Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 41 Bústaðakirkja – starf aldraðra. Opið hús fyrir aldraða kl. 13. Bústaðakirkja – Börn úr Fossvogs- skóla koma í heimsókn og spila með okkur félagsvist. Þið sem viljið láta sækja ykkur látið skrá ykkur hjá kirkjuvörðum í síma 553 8500 eða hjá Sigrúnu í síma 864 1448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520-9700. www.domkirkjan.is. Grensáskirkja. Samverustund aldr- aðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bæna- gjörð með orgelleik og sálmasöng. Allir velkomnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheimilinu (300 kr.) Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borg- ara. Söngur, spjall, föndur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17–18.10 Krúttakórinn, 4–7 ára. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkjunni. Kl. 18.15–19 Trú og líf. Prestar kirkjunnar leiða umræður og fræðslu um trúaratriði. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar koma saman kl.14.10. (1.–4. bekk- ur). Jóhanna G. Ólafsdóttir guðfræði- nemi og Hannes Guðrúnarson, tón- listarmaður og kennari, leiða starfið ásamt sóknarpresti. TTT-fundur kl. 16. (5.–7. bekkur). Andri Bjarnason og Þorkell Sigur- björnsson leiðar starfið ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni, framkvæmda- stjóra safnaðarins, og hópi ungra sjálfboðaliða. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju og Þróttheima kl. 20. (8. bekk- ur). Umsjón hefur Sigurvin Jónsson guðfræðinemi og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir tómstundaráðgjafi hjá Þróttheimum. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi). Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og fræðandi um- ræður kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Fyrirbænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stund- ina. Árbæjarkirkja. Kl. 12. Kyrrðarstund í hádegi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrirbænir og íhugun. Kl. 13–15. Opið hús. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. „Kirkjuprakk- arar“. Starf fyrir 7–9 ára börn kl.16.30. TTT. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM & KFUK kl. 20–21.45 (sjá nánar: www. digraneskirkja.is). Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbæn- ir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9– 12 ára í Grafarvogskirkju kl.16.30– 17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (tíu til tólf ára) í Rimaskóla kl. 18.30– 19.30. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–22, fyrir 8.–9. bekk. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.10–12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl.17. 12 spora námskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börnum TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45. Lindakirkja í Kópavogi. Alfa-nám- skeið í safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3. Kennarar. Sr. Guðmund- ur Karl Brynjarsson og Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfundur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasókn- ar. Foreldramorgnar, starf fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10– 12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheim- ilinu á eftir. Hægt er að koma fyr- irbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Þorlákskirkja. Barna- og foreldra- morgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.20 TTT yngri, 9–10 ára krakkar í kirkjunni. Survivor, nú er að duga eða drepast. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11–12 ára krakk- ar í kirkjunni. Survivor, nú er að duga eða drepast. Sr. Þorvaldur og leiðtog- arnir. Kl. 20. Opið hús í KFUM-K fyrir æsku- lýðsfélagið. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3, 3. hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hafa Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D. Hjaltadóttir. Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík) Foreldramorgun í Safnaðarheimilinu miðvikudaginn 22. janúar kl.10.30. í umsjá Kötlu Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas, Vatnsendabletti 601: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitnisburðir. Allt ungt fólk hjart- anlega velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Fjallað verður um efnið „Er dauðinn ægilegur?“ Ragnar Gunnarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall. Safi fyr- ir börnin. ÆFAK, yngri deild kl. 20. Safnaðarstarf BOÐIÐ verður upp á Alfa-nám- skeið í safnaðarheimilinu í Sand- gerði á næstunni. Námskeiðið, sem er fræðslunámskeið um kristna trú, mun standa yfir í 10 vikur, á miðvikudagskvöldum frá kl. 19 til kl. 22. Hvert kvöld hefst með létt- um kvöldverði, síðan er umræðu- efnið útskýrt og rætt í umræðuhóp- um. Einu sinni á námskeiðinu er farið í helgarferð. Námskeiðið hefst 29. janúar nk. með kynningarfundi og hefst fund- urinn kl. 20. Á kynningarkvöldinu verður gerð grein fyrir sögu og uppbyggingu námskeiðsins, þátt- takendur frá fyrri námskeiðum greina frá reynslu sinni og fyrir- spurnum er svarað. Léttar kaffiveitingar verða í boði, aðgangur er ókeypis og án nokkurra skuldbindinga um þátt- töku í námskeiðinu sem hefst viku síðar. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Maríu Hauksdóttur í síma 421 5181, GSM 864 5436 eða Birni Sveini Björnssyni sóknarpresti í síma 422 7025, GSM 891 8931. Þorrafagnaður Neskirkju HINN árlegi þorrafagnaður Nes- kirkju verður haldinn nk. laugar- dag, 25. janúar, kl. 14. Fram verð- ur borinn hefðbundinn þorramatur á hlaðborði, síldarréttir, heitt salt- kjöt og heit rófustappa. Margt verður sér til gamans gert. Jóna Hansen kennari rifjar upp fróðleik um þorrann. Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, flytur gamanmál. Þorvaldur Hall- dórsson leikur undir hringdansi og fjöldasöng. Verði er mjög stillt í hóf, kostar 1.500 kr. Kaffi og öl innifalið. Þátt- taka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Lúther og bænin í Digraneskirkju FUNDUR Safnaðarfélags Digra- neskirkju verður haldinn í Safn- aðarsal kirkjunnar fimmtudaginn 23. janúar kl. 20.30. Fyrirlesari er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og mun hann fjalla um Lúther og bænina. Söngstjórn og undirleikur er hönd- um Þorsteins Hauks Þorsteins- sonar. Eftir fræðsluna verða fyr- irspurnir og umræður. Stundinni lýkur með helgistund í kirkju. Sjá nánar www.digraneskirkja.is, <http://www.digraneskirkja.is>. Kyrrðardagar í Skálholti UM næstu helgi, er boðið til Kyrrð- ardaga í Skálholti.Boðið verður upp á dagskrá sem sem þátttak- endur ráða hvort þeir taka þátt í eða ekki. Kyrrðardagarnir hefjast á föstudagskvöldið 24. janúar. Eftir kvöldtíðir í kirkjunni er kvöldverð- ur og síðan kynning á kyrrðardög- unum. Síðan tekur við þögn, þann- ig að þátttakendur eru lausir við allt áreiti og geta hvílst , andlega sem líkamlega. Boðið verður upp á hugleiðingar og trúnaðarsamtöl og að fylgja helgihaldi staðarins, sem eru morgun og kvöldtíðir og messa á sunnudeginum. Að henni lokinni er þögninni aflétt Heimför er síðan síðdegis á sunnudeginum 26. jan- úar þegar þátttakendur kjósa. Leiðsögnina annast sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor og séra Ei- ríkur Jóhannsson prestur í Hruna. Þeir munu flytja hugleiðingar í máli og myndum og víkja sér- staklega að því tímabili kirkjuárs- ins sem nú er , milli þrettánda og Kyndilmessu sem er 2. febrúar undir yfirskriftinni: “ Og vér sáum dýrð Drottins Kostnaði er kr. 9.600 fyrir fæði, húsnæði og alla þjónustu. Svövu- sjóður hefur verið stofnaður til að styðja þá til þátttöku í kyrrð- ardögum sem þess þurfa. Leggja má framlög í sjóðinn í reikning 60560 í banka 0151 –05. Alfa-námskeið í Sandgerði Safnaðarheimilið í Sandgerði. HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- Útsala 50-70% afsláttur Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 • fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 í i i i l i l l l l Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi • sími 577 4949 Næs C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.