Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Goðafoss koma og fara í dag. Rich- mond Park, Ivan Shadr og Mánafoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Nattoralik kem- ur í dag. Selfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 op- in verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Postulíns- málun kl. 9–16.30, mód- elteikning kl. 13–16.30, hárgreiðslustofan opin kl. 9–14, fótaaðgerð- arstofan opin kl. 9– 16.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl. 9, myndlist kl 10–14, línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30 kóræfing kl 16.30 Skoð- unarferðinni á Suð- urnesin hefur verið af- lýst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Göngu- hrólfar ganga frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Línudanskennsla kl. 19.15. S. 588 2111. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing, miðvd. 29. janúar þorrahlað- borð í hádeginu, skrán- ing í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.50 ró- leg leikfimi, kl. 13 gler- list, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb, Kl. 15. 15 söngur, Guðrún Lilja leikur undir á gítar. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumsur, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl. 13 dans- kennsla framhalds- hópur, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30– 11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt – almennt kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Rangæingar – Skaft- fellingar. Spilavist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, kl. 20. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. ITC deildin Melkorka, fundur í Borgartúni 22, 3. hæð, kl. 20, allir vel- komnir. Uppl. í s. 587 1712. Hulda. ITC-deildin Fífa kynn- ingarfundur kl. 20.15. Safnaðarheimili Hjalla- kirkju, Álfaheiði 17, Kóp. Allir velkomnir. Uppl. í s. 698 0144 Guð- rún. Í dag er miðvikudagur 22. janúar, 22. dagur ársins 2003. Vincentíus- messa. Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Krist- ur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7.) Í VELVAKANDA 15. jan- úar sl. skrifar „Einn sáttur“ um kjör íþróttamanns árs- ins. Ég skal taka undir það með honum að Ólafur Stef- ánsson sé vel að titlinum kominn. En rökstuðningur hans er svo barnalegur að ég verð að svara honum frá sjónarhorni hins fatlaða. Hann segir að það sé fullt af flokkum í íþróttum fatl- aðra og þess vegna sé auð- veldara fyrir fatlaða að vinna til afreka. Það eru bara veitt verð- laun fyrir 3 efstu sætin og flokkur Kristínar Rósar er bara einn. Hún tilheyrir bara einum fötlunarflokki í íþróttum fatlaðra, hún fær- ist ekki milli flokka, hún setur bara heimsmet í sín- um flokki. En það sem gerir gæfu- munin er að fatlaður ein- staklingur þarf yfirleitt að leggja tvisvar til þrisvar sinnum meira á sig til þess að komast þangað sem Kristín Rós er og það gleymist. Að vera fatlaður hindrar líkamsbeitingu og gerir hluti frábrugðna því sem er hjá ófötluðum. Kristín Rós er ekki at- vinnumaður í sundi og fær ekki greidd laun fyrir frammistöðu eins atvinnu- menn. Ekki veit ég hvar „einn sáttur“ hefur fundið skil- greiningu sína um að at- vinnumaðurinn þurfi að leggja meira á sig en Krist- ín Rós. Þessi grein hans ber mikinn keim af eigin hug- myndum sem eru settar á blað án nokkurrar hugsun- ar. Ég vil líka benda honum á að það er ekki svo langt síðan við áttum afreksfólk úr hópi fatlaðra í hópi 10 efstu íþróttamanna ársins, það eitt er líka stórt afrek. Íslendingar eiga þrjá verð- launahafa af Ólympíuleik- um, þeir eru nokkuð fleiri sem hafa komið heim með verðlaun af Special Olymp- ics. Áður en „Einn sáttur“ skrifar svona grein aftur ætti hann að kynna sér mál- ið frá sjónarhorni beggja, en ekki alhæfa eins og gert er í greininni. Fatlaður eða ófatlaður íþróttamaður leggur sig all- an fram til þess að ná ár- angri og Ólafur hefur sýnt að hann hefur mikla yfir- burði í sinni íþróttagrein og hefur náð að mínu mati lengst af íslenskum hand- knattleiksmönum hingað til. En að vera afreksmaður í hópi fatlaðra er ekkert auð- veldara en hjá ófötluðum. Bjössi Vald. Hvar fæst Jergens- body lotion? KONA hafði samband við Velvakanda og vildi fá að vita hvort einhver gæti sagt sér hvar hún fengi Jergens- body lotion. Einnig vill hún láta sleppa kosningunum í vor, henni finnst skoðana- kannanir leiðandi og pirr- andi og að þær bendi manni á hvern eigi að kjósa. Fyrirgefum HAFLIÐI Helgason hringdi og vill biðja íslensku þjóðina að fyrirgefa Árna Johnsen. Hann á í miklu sálarstríði. Tapað/fundið Peningabudda í óskilum PENINGABUDDA fannst fimmtudaginn 16. janúar sl. á bílaplaninu við Blöndu- bakka 1–15. Eigandi hafi samband í síma 557-3570. Dýrahald Felix er týndur FELIX er svartur loðinn skógarköttur. Hann hvarf í síðustu viku frá heimili sínu, Hlíðarbyggð 29, Garðabæ. Hann var nýbúinn að týna ólinni sinni og er því ómerktur. Hann gæti hafa lokast einhvers staðar inni eða hoppað inn í bíl til þess að komast í bíltúr. Ef ein- hver hefur orðið hans var, vinsamlegast hringið þá í síma 565-6404 eða 896-5004. Hefur einhver séð Perlu? PERLA er fimm ára brönd- ótt læða. Hún hvarf frá Langholtsvegi 18. janúar sl. Hún gegnir nafninu Perla. Fólk er vinsamlegast beðið um að athuga inni í bílskúrum hjá sér. Vinsam- legast hafið samband í síma 588-2766. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Fatlaður eða ófatlaður Morgunblaðið/RAX Guðmundur verkstjóri gerir við veg í landi Vatns- enda og prófar nýtt efni til viðgerða á malbiki.     Þingflokkur vinstrigrænna hyggst leggja fram þingsálykt- unartillögu á næstu dög- um þess efnis að komi til hernaðar í Írak verði Bandaríkjaher óheimilt að nýta sér hvers kyns að- stöðu hér á landi í tengslum við aðgerð- irnar. Þá verði því lýst yf- ir að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðar- aðgerðir gegn Írak. „Það er sannfæring flutnings- manna að enginn vandi verði leystur með stríðs- aðgerðum og þess vegna eigi Ísland ekki að styðja slíkar aðgerðir ef til þeirra kemur,“ segir í greinargerð tillögunnar.     Það kemur í sjálfu sérengum á óvart að vinstri grænir skuli leggj- ast gegn hugsanlegum hernaðaraðgerðum gegn Írak. Flokkurinn lýsti á sínum tíma yfir harðri andstöðu við hernaðar- aðgerðirnar í Kosovo. Það er hins vegar vand- séð hvernig Ísland eigi að geta „staðið utan við“ hvers kyns hernaðar- aðgerðir. Ísland á engan herafla og því mun ekki koma til tals að Íslend- ingar taki með beinum hætti þátt í hernaði gegn Írak. Hvað afnot af Kefla- víkurflugvelli varðar er erfitt að sjá hvernig hann eigi að nýtast „í hern- aðaraðgerðum“ nema hugsanlega sem milli- lendingarstöð fyrir flug- vélar á leið yfir hafið. Væntanlega telja vinstri grænir að yfirlýs- ing sem þessi hafi fyrst og fremst „táknræna“ þýð- ingu. En táknræna um hvað? Það er nokkuð óumdeilt að Saddam Hussein sé einhver grimmasti og hættuleg- asti harðstjóri síðustu áratuga. Hann hefur ekki einungis myrt hundruð þúsunda Íraka á valda- ferli sínum heldur hefur hann jafnframt átt í stöð- ugum útistöðum við ná- grannaríki frá því hann komst til valda í byrjun áttunda áratugarins. Varla maður að skapi vinstri grænna.     Við lok Persaflóastríðs-ins féllst Saddam á að láta gjöreyðingar- vopnabúr sitt af hendi gegn vopnahléi. Rúmum áratug síðar þráast hann enn við. Írakar halda áfram að þróa efnavopn, sýklavopn og kjarn- orkuvopn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti sl. haust álykt- un þar sem Saddam er gefið eitt tækifæri í við- bót til að láta vopn sín af hendi. Ekkert bendir til að sú verði raunin. Flest- ar leiðir hafa verið reynd- ar aðrar en hernaður. Refsiaðgerðir hafa verið í gildi í áratug, vopnaeft- irlitsmenn hafa verið sendir til landsins, samn- ingar hafa verið reyndir. Málið nálgast hins vegar þann punkt að hernaðar- aðgerðir eða uppgjöf fyr- ir Saddam eru einu kost- irnir. Vinstri grænir virðast hafa gert upp sinn hug gagnvart þeim kost- um. STAKSTEINAR Þegar allir aðrir kostir hafa verið reyndir … Víkverji skrifar... KÖTTURINN Jordan er lönguorðinn þekktur í vesturbænum og í vikunni hitti Víkverji þennan kynjakött. Á sínum yngri árum var hann þekktur á krám miðbæjarins og oft- ar en ekki fengu eigendur hans hringingu á næturnar þar sem þeir voru beðnir um að sækja Jordan því búið væri að loka barnum og allir að fara heim. Svo gerði kisi sér dælt við stúlkurnar í hverfisbakaríinu til að fá sætindi og hann skrapp gjarn- an í Háskólabíó þegar skemmti- legar sýningar voru í gangi. En nú er Jordan orðinn heimakær enda búið að gelda hann og fátt nota- legra sem hann veit en að liggja á miðstöðvarofninum í makindum. Hann hefur líka orðið aðeins skap- styggari með árununum að sögn heimilisfólksins og þá þarf að beita sérstöku lagi til að fá fram malið. Jordan hefur þó eignast góðan vin, kettling, sem kemur reglulega í heimsókn. Kettlingurinn mjálmar ámátlega fyrir framan dyrnar og þá bíður Jordan við útidyrnar eftir að opnað sé fyrir honum svo þeir geti leikið sér saman. VÍKVERJI á unglingsdóttur semæfir handbolta og síðasta helgi fór í að horfa á hana keppa á móti í Garðabæ. Þetta er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Víkverji vill hvetja foreldra til dáða. Margir foreldrar fylgja börn- unum sínum reglulega, hvetja þau áfram og styðja og það getur skap- ast reglulega góð stemmning hjá foreldrunum í hverju íþróttafélagi þegar þeir kynnast svo sjálfir inn- byrðis. En þá kemur Víkverji að kjarn- anum. Það eru líka mörg börn sem eru alltaf ein og hafa engan frá sér á bekknum sem horfir á. Mótin taka að vísu heilu helgarn- ar og auðvitað eru aðstæður í lífi fólks sem gera það að verkum að það kemst ekki á öll mót og alla leiki. Það nægir líka að annað for- eldrið mæti eða jafnvel systkini eða ömmur og afar í staðinn. En það er pottþétt að það hlýjar barni að vita af einhverjum sem því þykir vænt um sitja á bekknum og horfa á. x x x ÞEGAR Víkverji fór í Fjarðar-kaup á dögunum gladdi það hann að þorri starfsfólksins var kominn af unglingsaldri. Ekki það að honum sé illa við unglinga held- ur hefur eldra fólkið oft reynslu sem þeir yngri hafa ekki öðlast. Konurnar í kjötborðinu miðluðu til dæmis af þekkingu sinni á mat- argerð þegar Víkverji var að velta fyrir sér hvað hann ætti að hafa í matinn og hann fór heim með hrá- efni sem honum hefði annars ekki dottið í hug að kaupa og vakti ánægju heimilisfólksins. Morgunblaðið/Jim Smart Frábært starfsfólk Konurnar sem vinna í kjöt- og fisk- borði Fjarðarkaupa eru hug- myndaríkar. Krossgáta LÁRÉTT 1 bullukoll, 8 úr Garða- ríki, 9 laumar, 10 taut, 11 veslingur, 13 áann, 15 hestur, 18 fjötur, 21 ver- stöð, 22 þukla á, 23 rækt- uð lönd, 24 rúmliggjandi. LÓÐRÉTT 2 rask, 3 endar, 4 þvaður, 5 aur, 6 gáleysi, 7 græt- ur, 12 þangað til, 14 ill- menni, 15 hindruð, 16 oftraust, 17 núði með þjöl, 18 stálsleginn, 19 hlífðu, 20 kúldrast. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 félag, 4 sósan, 7 aumum, 8 nægir, 9 inn, 11 ná- in, 13 kali, 14 ættin, 15 hlýr, 17 áköf, 20 urt, 22 reisn, 23 ræmur, 24 kónga, 25 rausa. Lóðrétt: 1 fóarn, 2 lampi, 3 gumi, 4 sónn, 5 sigla, 6 nærri, 10 nótar, 12 nær, 13 kná, 15 horsk, 16 ýtinn, 18 kempu, 19 ferja, 20 unga, 21 trúr. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.