Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Njóta þess að tefla djarft og hugkvæmni þeirra kemur sér oft vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Orðum þarf að fylgja ein- hver athöfn því annars missa þau marks. En það er nú einmitt það sem þú verður að gefa þér tíma til. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að gera ekki ósanngjarnar kröfur til annarra. Að öðrum kosti fer allt úrskeiðis. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Margir eru þeir, sem tala upp í eyrun á þér. Reyndu að leita jafnvægis og forð- ast öfgar á hvern veginn sem er. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið saknið gömlu skóladag- anna og ykkur langar til þess að mennta ykkur frek- ar. Gætið þess bara að það fæli ekki frá við nánari kynni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stundum eiga menn það til að misskilja góðsemi þína. Gott er að grípa til fyr- irbyggjandi ráðstafana svo hún haldist góð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú ert ekki ánægð(ur) með stöðu mála er kominn tími til að gera eitthvað í því. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki deigan síga við að fá fram þau úrslit mála, sem þér eru mest að skapi. Varastu samt of mikinn íburð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ekki sá sem hæst galar sem fær fólk til liðs við sig. Hertu upp hugann því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örðug- leikum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gerir þér glögga grein fyrir tilfinningum annarra. Kannaðu hvort aðrar ódýr- ari lausnir geri ekki sama gagn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Alveg upp úr þurru færð þú óvenjulega hugmynd um hvernig þú getir skemmt þér og öðrum. Reyndu að skipuleggja þig betur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Mikill atburður mun hafa djúp áhrif á þig og gera þér ókleift um skeið að sjá hlut- ina í réttu ljósi. Vertu op- inn fyrir nýjum tækifærum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Of miklar upplýsingar gætu flækt málin og komið í veg fyrir að þú fyndir réttu lausnina. Leggðu málin vel niður fyrir þér áður en þú ákveður þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. Rc3 Rc6 8. e3 O-O 9. O-O He8 10. d5 Ra5 11. Rd4 Bd7 12. b3 Dc8 13. Bd2 c5 14. Rde2 Dd8 15. Hc1 Bg4 16. Re4 Rd7 17. f3 Bf5 18. Rf2 Re5 19. e4 Bc8 20. Hxc5 b6 21. Hc2 Ba6 22. Bc3 Hc8 23. f4 Rd7 24. Bxg7 Kxg7 25. Bh3 Hc7 26. Da1+ Rf6 27. Hxc7 Dxc7 28. Hc1 Db8 29. Rd4 Bc8 30. Bg2 Kg8 31. b4 Rb7 32. Rc6 Da8 Staðan kom upp í úrvals- flokki al- þjóðlega mótsins í SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hastings sem lauk fyrir skömmu. Alexey Barsov (2525) hafði hvítt gegn Luke McShane (2546). 33. Rxe7+! Hxe7 34. Dxf6 He8 35. Hc7 Hf8 36. e5 Db8 37. d6 Rd8 38. Re4 Re6 39. De7 b5 40. Hc1 Db6+ 41. Rc5 a5 42. Kh1 axb4 43. d7 Dc7 44. dxc8=D Hxc8 45. Dxc7 Hxc7 46. Rd3 og svartur gafst upp. SJALDAN hafa spilarar áhyggjur af því þótt gosann vanti í tromplitinn þegar ákvörðun er tekin um slemmu. Menn láta það duga að eiga þrjá efstu í átta spila lit og treysta á að gosinn falli ef hann liggur hjá vörninni. Sem er eðli- legt í ljósi þess að líkur á 3-2 legu eru 68%. En stundum er hægt að taka gosann inn í reikningsdæmið. Líttu á þetta dæmi: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ KD97 ♥ ÁK73 ♦ 107 ♣ÁKD Suður ♠ Á542 ♥ D ♦ ÁKD852 ♣95 Þetta er alslemmuspil, en best er að vera sjö grönd- um. Í sjö spöðum og sjö tígl- um þarf að treysta á hag- stæða tromplegu, en í sjö gröndum er nóg að annað hvort spaðinn eða tígullinn skili sér. Spilið kom upp í 11. um- ferð Reykjavíkurmótsins og á 10 borðum af 16 var loka- sögnin sjö spaðar. Tvö pör spiluðu hálfslemmu, en fjög- ur pör náðu sjö gröndum. Enginn spilaði sjö tígla. Er- lendur Jónsson og Daníel Már Sigurðsson voru meðal þeirra sem sögðu sjö grönd: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 tíglar Pass 7 grönd Allir pass Erlendur var í suður og vakti á Standard-tígli. Eftir tvær eðlilegar sagnir, krafði Daníel Már í geim með fjórða litnum, og Erlendur stökk í þrjá tígla til að sýna góðan lit. Daníel tók undir spaðann og Erlendur sýndi fyrirstöðu í hjarta. Næst spurði Daníel um lykilspil, fékk upp tvö, og spurði þá um ósagðan styrk með fimm gröndum. Erlendur lagði áherslu á tígulinn enn á ný og þá taldi Daníel öruggt að segja sjö grönd. Þetta er vel að verki staðið og aldrei þessu vant verðlaunaði spilagyðjan þá vandvirku, því þetta var legan: Norður ♠ KD97 ♥ ÁK73 ♦ 107 ♣ÁKD Vestur Austur ♠ G1083 ♠ 6 ♥ G1052 ♥ 9864 ♦ 64 ♦ G93 ♣876 ♣G10432 Suður ♠ Á542 ♥ D ♦ ÁKD852 ♣95 Sjö spaðar fóru sem sagt niður. Hin þrjú pörin sem náðu sjö gröndum voru Esther Jakobsdóttir/Þórir Sigursteinsson, Júlíus Snorrason/Eiður Mar Júl- íusson og Ljósbrá Bald- ursdóttir/Hrannar Erlings- son. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson FERÐALOK Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni. Hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit ég, hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. - - Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 40 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag- inn 23. janúar, verður fer- tugur Guðmundur Svav- arsson, rekstrarfræðingur og framleiðslustjóri SS, Gilsbakka 3, Hvolsvelli. Guðmundi væri það sönn ánægja ef vinir og vanda- menn sæju sér fært að fagna tímamótunum með honum í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli á afmæl- isdaginn milli kl. 20 og 23. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí 2002 í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni þau Áslaug Svava Jóns- dóttir og Hannes Þórisson.      MEÐ MORGUNKAFFINU Montrass!! Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Nú er aðaltvímenningur Brids- félagsins Munins í Sandgerði kom- inn á fullt skrið. Tvö kvöld af þremur er lokið og úrslitin á síðasta kvöldið urðu eftirfarandi: Garðar Garðarss. - Þorgeir V. Halldórss. 42 Þröstur Þorlákss. - Karl G. Karlss. 28 Erlingur Arnþórss. - Randver Ragnarss. 25 Svala Pálsd. - Grethe Iversen 25 Trausti Þórðars. - Þórir Hrafnkelss. 19 Eftirfarandi staða eftir bæði kvöld er því: Þröstur Þorlákss. - Heiðar Sigurjónss./ Karl G. Karlsson 64 Ævar Jónass. - Jón Gíslas. 38 Garðar Garðarss. - Þorgeir V. Halldórss. 31 Svala Pálsdóttir - Grethe Iversen 28 Spilað er á Mánagrund (við hest- húsin) og hefst spilamennska kl. 19.30. Það er alltaf heitt kaffi á könnunni fyrir áhorfendur og eru allir vel- komnir. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 26 pör til keppni þriðjudaginn 14. janúar og var spil- aður Michell-tvímenningur að venju. Lokastaða efstu para í N/S: Jón Stefánss. – Þorsteinn Laufdal 376 Hörður Davíðsson – Einar Einarsson 372 Guðjón Kristjss. – Magnús Oddsson 352 Hæsta skor í A/V: Magnús Halldórss. – Ragnar Björnss. 349 Anton Sigurðss. – Hannnes Ingibergss. 349 Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 346 Sl. föstudag mættu 24 pör og þá urðu úrslitin þessi: Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 262 Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 239 Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálss.236 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 285 Auðunn Guðmss. – Bragi Björnss. 263 Guðjón Kristjss. – Magnús Oddsson 261 Meðalskor 312 á þriðjudag en 216 á föstudag. Níu sveitir í sveitakeppni í Borgarfirði Aðalsveitakeppni Bridsfélags Borgarfjarðar, sem jafnframt er Opna Borgarfjarðarmótið, hófst mánudaginn 20. janúar. 9 sveitir taka þátt í mótinu og verða spilaðar tvær umferðir, 14 spila leikir. Eftir fyrsta kvöldið er staðan þessi. Skagamenn (Tryggvi, Þorgeir, Óli Grétar, Ingi Steinar) 50 stig Bjartasta vonin (Lárus, Örn, Kristján, Jón Viðar, Sveinbjörn) 47 stig Hjálparsveitin (Sveinn, Haraldur, Hrefna, Þórður) 43 stig Sigursveitin (Eyjólfur, Jóhann, Eyjólfur, Jón P.) 40 stig BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Innritun á námskeið hefst 15. jan. Síðumúla 35, s. 553 3770. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl.11-14. BÚTASALA - AFSLÁTTARDAGAR 15.-25. janúar 35 - 40% afsláttur af bútum. 20% afsláttur af öðrum vörum. Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi í vor. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 30. janúar, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. Vorið í Prag frá kr. 25.450 með Heimsferðum Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. janúar. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.