Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 37 ✝ Birna Guðmunds-dóttir var fædd í Nýjabæ í Keldu- hverfi 15. október 1914. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 15. jan- úar síðastliðinn. Hún var næstyngsta dótt- ir hjónanna Guð- bjargar Ingimundar- dóttur, húsmóður, f. 16.7. 1877, d. 18.6. 1951, og Guðmundar Guðmundssonar, bónda og farkenn- ara, f. 12.5. 1879, d. 29.1. 1933. Systur Birnu eru: 1) Anna, ljósmóðir á Grenivík, f. 30.5. 1907, d. 18.2. 1983, var gift Þorbirni Áskelssyni, útgerðar- manni, f. 6.7. 1904, d. 14.4. 1963. Þau eignuðust sex börn. 2) Jó- hanna Sigríður, f. 29.5. 1909, d. 2.1. 1997, verslunarmaður á Siglu- firði og síðar saumakona í Reykja- vík. 3) Hólmfríður, verslunarmað- ur á Siglufirði, f. 11.4. 1911, d. 30.10. 1982, var gift Þórhalli Björnssyni, verslunarstjóra, f. 19.11. 1912, d. 2.7. 1992. Þau eignuðust eina dóttur. 4) Guð- rún Aðalbjörg, f. 5.9. 1912, d. 24.2. 1984, verslunarmaður á Akureyri og síðar saumakona í Reykja- vík. 5) Helga, f. 26.9. 1916, verslunarmað- ur á Akureyri og Siglufirði og síðar starfsmaður á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykja- vík. Birna var við nám og störf í húsmæðraskólanum á Hallormsstað þrjá vetur. Hún vann um tíma á prjónastofunni Drífu á Akureyri en rak síðan sína eigin prjónastofu í Fróðasundi þar í bæ. Árið 1963 flutti hún aust- ur í Katastaði í Núpasveit þar sem hún var ráðskona í yfir þrjátíu ár eða þar til hún flutti til Reykjavík- ur. Útför Birnu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís, nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Þá stend ég ein eftir á ströndinni og hlakka til þegar mín stund kem- ur. Þá hittumst við aftur allar sex systurnar og getum rifjað upp allar góðu minningarnar sem við eigum sameiginlega. Þá bregðum við okkur ef til vill norður yfir heiðar og lítum yfir hin undurfögru Jökulsárgljúfur. Byrjum hjá Dettifossi, síðan í Hólmatungur. Við verðum fleygar eins og fuglar Davíðs, svo Jökla er enginn farartálmi og það er hægt að fara í Forvöðin. Þá eru Hljóðaklettar og Ásbyrgi. Síðan förum við að Nýjabæ og setjumst þar á Stóruþúfu sem enginn þekkir nema við. Þar finnum við ef til vill gömlu leikföngin okkar, legg og skel. Ættum við svo ekki að ljúka ferð- inni í grasaheiði og berjamó á Kata- stöðum. Helga. Kær frænka hefur kvatt. Þessi áð- ur léttfætta kona sem sagði svo oft að engar girðingar héldu sér. Hún unni náttúrunni heitt og ferðaðist víða. Margar gönguferðirnar hafði hún farið um náttúru Íslands jafn- framt því að kanna önnur lönd. Hannyrðir hennar sjást víða enda kunni enginn sem ég þekki að fílera eins og hún Birna. Eflaust eigum við allar frænkurnar hinar fallegu diskamottur fíleraðar frá henni. Og ekki fæddust mörg börn í fjölskyld- unni án þess að fá handunnið teppi frá Birnu. Undirrituð minnist þess með gleði og stolti að hafa skartað hverjum fallega kjólnum af öðrum, prjónuðum af henni, á sínum yngri árum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Birnu á Katastaði á meðan hún bjó þar. Hún var svo fróð um örnefni og alla staðhætti. Ég og fjölskylda mín kveðjum góða frænku og eigum þá ósk henni til handa að henni líði vel á nýjum stað. Elsku Helga, guð veri með þér í sorg þinni. Anna Laufey. Elsku Birna, nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og verið. Alla þá takmarkalausu umhyggju sem þú hefur veitt mér og mínum. Ég minnist þess þegar ég var lítil og heimsótti þig norður í sveit þar sem þú varst kaupakona. Það var yndislegur tími sem við áttum sam- an, mikið spjallað og hlegið. Þó þú værir um sjötugt hljópst þú með mér upp um hóla og hæðir eins og ung- lingur værir. Við gengum yfir á næstu bæi og alls staðar kynntir þú mig sem nöfnu þína. Mér þykir vænt um að bera nafn þitt og það hefur og mun ávallt tengja okkur sérstökum böndum. Allra heimsóknanna til þín, fyrst á Kaplaskjólsveg, svo Álagranda og nú síðast á Grund mun ég minnast með miklum söknuði. Þú tókst alltaf á móti fjölskyldunni opnum örmum. Sama þó ég hefði ekki komið lengi, alltaf var jafn gott að koma til þín. Þú varst mikill listamaður í hönd- unum og þær eru ófáar flíkurnar og hlutirnir sem þið systurnar hafið gefið ykkar nánustu. Takk fyrir snjókornin, dúllurnar, teppið fyrir Ásgeir Egil og allt hitt. Þetta mun ætíð minna mig á þig. Síðustu árin hafa verið þér erfið eftir að heilsan fór. Ég veit að nú líð- ur þér vel og þú getur aftur hlaupið um létt á fæti og gert listaverk í höndunum. Ég bið góðan Guð að styrkja Helgu frænku sem hefur annast þig svo vel í veikindum þín- um. Hafðu þökk fyrir allt. Þín nafna Anna Birna. Birna frænka sem við kveðjum í dag var móðursystir okkar. Þær voru sex systurnar frá Nýja- bæ í Kelduhverfi, nú lifir Helga ein. Þær ólust upp á bökkum Litluár langt niðri á Vestursandi, þaðan sem sólin á löngum sumarnóttum sýnist velta sér eftir haffletinum, í nálægð við Jöklu, Ásbyrgi, Forvöð og Hljóðakletta. Langt í fjarska inni á öræfum blasir Eilífur við. Fegurð Kelduhverfis bjó með þeim alla tíð. Systur voru á margan hátt ólíkar en ákaflega samrýndar og hjálpuð- ust að í lífinu. En þær hjálpuðu ekki bara hver annarri, við systurbörn þeirra áttum vísan stuðning þeirra og elsku. Allt vildu þær fyrir okkur gera. Lítilli kenjóttri frænku sem lá á Sjúkrahúsinu á Akureyri og vildi ekki borða sjúkrahúsmatinn færðu þær frómasíu og meira að segja var Birna reiðubúin að segja að stutt og feitlagin frænka væri bæði há og grönn. Lengst ævinnar stríddi Birna við mikið heyrnarleysi, sem hamlaði því að hún nyti sín í margmenni. Henni leið vel með fáum og einni með sjálfri sér úti í náttúrunni. Hún var létt á fæti og létt í lund, snillingur í hönd- unum og mikill bridsspilari. Fyrst og síðast var hún góð og gjöful á sjálfa sig og fyrir það skal þakkað nú. Helgu frænku sem annaðist Birnu af mikilli fórnfýsi í erfiðum veikind- um biðjum við blessunar. Veri Birna frænka okkar kært kvödd. Guðrún, Sigríður Helga, Guðbjörg og Laufey Þorbjarnardætur. BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jens AntonTómasson fædd- ist á Reyðarfirði 27. janúar 1916. Hann andaðist á hjúkrun- arheimilinu Eir 10. janúar sl. Foreldrar hans voru Tómas Nikulásson og Þor- gerður Jónsdóttir. Systkini Jens eru Sigríður, f. 25. nóv. 1902, d. 3. maí 1976, Jón Kristinn f. 6. júlí 1904, d. 17. apr- íl 1964, Arthur, f. 12. apríl 1906, d. 14. maí 1978, og Ásta Lára Sigríður, f. 11. október 1922. Jens var verka- maður, vann lengst af hjá Reykjavíkur- borg. Hann var ókvæntur og barn- laus. Útför Jens var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Hann Jenni frændi hefur kvatt okkur. Góðar minningar hrannast upp. Við Jenni að spila, Jenni að segja mér sögur að austan, alltaf brosandi og glaður. Guð geymi þig. Þín Edna. JENS ANTON TÓMASSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, sem lést mánudaginn 13 janúar, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstu- daginn 24. janúar kl. 13.30. Holger P. Gíslason, Gísli Holgersson, Ida Christiansen, Sæmundur Holgersson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ÓLI ÞORSTEINSSON, Akurgerði 4, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 15. janúar, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. janúar kl. 13.30. Sigrún Óladóttir, Hafsteinn Stefánsson, Ívar Hauksson, Óli Hrafn Olsen, Katrín Tinna Hafsteinsdóttir, Stefán Haukur Hafsteinsson. Þökkum hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, HAFSTEINS MAGNÚSSONAR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheim- ilisins Grundar, austurkjallara, fyrir góða um- önnun. Systkini og frændfólk. Útför uppeldissystkinanna ÁGÚSTAR NATHANAELSSONAR vélfræðings og ERLU SVEINSDÓTTUR talsímakonu frá Þineyri, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast þeirra, er bent á Félag krabbameinssjúkra barna. Ásta Þorkelsdóttir, Kolbrún Ágústsdóttir, Sigþór Sigurðsson, Nathanael Ágústsson, Margrét Lárusdóttir, Helgi Ágústsson, Guðmunda Reynisdóttir, börn, barnabarnabörn og Kristjana Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN GUÐMUNDSSON fyrrverandi flugstjóri, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 19. janúar. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstu- daginn 24. janúar kl. 10.30. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Þórey Björnsdóttir, Jens Kjartanson, Margrét Björnsdóttir, Jón Hrafnkelsson, Guðmundur Ásgeir Björnsson, Sæunn Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar, BORGHILDUR MARÍA RÖGNVALDSDÓTTIR, Þórunnarstræti 115, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 24. janúar kl. 13.30. Sigríður Traustadóttir, Trausti Pétur Traustason og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.