Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 47  RUT Sigurðardóttir frá Akureyri varð um síðustu helgi Norðurlanda- meistari í flokki unglinga 68 kg og þyngri í taekwondo. Rut fékk nánast enga mótspyrnu og vann báða bar- daga sína á mótinu með miklum yf- irburðum. Hún var valin besti kepp- andinn í unglingaflokki.  AUÐUR Anna Jónsdóttir fékk bronsverðlaun í kvennaflokki, undir 63 kg, Björn Þorleifsson fékk brons í karlaflokki, undir 78 kg, og Helgi Rafn Guðmundsson fékk brons í unglingaflokki, undir 68 kg. Sex aðr- ir Íslendingar voru á meðal kepp- enda á mótinu.  JAKOB Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi, náði sér ekki á strik í undanrásum í 200 m bringusundi á heimsbikarmóti í Stokkhólmi í gær. Jakob hafnaði í 11. sæti á 2.14,70 mín., en Íslandsmet hans í greininni er 2.10,47. Átta þeir bestu í undan- rásunum komust í úrslit. Til þess að komast í þau þurfti að synda á a.m.k. á 2.13,54 í undanrásunum. Jakob Jó- hann keppir í 100 m bringusundi á sama móti í dag.  KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Manchester City, er búinn að ganga frá kaupum á franska miðju- manninum David Sommeil frá Bord- eaux á fimm milljónir punda.  LES Ferdinand, sóknarmaðurinn reyndi sem hefur leikið með Totten- ham undanfarin ár, gekk í gær til liðs við West Ham. Ferdinand, sem er orðinn 36 ára, hefur ekki verið í náðinni hjá Tottenham eftir að fé- lagið keypti Robbie Keane frá Leeds á síðasta ári.  TORSTEN Friedrich, markvörð- ur Magdeburg, Evrópumeistaranna í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið til vorsins 2005. Friedrich kom til Magdeburg fyrir þetta tímabil frá Solingen.  INTER Mílanó gekk í gær frá lánssamningi við Roma um Gabriel Batistuta, sem verður hjá félaginu út þetta tímabil. Hernan Crespo, landi hans frá Argentínu, verður frá keppni fram eftir tímabilinu vegna meiðsla og Batistuta, einn mesti markaskorari í ítölsku knattspyrn- unni frá upphafi, á að fylla skarð hans á meðan.  BATISTUTA sagði í gær að ein aðalástæðan fyrir því að hann færi frá Roma væri að stuðningsmenn liðsins hefðu ýtt honum frá liðinu með leiðinlegri framkomu við sig. „Ég hefði ekki farið frá Roma til annars liðs en Inter,“ sagði Batis- tuta, sem vonar að töframátturinn sé enn í skónum hans, þannig að hann taki upp sína fyrri iðju – að skora mörk, nú fyrir Inter.  ÞAÐ eru fleiri en Crespo sem eru meiddir hjá Inter. Í gær var ljóst að þeir Francesco Coco og Ivan Cord- oba leika ekki með liðinu næstu fjór- ar til fimm vikurnar – meiddust báð- ir í leik gegn Perugia.  STOKE City hefur fengið leyfi frá Bolton til að nota markvörðinn Steve Banks þegar liðið tekur á móti Bournemouth í 4. umferð ensku bik- arkeppninnar á sunnudaginn. Banks er í láni hjá Stoke frá Bolton en fékk ekki leyfi til að spila með Íslendinga- liðinu í 3. umferðinni, til að Bolton gæti mögulega gripið til hans síðar í keppninni. Bolton var síðan slegið út úr keppninni og þurfti þar með ekki að hafa frekari áhyggjur af Banks.  STOKE getur hins vegar ekki not- að tvo nýjustu lánsmenn sína í leikn- um við Bournemouth. Þeir Frazer Richardson frá Leeds og Lee Mills frá Coventry eru ekki löglegir með Stoke í keppninni.  LIÐ Stoke dvelur þessa dagana í æfingabúðum í Malaga á Spáni og býr sig þar undir bikarleikinn á sunnudaginn. Þar rákust leikmenn Stoke á fyrrverandi knattspyrnu- stjóra sinn, Steve Cotterill, sem er þar með liði Sunderland. Það var einmitt Cotterill sem ákvað Spánar- ferðina áður en hann yfirgaf Stoke. FÓLK af göflunum á lokakaflanum og vandaði sínum mönnum ekki kveðjurnar í leikslok. Á fimmtudaginn mætir Argent- ína heimsmeisturum Frakka sem unnu öruggan sigur á Ungverjum í gær, 29:24. Tímamótasigur Slóvena Eftir skell á móti Dönum í fyrra- kvöld tóku Slóvenar sig saman í andlitinu í gær og lögðu Svía örugglega, 29:25. Þetta var fyrsti sigur Slóvena á Svíum og geta þeir fyrst og fremst þakkað hann mark- verði sínum, Benjo Lapanjes, sem reyndist Svíum óþægur ljár í þúfu. Leikurinn var í jafnvægi fram í Líkt og gegn Króatíu í fyrradagrisu Argentínumenn upp á aft- urlappirnar í síðari hálfleik gegn Rússum sem voru 15:11 yfir í hálf- leik. Argentína tók öll völd á leik- vellinum í síðari hálfleik, vann fljótlega upp forskot Rússa og náði tveggja marka forskoti, 19:17. Eft- ir það héldu Argentínumenn frum- kvæðinu nær því til leiksloka að Rússar jöfnuðu metin á síðustu andartökum leiksins eftir talsverð- an barning. Bjargvættur Rússa í leiknum var hinn rúmlega fertugi mark- vörður þeirra, Andrei Lavrov, sem varði alls 20 skot, flest í síðari hálf- leik. Hinn skapheiti þjálfari Rússa, Vladimir Maximov, gekk nærri því miðjan síðari hálfleik er Slóvenar náðu þriggja marka forskoti, 18:15. Það létu þeir aldrei af hendi það sem eftir lifði viðureignarinnar. Vörn Svía þótti ekki jafn sterk og oft áður og um leið náði Peter Gentzel sér ekki á strik í markinu. Eftir leikinn skelltu Svíar skuld- inni fyrir tapinu á magakveisu sem herjaði á nokkra leikmenn liðsins í gær og fyrrinótt. Fögnuðu sem heimsmeistarar Eyptarnir mæta ekki eins sterk- ir til leiks á HM og reiknað hafði verið með. Liðsandinn er í molum og greinilegt að Júgóslavanum Zivko Zivkovic hefur ekki tekist að hrista sveit sína saman fyrir mótið. Eftir tap fyrir Svíum í fyrradag máttu Egyptar þakka fyrir jafn- tefli við Alsír í gær, 25:25, í jöfnum leik þar sem staðan var 13:13 í hálfleik. Í leikslok fögnuðu Als- írbúar sem þeir hefðu unnið heims- meistaratitilinn. AP Einar Örn Jónsson kemst framhjá Grænlendingnum Karl Olsen og skorar annað mark sitt í leiknum í gærkvöldi. Lavrov hetja Rússa ARGENTÍNA heldur áfram að koma á óvart á heimsmeistaramótinu. Í gær gerði Argentína jafntefli við ólympíumeistara Rússa, 26:26, og er því í efsta sæti C-riðils þegar tveimur leikjum er lokið. Svíar máttu þola tap fyrir Slóveníu, 29:25, og Alsírmenn eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir afleitan leik gegn Brasilíu í fyrradag. Í gær gerðu þeir jafntefli við Egypta, 25:25, og virðast hinir síðarnefndu vera talsvert frá sínu besta á mótinu. PAUL Put, þjálfari Lokeren, líkir Rúnari Krist- inssyni landsliðsfyrirliða við Marc Degryse, einn fremsta knattspyrnumann Belga á síðari árum, í viðtali sem birtist í belgíska dagblaðinu Het Laaste Nieuws í gær. „Ef hægt er að líkja ein- hverjum leikmanni í 1. deildinni í dag við Degryse, þá er það Rúnar. Þeir eru mjög svipaðir knattspyrnumenn. Rétt eins og Degryse sér hann alla möguleika sem fyrir hendi eru þegar hann fær boltann, er fljótur að hugsa, geysilega yf- irvegaður fyrir framan markið og mörk hans eru hvert öðru fallegra. Rúnar er alltaf bestur þegar við leikum gegn sterkari liðum,“ segir Paul Put. Marc Degryse, 63 landsleikir, segir sjálfur í samtali við blaðið að hann hafi ekkert út á sam- líkinguna að setja. „Rúnar er svipaður mér, les leikinn vel og er fljótari en aðrir að taka ákvörð- un. Hvar hefur Íslendingurinn eiginlega verið? Það kemur mér á óvart að hann skuli vera orðinn 33 ára. Hæfileikar hans eru meðfæddir.“ „Hvar hefur Íslendingurinn verið?“ Rúnar Kristinsson ÍÞRÓTTIR FÉLAGASKIPTI Jóhannesar Karls Guðjóns- sonar úr Real Betis í enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa eru komin í uppnám. Forráðamenn Aston Villa töldu að samning- urinn um lán á Jóhannesi til félagsins fram á vor væri í höfn og tilkynnti Aston um félagaskiptin í fyrradag. Í gær hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar krafa barst frá Real Betis um að félagið vildi fá tvöfalt hærri upphæð fyrir lánssamninginn en áður hafði verið samið um. Viðræður eru hafnar á milli félaganna á nýjan leik en svo gæti alveg farið að ekkert yrði úr félagaskiptunum. Það er greinilegt að forráðamenn Real Betis ætla að verða Jóhannesi Karli erfiðir, en þeir stöðvuðu fyrr í vetur að hann færi sem láns- maður til Lundúnarliðsins Carlton, sem vildi fá Jóhannes til sín. Jóhannes Karl, sem Betis keypti frá hollenska liðinu RKC Waatwijk 12. september 2001 á 350 millj. ísl. kr., hefur ekki fengið tækifæri hjá lið- inu í vetur. Real Betis með „rautt ljós“ á Jóhannes? Allir leik- ir skipta máli VERÐI tvær þjóðir jafnar að lokinni riðlakeppni HM, t.d. í keppni um efsta sætið þá skera úrslit innbyrðis leiks þjóðanna um hvort verður ofar í riðlinum. Hafi orðið jafntefli í um- ræddum leik ræður heild- armarkatala í öllum leikj- um riðilsins niðurstöðunni, þ.e. það lið sem hefur betri markatölu hafnar fyrir of- an. Sé markatala liðanna tveggja jöfn þá telst það lið vera ofar sem skorar fleiri mörk í leikjum sínum og þá eins og áður skal telja saman mörk í öllum leikj- um liðsins, líka gegn þeim liðum sem falla úr keppni að riðlakeppninni lokinni. Því getur það skipt máli hjá sterkari þjóðunum að vinna veikari þjóðirnar með sem mestum mun þótt einhverjar af veikari þjóð- unum haldi ekki áfram í milliriðla.  BERTI Vogts, lands- liðsþjálfari Skotlands, er byrjaður að safna liði fyrir Evrópuleik gegn Ís- landi 29. mars á Hampd- en Park í Glasgow.  Hann hefur kallað á Don Hutchison, sókn- arleikmann West Ham, til að vera klár í bátana fyrir vináttuleik við Íra í febrúar – upphitunarleik fyrir Íslandsorrustuna. Hutchison hefur verið frá vegna meiðsla um tíma.  Vogts vill fá hann til að leika við hlið Stevie Crawfords gegn Íslandi – taka stöðu Stevens Thompsons, sem tekur út leikbann. „Ég hef mikinn hug á að nýta krafta Hutchisons gegn Íslandi.  Ég veit að Neil McCann eða Kevin Kyle getur leikið við hlið Crawford, en ég tel að Hutchison sé besti mað- urinn sem völ er á til að leika við hlið Crawfords gegn Íslandi,“ sagði Vogts. Vogts safnar liði gegn Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.