Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.2003, Blaðsíða 5
ar. Mælaborðið er líka frísklegt. Stórir snúningsrofar eru á mið- stöðinni og innbyggt hljómtæki með geislaspilara er staðalbúnað- ur. Því er hægt að stýra með tökk- um við stýrissúluna. Þá er stað- albúnaður aksturstölva. Punktur- inn yfir i-ið er hönnunin á hand- bremsunni sem minnir mest á stjórntæki í flugvél. Með hljóðlátustu bílum Eins og í Laguna er lykillinn að bílnum í korti. Sumir hafa haft á orði að enginn tilgangur sé með þessu annar en sá að vera öðruvísi. Á þetta fellst undirritaður ekki því kortið er mun þægilegra í vasa en hefðbundinn lykill og líka þægi- legra í notkun. Þegar sest er inn í bílinn er kortinu stungið inn í þar til gerða rauf og síðan þrýst stutt- lega á Start-hnapp til að ræsa vél- ina. Kosturinn við þetta er að ræs- ingin er jöfn og ekki hætta á að startaranum sé misþyrmt þegar bíllinn er þegar kominn í gang. Mégane II er með hljóðlátustu bílum í sínum flokki. Vélarhljóð heyrist ekki inn í bílinn í lausa- gangi og sömuleiðis eru kostir nýs undirvagns þeir að verulega hefur dregið úr veghljóðum. Bíllinn er einnig vel úr garði gerður hvað viðkemur öryggisþáttum. Fjórir líknarbelgir eru staðalbúnaður og í fremra farþegasæti er belgurinn aftengjanlegur svo hægt er að hafa þar barnabílstól sem snýr öf- ugt við akstursáttina. Í sætinu, eins og í aftursætunum, eru ISO- FIX-festingar, sem eru festar við burðarvirki bílsins og því öruggari en annars konar festingar. Þá er ljóst, af prófunum Euro NCAP, að hönnun bílsins er vel heppnuð hvað viðkemur árekstrarvörnum. Auk þess að hafa lengst er nýr Mégane með 4,5 cm meira hjólhaf sem breytir umtalsvert aksturseig- inleikum bílsins. Í stuttu máli má segja að bíllinn sé rásvissari og undirstýring, þ.e.a.s. þegar fram- hjólin leita út úr akstursstefnunni í beygjum, hefur minnkað. Það er því virkilega gaman að flengja honum í beygjur. Bíllinn er með rafmótor fyrir stýrið sem dregur dálítið úr tilfinningunni fyrir stýr- ingunni en stýrið er hraðanæmt og þyngist því með auknum hraða. Aflmeiri vél Um leið og gerðar eru róttækar breytingar á Mégane hefur 1,6 lítra vélin verið frískuð upp með VVTi-búnaði, sem munar mikið um. Þetta er tölvustýring á ventl- um sem eykur aflið um átta hestöfl, úr 107 í 115, og hámarks- tog fer úr 148 Nm við 3.750 snún- inga á mínútu í 152 Nm við 5.200 snúninga á mínútu. Það munar strax um hestana átta í viðbragði en meira munar um aukið tog því bíllinn á alltaf talsverða aukagetu eftir og hægt er að sækja hana upp á talsvert háan snúning. Enn sem komið er fæst bíllinn einvörðungu beinskiptur enda allt- af mest eftirspurn eftir beinskipt- um bílum á meginlandi Evrópu ólíkt því sem tíðkast hérlendis. Sterklega má þó mæla með bein- skiptum bíl því skiptingin er lipur og fremur stutt á milli gíra. Mégane II er mikil breyting frá forveranum, jafnt í útliti sem akst- urseiginleikum. Aflviðbótin í vél- inni er kærkomin og undirvagn- inum má jafna við það besta í þessum flokki bíla. Verðið hefur hækkað talsvert. Engu að síður virðist bíllinn á samkeppnishæfu verði þegar litið er til keppinaut- anna. Gerðin sem var prófuð, þ.e. beinskiptur 1,6 lítra, fimm dyra hlaðbakur, kostar 1.840.000 kr. Verðsamanburður er gerður í töfl- unni hér á síðunni. Takið eftir handbremsunni. Lykillinn er kominn í kort. gugu@mbl.is Allir eiga að þekkja Mégane á aftursvipnum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2003 B 5 bílar MMC. PAJERO GLX 6/2001 EK. 39 ÞÚS. 3,2 DI-D DISELVÉL, SJ.SK., STEPTRONIC 33“ DEKK, ÁLF., DR.KÚLA, LITAÐ GLER, CD. VERÐ 3.590 ÞÚS. MÖGUL. Á 100% LÁNI. TILBOÐSVERÐ 3.190 ÞÚS. NISSAN PRIMERA GX 4/1998 EK. 53 ÞÚS. 1,6 VÉL. 5 GÍRA, ÁLF., DRÁTTARK. SPOILER. VERÐ 830 ÞÚS. MÖGULEIKI Á 100% LÁNI. TILBOÐSVERÐ 750 ÞÚS. MMC PAJERO GLX 9/1998 EK. 118 ÞÚS. 2,8 TDI DISELVÉL, SJ.SK., 7 M., 32“ DEKK, ÁLF., CD. MJÖG GOTT LAKK, ÞJÓN./SMURBÓK. VERÐ 2.490 ÞÚS. 100% LÁN MÖGUL. TILBOÐ 2.150 ÞÚS. HÖFÐAHÖLLIN BÍLASALA Sími 567 4840 • www.hofdahollin.is DODGE STRADUS ÁRG.97 EK. 67 ÞÚS. 2,4 VÉL, SJ.SK. ÁLFELGUR, LITAÐ GLER. VERÐ 890 ÞÚS. MÖGUL. Á 100% LÁNI. TILBOÐSVERÐ 770 ÞÚS. HYUNDAI COUPE FX ÁRG. 99 EK. 62 ÞÚS. 2,0 VÉL, 5 GÍRA, ÁLF., FILM- UR, KASTARAR. VERÐ 960 ÞÚS. MÖGU- LEIKI Á 100% LÁNI. TILBOÐ 800 ÞÚS. MMC LANCER STW 4X4 ÁRG. 99 EK. 87 ÞÚS. 1,6 VÉL, 5 GÍRA, RAF.- RÚÐUR. VERÐ 990 ÞÚS. MÖGULEIKI Á 100% LÁNI. TILBOÐSVERÐ 840 ÞÚS. OPEL ASTRA COUPE 10/2001 EK. 40 ÞÚS. 1,8 VÉL, 5 G., 16“ ÁLF., CD, TOPPL., SÍLSAKITT, SPOILER, FILMUR, OPIÐ PÚST. HLAÐINN AUKAHL. VERÐ 2.490 ÞÚS. 100% LÁN MÖGUL. TILB. 2.150 ÞÚS. BMW 316 COMPACT M 4/1999. EK. 55 ÞÚS. 1,6 VÉL, 5 GÍRA, 16“ ÁLF. CD, LEÐ- UR, KASTARAR, NÝ DEKK, Í TOPPSTANDI. VERÐ 1.190 ÞÚS. MÖGUL. Á 100% LÁNI. DAEWOO LANOS SX 12/2001 EK. 18 ÞÚS. 1,6 VÉL, 5 GÍRA, ÁLF., TOPP- LÚGA, FILMUR, SPOILER. VERÐ 1.290 ÞÚS. MÖGUL. Á 100% LÁNI, TILBOÐ 1.090 ÞÚS. RANCE ROVER HSE ÁRG. 1997 EK. 110 ÞÚS. 4,6 VÉL, SJ.SK., ÁLF., CD, LEÐUR, LÚGA, LOFTFJ., KASTARAR, CR-CONTROL, RAFM. Í ÖLLU, HLAÐINN BÚNAÐI. VERÐ 3.390 ÞÚS. 100% LÁN MÖGUL. TILBOÐ 2.900 ÞÚS. Löggild bílasala opið mán. - fös. kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-17 GRAND CHEROKEE LIMITED OG GRAND CHEROKEE OVERLAND ÁRGERÐ 2003. Lúxusjeppar á frábæru verði. Netsalan, Garðatorgi 3, sími 544 4210 og 565 6241.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.