Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 33 ✝ Guðni BaldurIngimundarson fæddist á Hafurs- hesti í Önundarfirði 6. júní 1926. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 13. janúar. Foreldr- ar hans voru Ástríð- ur Gróa Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 1900 í Ytri-Hjarðar- dal, Önundarfirði, d. 1994, og Ingimund- ur Guðmundsson, verkstjóri hjá Eim- skip, f. 1900 á Kaldrananesi í Strandasýslu, d. 1990. Systkini Guðna eru Guð- mundur Einar, f. 1924, og Guð- rún Svanborg, f. 1933. Guðni kvæntist 6.6. 1953 Kristínu Sigmundsdóttur hús- móður, f. 9.8. 1932. Foreldrar hennar voru Sigmundur Hall- dórsson og Hanne Sofie Hall- dórsson. Börn Guðna og Krist- ínar eru: 1) Ásta, kennari, f. 1953. Maður hennar er Jón Egg- ert Bragason kennari. Börn þeirra eru: Guðný, Gylfi og Hlynur. 2) Soffía, kennari, f. 1954. Dóttir hennar er Sunna Björg. 3) Sonur, f. 1955, d. 1955. 4) Kristín Elfa, rit- stjóri, f. 1962. Börn hennar eru: Mar- grét Heiður, Mar- teinn Hörður og Þórhildur Vígdögg. Dóttir Margrétar er Hrafnhildur Diljá. 5) Ingimundur, f. 1967. 6) Guðni Arn- ar, læknir, f. 1972. Sonur hans er Niku- lás. 7) Valgerður Guðrún, söngkona, f. 1976. Sambýlis- maður hennar er Þorsteinn Bender viðskiptafræðingur. Dóttir þeirra er Bergdís Júlíana. Guðni flutti þriggja ára gam- all að Hlébergi í Garðahreppi, um tíu ára aldur í Skerjafjörð og síðan til Reykjavíkur um tvítugt. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lærði húsa- smíði, lauk sveinsprófi og öðlað- ist meistararéttindi 1953. Hann starfaði við trésmíðar mestan hluta starfsævi sinnar. Guðni og Kristín bjuggu allan sinn búskap á Langholtsvegi 96 í Reykjavík. Útför Guðna verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Pabbi og mamma áttu börnin sín á 23 árum og því eru minningar okk- ar elstu systranna að sumu leyti aðr- ar en þeirra yngstu. Við munum eft- ir pabba ungum, þegar hann gat farið heljarstökk og gengið á hönd- um í garðinum. Hann fór með okkur á skíði og í ferðalög og bar okkur yf- ir ár og læki. Pabbi var glaður töff- ari sem keyrði bílinn sinn með aðra hönd á stýri, uppbrettar ermar og hinn handlegginn út um gluggann. Fyrir aftan hann stóð lítil stúlka og hélt báðum höndum um háls hans. Hann spilaði við okkur rommí og púslaði og byggði úr kubbum, hann hafði gaman af að leika sér. Hann gat líka verið stríðinn og hinn mesti grallari. Við erum aldrei undirbúin því að dauðann beri að höndum. Það er al- veg sama þó að fólk sé orðið gamalt og heilsuveilt, það er áfall að missa foreldri sitt. Alls konar minningar koma upp í hugann. Minningarnar um pabba eru flestar um mann sem var glaður, þrautseigur og æðru- laus. Hann vildi í raun allt fyrir okk- ur gera og tók okkur eins og við vor- um. Þegar hann var orðinn eldri og fatlaður var hann alltaf reiðubúinn að hjálpa okkur við ýmislegt sem þurfti að laga á heimilinu þó hann ætti mjög erfitt með það. Hann var vinnusamur og þegar hann gat ekki lengur unnið sem húsasmiður inn- réttaði hann bílskúrinn sinn og smíðaði þar marga hluti sem hann gaf okkur börnunum sínum og barnabörnunum. Mamma okkar veiktist af Alz- heimer fyrir nokkuð mörgum árum og hann sýndi henni mikla nær- gætni, hlýju og ást. Hann hugsaði um hana lengur en hann hafði heilsu til og vildi allt fyrir hana gera. Hann var mjög stoltur af okkur og taldi okkur vera dýrgripina í sínu lífi. Við söknum hans mikið og okkur þótti óskaplega vænt um hann. Ásta og Soffía. Við veltum flest fyrir okkur til- gangi lífsins og faðir minn ekki síður en aðrir. Ég held að síðasti dagurinn í lífi hans hafi fært okkur öllum heim sanninn um hvað það er sem skiptir máli. Pabbi sýndi það svo ljóslega með lífsverki sínu að það eitt hefur vigt að vera góð og umburðarlynd hvert við annað. Hann skildi eftir sig samhenta fjölskyldu sem elskaði hann heitt, hvert og eitt okkar á sinn hátt … og saknar hans óendanlega mikið. Við getum aldrei þekkt aðra manneskju til hlítar. Ég sé ekki ástæðu til að sýta þá staðreynd því í henni er einmitt fegurð mannlífsins fólgin. Fremur ber að fagna að fá að kynnast þeim eigindum sem við kjósum að gefa hvert öðru hlutdeild í. Faðir minn var mjög sjarmerandi maður. Hann viðurkenndi í stað þess að fordæma og valdi þannig skógargötuna sem „færri ferðast eftir“ eins og Robert Frost orðar það í ljóði. Hann sagði okkur aldrei hvernig við ættum að haga lífi okkar heldur lét nægja að vera til staðar, styðja og elska og ekkert fang var hlýrra og betra að skríða í ef eitt- hvað bjátaði á. Samt hefði hann svo auðveldlega getað kvartað og kveinað og fyllst biturð út í lífið, þetta líf sem færði honum barnsmissi, heilsubrest fyrir miðjan aldur, gjaldþrot og – síðasta áratug ævinnar – sorgina að horfa upp á konuna sem hann elskaði í klóm alzheimer-sjúkdómsins, þá sjálfur orðinn hreyfihamlaður. „Mamma ykkar hleypur fyrir mig og ég hugsa fyrir hana, við erum fullkomin saman,“ sagði hann og brosti. Ég hef aldrei kynnst æðru- lausari manni. Faðir minn var hagleikssmiður og góður teiknari, allt lék í höndunum á honum. Hann var rammur að afli og mikill íþróttamaður meðan heils- unnar naut við. Með íhugulu og kankvísu augnatilliti og alltumlykj- andi brosi bræddi hann alla sem kynntust honum. Síðasta daginn í lífi föður míns færði hann okkur enn eina gjöfina. Af seiglu sem við vorum farin að halda að ætti sér engan samnefnara lifði hann með okkur þessar dýr- mætu stundir, svo við fengum tæki- færi til þess að kveðja hann. En þetta var ekki hinsta gjöfin. Á hverjum degi þiggjum við frá hon- um ótal góðar minningar og leitumst við að tileinka okkur þótt ekki sé nema brot af viljastyrknum og gleðinni sem einkenndi hann svo mjög. Hann er alltaf með okkur. Kristín Elfa Guðnadóttir. Við fráfall pabba okkar vakna margar spurningar og vangaveltur. Við veltum fyrir okkur lífi hans, fyr- ir hvað hann stóð og hvað hann færði okkur í arf. Arf, sem við síðan færum okkar börnum, misjafnlega meðvituð um það sjálf. Pabbi okkar var fullorðinn þegar við fæddumst, 46 ára þegar næst- yngsta barnið fæddist og fimmtugur þegar sú yngsta kom í heiminn. Það kom fyrir að við skömmuðumst okk- ur örlítið fyrir aldur pabba þar sem foreldrar vina okkar voru iðulega 15–20 árum yngri en hann. Seinna vorum við, og erum, stolt. Við yngstu systkinin kynntumst pabba kannski ekki sem ungum manni, en fengum þess í stað að kynnast hon- um lífsreyndum og þroskuðum. Eft- ir argaþras við uppeldi fjögurra eldri barna þeirra voru foreldrar okkar óhjákvæmilega orðnir að- haldsminni í uppeldinu. Við fengum frelsi og traust til að standa á eigin fótum og viðurkenningu fyrir vel unnin verk. Stundum hefðum við kannski þegið meiri ráðstjórn en rými. Þrátt fyrir það vitum við að við komum vel undan vetri. Eigum við það auðvitað þeim tveimur, mömmu og pabba, mest að þakka. Pabbi hjálpaði okkar að þrífast og þroskast, og gerði það vel eins og önnur verk sem hann innti af hendi. Pabbi okkar var maður margra hæfileika. Hann var drátthagur og hagleiksmaður mikill, öðrum mönn- um sterkari og fimur. Hann var húmoristi og oft átti hann erfitt með að hemja hláturinn, þó að aðrir ættu stundum erfitt með að koma auga á það spaugilega. Það var nóg að horfa á hann til að nema hláturinn, þar sem hann hristist eins og hrísla í vindi, í algjöru hljóðleysi. Hann var óþreytandi vinnuþjark- ur og eyddi mörgum stundum í at- hvarfi sínu í bílskúrnum. Þar kom hann sér upp fullkomnu verkstæði, enda meðfæddur græju-, tækja- og tólafíkill. Einu sinni varð hann fyrir því óláni á verkstæðinu að verða hálfum fingrinum fátækari. Í æðru- leysi, einkennandi fyrir hann, henti hann stúfnum í ruslið, vafði ein- hverju tiltæku um fingurleyfina og ók sjálfur niður á slysadeild. Þar fékk hann sér sæti og beið rólegur eftir að sárið yrði saumað og blæð- ingin stöðvuð. Spurði sú yngsta okk- ar þá í barnslegu sakleysi hvort fingurinn yxi ekki örugglega aftur. Pabbi okkar var árrisull, eða kannski frekar náttrisull. Þegar við morgunsvæfari meðlimir fjölskyld- unnar skreiddumst á fætur var hann iðulega búinn að „sjæna“ eldhúsið, fara í bað og bera á sig rakspíra og hita kaffi fyrir mömmu, sem lúrði manna lengst uppi í rúmi. Pabbi var reyndar óþreytandi við að lýsa morgunafrekunum. Oft þurfti að snúast í kringum okkur yngstu krakkana, en alltaf var það sjálfsagt. Líklega var hann ókvartsárasti maður sem við höfum kynnst. Þó hafði hann mörg tæki- færi til að kvarta. Pabbi hafði hlýjar hendur (þótt hann hefði færri fingur en flestir). Þegar við komum köld og hrakin inn var ótrúlega gott að hlýja litlar hendur í stóru höndunum hans pabba. Þá hafði hann einatt á orði að við værum með fiskablóð eins og hann afi okkar. Í samböndum fólks vill það brenna við, ef svo má segja, að fólk fjarlægist og bernskublossi sam- bandsins kulni. Þetta átti ekki við um pabba okkar. Mamma var hon- um alltaf óendanlega kær. Á tylli- dögum og öðrum dögum hversdags- legri tjáði hann henni ást sína með gjöfum og gjörðum frekar en orð- um. Alltaf vildi hann létta henni lífið og tækjavæða heimilishaldið. Hann dró björg í bú á við sjálfvirka hnífa- brýnara, rafmagns-dósaopnara og einu sinni ákaflega minnisstæða en um leið frumstæða uppþvottavél, sem hann þurfti reyndar að fara með beinustu leið aftur í Húsasmiðj- una (enda mamma oft miður hrifin af uppátækjunum). Síðari árin gerðist pabbi fótfúinn. Þá eyddi hann mörgum stundum við skrifborðið sitt, lagði kapal eða réð krossgátu. Einnig sat hann oft, kvenfólkinu til lítillar ánægju, við sjónvarpstækið og horfði á fótbolta. Hann var afdráttarlaus í skoðunum sínum á mönnum og málefnum, í fót- bolta sem öðru. Hann þoldi ekki Þjóðverja og Liverpool-liða og var þess fullviss að hvorugir gætu sparkað í bolta án þess að úr því yrði leiðindi og ruddaskapur. En þegar öllu er á botninn hvolft og minningabrotin raðast saman, stendur upp úr maður sem við elsk- um og dáum og gaf okkur svo óend- anlega margt. Í lokin kemur upp í hugann setning sem hann sagði oft, aðspurður hvernig honum liði (hvort sem það var þegar hann lá illa hald- inn af gallblöðrubólgu eða á sólrík- um sumardegi): „Mér líður alltaf vel.“ Guðni Arnar Guðnason, Valgerður Guðrún Guðnadóttir. Hann afi okkar var einhver sá já- kvæðasti maður sem við höfum kynnst. Sama hvað á dundi þá kvart- aði hann aldrei. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun að fólk hefði áhyggjur af sér, allt til hins síðasta muldraði hann „mér líður alltaf vel“. Afi var mjög áhugasamur um okkur barnabörnin og hrósaði okkur óspart. Honum fannst alltaf gaman að spjalla við okkur og kryddaði gjarnan sögurnar ansi vel. Efst í minni er sagan af villikattastóðinu sem braust inn í eldhúsið og rændi nýmatreiddu hangikjötslæri af eld- húsborðinu og hafði á brott með sér út um gluggann, þegar raunin var sú að eitt flækingsgrey hafði skreiðst inn um og þefað af matarleifum. Afi var hinn mesti prakkari og húmoristi og hann þreyttist seint á að ganga fram af okkur krökkunum með ótrúlegustu uppátækjum. Það var alltaf jafngaman að gista hjá afa og ömmu, og oft og tíðum vaknaði maður eldsnemma við það að afi var að vaska upp eða steikja kleinur í tonnatali. Í minningunni stendur upp úr hvað afi var alltaf góður og þolin- móður við okkur, við fundum alltaf hvað honum fannst vænt um okkur. Við verðum alltaf þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast honum og söknum hans mikið. Sunna, Guðný og Margrét. Guðni Ingimundarson var vænn og kærleiksríkur maður sem hans nánustu samferðarmenn í þessu lífi fengu að kynnast og njóta. Við syst- urnar erum þakklátar að hafa fengið að tengjast honum náið og eftir stendur minningin um heilsteyptan og góðan mann sem snart okkur djúpt. Heimili þeirra Duddíar á Langholtsveginum var okkur ávallt opið og þangað var gott að koma enda móttökurnar einstakar hverju sinni. Það var okkur systrum mikill auður að eiga þau hjónin að og þrátt fyrir stóran barnahóp þá tóku þau okkur eins og við værum þeirra eig- in. Við tengdust þeim órjúfanlegum böndum og væntumþykjan var mik- il. Þau voru okkur fyrirmynd í svo mörgu og ekki síst fyrir þann eig- inleika að bera umhyggju fyrir öðr- um og sjá góðu hliðarnar þegar á móti blæs. Þau voru samhent hjón og ástin var sterk þeirra í milli fram á síðasta dag og héldust þétt í hend- ur hvernig sem viðraði. Þau voru listamenn í eðli sínu, skapandi og kærleiksrík í dagsins önn. Guðni var um margt einstakur maður og afar handlaginn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ungur missti hann heilsuna en lét aldrei á því bera, brosti bara og tók öllum áföllum með jafnaðargeði. Sagðist vera ríkur maður að eiga Duddí og fjölskylduna alla. Og það var hann sannarlega ... Við munum sakna Guðna meir en orð fá lýst en minning hans mun lifa með okkur þar til yfr lýkur. Ástinni í lífi hans og fjölskyldunni allri send- um við hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning okkar ástsæla Guðna. Soffía, Michiko og Sylvía Bergljót. GUÐNI BALDUR INGIMUNDARSON Ég var ekki hár í loftinu þegar ég sá Gest Þorgrímsson í fyrsta sinn. Foreldrar mínir höfðu fengið hann til að skemmta í fermingar- veislu eldri systur minnar. Gestur söng og sagði sögur með þvílíkum áhrifshljóðum að barnseyra mitt hafði aldrei numið annað eins. Ég fór að tala með slíkum hljóðum. Þeg- ar ég var beðinn um að endurtaka það sem ég sagði án áhrifshljóða, hætti ég þessu. Næst liggja leiðir okkar Gests saman í kvikmyndagerð. Hann leik- stjóri og ég tökumaður. Við gerum kennslumynd um hreinlæti í frysti- húsum. Gestur bregður sér í hlut- verk verkstjóra í frystihúsi og er þar lifandi komið meðaltalið af öllum verkstjórum allra frystihúsa á land- inu, sem ég sannreyndi síðar. Ég held að kvikmyndataka mín hafi ekki verið upp á marga fiska á þess- GESTUR ÞORGRÍMSSON ✝ Gestur Þor-grímsson mynd- höggvari fæddist í Laugarnesi við Reykjavík 27. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Hafnar- firði 8. janúar síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Dóm- kirkjunni 17. janúar. um árum en Gestur var slíkt ljúfmenni að hann lét á engu bera og svo tókum við það bara aft- ur. Gestur og Rúna. Einhvern veginn er ekki hægt að nefna annað nafnið án þess að hitt komi í hugann. Sverrir Kjartansson hjá Auglýsingaþjónust- unni fékk Rúnu til að vinna þema ársins fyrir Happdrætti HÍ. Það reynist vera hafmeyja og Sverri finnst alveg tilvalið að sjónvarpsauglýsingin sé teiknimynd, Rúna teiknar og ég tek. Þetta er frumraun okkar beggja í teiknimyndagerð. Ég reyni að út- vega eitthvað í líkingu við glærur og Rúna málar og málar. Loks sitjum við uppi með teiknimynd þar sem ljósið glampar svo á glærurnar að maður fær glýju í augun. Rúna hefur á orði hvað ljósbrot hafsins skili sér vel í myndinni – og þar með var hún í lagi. Þegar ég rifja upp þessa atburði, þá brosi ég út í annað og lofa for- lögin fyrir að hafa fengið að kynnast og vinna með þeim Gesti og Rúnu sem á sinn hljóðláta hátt vísuðu veg- inn og gerðu ekki veður út af smá- munum sem voru bara dægurflugur. Jón Axel Egilsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vél- rituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréf- sími fyrir minningargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstak- ling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil- um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.