Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. GLÓBRYSTINGUR smeygði sér inn um geymsluglugga fréttaritara Morgunblaðsins á Egilsstöðum í fyrrakvöld, í var fyrir hríðarbelj- andanum úti fyrir. Glóbrystingar (Erithacus rubecula) eru flæk- ingar á Íslandi, en þó ekki óalgengir. Til dæmis eru nú fjórir slíkir á fóðrum í Fellabæ og frést hefur af fleirum út um hvippinn og hvappinn um landið. Ekki er þó vitað til þess að glóbrysting- urinn verpi á Íslandi. Þetta er fallegur lítill fugl, ryðrauður á brjóst og vanga og gráleitur eða ólífubrúnn á bak og vængi. Hann á ættir að rekja til Evrópu, þar sem hann er mjög útbreiddur, en finnst einnig í öðrum heimsálfum. Fuglinn var drifinn í þar til gert fuglahús í skjól fyrir heimiliskettinum Sæmundi og honum gefið bygg og vatnssopi sér til viðurværis. Þar var hann í góðu yfirlæti þar til í gær, að Skarp- héðinn G. Þórisson líffræðingur og fuglavís- indamaður kom og merkti glóbrystinginn með númeruðum hring á fót og var honum að því búnu sleppt aftur út í vetrarhörkurnar, sem hann ku lifa með ágætum, enda glúrinn í fæðu- leit. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Glóbrystingur leitar skjóls VERÐ fiskaflans í heild í viðskiptum innanlands hefur hækkað um 58,5% frá janúar 1997 til nóv- ember 2002. Það er meira en tvöföld hækk- un vísitölu neyzluverðs, en hún hefur hækkað um 25,4% á sama tíma. Sama tímabil hefur botnfiskafli í heild hækkað um 68,7% í verði, loðna um 15,6% og síld um 18,3%. Þessi hækkun þýðir í raun að tekjur sjómanna hafa hækkað um hið sama á tímabilinu, miðað við að afli væri sá sami, en veruleg hækkun varð á verði bolfisks í beinum viðskiptum á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga. Að sama skapi hefur aflaverðmæti skipa og báta hækkað á tímabilinu. Reyndar hefur þorskkvót- inn verið minnkaður undanfarin ár og hefur það áhrif til lækkunar launa sjómanna og aflaverð- mætis skipanna. Inni í þessum útreikningum er hvorki verðþró- un á sjófrystum fiski né fiski, sem seldur er utan í gámum eða flugi. Sú verðþróun ræðst annars vegar af gengi krónunnar og verði á mörkuðum ytra. Árstíðasveifla einkennir verðvísitölur fiskafl- ans, verðið er hæst um hver áramót og lækkar síðan fram að miðju ári. Miklar sveiflur hafa verið á verði loðnu og síldar; verðið var nokkuð hátt á árunum 1997 og 1998 en féll í ársbyrjun 1999. Í upphafi árs 2001 fór verðið aftur að hækka og hækkaði mjög mikið fram til miðs árs 2002 en hef- ur lækkað síðan, bæði vegna lækkunar á heims- markaðsverði og hás gengis íslenzku krónunnar. 58% HÆKKUN FISKVERÐS FRÁ 1997             .( !9*  Fiskverð/13 LEIT að Guðmundi Sigurðssyni, 55 ára skipverja á Jónu Eðvalds SF-20, sem skilaði sér ekki til skips eftir bæjarferð á Seyðisfirði, bar engan árangur í gær. Leit var hætt á mið- nætti í gær sökum lélegs skyggnis, en hefja á leit aftur strax í birtingu. Alls tóku um 50 manns þátt í leitinni. Ekkert hefur spurst til Guðmund- ar frá aðfaranótt þriðjudags, en þá sást til hans í miðbæ Seyðisfjarðar. Kom hann ekki til skips eftir það og hófst leit að honum á hádegi í gær. Björgunarsveitir úr nágrenninu tóku þátt í leitinni, bæði göngumenn og kafarar, auk lögreglu. Síðdegis í gær komu þrír kafarar frá Land- helgisgæslunni til Seyðisfjarðar. Þá voru fjórir björgunarhundar notaðir, einn þeirra var sendur með flugi frá Reykjavík. Í gær gengu björgunar- sveitarmenn um Seyðisfjarðarkaup- stað, nágrenni bæjarins og fjörur í firðinum auk þess sem kafarar leit- uðu í höfninni. Leit að skipverja bar ekki árangur UNDANFARNA daga hafa nemendur í Barnaskóla Vest- mannaeyja staðið í ströngu við að pakka vikri í umslög ásamt bréfi sem senda á í alla grunn- skóla landsins, samtals tæplega 180 menntastofnanir. Með þessu vilja nemendur skólans þakka góðar móttökur sem nemendur frá Vestmannaeyjum fengu í kjölfar eldgossins í Heimaey sem hófst fyrir 30 árum. Um- slögin verða póstsend á morgun, 23. janúar, en þá verða ná- kvæmlega 30 ár síðan gosið hófst. Að sögn Hjálmfríðar Sveins- dóttur skólastjóra skipta börnin með sér verkum. Þau skrifa bréf þar sem þau minna á gosið sem foreldrar margra þeirra upp- lifðu þegar þeir voru nemendur í skólanum, setja sýnishorn af vikri sem upp kom í eldgosinu í litla plastpoka og setja í umslag ásamt mynd eða korti af gosinu. Þegar gosið hófst dreifðust nemendur í skólanum um allt land og flestir fóru í aðra grunn- skóla. Settar voru á fót á fjórar kennslustöðvar fyrir börn úr Eyj- um, í Laugalækjarskóla, Laug- arnesskóla og Langholtsskóla í Reykjavík og í Hveragerði. Hjálmfríður segir að börnin hafi haft gaman af uppátækinu og lagt skemmtilega vinnu í gerð póstkortanna. „Kannski skapar þetta umræðu um hvernig er að lenda í þessu,“ segir hún. Hjálmfríður var kennari við barnaskólann þegar fór að gjósa og þekkir vel hvaða áhrif þetta hafði á nemendurna. „Þau lenda í þessum flótta. Missa vinina sína og kunningja, fara í alveg nýtt samfélag. Þetta var mjög erfið lífsreynsla fyrir krakkana.“ Nemendur í Vestmannaeyjum þakka hlýjar móttökur í kjölfar gossins Senda vikur úr gosinu til allra grunnskóla Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nemendur í 5. bekk í Barnaskóla Vestmannaeyja voru í gær að pakka vikri og senda kveðjur í barnaskóla landsins. Aftar sitja Sunna Ósk Guðmundsdóttir og Helga S. Hartmannsdóttir. Framar eru Eyrún Eva Eyþórsdóttir og Kristján Tómasson. Kennari barnanna, Hjördís Kristinsdóttir, fylgist með þeim. ÚTLIT er fyrir að hægt verði að opna skíðasvæð- ið í Bláfjöllum um helgina. Grétar Hallur Þóris- son, forstöðumaður Bláfjalla, segir að ef úrkom- an sem Veðurstofa Íslands spáir verði snjór frekar heldur en rigning verði líklega hægt að opna fjallið. „Það er kominn góður grunnur en við þurfum slettu ofan á þetta,“ sagði Grétar. Í vor og sumar var slétt úr brekkum og settar upp snjógirðingar sem að sögn Grétars leiða til þess að nú er hægt að opna fjallið með minni snjó en áður. Grétar sagði ennfremur að bílastæði og lyftur væru tilbúin, aðeins vantaði snjóinn. Æf- ingar hjá skíðadeildum íþróttafélaga hófust í fyrradag. Morgunblaðið/Þorkell Bláfjöll opnuð um helgina ♦ ♦ ♦ NÝTT alþjóðlegt samtímalistasafn verður opnað á Laugavegi 37 í Reykjavík með vorinu. Borgarráð staðfesti í gær samning sem Pétur Arason og Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar borgarinnar, hafa unnið að í sam- einingu. Um er að ræða samvinnu- verkefni Reykjavíkurborgar og Péturs um að opna almenningi að- gang að miklu safni innlendra og erlendra samtímalistaverka í eigu Péturs og konu hans, Rögnu Ró- bertsdóttur. Kostnaður borgarinnar við samninginn er 14 milljónir króna á ári. Stefán Jón Hafstein segist mjög ánægður með þennan samning. „Í mínum huga hefði það verið nánast útilokað að þakka ekki þetta tilboð og taka því. Borgarbúar fá svo miklu meira en þeir láta af hendi.“ Viðræður við Nýlistasafnið Nýlistasafnið er ekki langt frá safni Péturs og Rögnu en for- ráðamenn safnsins hafa verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um aðstoð vegna flutnings safns- ins á síðasta ári og einnig átt í viðræðum við Listasafn Reykja- víkur um varðveislu listaverka- eignar safnsins. Ásmundur Ás- mundsson, stjórnarformaður Nýlistasafnsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna „rausn- arlegum“ samningi borgarinnar. Vonaðist hann til þess að þetta hefði jákvæð áhrif á það hvernig borgaryfirvöld kæmu til móts við þarfir Nýlistasafnsins. Að sögn Ásmundar fær það um 3 millj- ónir króna á ári frá borginni, alls um 12 milljóna króna framlög að meðtöldum styrk ríkisins og Ís- landsbanka. Ásmundur sagði að ekki væri enn búið að ganga frá samning- um við borgina vegna flutnings- ins, en ríkið lagði til 10 milljónir nú um áramótin. Enn vantaði mikið upp á að húsnæðið væri viðunandi. Vonandi myndi nú rætast úr en forráðamenn safns- ins eiga fund í dag með Stefáni Jóni Hafstein, sem ákveðinn hafði verið fyrir nokkru. Alþjóðlegt samtímalistasafn borgarinnar og Péturs Arasonar á Laugavegi „Útilokað að taka ekki tilboðinu“  Skiptir miklu máli/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.