Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞETTA ERU BÍLAR SEM FÁST Á 100% LÁNI Nissan Micra 1.3 6/2000, 5 g., 3 d., álfelgur, drkr., grænn, ek. 28 þ. km. Tilboð 790 þús. 100% lán ca 17 þús. á mánuði. Daewoo Nubura SX SYTW 8/1999, ssk, álfelgur, gullsans, ek. 53 þ. km. Tilboð 790 þús. 100% lán ca 17 þús. á mánuði. Renault Megane 5/1998, 5 g., álfelg- ur, vínrauður, ek 81 þ. km. Tilboð 690 þús. 100% lán ca 18 þús. á mán. Peugeot 106 1.4 8/1998, ssk., 5 d., vínrauður, ek. 56 þ. km. Tilboð 590 þús. 100% lán ca 16 þús. á mán. Hyundai Coupe FX 2.0, 5/1998, 5 g., rauður, ek. 27 þ. km. 880 þús, 100% lán. Subaru Legacy 2.0 STW 4/1997, ssk, grænn, ek. 113 þ. km. Verð 1050 þús, Funahöfða 1 - Fax 587 3433 www.litla.is Sími 587 7777 Skráðu bílinn á www.litla.is Mikil sala! FRANSKI bílaframleiðandinn Citroën kynnir um þessar mundir fjölnotabílinn C8 með sjálfskiptingu. C8 var fyrst kynntur á bílasýning- unni í Genf snemma á síðasta ári og bíllinn kom á markað í Frakklandi í júní. Í flestum öðrum Evrópulönd- um hófst sala á C8 bílnum á síðustu mánuðum ársins. En þá var sem sagt einungis um beinskipta bíla að ræða. Blaðamaður Morgunblaðsins ók þessari nýju útfærslu á C8 bílnum, sjálfskiptum, með þriggja lítra vél, í Frakklandi á mánudaginn og óhætt er að segja að bíllinn hafi reynst vel, hvort sem var á þröngum sveitaveg- um, gegnum þorp og á víðavangi, eða á hraðbrautunum austan Par- ísar. Einungis var ekið á malbiki. Vert er að geta þess að sjálfskipt- ingin í C8 er með beinskiptum möguleika, eins og í öðrum Citroën bílum. Rétt er að taka fram að óvíst er hvort C8 verður fluttur til Íslands útbúinn þriggja lítra vél. Meiri líkur eru taldar á að C8 með tveggja lítra vél verði í boði hér og kosti um það bil 2,9 milljónir króna, skv. upplýs- ingum frá Brimborg, umboðsfyrir- tæki Citroën hér á landi. Bíllinn sem Morgunblaðið ók er kraftmikill og hröðunin góð; hann var kominn í 150 km hraða á svip- stundu og varla fannst fyrir því að hann væri á ferð. Og gott var að keyra hann á enn meiri hraða; hann var stöðugur og lét vel að stjórn. Bíllinn er stór, 4,72 m langur, 1,85 m breiður og 1,75 m hár. Hann er því rúmgóður og rýmið er vel nýtt. Bæði er farangursrými ákaflega gott en ekki síst er rúmt um farþega og litlar, hentugar hirslur er að finna hér og þar í bílnum. Þær eru hátt í sextíu. Segja má að Citroën C8 sé bæði stór og sterkur – enda um ákaflega traustan bíl að ræða – en jafnframt er hann þægilegur í akstri og lipur. Lá vel á miklum hraða á hraðbraut- um og auðvelt var að aka honum eft- ir þröngum götum þar sem lítið svigrúm var til athafna. Virkaði lip- ur þar þrátt fyrir stærðina. Við- bragðið er gott og bíllinn að öllu leyti skemmtilegur í meðförum. C 8 er alla jafna sjö manna bíll og ákaflega rúmgóður sem fyrr segir, framsætin eru góð, þrjú stök sæti eru í miðröðinni og tvö aftast. Þau eru hægt að taka brott til að auka farangursrýmið, ef vill. Raunar er mögulegt að koma áttunda sætinu fyrir. Eflaust er gott fyrir fjölskyldu- fólk að nýta sér það að farþegasæt- inu frammí er hægt að snúa við, þannig að viðkomandi vísi að öðrum farþegum. Þurfi að sinna ungviðinu; gefa því að borða, eða leika við börn- in, er það auðvelt á ferð. Segja má að hér sé um að ræða athafnarými á hjólum, ekki einungis hefðbundið ferðatæki. Mjög gott útsýni er úr C8 bílnum, allir gluggar stórir og framrúðan löng og aflíðandi. Ökumaður og far- þegar sitja hátt og vel fer um þá. Fjöðrun er góð og bíllinn mjúkur. Rúðuþurrkur á framrúðu eru sjálfvirkar; fara í gang um leið og bleyta kemur á rúðuna. Á bílnum eru rafdrifnar rennihurðir á báðum hliðum og aðgengi því auðvelt. Stærsti hluti mælaborðsins er fyrir miðju, þrír hringlaga mælar sem veita upplýsingar um hraða, bensínmagn, hitastig og ýmislegt fleira varðandi gang bílsins. Gír- stöngin er fyrir miðju, neðst á miðjustokknum, rétt við læri þess sem ekur. Stöngin er stutt og auð- velt að skipta. Stór og sterkur en þægilegur og lipur skapti@mbl.is Þarna má halda fundi ef vill … Flott mælaborð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.