint á milli mismun- andi hópa lirfa en þann eiginleika búnaðarins vann Oddgeir að í BS- verkefni sínu frá Tækniháskól- anum í vetur. „Búnaðurinn eykur afköst og dregur úr kostnaði, auk þess að stórbæta upplýsingagildi gagna sem fást með honum,“ segir Odd- geir um niðurstöðu verkefnis síns. „En með fyrri aðferðum var t.d. aðeins hægt að meta fjölda lirfa en ekki lífmassa þeirra.“ Vann framhald verkefnisins í lokaverkefni sínu Aðdragandinn að verkefninu var að Veiðimálastofnun leitaði til Vaka DNG um samstarf við þróun á búnaði til talningar og grein- ingar á mýflugulirfum. „Við lausn verkefnisins var hannaður mynd- greiningarbúnaður sem byggist á tölvusjón og myndgreining- artækni sem Vaki hefur mikla reynslu af,“ segir Oddgeir. Með þessari tækni er hægt að geyma öll sýni á stafrænu formi í gagnaskrá. „Búið er að prófa búnaðinn og hann gagnast vel við talningar,“ segir Oddgeir. „En í sumar átt- uðum við okkur á því að við höfð- um ekki tíma til að þróa búnaðinn til þess að greina á milli ólíkra hópa lífvera.“ Oddgeir ákvað því að þróa búnaðinn enn frekar og í lokaverkefni sínu í Tækniháskól- anum í vetur fékkst hann við að bæta búnaðinn svo hann býr nú yf- ir þeim eiginleika að geta greint í sundur ólíka hópa lífvera. Oddgeir segir að ekki sé vitað til þess að myndgreining sé annars staðar notuð við talningu og grein- ingu á botndýrum. Hann veit þó til þess að tilraunir hafi verið gerðar með myndgreiningu við talningu á þörungum og gerlum í Bandaríkj- unum. Oddgeir segir að því hafi verkefnið mikið nýsköpunargildi og að búnaðurinn geti nýst vís- indamönnum heimsins við svip- aðar rannsóknir og Veiði- málastofnun stundar. Búnaðurinn gæti t.d. nýst Hafrannsóknastofn- un við talningu og greiningu á svifi í hafinu svo eitthvað sé nefnt. „Búnaðinn er hægt að sníða að þörfum hverrar rannsóknar fyrir sig.“ Spennandi og skemmtilegt verkefni Oddgeir segir verkefnið hafa verið spennandi og skemmtilegt. „Það er gaman að vinna að raun- verulegu verkefni sem tengist því sem er að gerast í atvinnulífinu. Nýsköpunarsjóðsverkefni eru í rauninni smækkuð útgáfa af at- vinnulífinu. Á vinnutímanum fer maður í gegnum allt ferlið sem raunveruleg verkefni ganga út á. Það er því mikill lærdómur fólginn í þessu. Ef fólk hefur góðar hug- myndir og vill koma sér og hug- myndum sínum á framfæri er Ný- sköpunarsjóður rétti vett- vangurinn, sniðinn að háskóla- náminu.“ Vaki DNG og Veiðimálastofnun hafa sótt um styrk til Rannís um ennfrekari þróun á myndgreining- arbúnaðinum. Í þeirri þróun yrði athyglinni beint að því að sameina söfnun sýnanna úr vötnunum og greiningu þeirra í eitt og sama tækið sem myndi spara bæði tíma og fjármagn, að sögn Oddgeirs. Oddgeir Harðarson Rafmagnsdeild Tækniháskóla Íslands Morgunblaðið/Golli Oddgeir Harðarson hélt í vetur áfram að þróa myndgreiningarbúnaðinn í lokaverkefni sínu frá Tækniháskóla Íslands. Búnaður til að greina botndýr HALLDÓR Ásgrímssonsegir að rannsókn semþessi geti skipt miklumáli fyrir hagsmuni Ís- lendinga og Norðmanna en Árni M. Mathiesen telur hugmyndina „ekk- ert sérlega gáfulega eða raunhæfa“ og koma upp á þeim tíma þegar fisk- veiðisamningar séu í uppnámi við Norðmenn og fleiri þjóðir við NA- Atlantshaf. Frekar sé um akadem- ískt viðfangsefni að ræða sem hafi ekki hagnýtt gildi. Halldór segir að sér þyki fréttaflutningur og þá ekki síst Ríkis- útvarpsins af sam- vinnu norsku utanrík- ismálastofnunarinnar (NUPI) og Alþjóða- málstofnunar Háskóla Íslands á sviði fisk- veiðistjórnunar skringilegur. „Mér var kunnugt um áhuga norsku ut- anríkismálastofnunar- innar í september í fyrra og ég lét sjávar- útvegsráðherra vita af því í þeim sama mán- uði. Þannig að það hef- ur ekkert óeðlilegt gerst í þessum efnum. Það er verið að vinna að málum með full- komlega eðlilegum hætti en svo virðist sem einhverjir vilja reyna að gera þetta tortryggilegt.“ Halldór segir að í framhaldi af hug- myndum sem hann hafi sett fram í ræðu hafi norska utanríkis- málastofnunin sýnt áhuga á sam- starfi við Íslendinga og utanríkis- ráðuneytið hafi bent á Háskóla Íslands þar sem ekki hafi þótt vera eðlilegt að ráðuneytið kæmi sjálft að málinu. Ráðuneytið hafi aftur á móti ákveðið að styrkja Alþjóðamála- stofnun HÍ með fimm hundruð þús- und krónum vegna verkefnisins. Viðraði hugmyndir um lausnir á sviði sjávarútvegsmála Halldór segir að upphaf málsins megi rekja til þess þegar hann hafi haldið ræðu í Berlín í mars í fyrra en henni hafi Morgunblaðið raunar gert góð skil á sínum tíma. „Í henni fjallaði ég um þau vand- kvæði sem væru fyrir Ísland að gangast undir sameiginlega sjávar- útvegsstefnu Evrópusambandins. Ég lagði fram hugmyndir um hvern- ig mætti hugsanlega koma til móts við sjónarmið Íslendinga ef við kæmum einhvern tíma til með að verða aðilar að bandalaginu. Á þessum fyrirlestri var m.a. Sverre Jervell og hann var mjög áhugasam- ur um þessa ræðu mína. Mér var kunnugt um að hann hafði rætt þessi mál við ýmsa þá sem koma að sjáv- arútvegsstefnu ESB.“ Halldóri segist ekki vera kunnugt um framvindu málsins að öðru leyti en því að norska stofnunin og Al- þjóðamálastofnun Háskóla Íslands séu að vinna að verkefninu. „Mér þykir það hið besta mál að stofnanir fari út í rannsóknir á sviði sem skipt- ir miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og Noregs,“ segir utanríkisráð- herra. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að sér hafi ekki ver- ið kunnugt um að þetta rannsókn- arverkefni sé að hefjast hjá stofnununum norsku og íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við það að utanríkisráðuneytið hafi ekki látið sjávarútvegsráðuneytið vita að Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands hafi verið falið þetta verkefni og fengið til þess styrk. Það sé ekki á vegum stjórnvalda líkt og norskir fjöl- miðlar og Ríkisút- varpið hafi gefið í skyn í fyrstu. Árni segist telja að utanríkisráðu- neytinu hafi ekki þótt verkefnið skipta það miklu máli að ástæða hafi verið til að hafa samband við sjávarút- vegsráðuneytið. Hann viti ekki til þess að hann hafi látið utan- ríkisráðherra vita þó að hann hafi styrkt einhver verkefni. „Menn geta skoðað hvað sem er fyrir mér. Ég sé ekki að þetta séu brýnustu spurningarnar sem leita þarf svara við í samskiptum okkar Norðmanna. Við erum með síldarsamninga í uppnámi, við höfum þess vegna sagt upp loðnusamningnum og ekki hefur tekist að ná samkomulagi við Norðmenn og fleiri um kolmunnaveiðar. Hugmynd Norð- manna snýr að Evr- ópusambandinu, þeirra samskipti eru mun flóknari en okkar. Vel getur verið að þetta séu knýjandi spurn- ingar fyrir Norðmenn. Ég sé ekki að þetta sé neitt sem skiptir okkur verulegu máli, eins og staðan er nú,“ segir Árni. Akademískt viðfangsefni Hann bendir á að nú þegar fari fram svæðisbundin fiskveiðistjórn- un í gegnum Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndina, NEAFC, með þátttöku Norðmanna, Ís- lendinga og fleiri þjóða. Þeirri nefnd hafi ekki tekist að leysa úr áðurnefndum ágreiningsefnum varðandi veiðar á síld, loðnu og kolmunna á hafsvæðinu. Evrópu- sambandið eigi einnig aðild að nefndinni ásamt Rússum, Græn- lendingum og Færeyingum. Ekki hafi komið fram hjá talsmönnum NUPI hvað gera eigi við þau lönd önnur sem séu innan NEAFC. „Engin illska er í samskiptunum við Norðmenn og við erum ekki að slíta stjórnmálasambandinu við þá, en virkilega stór mál eru í upp- námi. Þannig að hugmyndin á þessu stigi er ekkert sérstaklega gáfuleg eða raunhæf. Vel getur verið að þetta sé óheppni hjá bless- uðum mönnunum að málið komi upp á þessum tímapunkti. Þetta er frekar akademískt viðfangsefni sem ég sé ekki að hafi neina hag- nýta þýðingu í dag eða í náinni framtíð,“ segir Árni og telur að svæðisbundin fiskveiðistjórnin geti varla auðveldað inngöngu í Evrópusambandið. Sérfræðingar NUPI hafi ekki skýrt það nægi- lega vel. Mikilvæg rann- sókn eða óraun- hæf hugmynd? Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra leggja ólíkt mat á mikilvægi fyrirhugaðs rannsóknarverkefnis norsku utanríkismálastofnunarinnar, NUPI, og Alþjóðamálastofnunar HÍ sem einkum snýst um svæðisbundna fiskveiðistjórnun Noregs og Ís- lands í NA-Atlantshafi. Árni Mathiesen Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.