Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆFILEIKAR fólksins sem Rúnkið stundar koma ágætlega í ljós á þessari jólaplötu, sem ku vera fyrsta útgáfa sveitarinnar. Hún var gefin út í takmörkuðu upplagi þarsíðustu jól, en er enn hægt að nálgast í minni plötubúðum. Fyrsta breiðskífa Rúnksins, Ghengi Dhals, kom hins vegar út í sumar. Hér er á ferðinni einskonar úthugs- aður grallaraskapur og að sumu leyti vinnur Rúnkhópurinn skvt. sannfær- ingu Smekkleysuhópsins: góður smekkur er dauði allrar listar. Í upp- lýsingabæklingi plötunnar má lesa að: „Flottur kúltúr og gott music áskilur eigenda geisladisksins rétt til að dreifa honum á weraldarwefnum, brenna hann fyrir vini sína og spila hann í góðu partíi“. Tilgangurinn hér er því enginn annar en að skapa skemmtilega list. Og það tekst vel – gleðin skilar sér vel í þeim sex lögum sem diskinn prýða, sem eru á víxl hressilega undarleg og undarlega hressandi. Í laginu „Jólatré“ lýsir söngvarinn því t.d. yfir að hann sé jólatré og bassaróma bréfberinn í lag- inu „Bréfberinn“ syngur raunafullur um ástæður þess að hann fékk sér starfið. Í „Jólin er’ að koma“ er sungið „Jólin er’að koma/mér líður svon’ og svona/ og ég er bar’ að vona/að þau komi ekki strax“. Í síðasta laginu „Jólalala“ er einfaldlega sungið: „la la la la la/la la la la la“. Textarnir eru fyndnir og fáránlegir í senn og teygja vel á brosvöðvum. Ímyndið ykkur að Sykurmolarnir hefðu einhvern tíma tekið upp jóla- plötu í góðu flippi og gefið út í hæfi- legum kyrrþey. Einhvern veginn þannig er andinn yfir þessari plötu, fölskvalaust sakleysið er henni styrk- ur. Umslag er t.a.m. handgert, úr jólapappír og er einfalt og fallegt. Í sönnum anda jólanna er stemningin á Jólin eru... innileg, hlý en fyrst og síð- ast skemmtileg. Jaðarjól Rúnk Jólin eru... Flottur kúltúr og gott music Jólin eru..., jólaplata eftir hljómsveitina geðþekku Rúnk. Sveitin er skipuð þeim Bobby, Jimmy, Orlando, Pamelu og Suawey. Ljósfaðir var Gunnar Örn Tynes. Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLISTARMAÐURINN Kristinn Árnason er einna þekkt- astur sem gítarleikari og hefur fengist við klassík en einnig dæg- urtónlist í sveitum eins og Júpíters og Hr. Ingi R. Það má því búast við innihaldsríkri skemmtun þegar fyrsta sýnishornið af hans eigin laga- smíðum er borið á borð. Og sú er einmitt raunin með Bizarre sofa people, diskurinn ber þess vitni að hér er enginn byrjandi á ferð. Gítarinn er reynd- ar ekki í aðalhlutverki því „Call him mr. Kid“ stendur fyrir annað sjálf Kristins sem fiktar af mikilli leikgleði í hljóðgervlum, skemmt- urum, orgelum, slagverki og ýmsu rafdóti. Diskurinn er hreinræktað sóló- verkefni, Kristinn leikur á flest hljóðfæri sjálfur og sér um for- ritun en fær í einstaka lögum söngvara til liðs við sig. Lögin eru flest að mestu leyti leikin og unnið með taktlínur og stef sem flúrað er í kringum. Hér er sótt í fágaða þægindatóna „lounge“ tónlistar sjötta áratugarins og nýmóðins rafbrunna, nokkuð í ætt við það sem hin franska Air-sveit hefur gert, og Kristinn setur hin ólík- ustu hljóð saman af mikilli jafn- vægislist. Hlýir orgelhljómar og gamaldags skemmtarataktur eru í aðalhlutverki, skeytt inn raddbút- um eða söng og skrítnum hljóðum og þessi blanda nær að vera bæði sérkennileg og þægileg, nútímaleg og gamaldags. Það er líka skemmtilegt hvernig mismunandi stemmning og andrúmsloft eru byggð upp í lögunum. Ný kvik- mynd fer af stað í höfði hlustand- ans í hverju lagi og það er góð skemmtun. Í „Pure happiness“ dettum við inn í gamla Disney- mynd í teknikol- or, sakleysislegt glyspopp þar sem barnsleg rödd syngur yfir ein- földum takti og útkoman minnir helst á þá kok- teilblöndu sem hin sænsku Cardigans full- komnuðu. Keyrt er inn í hættu- legri hverfi í laginu „Le Crocodile“ þar sem hið yfirnátt- úrulega þeramín- hljóð á sinn þátt í að magna upp spennuþrungið andrúmsloft. Það skín einnig í gegn á disknum að hlutirnir eru ekki teknir of há- tíðlega, leikgleðin og húmorinn eru aldrei langt undan eins og til dæmis í hinum stór-hátíðlega og dramatíska harmsöng „My tele- phone is dead“. Það er samt erfitt að draga fram einhver einstök lög sem öðrum fremri, heildarsvipur- inn er mjög jafn. Og umslagið er líka vel heppnað, litir og mynd passa nákvæmlega við innihaldið. Þetta er tónlist sem hentar vel í stofunni og hefur í leiðinni þau áhrif að maður vill skyndilega inn- rétta allt upp á nýtt og raða hús- gögnunum á skjön og ská. Furðu- lega sófafólkið bíður eftir fleiri frískandi kokteilum frá mr. Kid. Tónlist Kokteill í stofunni Call him mr. Kid Bizarre sofa people Thule/TMT-Entertainment Kristinn Árnason semur öll lög plötunnar sem eru 8 að tölu og leikur á hljóðfæri og sér um forritun. Jarþrúður Karlsdóttir og Jón Rúnar Arason leggja til raddir, Doddi og Axel koma við sögu slagverksins. Um upptökur sáu Kristinn og Viðar Hákon í Thule stúdíó. Steinunn Haraldsdóttir Call him mr. Kid er Kristinn Árnason í stofutónlistarham. Morgunblaðið/Kristinn ASÍSKI kvikmyndaleikarinn Jackie Chan, sem þekktur er fyrir að leika sjálfur í öllum áhættuatriðum í kvikmyndum sínum og að hafa oft- sinnis hlotið beinbrot fyrir vikið, er farinn að nota áhættuleikara. Leik- arinn góðkunni, sem er frá Hong Kong, segist þó einungis grípa til áhættuleikara þegar hann neyðist til þess. „Ég mun nota áhættuleikara ef þú biður mig að fara um borð í F-16-orrustuþotu eða stökkva á trylltum hesti yfir röð hindrana eða að fara í tvo 720 gráða kollhnísa,“ sagði Chan í yfirlýsingu. „Ef aðeins er um einn kollhnís að ræða, þá fer ég í hann sjálfur,“ sagði Chan sem er 48 ára. „Ég geri það sem ég get en ekki það sem er fyrir ofan mína getu.“ Chan var með ummælunum að svara fyrirspurn blaðamanns um frétt sem var nýlega í dagblaðinu South China Morning Post þar sem sagt var að Chan hefði notað a.m.k. sjö áhættuleikara í nýjustu mynd sinni, The Tuxedo. Hvaða áhættuleikari skyldi hafa framkvæmt þetta stökk? Jackie Chan hættur að taka áhættu 26. jan. kl. 14. laus sæti 2. feb. kl. 14. laus sæti 9. feb. kl. 14. laus sæti 16. feb. kl. 14. laus sæti Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson 5. sýn fö 24/1 kl 20, blá kort Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, Lau 1/2 kl 20 Fi 6/2 kl 20, Fö 7/2 kl 20, Lau 8/2 kl 20, Fö 14/2 kl 20, Lau 15/2 kl 19, Ath. breyttan sýningartíma SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 26/1 kl 20, Fi 30/1 kl 20, Su 2/2 kl 20,Su 9/2 kl 20 Su 16/2 kl 20,Fi 20/2 kl 20 Síðustu sýninguar HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 26/1 kl 14, Su 2/2 kl 14, Su 9/2 kl 14 Fáar sýningar eftir ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Fi 23/1 kl 20 UPPSELT Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER- PÍKUSÖGUR á færeysku, dönsku og íslensku Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Birita Mohr, Charlotte Böving. Leiksýning, kaffi, tónleikar: Eivör Pálsdóttir syngur. Lau 25/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fi 23/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20, UPPSELT , Fi 6/2 kl 20, Fö 14/2 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 26/1 kl 21, UPPSELT, Fi 30/1 kl 20 Ath. breyttan sýningartíma JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN SÍN VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Frumsýning lau 1/2 kl 20 UPPSELT Su 2/2 kl 20 UPPSELT, Fö 7/2 kl 20, Lau 8/2 kl 20. Okkar maður Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Hermann Stefánsson er fyrsti klarínettleikari í Konunglegu Stokkhólmsfílharmoníunni. Sem er býsna góður árangur. Hermann þreytir frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudaginn í tveimur af meginverkum klarínettsögunnar. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í rauðu röðinni í Háskólabíói fimmtudaginn 23. janúar kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Alexander Vedernikov Einleikari: Hermann Stefánsson Mikhaíl Glinka: Lífið fyrir keisarann, forleikur Carl Maria von Weber: Klarínettkonsert nr. 2 Claude Debussy: Première rapsodie Maurice Ravel: Valses nobles et sentimentales Paul Dukas: Lærisveinn galdrameistarans Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Nokkur sæti Fös 7/2 kl 21 Lau 8/2 kl 21 Aukasýning lau 25/1 kl. 21, UPPSELT föst 31/1 kl. 21, AUKASÝNING, laus sæti lau1/2 kl. 21, Örfá sæti föst 7/2 kl. 21, Örfá sæti lau 8/2 kl. 21, Nokkur sæti fim 13.2 kl. 21, lau 15. 2 kl. 21. "Björk er hin nýja Bridget Jones." morgunsjónvarpið Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fim 23. jan kl. 19, Nokkur sæti ath breyttan sýningartíma fim 30. jan kl. 20.00, AUKASÝNING, laus sæti Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Allra síðasta sýning Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 9. sýn. lau. 25. jan. kl. 16 Örfá sæti laus 10. sýn. sun. 26. jan. kl. 16 Nokkur sæti laus Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsinu alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun. 26. jan. kl. 15 og 20 Lau. 1. feb. kl. 20 Sun. 2. feb. kl. 15 og 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.