Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 51 www.regnboginn. is Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12. Nýr og betri „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL DV RadíóX Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i YFIR 80.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTABONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Hverfisgötu  551 9000 www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12. YFIR 80.000 GESTIR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kos- tum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL Kvikmyndir.is HLJÓMSVEITIN Hudson Wayne er innan við ársgömul en á nú þegar að baki tvær plötur. Sú fyrsta, Slightly out of Hank er fimm laga og kom út á síðasta ári. Nostursamlegt heimaföndur sem selt var í minni plötubúðum á litlar 300 kr. Þessi nýja er hins vegar sex laga og ber hið ankannalega heiti I’m a Fox. Blaðamaður ræddi við þá Þráin Ósk- arsson og Birgi Viðarsson yfir appels- íni og kaffi en aðrir meðlimir eru þeir Hákon Aðalsteinsson og Helgi A. Sig- urðarson. Tækifærisgjafir „Sveitin var stofnuð fyrir tæpu ári,“ segir Þráinn. „Ég spila einnig á trommur með hljómsveitinni Kimono og til hliðar var ég alltaf að semja lög. Við ákváðum svo bara að taka þau upp.“ Birgir segir að þetta hafi verið einkar látlaust í upphafi. Slightly out of Hank hafi upprunalega verið hugs- aður sem lausn á jóla- og afmælisgjöf- um. „En síðan hefur þetta þróast áfram og við erum orðnir ögn metnaðar- fyllri,“ segir hann. „Án þess þó að miklar vonir eða væntingar liggi á bakvið. Við erum rólegir yfir þessu.“ Á fyrri diskinum má heyra ein- hvers konar sveitatónlistarskotna ný- bylgju en áhrifin á nýja diskinum eru óræðari. Einhvers konar Hudson-stíll er í þróun. „Það eina sem mér dettur í hug hvað tónlist okkar varðar er að þetta eru allt ballöður,“ segir Þráinn og brosir kurteisislega. Kumpánlegt „Það má eiginlega segja að þetta sé orðið stærra en við hugsuðum í upp- hafi,“ segir Þráinn og sýpur á appels- íninu. „Við vönduðum okkur meira núna, fyrsta platan var t.d. tekin upp á þremur dögum. Umslagið á I’m a Fox er t.d. prentað og það var óhemjumikill kostnaður.“ Í ljós kemur að það er enginn leikur að reka hljómsveit á Íslandi. Þeir pilt- ar eru sammála um að það sé bæði dýrt og erfitt að komast í almennilegt æfingahúsnæði t.d. Þetta vandamál virðist hrjá flestar sveitir og er vissu- lega athugunarvert, sérstaklega með tilliti til þeirrar miklu umræðu um hvað íslensk dægurtónlist sé orkurík og sköpunarglöð um þessar mundir. Þeir félagar brosa kumpánlega er þeir eru spurðir um hugsanleg strandhögg á erlendri grundu. „Við sendum nokkra diska út en er- um alls ekki að vinna markmiðs- bundið að því. En ef eitthvert tæki- færi myndi banka á dyrnar erum við alveg til í einhver ævintýri.“ Hudson Wayne gefur út I’m a Fox Einhver ævintýri Hudson Wayne leikur angurværa og höfgakennda nýbylgju og gaf út aðra plötu sína fyrir stuttu. Arnar Eggert Thor- oddsen grennslaðist fyrir um málið. Hudson-liðar á hljómleikum. arnart@mbl.is FYRIR jól, nánar tiltekið hinn 4. nóvember, kom út seinni hluti af safnskífuröð U2. Árið 1998 kom fyrri hlutinn út þar sem er að finna yfirlit yfir níunda áratuginn. Á plötunni nýju, sem ber titilinn U2 – The Best Of 1990–2000, er farið yf- ir tíunda áratuginn, tímabil sem var um margt skrykkjótt fyrir sveitina. Þannig hóf hún það með að umbreyta sjálfri sér með hinni sterku Achtung Baby, fór svo niður í öldudal um það mitt en kom svo sterk til baka með nýjustu afurð sinni, All That You Can’t Leave Behind, sem út kom árið 2000. Á plötunni eru sextán lög, tekin af Achtung Baby (’91), Zooropa (’93), Pop (’97) og All That You Can’t Leave Behind (’00). Einnig er lag af hliðarverkefninu Passeng- ers: Original Soundtracks 1 (’95) jafnframt því sem tvö ný lög prýða plötuna, „Electrical Storm (Will- iam Orbit Mix)“ og „The Hands That Built America“ sem er að finna í mynd Martins Scorsese, The Gangs Of New York. Þá hefur það vakið athygli, og nokkuð umtal, að búið er að endurvinna fjögur eldri lög („Discothèque“, „Gone“, „Numb“ og „Staring At The Sun“). Gítarleikari sveitarinnar, The Edge, hefur lýst því yfir að þeim félögum hafi þótt þetta gott tæki- færi til að endurbæta verk sem þeir hafi ekki verið að fullu sáttir með. Þessi viðleitni hefur engu að síður vakið upp sígildar spurn- ingar um rétt og tengsl listamanna við verk sín. Takmarkað magn plötunnar mun innihalda aukadisk með nokkrum völdum b-hliðum, eins og reyndar fyrri hluti safnsins. Tals- vert er þar um endurhljóðbland- anir en einnig sjaldheyrð lög eins og „Summer Rain“ og „North And South Of The River“. U2 – The Best Of 1990–2000 U2, 2000. Rafstorm- ur á falleg- um degi TENGLAR ..................................................... www.u2.com Nick Carter – Now or Never Sætasta súkku- laðið af þeim öllum í Backstreet Boys hefur hér orðið fyrstur þeirra til að gefa út sóló- skífu. Og yfirlýs- ingin með henni á ugglaust að vera sú að í honum hafi blundað meira rokk en hann komst upp með undir lýðræði bandsins. En Carter minn, þetta er ekki mikið rokk, bara svona eins og Bryan Adams hefur verið að gera í næstum 20 ár. Svo syngurðu eiginlega eins og Britney og útkom- an því eins og sólóskífa Hanson- bróður. Allt er náttúrlega útpælt, viðlögin grípandi og útsetningar samkvæmt nýjustu markaðsspám en trúlega þarf meira til ef Carter ætlar að takast að lifa sveitina af og skapa sér varanlegt nafn. Það er nú eða aldrei. Manstu hvernig fór fyrir Hanson bræðrum?  Interpol – Turn on the Bright Lights Klárlega ein feit- asta plata síðasta árs. Alveg sérdeilis kærkominn feng- ur. Bandarísk sveit sem sækir áhrif, að virðist, til ensku nýbylgjunnar, einkum myrku ár- anna þegar Joy Divison er við að breytast í New Order. Sterkust eru þó tengslin við hina grátlega gleymdu en aldeilis frábæru Kitch- ens of Distinction – man einhver eft- ir þeim? Þetta er alvöru ómengað indírokk, frábær plata. Það er líka ekki hægt að vera neikvæður út í plötu sem inniheldur lokalag sem heitir „Leif Erikson“. Tilvonandi Ís- landsvinir?  Úr kvikmynd – 8 Mile Aldeilis ekki eins og aðrar hraðsoðn- ar bíósafnplötur. Hér hefur verið lagt eitthvað í verk- ið, séð til þess að það sé heildstætt og geti staðið eitt og sér, án myndarinnar. Platan inniheldur líka eitt allra besta lag sem Eminem hefur sent frá sér „Lose Yourself“ og ekki bara það heldur einnig fín lög frá D12, 50 cent, Nas og Jay-Z.  Ja Rule – The Last Temptation Einhverra hluta vegna bjóst maður við þokkalega miklu frá þessum vinsælasta fulltrúa Murder Inc. útgáf- unnar alræmdu enda hefur hann átt þátt í hverjum smellnum á fætur öðrum, m.a. með J-Lo og Ashante. Því er þessi plata hans nákvæmlega ekkert annað en vonbrigði og annað kemur ekki í hugann en svívirðileg Tupac-stæling. Hörðustu fylgjendur ætttu þó líkast til að geta verið sátt- ir.  Erlend tónlist Skarphéðinn Guðmundsson NÝTT lag með Bob Dylan mun hljóma í borg- arastyrjald- armyndinni Gods and Generals sem frumsýnd verður 4. febrúar. Myndin skartar þeim Robert Duvall, Jeff Daniels og Miru Sorvino í helstu hlutverkum en lagið sem Dylan flytur heitir „Cross the Green Mountain“. Þeir óþreyjufullu geta náð í lagið í tón- listarskoti AOL netsíðunnar … Coldplay og Red Hot Chili Pepp- ers verða aðalnúmerin á V 2003 tónlistarhátíðinni sem haldin verður á tveimur stöðum í Englandi, í Hylands Park, Chelmsford og Weston Park, Staffordshire dagana 16. og 17. ágúst … Menningar- málaráðherra Bretlands, Kim Howells, hefur gagnrýnt Robbie Williams harka- lega fyrir þau ummæli sem söngv- arinn lét falla um helgina þess efnis að honum þætti hið besta mál að fólk stundaði þjófnað á tónlist á Netinu. Ráðherra sparar ekki stór- yrðin í spjalli við almenning á Net- síðu The Guardian og sagði Will- iams óbeint vera að ýta undir eiturlyfjasölu og vændi með slíkum yfirlýsingum: „Með því að segja sjó- ræningjastarfsemi sem þessa frá- bæra er Williams að leggja alþjóð- legum glæpahringjum lið vegna þess að þeir standa fyrir slíkri ólög- mætri starfsemi.“ Ráðherra segist sérstaklega bjóða við ummælum Williams í ljósi þess að söngvarinn sé sá launahæsti í bransanum og þurfi því sannarlega ekki að óttast um fjárhag sinn ólíkt öðrum tónlist- armönnum sem þurfa á plötusölu að halda til að komast af … Enn fjölgar verðlaunagripunum á arinhillu hinnar 21 árs gömlu Ms Dynamite. Þegar er hún búin að fá haug MOBO-verðlauna og hin virðulegu Mercury-plötuverðlaun og nú í gær veitti hún viðtöku South Bank Show-verðlaununum í Lundúnum. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru listamönnum á Bretlandseyjum og skaut Ms Dynamite stórfiskum á borð við David Bowie og Coldplay ref fyrir rass sem popptónlistarmaður árs- ins. POPPkorn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.